Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 40
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Reiknivillan sem hafði áhrif áprófniðurstöður hlutaþeirra sem þreyttu inn-tökupróf í Læknadeild
Háskóla Íslands (HÍ) síðastliðið sum-
ar finnst ekki í Excel-skjölum sem
geyma prófniðurstöður undanfarinna
fimm ára og enn eru til, að sögn Eng-
ilberts Sigurðssonar, deildarforseta
Læknadeildar. Villan virðist hafa
komið inn þegar línum var bætt í
skjal frá því í fyrra. Engilbert taldi að
Excel-forritið hefði verið notað til að
halda utan um útreikninga á próf-
niðurstöðum allt frá árinu 2003 þegar
inntökupróf voru tekin upp í Lækna-
deild HÍ.
29 fengu próf með villu
Rúmlega 420 próftakar gengust
undir inntökupróf í læknisfræði og
sjúkraþjálfun við Læknadeild HÍ í
júní sl. Þar af tóku
316 inntökupróf í
læknisfræði. Villa
var í formúlu í
prófum hjá 29
próftökum af
þessum 316. Hún
var ekki í prófum
þeirra sem
þreyttu inntöku-
próf í sjúkraþjálf-
un. Engilbert leit-
aði nánari upplýsinga hjá stærð-
fræðingnum sem reiknaði út
niðurstöður prófanna, en hann er
staddur erlendis.
„Þessi villa varð líklega þegar
nýjum línum var bætt í skjalið frá því
í fyrra þar sem talsvert fleiri tóku
prófið í ár en þá. Þessi villa leiddi til
þess að einkunnir voru rangar hjá
þessum próftökum. Þeir hafa nú allir
fengið senda rétta lokaeinkunn og
röðun í tölvupósti,“ sagði Engilbert.
Próftakar skoða niðurstöður
Hann sagði að 40-50 próftakar
frá því í sumar hefðu óskað eftir að fá
að sjá niðurstöður prófanna og er það
svipaður fjöldi og á síðustu árum.
Eftir að fréttir bárust af villunni og
því að fimm próftökum hefði verið
bætt í hóp læknanema fjölgaði þeim
aðeins sem vildu fá að skoða nið-
urstöðurnar, þeir eru þó innan við tíu.
En eru margir próftakar að kanna
stöðu sína varðandi niðurstöður inn-
tökuprófsins í sumar?
„Þó nokkrir tölvupóstar hafa
borist. Öllum próftökum voru sendir
tölvupóstar í gær, mánudag, þar sem
fram kom hvort reiknivillan hefði haft
áhrif á stöðu þeirra eða ekki og hver
rétt lokaeinkunn og röðun væri í þeim
tilfellum þar sem reiknivillan hafði
áhrif,“ sagði Engilbert. En hvernig
þykir inntökuprófið hafa reynst?
Stöðug umræða um prófin
„Inntökuprófið var tekið upp eft-
ir talsverða yfirlegu 2003 og þykir í
flestu tilliti hafa heppnast vel. Áður
hafði verið horft til hæstu einkunna á
fyrsta ári og síðar á haustmisseri við
val inn í Læknadeild (numerus clau-
sus). Það fyrirkomulag þótti óheppi-
legt fyrir þá 1. árs nema sem ekki
komust inn í námið hverju sinni þar
sem þeir gætu ella nýtt þann tíma til
að leggja stund á aðrar greinar. Eins
var það erfitt í framkvæmd eftir því
sem nemum fjölgaði að vera með
numerus clausus, ekki síst með tilliti
til verklegrar kennslu á 1. ári,“ sagði
Engilbert. Hann sagði að stöðug um-
ræða væri innan Læknadeildar um
inntökuprófið og leiðir til að þróa það
og bæta og bætti við:
„Ólíklegt er að aftur verði snúið
til fyrra fyrirkomulags, numerus
clausus. Líkt og fram hefur komið í
fjölmiðlum þá verður sú breyting
gerð á næsta ári að tveir stærðfræð-
ingar verða fengnir til að reikna nið-
urstöður prófsins, hvor í sínu lagi.
Það ætti að gulltryggja að svona vill-
ur geti ekki farið fram hjá þeim leið-
um sem til þessa hafa verið notaðar
við villuleit í Excel-skjalinu,“ sagði
Engilbert.
Villan virðist hafa
komið við breytingu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Háskóli Íslands Villa reyndist vera í útreikningum á prófniðurstöðum
nokkurra próftaka í inntökuprófi í Læknadeild HÍ í sumar sem leið.
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þess varminnst íBandaríkj-
unum og víðar í
gær, að átján ár
eru liðin frá
hryðjuverkaárásunum á tví-
buraturnana og Pentagon.
