Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 36
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
JAPANSKT
12 MÁNAÐA BÓN
FUSSO 12 mánaða bílabón
Útsölustaðir: Verkfæralagerinn • ET verslun • RS partar
GLACO 12 mánaða rúðubón
Hann segir að það taki einungis níu
klukkutíma að fljúga með beinu flugi
frá Nýju Delí til Lundúna, og þaðan
sé auðvelt að komast til Íslands.
Fjölbreyttur hópur
Með Goenka í sendinefndinni er
mjög fjölbreyttur hópur viðskipta-
fólks. Þar má nefna fjárfesta og fyrir-
tæki í fjármálaþjónustu, fólk úr fast-
eignafélögum og fyrirtækjum í
stáliðnaði, innviðaframkvæmdum og
byggingariðnaði. Þá eru með í för
fulltrúar fyrirtækja í matvælaiðnaði,
svo sem framleiðslu mjólkurvara,
sjávarafurða og umhverfisvænna um-
búða, en einnig forsvarsmenn fyrir-
tækja á sviði endurnýjanlegrar orku,
fjarskiptabúnaðar, fjölmiðla, prentun-
ar, upplýsingatækni og hugbúnaðar.
Fyrirtæki í flugi, skipaflutningum og
ferðaþjónustu eiga einnig sína full-
trúa. „Þetta er mjög blandaður
hópur,“ segir Goenka.
Hann segir að Indverjar almennt
þekki til Íslands, en það að koma
hingað nú í eigin persónu í fyrsta sinn
hafi breytt sýn sinni á landið verulega.
„Ég held að þessi heimsókn forsetans
og viðskiptasendinefndarinnar muni
breyta miklu í samskiptum þjóðanna.
Ísland er mjög ólíkt því sem ég bjóst
við. Þetta er framsækið þjóðfélag og
okkur líður mjög vel hér. Mig langar
að koma hingað aftur og hafa þá fjöl-
skylduna með.“
Goenka er sjálfur umsvifamikill í
viðskiptum. Hann stofnaði fyrirtækið
Welspun árið 1986, en fyrirtækið, sem
er stór framleiðandi textílvara, röra
fyrir olíu og gas og hefur með höndum
byggingu hraðbrauta svo eitthvað sé
nefnt, veltir um þremur milljörðum
bandaríkjadala á ári, jafnvirði 377
milljarða íslenskra króna. Eignir
Goenka sjálfs eru metnar á einn millj-
arð dala, samkvæmt Forbes-tímarit-
inu bandaríska. „Við erum eitt af
þremur stærstu fyrirtækjum í heimi í
textílvörum fyrir heimili og seljum
þær fyrir um einn milljarð dala á ári.
Þá erum við með stóra viðskiptavini í
Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu og fleiri
löndum í gas- og olíuleiðslum og skipt-
um við helstu fyrirtæki á því sviði,
eins og Exxon Mobil og Chevron,“
sagði Goenka að lokum.
Segir Ísland framsækið
Viðskipti Goenka flutti framsöguerindi á indversk-íslensku viðskiptaþingi.
Formaður indverskrar viðskiptasendinefndar sér mikil tækifæri í viðskiptum
milli Íslands og Indlands Stofnaði mörg hundruð milljarða króna fyrirtæki
Indland
» Viðskipti Íslands og Ind-
lands námu rösklega fimm
milljörðum íslenskra króna á
síðasta ári.
» 40 þúsund manns komu
hingað til lands frá Indlandi á
síðasta ári.
» Stofnaði Welspun 1986.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Balkrishan Goenka, formaður 36
manna indverskrar viðskiptasendi-
nefndar sem stödd er hér á landi í til-
efni af opinberri heimsókn Ram Nath
Kovind, forseta Indlands, hingað til
lands, segist í samtali við Morgun-
blaðið sjá ýmis líkindi milli landanna
tveggja. Miklu skiptir að Íslendingar
hafi opnað sendiráð í höfuðborg lands-
ins, Nýju-Delí, árið 2006 og Indverjar
hafi sömuleiðis opnað sitt sendiráð
hér á landi 2010. Það tengi löndin
saman í sívaxandi mæli. „Auðvitað
eru viðskipti milli landanna ekki mikil,
sérstaklega í samhengi við stærð
landanna (á Indlandi búa rúmlega 1,3
milljarðar manna), eða um 40 millj-
ónir dala á ári (röskir fimm milljarðar
íslenskra króna). En ég held að það
séu mikil tækifæri fyrir hendi. Við
sjáum það einkum í ferðaþjónustu,
sjávarútvegi, líftækni og í hátækni,
eins og við í sendinefndinni höfum
fengið að kynnast hjá Marel til dæm-
is,“ segir Goenka.
