Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 25

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér líkar þetta ágætlega. Vinnu- dagarnir eru langir, eins og á sjón- um, og verkefnið tiltölulega afmark- að eins og þar. Ég er skipstjóri hér, eins og á sjónum,“ segir Jóhann Magnússon, skipstjóri og kaup- maður í versluninni Albínu á Pat- reksfirði. Í Albínu er alhliða þjónusta við bragðlauka íbúanna. Þar er bakarí, ísbúð, sjoppa, grill í hádeginu og á kvöldin og þar eru bakaðar pítsur og steiktir hamborgarar. Þá er í versl- uninni úrval matvara svo fólk geti bjargað sér, eins og kaupmaðurinn tekur til orða. „Fjölbreytnin er okk- ar leið til að reka þessa þjónustu í fá- menninu,“ segir hann. Tvöfaldast á sumrin „Þetta er endalaust hark. Það eru svo miklar sveiflur á milli ferða- mannatímans og vetrarins. Veltan minnkar um meira en helming á vet- urna þegar við erum bara 730 íbúar eftir á staðnum. Það eru ekki aðeins ferðamennirnir sem bætast við á sumrin því íbúarnir gera betur við sig á þeim tíma,“ segir Jóhann kaup- maður. Íbúum á Patreksfirði hefur fjölg- að vegna aukinna umsvifa fiskeldis- ins. Það eykur viðskiptin og fyrir- tækin sjálf eru einnig viðskiptavinir hjá Albínu. „Ég efast um að það væri rekstrargrundvöllur fyrir þessari verslun ef fiskeldið hefði ekki komið til,“ segir Jóhann. „Allt annað líf“ Hann telur einnig að samfélagið á Patreksfirði sé heilbrigðara en áður var. Nýja fólkið sé fjölskyldufólk, ef ekki íslenskt þá pólskt fjölskyldu- fólk. Það skapi öðruvísi stemningu í þorpinu en þegar atvinnulífið grund- vallaðist á einhleypingum sem komu á vertíð og bjuggu í verbúðum. Nú sé fasteignaverð á uppleið og fólk sjái tilgang í því að halda við húsum sínum. „Þetta er allt annað líf,“ segir Jóhann. Þau hjónin, Jóhann og Ingunn Jónsdóttir, keyptu verslunina fyrir tæpum tveimur árum. Hann hafði starfað sem skipstjóri í 22 ár og unn- ið hjá fiskeldisfyrirtækjum um tíma, eftir að þau fluttu aftur heim. Ræt- urnar eru á Patreksfirði. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gerðu svo vel Patreksfirðingar borða mikið af pítsu. Jóhann Magnússon selur oft pítsur eða deig í annað hvert hús á staðnum. Skipstjórinn á bak við búðarborðið  Fjölbreytni nauðsynleg í fámenninu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður bara venjuleg bjór- hátíð nema hún er haldin inni í gróðurhúsi. Það er reyndar kannski ekkert venjulegt við það,“ segir Elvar Þrastarson, einn eigenda Öl- verks í Hveragerði. Elvar og hans fólk undirbúa nú mikla bjórhátíð laugardaginn 5. októ- ber næstkomandi í bænum. Hátíðin verður haldin í gróðurhúsi í næstu götu við Ölverk. Dagsetningin er engin tilviljun því þennan dag verða tvö ár liðin síðan fyrsti bjór Ölverks var seldur. Síðan þá hefur staðurinn skapað sér nafn sem frábær við- komustaður fyrir þá sem kunna að meta eldbakaðar pítsur og hand- verksbjór. Elvar segir í samtali við Morgun- blaðið að fyrri hluti hátíðarinnar verði með þeim hætti að milli klukk- an 16 og 19 geti gestir sem keypt hafa miða gengið á milli kynningarbása frá íslenskum brugghúsum og fengið að smakka bjór þeirra. Eftir það taki við tónlistardagskrá og um kvöldið sé öllum frjálst að líta inn og þá verður seldur bjór frá Ölverki. Segir Elvar að dagskráin taki mið af því að fólk geti tekið strætó úr Reykjavík og aft- ur heim að henni lokinni. „Við erum búin að bjóða öllum bjórframleiðendum á Íslandi að koma og það eru þegar 10-15 stað- festir. Einhverjir eiga eflaust eftir að bætast við,“ segir Elvar. Meðal þeirra sem staðfest hafa komu sína eru Malbygg, Jón ríki, The Brothers Brewery og RVK Brewing. „Það er gaman að sjá hvað Ísland er orðið öflugt í bjórgerð og á hátíð- inni getur fólk smakkað alla vega þrjátíu bjóra. Fólk kemur ekki fýlu- ferð hingað,“ segir Elvar. Bjórhátíð í gróður- húsi í Hveragerði  Ölverk og fjöldi brugghúsa kynna framleiðslu sína Morgunblaðið/Ásdís Afmælishátíð Laufey og Elvar opnuðu Ölverk fyrir tveimur árum. Svifflugfélag Íslands var gestgjafi Norræna svifflugssambandsins sem hélt sitt 47. þing sl. helgi. Auk hefð- bundinna fundarstarfa fóru þing- fulltrúar að sjálfsögðu í svifflug. Í tilkynningu segir að Norðmenn hafi boðið fimm íslenskum ung- mennum úr sviffluginu til dvalar í Noregi á næsta ári. Norrænt þing um svifflugið haldið hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.