Minningin um þá voveiflegu
atburði mun enda seint líða
þeim úr minni er lifðu og enn
er glímt við afleiðingar
þeirra. Meðal þeirra er
stríðsrekstur Bandaríkjanna
í Afganistan, sem staðið hef-
ur óslitið nær alla tíð síðan.
Það vakti því skiljanlega
athygli vestanhafs, þegar
það spurðist út um helgina,
að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hefði á síðustu
stundu hætt við samninga-
fund með fulltrúum talíbana
og Ashraf Ghani, forseta
Afganistans. Tilefni fundar-
ins mun hafa verið að leggja
lokahönd á friðarsamkomu-
lag milli Bandaríkjastjórnar
og talíbana, en það sem vakti
líklega mesta undrun og
jafnvel hneykslan var sú
ákvörðun Trumps að fundur-
inn skyldi haldinn í Camp
David, sumarbústað forseta-
embættisins, skömmu fyrir
11. september.
Nú þarf það ekki að koma á
óvart enda í samræmi við
boðaða stefnu Trumps í utan-
ríkismálum, að hann vilji
draga úr þátttöku Bandaríkj-
anna í hinum langa stríðs-
rekstri í Afganistan, og það
verður vart gert nema með
einhvers konar samkomulagi
við talíbana. Engu að síður
átti sú gagnrýni sem hinn
áformaði fundur í Camp
David hlaut mikinn rétt á
sér, einkum þar sem fulltrú-
ar talíbana hafa aldrei sýnt
nokkra iðran fyrir sinn þátt í
voðaverkunum 11. septem-
ber. Þá var tímasetningin
vægast sagt óheppileg, svo
stuttu áður en heiðra átti
minningu þeirra sem létust
þennan dag.
Aðalástæðan fyrir því að
Trump hætti við Camp
David-fundinn tengdist þó
gagnrýnisröddunum ekki
neitt, heldur sáu talíbanar
sjálfir um að koma sér út úr
húsi með því að standa að
hryðjuverkaárás í Kabúl,
höfuðborg Afganistans, fyrir
viku, þar sem tólf manns lét-
ust, þar af einn bandarískur
hermaður. Er það langt í frá
eina hryðjuverkaárásin sem
samtökin hafa staðið fyrir á
undanförnum vikum, á sama
tíma og fulltrúar
þeirra lögðu drög
að friðarsam-
komulagi við
Bandaríkjamenn.
Framferði
þetta sýnir glöggt við hverju
má búast af talíbönum í
framtíðinni, hvort sem samið
verður um frið við þá eða
ekki. Þá er vert að minnast
þess, að yfirráðum þeirra í
Afganistan fyrir um tveimur
áratugum fylgdi ofstæki og
ofsatrú, sem meðal annars
leiddi til þess að ómetanlegar
fornminjar voru lagðar í eyði
og staða kvenna versnaði til
mikilla muna. Ekkert bendir
til þess að talíbanar myndu
snúa af þeirri óheillabraut,
fengju þeir að taka þátt í
stjórnmálalífi Afganistans
nú, hvað þá ef Bandaríkjaher
dregur verulega úr viðveru
sinni í landinu.
Ljóst er að Trump Banda-
ríkjaforseti telur mikinn
ávinning fyrir Bandaríkin að
því að ná friðarsamkomulagi
við talíbana, raunar svo mik-
inn að þjóðaröryggisráðgjafi
hans, „haukurinn“ John Bolt-
on, vék úr embætti vegna
ágreinings þeirra á milli.
Samband þeirra var raunar
ávallt fremur stirt sem aftur
sýndi að Trump er, þvert á
það sem margir ætla, ekki
herskár í gjörðum, þótt orð-
færi hans á samfélagsmiðlum
bendi iðulega til annars.
Vert er að hafa í huga, að í
desember næstkomandi
verða fjörutíu ár liðin frá inn-
rás Sovétríkjanna í Afganist-
an. Segja má að sá atburður
hafi öðrum fremur hrint af
stað þeirri óheillavænlegu
atburðarás, sem markað hef-
ur svo djúp spor í heimssög-
una síðan. En ef draga má
lærdóm af innrásinni og
eftirmálum hennar, þá er
hann einkum sá, að Afganist-
an mun þurfa mikinn og lang-
varandi stuðning lýðræðis-
ríkja til að samfélagið nái
stöðugleika á ný.
Það þýðir að þó að það
kunni að vera freistandi, sér í
lagi eftir 18 ára samfelld
stríðsátök, að draga í land,
þá þarf að íhuga gaumgæfi-
lega hvort slík aðgerð yrði
ekki einfaldlega til þess að
Afganistan yrði á ný að
öruggum dvalarstað öfga-
manna og ótta. Þá kann að
vera betra að ljúka verkinu
og gefa hófsamari öflum
lengri tíma til að fóta sig í
landinu.
