Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 6
ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þrautreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 73 44 6 Exide fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. Sími 515 1100 • pontun@olis.is • olis.is Fjölmiðlar Forsvarsmenn Ríkis­ útvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 millj­ ónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrif­ stofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfð­ unar. Guðmundur Spartakus Ómars­ son höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkis útvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskipt­ um í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöll­ un dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisút­ varpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðs­ dómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lög­ manni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um mála­ lok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjöl­ miðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofu­ stjóri Ríkisútvarpsins, segir í skrif­ legu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hags­ munamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með sam­ komulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu­ og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að for­ svarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“ mikael@frettabladid.is Sáttagreiðsla ódýrari en dómstólaleiðin Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að ljúka málum utan dómstóla. Snekkjusýningin í Mónakó hófst í gær. Það er árleg kaupstefna með nýjustu og flottustu snekkjurnar sem finnast í heiminum. Talið er að verðmæti þeirra snekkja sem sýndar eru á sýningunni í ár nemi um 4,5 milljörðum evra, eða sem samsvarar um 570 milljörðum króna. frettablaðið/ePa DÚBaÍ Yfirvöld í Dúbaí, sem er eitt Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem er gnótt olíu, hyggjast nú hvetja landsmenn til að kaupa raf­ bíla. Stefnt er að því að tvö prósent bílaflotans verði rafknúin árið 2020 og tíu prósent árið 2030. Rafbílaeigendur fá meðal annars að sleppa við skráningargjöld, aka án endurgjalds á þjóðvegum og leggja frítt á 40 stöðum í borginni Dúbaí. Auk þess munu þeir geta hlaðið bílana án endurgjalds á 100 hleðslu­ stöðvum til ársloka 2019. Allir sem byggja nýtt verða auk þess að gera ráð fyrir aðstöðu til að hlaða rafbíla. – ibs Rafbílavæðing í furstadæmi Flottustu snekkjur heims í Mónakó EFnahagsmál Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4 prósent en vísitalan án hús­ næðis hefur lækkað um 3,1 prósent. Það er sérstaklega hækkun hús­ næðisverðs og lok útsala sem knúði verðbólguna áfram í september en á móti vegur hressileg lækkun flug­ fargjalda til útlanda og verðlækkun á mat og drykkjarvörum. – jhh Verðbólgan í 1,4 prósentum Stefnt er að því að tvö prósent bílaflotans verði rafknúin árið 2020. Þar var fallið frá hvers konar stefnu- kröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins ohf. 2 8 . s E p t E m B E r 2 0 1 7 F i m m t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.