Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ný bensínstöð Olís í Vík í Mýrdal,
undir merkjum ÓB, verður opnuð í
næstu viku. Þetta er í frásögur fær-
andi einkum sak-
ir þess að þetta er
þriðja bensín-
stöðin í þorpinu,
þar sem búa um
450 manns. Nú
verða öll íslensku
olíufélögin þrjú,
Olís, N1 og Skelj-
ungur, með starf-
semi í þorpinu og
eru stöðvar
þeirra allra nánast á sama blett-
inum.
Heitur reitur
Vík er einn fjölfarnasti ferða-
mannastaður landsins og því sjá
olíufélögin sér hag í að vera með
starfsemi í byggðarlaginu. „Vík í
Mýrdal er heitur reitur þar sem við
sjáum ýmis tækifæri. Við eignuð-
umst lóð þar fyrir mörgum árum en
svo hefur dregist annarra verkefna
vegna að fara í framkvæmdir,“ segir
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri
Olís.
Við bensínafgreiðsluna nýju hefur
Olís látið reisa þjónustuskála eða
verslunarhús. Sú aðstaða verður
leigð út til ferðaþjónustufyrirtækis-
ins Kötlutrack, sem þar verður með
afgreiðslu sína og veitingasölu.
Einkabíllinn er nauðsyn
Athygli vekur að á sama tíma og
ný bensínstöð er opnuð í Vík í Mýr-
dal á að fækka þeim í Reykjavík.
„Í dreifbýlinu er einkabíllinn
nauðsynlegur og umferð ferðafólks
hér er mikil. Í Reykjavík er hins
vegar verið að efla hjólreiðar og al-
menningssamgöngur með tilliti til
orkuskipta í samgöngum,“ segir
Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýr-
dalshrepps. „Að fá fleiri bensín-
stöðvar er ekki markmið hér í Mýr-
dal, en allt þetta styrkir þjónustuna
og eflir samkeppni.“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Olís Nýja stöðin verður rekin undir merkjum ÓB. Ferðaþjónustufyrirtæki á staðnum mun reka verslun við stöðina.
Þrjár stöðvar á sama stað
Öll olíufélögin nú með starfsemi í Vík í Mýrdal Tæki-
færi, segir forstjóri Olís Eflir samkeppni, að sögn oddvita
Orkan Sjálfsafgreiðslustöð sem er starfrækt á vegum Skeljungs.
N1 Dælur framan við Víkurskála.
Jón Ólafur
Halldórsson
áður en hún varð
borgarfulltrúi hefði
hún starfað sem
landslagsarkítekt,
við hönnun, skipu-
lag og verkefnis-
stjórn hjá Yrki
arktitektum.
Þegar skipulags-
vinna sem Yrki
vann að hafi verið
til umfjöllunar í
ráðinu hafi hún talið eðlilegt að víkja af
fundi.
„Ég vék svona oft af fundum ráðsins
á þessum árum, þ.e. 2017 og 2018,
vegna þess að sú stofa sem ég var að
vinna hjá vann að nokkrum skipulags-
verkefnum í Reykjavík og það var mitt
mat að það væri betra að víkja af fund-
um, þótt ég hefði engra persónulegra
hagsmuna að gæta, þegar mál sem
Yrki arkitektar hefði komið að voru til
umfjöllunar eða afgreiðslu í ráðinu,“
sagði Sigurborg Ósk.
Sigurborg segir að ef til umfjöllunar
í ráðinu séu mál frá fyrra kjörtímabili
víki hún áfram af fundum en ef um ný
verkefni sé að ræða, sem tengist henni
ekki á neinn hátt, sé engin ástæða fyrir
hana til þess að víkja af fundi.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgar-
fulltrúi Pírata og núverandi formaður
skipulags- og samgönguráðs Reykja-
víkurborgar, vék á árunum 2017 og
2018 í einhverja tugi skipta af fundi
ráðsins, sem hét reyndar umhverfis-
og skipulagsráð, á síðasta kjörtíma-
bili. Lengst af því kjörtímabili var Sig-
urborg áheyrnarfulltrúi í ráðinu, en
varð svo formaður þess undir nýju
nafni á þessu kjörtímabili.
Ekki fengust nákvæmar upplýsing-
ar um það hjá umhverfis- og skipu-
lagssviði Reykjavíkurborgar hversu
oft Sigurborg hefði vikið af fundi, þar
sem ekki er sérstaklega haldið utan
um slíkt að sögn Glóeyjar Helgu-
dóttur Finnsdóttur, skrifstofustjóra
sviðsins.
Mögulegir hagsmunaárekstrar
Sigurborg Ósk sagði í samtali við
Morgunblaðið að ástæður þess að hún
vék svo oft af fundi hefðu verið þær að
hún taldi að um hagsmunaárekstra
hefði getað verið að ræða. Hún hefði
því hugsanlega verið vanhæf til þess
að taka þátt í umfjöllun ráðsins, því
Vék mjög oft af
fundum ráðsins
Taldi sig vera mögulega vanhæfa
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að
gera stjórnsýsluúttekt á embætti
ríkislögreglustjóra, sem fagnar
ákvörðuninni, að því er fram kemur
í tilkynningu frá ríkislögreglu-
stjóra.
„Einnig er því fagnað að fyrir-
huguð úttekt nái til embættisins í
heild sinni einkum í ljósi þeirra fjöl-
mörgu og umfangsmiklu verkefna
sem hafa verið færð til embættisins
á síðustu árum,“ segir í tilkynning-
unni sem birt var á vefsíðu embætt-
isins í gærkvöldi.
Undanfarna daga hafa fjölmörg
lögregluembætti í landinu lýst yfir
stuðningi við stjórn Landssam-
bands lögreglumanna (LL), sem
hefur sagt að úttekt á embætti
ríkislögreglustjóra sé löngu tíma-
bær og að lengi hafi ríkt mikil
óánægja meðal lögreglumanna með
störf yfirstjórnar embætttisins.
Fyrr í vikunni gerði ríkislög-
reglustjóri athugasemdir við álykt-
un LL. Meðal athugasemdanna var
m.a. að stjórn LL hefði ekki haft
neitt samband við embætti ríkislög-
reglustjóra til að koma umkvört-
unum á framfæri eða viðra áhyggj-
ur sínar af stöðu mála.
Þá teldi ríkislögreglustjóri tíma-
bært að hugað yrði að framtíðar-
skipan lögreglumála í landinu.
Úttekt á embætti ríkislögreglustjóra