Fátt bendir til að
talíbanar ætli sér að
semja af heilindum}
Óvæntur fundur
afboðaður í skyndi
R
íkisstjórnin ætlar ekkert að gera
til að rjúfa fátæktina sem stjórn-
völd undanfarinna áratuga hafa
viðhaldið grímulaust gegn þeim
sem höllustum fæti standa í sam-
félaginu. Síðustu ríkisstjórnum hefur gróflega
mistekist að byggja upp skilvirkt sanngjarnt
velferðarkerfi.
Stjórnvöld hanga á handónýtu mannvondu
kerfi sem fáir eða enginn skilur. Veikt gamalt
fólk fær ekki aðgang að hjúkrunarheimilum,
stjórnvöld skattleggja fátækt grimmt og
skerða kinnroðalaust þau sem veikast standa,
tíu prósent barna líða skort, fólk skortir fæði,
klæði og húsnæði. Á sama tíma státa þessi
sömu yfirvöld af því að Ísland búi við gegndar-
lausa hagsæld og ríkidæmi. Þrátt fyrir þunga undiröldu
og ósk um réttlæti í samfélaginu kemur til valda ríkis-
stjórn eftir ríkisstjórn og ver þetta brogaða mannvonsku-
kerfi. Þau sem ráða ferð hafa hvorki dug né áhuga á að
koma með raunverulegar breytingar til batnaðar fyrir þá
sem mest þurfa á að halda. Þau hvorki ætla né vilja út-
rýma fátækt. Þetta er óþolandi ástand og nú er mál að
linni.
Flokkur fólksins er eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi
sem berst af afli og hugsjón gegn fátækt. Við höfum lagt
inn á Alþingi fimm forgangsmál flokksins á komandi þing-
vetri:
1. Skattleysismörk hækki svo að þeir sem lægstu launin
hafa geti lifað mannsæmandi lífi. Við viljum hækka skatt-
leysismörk upp í 350.000 krónur á mánuði og taka upp
fallandi persónuafslátt. Okkar útfærsla skilar
lágtekjufólki raunverulegri tekjuaukningu.
2. Bundið verði í lög að örorkulífeyrir, end-
urhæfingarlífeyrir og ellilífeyrir tryggi 300.000
króna lágmarksframfærslu, skatta- og skerð-
ingalaust.
3. Örorkulífeyrisþegum verði heimilt að afla
sér atvinnutekna í tvö ár án þess að nokkrar
bætur skerðist. Þetta yrði risastór hvati til að
sá hluti þessa fólks sem hefur starfsgetu geti
komist aftur inn á vinnumarkaðinn, sér og
þjóðinni til heilla.
4. Ríki og sveitarfélögum verði skylt með
lögum að útvega öldruðum sem hafa gengist
undir færni- og heilsumat dvalar- og hjúkr-
unarrými eigi síðar en 60 dögum eftir að mat
sýni að viðkomandi eigi rétt á slíku rými. Makar þeirra
sem fá vistun á öldrunarstofnunum fái sjálfkrafa að dvelja
með hinum vistuðu óski þau slíks.
5. Ofangreindar tillögur þarf að fjármagna. Flokkur
fólksins leggur nú fram tillögu þess efnis að staðgreiðsla
skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóði en ekki við út-
greiðslu. Þetta myndi skila rúmum 70 milljörðum króna
árlega til ríkis og sveitarfélaga. Þetta fé má nýta til að
standa straum af þeim róttæka velferðarpakka sem
Flokkur fólksins leggur nú til með þessum fimm for-
gangsmálum sínum á nýju þingi.
Kynnið ykkur þessi og önnur þingmál Flokks fólksins á
vef Alþingis. Útrýmum fátækt og gerum það NÚNA!
Inga Sæland
Pistill
Róttækur velferðarpakki Flokks fólksins
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ítarlegar upplýsingar um inntökuprófið er að finna á heimasíðu Lækna-
deildar. Það skiptist í tvo þætti, Aðgangspróf fyrir háskólastig, svonefnt
A-próf, sem stendur í 3,5 klukkustundir og gildir 30%. Auk þess er L-próf
sem tekið er í fjórum tveggja klukkustunda löngum lotum og gildir það
70% af lokaeinkunn.
A-prófið metur getu í málnotkun, talnaleikni, rökhugsun, textaskilningi
og fleiri þáttum sem reynir á í háskólanámi.
Meginhluti L-prófs eru spurningar um efni sem kennt er í framhalds-
skóla. Um er að ræða krossaspurningar sem valdar eru úr spurningasafni
sem er afrakstur samstarfs Læknadeildar og kennara úr fjölmörgum
framhaldsskólum. Einnig eru í prófinu satt/ósatt-spurningar. Í einni próf-
lotu L-prófsins er lagt mat á almenna þekkingu með krossaspurningum.
Tvískipt próf í 11,5 stundir
INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
Engilbert
Sigurðsson