Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 58
Heilsan
okkar
Hvers vegna þurfum
við að sofa?
Niðurstaða: Svefn þjónar
mikilvægu hlutverki við vöxt,
endurnýjun líffæra og er jafn
framt nauðsynlegur til þess að
við getum fest nýjan lærdóm
í minni.
Edda Björk
Þórðardóttir
doktor í lýðheilsu-
vísindum svarar
heilsuspurning-
um lesenda.
Í gegnum tíðina héldu menn að svefn væri til þess að slökkva á heilastarfseminni. Nú vitum
við að heilinn er mjög virkur í
svefni og svefn er afar mikilvæg-
ur heilsu. Samt hættir okkur til
að fórna svefninum fyrir eitthvað
minna mikilvægt.
S v e f n e r
áhugavert fyr-
irbæri. Salva-
dor Dali var
með þráhyggju
fyrir sköpunar-
mætti svefns
sem sést berlega
í draumkenndum
verkum hans og Richard Wagner
var þekktur fyrir að nota svefn til
að fá hugmyndir að óperum. Aðrir
hafa keppst við að slá heimsmet
í vöku. Peter Tripp sturlaðist eftir
að hafa vakað í átta daga árið 1959
en betur fór fyrir Randy Garner
sem árið 1967 var vakandi í ell-
efu daga. Á meðan keppnin stóð
yfir sýndu þeir einkenni svefn-
skorts á háu stigi: athyglisbrest,
einbeitingarleysi, minnisleysi,
rugl, ofskynjanir og skapgerðar-
breytingar.
Þessi einkenni ganga oftast til
baka en langvarandi svefntruflun
hefur verið tengd fjölda sjúk-
dóma, andlegra og líkamlegra.
Við framleiðum mest af vaxtar-
hormónum í djúpsvefni en þau
eru ekki einungis mikilvæg börn-
um sem eru að vaxa heldur einn-
ig fullorðnum því þau m.a. styrkja
beinin, hjálpa til við endurnýjun
líffæra og styrkja ónæmiskerfið.
Dýr sem eru svipt svefni deyja
á endanum úr fjöllíffærabilun.
Síðan er draumsvefn mikilvægur
fyrir minnið því án hans getum
við ekki lært nýja hluti.
Það er því gott að hafa nætur-
svefninn ofarlega á forgangslist-
anum og njóta þess að vakna vel
úthvíldur á meðan maður getur
því hæfileikinn til að sofa minnk-
ar oft eftir því sem líður á ævina.
Til viðmiðunar þurfum við
fullorðna fólkið flest að sofa 7-8
tíma, unglingar 9-10 tíma og yngri
skólabörn 11-12 tíma.
Sofðu vel!
Lesendum er bent á að senda
sérfræðingum okkar spurningar
tengdar heilsu og lífsstíl á
heilsanokkar@frettabladid.is.
langvarandi
svEfntruflun
HEfur vErið tEngd fjölda
sjúkdóma, andlEgra og
líkamlEgra.
Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hringhurðir, hurðir og
gluggakerfi ásamt
uppsetningu og viðhaldi
á búnaði.
Áratuga reynsla.
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
Við munum skoða stórkostleg-an mátt matarins,“ segir Vala Matt spurð út í hvað hún
muni bjóða upp á í innslagi sínu í
Íslandi í dag í kvöld. „Sjúkraþjálfar-
inn og bókahöfundurinn Lukka
Pálsdóttir í Happi mun segja okkur
í kvöld frá því hvernig við getum á
mjög auðveldan hátt haldið okkur í
kjörþyngd. Og svo kennir hún okkur
að búa til dásamlegan súkkulaði-
tedrykk sem hefur ótrúlega róandi
áhrif. Einnig skoðum við hvernig
má nota mat á ýmsan óvenjulegan
máta. Albert Eiríksson og Bergþór
Pálsson sýna okkur hvernig hægt
er að búa til besta svitalyktareyði
í heimi með matarsóda og sjón-
varpskokkurinn flotti Ebba Guðný
Guðmundsdóttir sýnir okkur til
dæmis hvernig við getum hvíttað
tennurnar á ansi óvenjulegan en
náttúrulegan hátt,“ segir Vala. – gha
Besti svitalyktareyðir í
heimi úr matarsóda
Bergþór Pálsson og albert Eiríksson búa til eigin svitalyktareyði út matarsóda.
Matarsódi nýtist í fleira en bakstur.
í kvöld vErður máttur
matarins skoðaður í ís-
landi í dag.
Ég Er EinstaklEga
spEnnt fyrir tom of
finland, myndin Er Byggð á
sönnum atBurðum.
Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir
1. tom of finland
„Ég er einstaklega spennt fyrir
Tom of Finland, myndin er byggð á
sönnum atburðum og fjallar um lífs
hlaup finnska listamannsins Touko
Laaksonen sem hlaut alþjóðlega
frægð fyrir hómóerótískar teikning
ar sínar. Myndin er formlegt framlag
Finnlands til Óskarsverðlauna,“ segir
Tatiana.
átta spennandi
kvikmyndir á
dagskrá riff
Hátíðin RIFF hefst í dag og andrea Eyland
og tatiana ósk Hallgrímsdóttir, sem sjá
um kynningarmál fyrir hátíðina, settu af því
tilefni saman lista yfir spennandi myndir.
Það er ýmislegt sem þær tatiana og andrea ætla að sjá á riFF. FrÉttaBLaðið/EYÞÓr
2. faces places
Andrea er spenntust fyrir Faces
Places. „Klárlega sú sem ég get ekki
beðið eftir að sjá. Agnés Varda, eldri
kona, og JR, ungur maður, ferðast
saman, taka myndir og úr verður
þessi snilld.“
3. Borg vs. mcEnroe
„Sannsöguleg mynd um tennis
spilarann Björn Borg og lokamynd
RIFF í ár. Hún gerist árið 1980,“ segir
Tatiana, sem er hrifin af myndum
sem eiga að gerast á níunda ára
tugnum.
4. Winther Brothers
„Mér finnst Hlynur Pálma töff og
þessi mynd ótrúlega spennandi,
ég elska allt sem er danskt,“ segir
Andrea.
5. la Chana
„Heimildarmynd sem fagnar lífi
hinnar sjálflærðu La Chana, flam
enco dansara sem hlaut heims
frægð á sjötta áratugnum og hvarf
síðan skyndilega úr almannaaugsýn
á hátindi ferilsins,“ segir Tatiana.
6. atelier
Spennutryllirinn Atelier nær á lista
Tatiönu. „Þessi er í leikstjórn Elsu
Maríu Jakobsdóttur. Elsa er nýlega
útskrifuð úr Danska kvikmyndaskól
anum og er Atelier útskriftarmynd
hennar. Ég hef séð stiklu myndar
innar og hún lofar góðu.“
7. mamma ætlar að sofna
„Mynd Völu Ómarsdóttur um
móður sem reynir að vernda dætur
sínar en tekst ekki, ég hreinlega
tengi,“ segir Andrea.
8. fitzcarraldo
„Heimildarmynd frá sjálfum Werner
Herzog, ég hef ekki séð þessa en er
mjög spennt fyrir henni. Sagan er
um mann sem er ákveður að byggja
óperuhús inni í miðjum frumskóg
inum,“ útsýrir Tatiana.
2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r42 l í F I ð ∙ F r É t t A b l A ð I ð
Lífið