Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Oft getur reynst erfitt aðátta sig á muninum á lyfi,náttúrulyfi og náttúruvöru
enda mikill hluti lyfja frá náttúr-
unni kominn. Talið er að að
minnsta kosti þriðjungur hefð-
bundinna lyfja á markaði eigi
fyrirmynd sína að rekja til efna
sem finnast í náttúrunni. Best er
að lýsa þessum mun út frá fram-
leiðsluferlinu og öryggi lyfjanna.
Hefðbundin lyf sem læknir ávís-
ar innihalda einungis tiltekin efni
og hafa skilgreint innihald. Á þeim
hafa verið gerðar fjölmargar rann-
sóknir og sýnt fram á að lyfið
virki við ákveðnum sjúkdómum og
séu örugg í venjulegum skömmt-
um. Vitað er nákvæmlega hversu
mikið af efninu er í lyfinu, hverjar
helstu aukaverkanir og milliverk-
anir eru og í hvaða aðstæðum
megi alls ekki nota lyfið. Fram-
leiðslan er undir ströngu gæða-
eftirliti og lyfið er skráð hjá
Lyfjastofnun sem hefur eftirlit
með gæðum þess.
Náttúrulyf í tveimur flokkum
Náttúrulyf eru unnin á einfald-
an hátt (t.d. með þurrkun, mölun,
úthlutun, pressun) úr jurtum, dýr-
um, örverum, steinefnum eða sölt-
um og þau innihalda oft fleiri en
eitt efni. Náttúrulyf mega ein-
göngu vera ætluð til inntöku,
samanber töflur, eða staðbund-
innar notkunar á húð eins og
krem eða smyrsli. Skammtastærð-
irnar eru staðlaðar, innihaldið er
þekkt og sýna þarf fram á að
framleiðslan uppfylli gæðakröfur.
Líkt og með lyf þá eru aukaverk-
anir skráðar. Hægt er að skipta
náttúrulyfjum í tvo flokka. Ann-
aðhvort þarf að sýna fram á að lyf-
ið virki gegn ákveðnum sjúkdómi
til að mega kallast náttúrulyf.
Ekkert slíkt lyf er nú skráð á Ís-
landi. Hitt er að söguleg hefð sé
fyrir notkun lyfsins. Þá hefur nátt-
úrulyfið verið notað það lengi að
talið er að það sé öruggt til notk-
unar. Þrjú slík náttúrulyf eru
skráð á Íslandi, öll jurtalyf, og
heita Glitinum, Lyngonia og Har-
patinum. Eftirlit með þeim er í
höndum Lyfjastofnunar.
Flóknar efnablöndur
Náttúruvörur eru oft flóknar
efnablöndur. Þær flokkast með
fæðubótarefnum. Náttúruvörur
geta innihaldið náttúruefni og önn-
ur efni eins og vítamín, steinefni
og amínósýrur. Eins og á við um
náttúrulyf þá er framleiðslan ein-
föld. Innihaldið er hins vegar ekki
þekkt og því ekki vitað almenni-
lega hvað er í vörunni eða í hversu
miklu magni. Engar kröfur eru
gerðar um rannsóknir eða að sýnt
sé fram á að efnið virki við
ákveðnum einkennum, sé öruggt
né að framleiðslugæðin séu tryggð.
Allri ábyrgð er varpað yfir á neyt-
endur. Eftirlitið er í höndum Mat-
vælastofnunar en ekki Lyfjastofn-
unar líkt og með náttúrulyf og lyf.
Inntöku hætt við aukaverkanir
Náttúrulyf og -vörur geta haft
áhrif á verkun lyfja. Þeir sem taka
lyf ættu því að varast notkun
þeirra, sérstaklega þegar um nátt-
úruvöru er að ræða. Ástæðan er
sú að ekki er alltaf vitað hvaða
efni eru í vörunni eða í hversu
miklu magni. Gögn um öryggi
náttúruvara liggja því ekki fyrir
og áhættan við notkun getur oft
vegið meira en hugsanlegur ávinn-
ingur. Þungaðar konur, börn, aldr-
aðir og einstaklingar á lyfjum ættu
að forðast notkun náttúruvara. Ef
einhverjar aukaverkanir koma
fram líkt og kláði, útbrot, magaó-
þægindi eða höfuðverkur skal
hætta inntöku strax. Ef einkennin
eru mikil eða langvarandi skal
hafa samband við lækni eða lyfja-
fræðing. Nánari upplýsingar er
hægt að finna inni á heilsuvera.is
Lyf, náttúrulyf eða náttúruvara?
Morgunblaðið/Ómar
Úrval Náttúrulyf mega eingöngu vera ætluð til inntöku eða staðbundinnar notkunar á húð. Skammtastærðirnar eru
staðlaðar, innihaldið er þekkt og sýna þarf fram á að framleiðslan uppfylli gæðakröfur, segir hér í greininni.
Heilsuráð
Anna Bryndís Blöndal lyfjafræð., Ph.D.
og Kristján Linnet lyfjafræðingur,
Þróunarmiðastöð íslenskrar heilsugæslu
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Anna Bryndís
Blöndal
Kristján
Linnet
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Búnaður í Jaguar F-Pace er m.a.: 18" álfelgur, halógen-aðalljós með dagljósum, framsæti með vönduðu
áklæði og átta stefnu handvirkri stillingu, baksýnisspegill með sjálfvirkri deyfingu, gljásvart króm á
skrautlista, 10" Touch Pro, upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun.
B
ún
að
ur
b
íls
á
m
yn
d
er
fr
áb
ru
g
ð
in
n
au
g
lý
st
u
ve
rð
i
VERÐ FRÁ: 8.890.000 KR.
Jaguar F-Pace Prestige.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
x
x
x
x
x
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
JAGUAR F-PACE
SPORTLEGIR EIGINLEIKAR
SPORTLEGT ÚTLIT
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR