Fréttablaðið - 28.09.2017, Side 16

Fréttablaðið - 28.09.2017, Side 16
Í þingsetningarræðu sinni nýver-ið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamn- ingsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðar- innar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milli- göngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissu- lega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlaga- þingi að setja okkur nýja stjórnar- skrá eða breyta gildandi stjórnar- skrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðarat- kvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóð- inni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hug- mynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hug- myndum um að stjórn ar skrá in yrði end ur skoðuð í áföng um á næstu þrem ur kjör tíma bil um og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin til- heyri eða sé eign stjórnmálaflokk- anna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðar- innar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mann- réttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslend- ingar hvorki samþykktu né stað- festu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Grunnsáttmáli þjóðarinnar Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar­ lögmaður Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leik- reglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Nýlega hefur velferðar- og jafn-réttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinber- lega afstöðu sína til núverandi kerf- isbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri elli- lífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyris- sjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyris- kerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flest- ir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkr- ar staðreyndir sem sýna klára eigna- upptöku ríkisins á réttindum og líf- eyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016. Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarð- aðar án nokkurs raunsæis eða rétt- lætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygg- inga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upp- lýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskipta- vinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ vel- ferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarks- neyslu (sjá Harpa Njáls, Morgun- blað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis! Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisupp- bót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á líf- eyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilíf- eyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksfram- færslu. Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilis- uppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyris- sjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygg- inga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg! Harpa Njálsdóttir sérfræðingur í velferðar­ rannsóknum og félagslegri stefnumótun Ellilífeyrir/ Heimuppb. Lífeyris- sjóður Skerðing Staðgr. RSK Útborguð laun Í ríkis- sjóð 281.050 0 0 50.913 230.137 50.000 281.050 150.000 71.125 80.049 279.876 151.174 281.050 200.000 99.575 88.010 293.464 187.586 ✿ Tekjur eldri borgara sem býr einn Með nýjum lögum almanna- trygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptæk- ur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hlutfall skerðinga 56,9%: Greiðslur (kr.) úr lífeyrissjóði og ellilífeyrir TR – Upphæðir skerð­ inga og skatta renna í ríkissjóð Heimild: Tryggingastofnun ríkisins (TR). Útfært samkvæmt Reiknivél lífeyris; RSK staðgr. 36,94%, persónuafsl. 52.907 kr. Gerðu betri kaup hjá okkur! Hringdu núna í w w w . b e t r i b i l a k a u p . i s Ármúla 4-6, Reykjavík| 511 2777 - sala@betribilakaup.is |Firðinum, Hafnarfirði 2017 Kia Niro Verð frá 3.650.000 2017 BMW 330e Verð frá 4.595.000 2017 Toyota Verð frá 4.890.000 2017 Toyota Auris Verð frá 2.990.000 2018 Volvo XC60 Verð frá 7.300.000 2018 Volvo V90 Verð frá 7.740.000 2018 Volvo XC90 Verð frá 7.650.000 2018 Volvo S90 Verð frá 7.550.000 2017 Outlander Verð frá 5.250.000 2017 Outlander Verð frá 4.615.000 2017 Outlander Verð frá 4.040.000 2017 Outlander Verð frá 5.100.000 2017 Toyota Yaris Verð frá 2.490.000 kr. 2017 Toyota C-HR Verð frá 4.150.000 2017 Kia Optima Verð frá 3.990.000 2016 BMW X5 Verð frá 7.200.000 kr. Sparaðu og pantaðu allar tegundir beint frá verksmiðju! www.facebook.com/ 2 8 . S E p T E m b E R 2 0 1 7 F I m m T U D A G U R16 S K o ð U n ∙ F R É T T A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.