Fréttablaðið - 28.09.2017, Page 51

Fréttablaðið - 28.09.2017, Page 51
Gallaða góðærið leikur Martein Kíl, táknmynd hins þögla ofurfjármagns sem hefur völd en talar aldrei um það, bara sýnir í verki. Hann gerir vel og sýnir styrk sinn í þeim fáu atriðum sem hann hefur úr að moða. Því miður eru aðrir leikarar heldur síðri og í sýningu sem á að undirstrika sundrung og stéttaskiptingu sam- félagsins verður heildarleikurinn að vera betri. Snorri Engilbertsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir eru of einstrengingsleg sem blaðamenn- irnir tveir, Snæfríður Ingvarsdóttir of sakleysisleg til að vera róttækur kennari og Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson óeftir- minnileg. Leikstjórn Unu er ágæt í smærri senum en missir marks þegar heildarmyndin er skoðuð betur. Persónur færast til og frá á sviðinu en heimurinn er ekki nægilega vel byggður, brot á fjórða veggnum óskýr og hópsenur kaótískar. Um búninga og sviðsmynd sér Eva Signý Berger. Velmegun bæjarbúa endurspeglast í búningunum en öll hersingin lítur út eins og þau hafi stokkið ljóslifandi út úr auglýs- ingaherferð hjá Geysi. Drapplitaði liturinn verður þó fljótt leiðigjarn. Sviðsmyndin er betur heppnuð, hún minnir á allt umlykjandi rafmagns- staura í heimi þar sem náttúran er bara upp á punt, eins og hún þurfi ekki einu sinni að vera alvöru eða rótföst. Lýðræðið er fjandi erfitt í fram- kvæmd þar sem grundvöllur þess er að allir eiga að hafa rödd, allir hafa kosningarétt, en engir eru algjörlega sammála og sumir sjá ekki lengra en inn í sitt eigið veski. Sýningin Óvin- ur fólksins smellpassar, þó gölluð sé, inn í þann pólitíska poll sem Íslend- ingar þurfa að busla í þessa dagana. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Frábær frammistaða Björns Hlyns og Sólveigar nær næstum því að lyfta sýningunni á hæsta plan. Margir tónleikagestir felldu tár Guðrún hreyfði við Katalónunum með söng sínum. Fréttablaðið/anton brinK felldu tár við að hlusta á þetta gullfallega lag, sem er eitt af vin- sælustu íslensku sönglögunum.“ Sinfóníuhljómsveit Barcelona þykir ein af bestu hljómsveitum Evrópu. Það var aðalhljómsveitar- stjóri hennar, Kazushi Ono, sem stjórnaði henni á tónleikunum síðasta laugardag, þeir voru liður í La Mercè, árlegri hausthátíð í borginni. Reykjavík er gesta- borg hátíðarinnar í ár og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum. – gun Belgíski fiðluskólinn er yfirskrift tónleika sem Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Rich- ard Simm píanóleikari halda í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð á laugardaginn, 30. september, klukkan 15. Þeir eru síðasti við- burður þessa sumars þar á bæ. Rut stundaði framhaldsnám við tón- listarháskólann í Brussel og hún og Richard ætla að leika verk eftir tónskáldin Vieux- temps, Wieniawski og Ysaÿe sem allir kenndu við skólann – en löngu fyrir hennar tíð. „Ég man að það voru plattar á veggjum skólans og styttur af þessum mönnum,“ rifjar hún upp. Eftir hlé ætlar hún að spila sónötu eftir César Franck sem var belgískur að upp- runa. „César Franck-sónatan er eitthvað sem allir fiðluleikarar óska að spila,“ segir hún. „Það sem er svo skemmtilegt er að hann gaf tónskáldinu Ysaÿe og konunni hans þessa sónötu í brúðargjöf. Ysaÿe rétt æfði hana á brúðkaupsdaginn og spilaði sjálfur í brúðkaupinu en hinn formlegi frumflutningur var nokkrum mánuðum seinna.“ Rut segir þau Richard Simm hafa spilað þetta allt áður. „En mig langaði að tengja þessi tónskáld saman núna og tel þau verk sem við völdum vera skemmtilegt pró- gramm að bjóða upp á.“ – gun Síðasti viðburður sumarsins að Kvoslæk richard Simm og rut ingólfsdóttir hafa spilað öll verkin áður, þó ekki á sömu tónleikum. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðN N N r t t a a 35F i m m t u D a g u r 2 8 . s e p t e m B e r 2 0 1 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.