Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Oft getur reynst erfitt aðátta sig á muninum á lyfi,náttúrulyfi og náttúruvöru enda mikill hluti lyfja frá náttúr- unni kominn. Talið er að að minnsta kosti þriðjungur hefð- bundinna lyfja á markaði eigi fyrirmynd sína að rekja til efna sem finnast í náttúrunni. Best er að lýsa þessum mun út frá fram- leiðsluferlinu og öryggi lyfjanna. Hefðbundin lyf sem læknir ávís- ar innihalda einungis tiltekin efni og hafa skilgreint innihald. Á þeim hafa verið gerðar fjölmargar rann- sóknir og sýnt fram á að lyfið virki við ákveðnum sjúkdómum og séu örugg í venjulegum skömmt- um. Vitað er nákvæmlega hversu mikið af efninu er í lyfinu, hverjar helstu aukaverkanir og milliverk- anir eru og í hvaða aðstæðum megi alls ekki nota lyfið. Fram- leiðslan er undir ströngu gæða- eftirliti og lyfið er skráð hjá Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með gæðum þess. Náttúrulyf í tveimur flokkum Náttúrulyf eru unnin á einfald- an hátt (t.d. með þurrkun, mölun, úthlutun, pressun) úr jurtum, dýr- um, örverum, steinefnum eða sölt- um og þau innihalda oft fleiri en eitt efni. Náttúrulyf mega ein- göngu vera ætluð til inntöku, samanber töflur, eða staðbund- innar notkunar á húð eins og krem eða smyrsli. Skammtastærð- irnar eru staðlaðar, innihaldið er þekkt og sýna þarf fram á að framleiðslan uppfylli gæðakröfur. Líkt og með lyf þá eru aukaverk- anir skráðar. Hægt er að skipta náttúrulyfjum í tvo flokka. Ann- aðhvort þarf að sýna fram á að lyf- ið virki gegn ákveðnum sjúkdómi til að mega kallast náttúrulyf. Ekkert slíkt lyf er nú skráð á Ís- landi. Hitt er að söguleg hefð sé fyrir notkun lyfsins. Þá hefur nátt- úrulyfið verið notað það lengi að talið er að það sé öruggt til notk- unar. Þrjú slík náttúrulyf eru skráð á Íslandi, öll jurtalyf, og heita Glitinum, Lyngonia og Har- patinum. Eftirlit með þeim er í höndum Lyfjastofnunar. Flóknar efnablöndur Náttúruvörur eru oft flóknar efnablöndur. Þær flokkast með fæðubótarefnum. Náttúruvörur geta innihaldið náttúruefni og önn- ur efni eins og vítamín, steinefni og amínósýrur. Eins og á við um náttúrulyf þá er framleiðslan ein- föld. Innihaldið er hins vegar ekki þekkt og því ekki vitað almenni- lega hvað er í vörunni eða í hversu miklu magni. Engar kröfur eru gerðar um rannsóknir eða að sýnt sé fram á að efnið virki við ákveðnum einkennum, sé öruggt né að framleiðslugæðin séu tryggð. Allri ábyrgð er varpað yfir á neyt- endur. Eftirlitið er í höndum Mat- vælastofnunar en ekki Lyfjastofn- unar líkt og með náttúrulyf og lyf. Inntöku hætt við aukaverkanir Náttúrulyf og -vörur geta haft áhrif á verkun lyfja. Þeir sem taka lyf ættu því að varast notkun þeirra, sérstaklega þegar um nátt- úruvöru er að ræða. Ástæðan er sú að ekki er alltaf vitað hvaða efni eru í vörunni eða í hversu miklu magni. Gögn um öryggi náttúruvara liggja því ekki fyrir og áhættan við notkun getur oft vegið meira en hugsanlegur ávinn- ingur. Þungaðar konur, börn, aldr- aðir og einstaklingar á lyfjum ættu að forðast notkun náttúruvara. Ef einhverjar aukaverkanir koma fram líkt og kláði, útbrot, magaó- þægindi eða höfuðverkur skal hætta inntöku strax. Ef einkennin eru mikil eða langvarandi skal hafa samband við lækni eða lyfja- fræðing. Nánari upplýsingar er hægt að finna inni á heilsuvera.is Lyf, náttúrulyf eða náttúruvara? Morgunblaðið/Ómar Úrval Náttúrulyf mega eingöngu vera ætluð til inntöku eða staðbundinnar notkunar á húð. Skammtastærðirnar eru staðlaðar, innihaldið er þekkt og sýna þarf fram á að framleiðslan uppfylli gæðakröfur, segir hér í greininni. Heilsuráð Anna Bryndís Blöndal lyfjafræð., Ph.D. og Kristján Linnet lyfjafræðingur, Þróunarmiðastöð íslenskrar heilsugæslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Anna Bryndís Blöndal Kristján Linnet Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Búnaður í Jaguar F-Pace er m.a.: 18" álfelgur, halógen-aðalljós með dagljósum, framsæti með vönduðu áklæði og átta stefnu handvirkri stillingu, baksýnisspegill með sjálfvirkri deyfingu, gljásvart króm á skrautlista, 10" Touch Pro, upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun. B ún að ur b íls á m yn d er fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 8.890.000 KR. Jaguar F-Pace Prestige. E N N E M M / S ÍA / N M x x x x x JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 JAGUAR F-PACE SPORTLEGIR EIGINLEIKAR SPORTLEGT ÚTLIT VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.