Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta verður maraþon hjá mér, ætliþað taki ekki um tvo tíma. Þettaverður afslappað og fólk getur kom-ið og farið, hlustað á brot, enginn
þarf að staldra við í tvo tíma frekar en hann
vill. Ég tek það að mér,“ segir Rósa Jóhann-
esdóttir kvæðakona og fiðluleikari sem ætlar
að kveða Disneyrímur í heild sinni á kaffi-
húsinu Stofunni í Reykjavík nk. laugardag.
Það gerir hún í tilefni af 90 ára afmæli
Kvæðamannafélagsins Iðunnar, en Rósa læt-
ur það ekki duga því hún ætlar á afmælishá-
tíðinni í Iðnó á sunnudeginum að kveða Óð til
Iðunnar, sem maður hennar, Helgi Zimsen,
hefur samið sérstaklega í tilefni afmælisins.
„Þar mun ég líka stjórna hópi söng-
elskra ungmenna sem ætlar að kveða Snúllu-
rímur, glænýjar rímur eftir Ragnar Inga
Aðalsteinsson. Við ætlum að leika okkur að
því að vaða yfir í hvert kvæðalagið á fætur
öðru, spinna réttu kvæðalögin við ólíkt við-
fangsefni textans. Þetta eru tólf krakkar á
aldrinum sjö til tuttugu ára og þrjú þeirra
eru mín eigin börn, Jóhannes Jökull sem er
sjö ára og yngstur í hópnum og dætur mínar
Gréta Petrína 10 ára og Iðunn 13 ára. Þau
eru alvön að kveða en hin þekktu þetta ekk-
ert og þeim finnst slaufurnar og skrautið í
kvæðalögunum svolítið skrýtin og voru feim-
in að hella sér í þau óvenjulegheit, enda er
það heilmikil þjálfun.“
Hann var hneykslaður á að ég þekkti
ekki eina einustu íslenska rímu
Rósa kynntist kveðskap þegar hún var
ung að árum.
„Ég var tvítug þegar ég fór í framhalds-
nám í tónlist og fiðluleik til Þýskalands, en
þá var Steindór bróðir minn Andersen for-
maður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Hann
hringdi í mig og spurði hví ég væri að hunsk-
ast til útlanda í tónlistarnám þegar til væru á
Íslandi rímur sem ég væri ekkert búin að
læra um. Hann var hneykslaður á mér að
þekkja ekki eina einustu íslenska rímu.
Þannig brýndi hann mig til dáða og sendi
mér út til Þýskalands spólu og bað mig að
spila inn fyrir sig fjölmörg kvæðalög. Sem ég
gerði. Þá komst ég á bragðið,“ segir Rósa,
sem fluttist heim 1997 og fór að venja komur
sínar á fundi hjá kvæðamannafélaginu þar
sem Steindór bað hana að spila kvæðalög á
fiðlu.
„Mörgum áratugum fyrr höfðu komið
fiðluleikarar á kvæðamannafund en þeim var
hent út. Slíkt spilerí þótti alveg ómögulegt,
rímur átti að flytja einvörðungu með fagurri
röddu. Steindór sagði mér að mæta með fiðl-
una og við kæmumst svo að því hvort mér
yrði hent út. Þetta gekk fjarska vel, mér var
fagnað og upp frá þessu var farið að kveða
rímur við undirleik hvers konar hljóðfæra.
Steindór var forgangsmaður í því að koma
með hljóðfæri inn í rímnahefðina, hann taldi
rímur vera eins og hvert annað þjóðlag; fal-
legar melódíur sem hljóðfærin ættu að kynn-
ast,“ segir Rósa sem fór að mæta reglulega á
fundi hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni og
lærði að kveða, sem reyndist örlagaríkt því á
slíkum fundum kynntist Rósa eiginmanni sín-
um Helga Zimsen hagyrðingi. Nú eiga þau
saman þrjú börn, sem öll hafa kveðið frá
blautu barnsbeini og koma reglulega fram og
kveða undir nafninu Tríó Zimsen.
„Við flökkum um með börnin og flytjum
kveðskap,“ segir Rósa sem er með barna-
kvæðalagaæfingu tvisvar á vetri hjá Kvæða-
mannafélaginu Iðunni, en slík æfing er öllum
opin og er oftast í nóvember og mars. Fyrir
áhugasama er hægt að fylgjast með hvenær
slík æfing verður næst á vefsíðunni rimur.is
Steindór bróðir brýndi mig til dáða
Þjóðleg Rósa með börnunum sínum þremur, Iðunni, Jóhannesi Jökli og Grétu Petrínu.