Hann segir að vissulega hafi beint
flug WOW til Nýju-Delí á síðasta ári
staðið stutt yfir, en hann segist telja
að fljótlega komi eitthvað sem gæti
breytt landslaginu aftur í þeim efnum.
40 þúsund Indverjar komu hingað
til lands á síðasta ári að sögn Goenka.
í fiskeldi. „Laxeldi er í örri þróun.
Við verðum að tryggja að starfs-
menn okkar hafi tækifæri til
menntunar og fræðslu í greininni.
Markmið okkar er að 50% starfs-
manna ljúki því námi í fiskeldi sem
við höfum nú samið við Fisktækni-
skóla Íslands um að hafa umsjón
með og þróa til framtíðar í sam-
ræmi við þá hröðu þróun sem á sér
stað í greininni. Við stefnum að því
að hámarka framleiðsluna og því
mikilvægt að auka sérþekkingu
starfsmanna.“
Gert er ráð fyrir að um 20 starfs-
menn Arnarlax hefji nám á braut-
inni nú í haust.
Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækisins
Arnarlax hafa sett sér það markmið
að 50% starfsmanna fyrirtækisins
ljúki námi í fiskeldi. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Fyrirtækið skrifaði nýverið undir
samning við Fisktækniskóla Íslands
um að hafa umsjón með og þróa til
framtíðar fræðslu starfsfólks í fisk-
eldi. Í tilkynningunni segir að nám-
ið sé hagnýtt og hafi að markmiði
að auka sérþekkingu starfsfólks á
rekstri og öryggismálum á sínu
starfssviði.
Björn Hembre, forstjóri Arnar-
lax, segir í tilkynningunni að mik-
ilvægt sé að byggja upp námsbraut
Vilja að 50% starfsfólks ljúki námi
Hröð þróun í fiskeldinu
Samningur Iða Marsibil, mannauðsstjóri Arnarlax, Björn Hembre, forstjóri
Arnarlax, Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla Íslands, Klem-
enz Sæmundsson, deildarstjóri fiskeldis, og Ásdís Pálsdóttir verkefnastjóri.
12. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.31 125.91 125.61
Sterlingspund 154.56 155.32 154.94
Kanadadalur 95.03 95.59 95.31
Dönsk króna 18.539 18.647 18.593
Norsk króna 13.944 14.026 13.985
Sænsk króna 12.862 12.938 12.9
Svissn. franki 126.43 127.13 126.78
Japanskt jen 1.1666 1.1734 1.17
SDR 171.52 172.54 172.03
Evra 138.31 139.09 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.5309
Hrávöruverð
Gull 1494.6 ($/únsa)
Ál 1775.5 ($/tonn) LME
Hráolía 62.82 ($/fatið) Brent
18.489 launagreið-
endur voru að
jafnaði á Íslandi
frá ágúst 2018 til
júlí 2019 og fjölg-
aði þeim um 300,
eða um 1,7% frá
síðustu 12 mán-
uðum þar á und-
an. Á sama tímabili greiddu launa-
greiðendur að meðaltali um 194.500
einstaklingum laun sem er aukning
um 1.800, 1%, samanborið við 12 mán-
aða tímabil ári fyrr. Í júlí 2019 voru
um 135.100 launþegar í viðskipta-
hagkerfinu og hefur þeim fækkað um
5.200, 3,7%, samanborið við júlí 2018.
Á sama tímabili hefur launþegum í
heild fækkað um 400, eða 0,2%.
Fleiri launa-
greiðendur
194.500 einstak-
lingum greidd laun
● Rautt var um
að litast í Kaup-
höll Íslands í gær
þar sem ekki eitt
einasta félag
hækkaði í verði.
Mest lækkuðu
hlutabréf Sýnar,
eða um 2,93% í
40 milljóna við-
skiptum og stend-
ur gengi bréfanna
í 26,5 kr. Kvika lækkaði um 2,36% í
52 milljóna viðskiptum, Eimskip um
1,69% í 17 milljóna viðskiptum, Reitir
um 1,43% í 115 milljóna króna við-
skiptum og Icelandair um 1,17% í 42
milljóna króna viðskiptum. Stendur
gengi bréfanna í 6,77 krónum. Mest
voru viðskipti með bréf Símans sem
lækkuðu um 0,21% í 623 milljóna
króna viðskiptum. Samtals námu við-
skipti í Kauphöllinni í gær 2.349 millj-
ónum króna.
Rautt um að litast
í Kauphöll Íslands
Rautt Mörg félög
lækkuðu í verði.
STUTT