Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 50
Leikhús Óvinur fólksins HHHHH henrik ibsen Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikgerð og þýðing: Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þór- arinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir Sigurður Sigurjónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Snorri Engilbertsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vera Stefáns- dóttir, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir, Árni Arnarson, Júlía Guðrún Lovísa Henje Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirs- son og Kristinn Gauti Einarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Í leikritinu Óvinur fólksins, sem frumsýnt var á Stóra sviði Þjóð- leikhússins síðastliðinn föstudag, tekst Henrik Ibsen, höfuðleikskáld Noregs, á við mótsagnir samfélags- ins, sannleikann, sannleiksbera og hið pólitíska gangverk. Hér takast á öfl sem Íslendingar kannast allt- of vel við: að reyna að sameina hið pólitíska og persónulega þegar sam- félagslegar fórnir eru nauðsynlegar. Margt er ágætt í leikgerð Unu Þor- leifsdóttur, sem einnig leikstýrir, Gallaða góðærið Snorri Engilberts, Björn Hlynur og Sólveig Arnars í hlutverkum sínum. Mynd/ÞjóðLEikHúSið og nýliðans Grétu Kristínar Ómars- dóttur, þótt þýðingin á titlinum sé óþjál. Í heildina ná þær að halda kjarna verksins heilum, talmál- inu skýru og forðast þá freistingu að undirstrika samtengingar við íslenskan samtíma of gróflega. Verk- ið stendur nefnilega fyrir sínu. Aftur á móti skilar umbreyting bróðurins Péturs í systurina Petru ekki miklu inn í heim verksins. Ein af ástæðum þess að Stokkmann-hlutverkin tvö virka betur sem bræður en systkin er að þannig verða þau áþreifanleg birtingarmynd hins ráðandi feðra- veldis. Breytingin hefði verið áhrifa- meiri og eftirtektarverðari ef hlut- verk Tómasar hefði verið umskrifað. Þó er alls ekki við leik Sólveigar Arnarsdóttur, í hlutverki bæjar- stjórans Petru Stokkmann, að sak- ast. Hann er afskaplega góður, lipur og afslappaður. Hún spígsporar um sviðið eins og ljónynja, alltaf tilbúin að bíta frá sér, verja sitt yfirráða- svæði, fullkomlega sannfærð um að þöggun sé bæjarbúum fyrir bestu. Sólveig og Björn Hlynur Haralds- son, sem leikur Tómas Stokkmann, bera sýninguna á herðum sér og sameiginlegu atriðin þeirra eru lifandi og grípandi. Björn Hlynur sýnir enn og aftur hversu fantagóður leikari hann er. Eftir því sem á líður sýninguna grípur réttlætiskenndin Tómas heljartökum og ýtir honum á ystu nöf þar sem hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir málstaðinn; ærunni, stöðu sinni í samfélaginu og öryggi fjölskyldu sinnar. Aðrir leikarar fá minna fyrir sinn snúð, fyrir utan Guðrúnu S. Gísladóttur í hlutverki miðju- músarinnar Ásláksen, rödd passa- sömu millistéttarinnar sem aldr- ei vill styggja neinn og því síður fórna fjárhagslegum stöðugleika. Hlutverkið leikur hún af fínlegum húmor. Sigurður Sigurjónsson Sópraninn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng með Sinfóníu- hljómsveit Barcelona í Katalóníu um síðustu helgi. Lögin sem hún flutti voru Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, í útsetningu fyrir sópr- an og hljómsveit eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, og Söng Sólveigar úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. „Þetta var líklega í fyrsta skipti sem Ave María Kaldalóns hefur verið flutt erlendis með sin- fóníuhljómsveit,“ segir Guðrún Jóhanna. „Margir tónleikagestir Margir tónleikagestir felldu tár Guðrún hreyfði við katalónunum með söng sínum. FréTTABLAðið/AnTon Brink *B irt m eð fyrirvara u m p rentvillu r. Tilb o ð in gild a á m eð an b irgð ir en d ast. Allt að 90% afsláttur B ó ka m a r ka ð u r Fo r l a g s i n s · F i s k i s l ó ð 3 9 · 1 0 1 Re y k j av í k · f o r l a g i d @ f o r l a g i d . i s · O p i ð a l l a d a g a k l . 1 0 – 1 9 Yfir 4000 titlar frá öllum helstu útgefendum landsins! Gjafir fyrir öll tækifæri! 100 stk. á 1.490 kr. 990 kr. 990 kr. 990 kr. 1.990 kr. 1.490 kr.490 kr. 1.990 kr. Gjöf fyrir alla sem mæta OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19 á Fiskislóð 39 Allt að 90% afsláttur Wilson-pakki 2.690 kr. 1.990 kr. Ekki missa af þessu! LOKAHELGIN FRAM UNDAN 2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F i m m t U D A G U r34 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.