1499 kr.kg
Lambalæri af nýslátruðu
2799 kr.kg
Lambahryggur af nýslátruðu
... hjá okkur
í d
a
g
H
já
bó
nda í gæ
r
...Bændur vikunnar
Lambakjöt vikunnar kemur frá Vogum í Mývatnssveit
999 kr.kg
Lambasúpukjöt af nýslátruðu
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Dagur rímnalagsins verður haldinn hátíðleg-
ur í fyrsta skiptið á afmælisdegi Kvæða-
mannafélagsins Iðunnar og verður hann á
almanaksárinu framvegis hinn 15. septem-
ber. Rímnahefðin á sér merka sögu í íslenskri
menningu og merkisberar þeirrar hefðar
voru kvæðamenn, skáld, hagyrðingar, hand-
ritaskrifarar, bókaútgefendur og unnendur
íslenskrar ljóðlistar um aldaraðir. Rímurnar
eru séríslensk tegund langra söguljóða og
lögin sem kveðin eru við þau eiga einnig sína
sérstöðu. Með stofnun dags rímnalagsins er
því ekki einungis verið að efla íslenska tón-
listarhefð, heldur einnig íslenska tungu.
Í tilefni af stofnun dags rímnalagsins hafa
Bára Grímsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteins-
son samið námsefni fyrir tónmennt, íslensku
og samfélagsfræði grunnskóla og nefnist
það Í geislum sólarlagsins. Í námsefninu eru
fróðleiksmolar um kveðskaparhefðina,
kvæðamenn og skáld, 10 stemmur úr safni
Kvæðamannafélagsins Iðunnar á nótum og
hljóðritum, gömul og ný kvæði ort undir
rímnaháttum, brot úr eldri rímum, Stúllu-
rímur, nýr rímnaflokkur fyrir börn sem sér-
staklega er saminn fyrir þessa útgáfu. Þar er
einnig kafli um bragfræði þar sem eru orða-
vísur eða æfingar til að setja saman vísur.
Námsefnið má finna á heimasíðu félagsins
rimur.is.
Bára og Ragnar Ingi héldu námskeið í maí
fyrir grunnskólakennara til að kynna náms-
efnið og hafa nokkrir skólar þegar ákveðið að
taka þátt í degi rímnalagsins í sínum skólum.
Rímnahefðin á sér merka sögu
DAGUR RÍMNALAGSINS
Eftirtaldir viðburðir verða haldnir af til-
efni afmælis Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar og eru opnir öllum:
Laugardagur 14. september
Rímnamaraþon: Kvæðamenn úr Iðunni
kveða rímur á þremur stöðum í miðbæ
Reykjavíkur. Kvæðamennirnir munu flytja
heilan rímnaflokk, sem tekur um tvo tíma:
Rósa Þorsteinsdóttir kvæðakona kveður í
Tólf tónum, Skólavörðustíg 15, kl. 11. Rósa
Jóhannesdóttir kvæðakona kveður í kaffi-
húsinu Stofunni, Vesturgötu 3, kl. 13. Pét-
ur Húni Björnsson kvæðamaður kveður í
Borgarbókasafni í Grófinni kl. 14.
Sunnudagur 15. september
Á kvæðaslóð: Söguganga hefst við
Hallgrímskirkju kl. 11 árdegis og lýkur við
Iðnó um klst. síðar. Gengið verður um
götur Þingholtanna og stiklað á stóru í
sögu Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Áð
verður við staði sem tengjast sögu fé-
lagsins og stemmur og vísur rifjaðar upp
og kveðnar. Pétur Húni Björnsson leiðir
gönguna.
Félagar Iðunnar verða með hátíðardag-
skrá kl. 15 í Iðnó með góðum gestum,
kveðskap og tónlistaratriðum. Þar verða
Stúllurímur m.a. frumfluttar af ung-
mennakór.
Fjölbreytt dag-
skrá um helgina
STÓRAFMÆLI IÐUNNAR
Kvæðamannafélagið Iðunn heldur upp á 90 ára afmæli um helgina og býður m.a. upp á sögugöngu,
rímnamaraþon og hátíðardagskrá þar sem Snúllurímur verða kveðnar í fyrsta sinn. Rósa Jóhannes-
dóttir og börnin hennar eru öll mikið kvæðafólk og leggja sitt af mörkum við að halda hefðinni lifandi.