Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Full búð af nýjum vörum! Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Maður að nafni Guð- mundur Oddsson sendi nýlega inn grein þar sem hann velti vöngum yfir hinsegin mál- efnum. Persónulega finnst mér það frábært þegar fólk tekur þátt í um- ræðum um hinsegin fólk, því fyrir mér er það kjörið tækifæri fyr- ir fólk að fræðast og eiga upp- byggileg samtöl um hlutina. Ekki er að undra að Guðmundi hafi fundist regnbogafánamálið frek- ar dramatískt, enda ekki á hverjum degi sem þjóðarleiðtogi annars ríkis kemur á klakann. Ekki er Mike Pence heldur bara hvaða þjóðarleið- togi sem er, heldur þjóðarleiðtogi sem er þekktur fyrir grófa fordóma gagnvart hinsegin fólki í þokkabót. Ástæða þess að regnbogafáninn blakti við hún var sú að Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, finnst að það sé í lagi að reka fólk eins og mig úr vinnu og neita mér um þjónustu fyrir það eitt að vera eins og ég er. Ekki finnst honum það bara í lagi, heldur hefur staðið fyrir lagasetning- um og breytingum á lögum sem leyfa það. Hann styður sömuleiðis svokall- aðar „afhommunarbúðir“, þar sem er reynt að fá fólk til að hætta að vera hinsegin með öfgafullum hætti, eins og t.d. pyntingum, heilaþvotti og of- beldi. En það veit allt vel þenkjandi fólk að ekki er hægt að neyða fólk til að vera eitthvað sem það er ekki, enda held ég að þá enginn myndi vera hinsegin. Hinsegin hvað? Mér finnst líka sömu- leiðis mikilvægt að árétta að Hinsegin dag- ar eru hátíð sem hefur verið til í nær tvo ára- tugi (og í raun lengur ef kröfugöngur frá ’93 og ’94 eru taldar með), en ekki einungis nokkur ár eins og Guðmundur telur. Hinsegin dagar hafa því lengi verið mikilvægur hluti af íslenskri dægur- menningu. Mér þykir það miður að Guðmundi þyki ekki mikið til hátíð- arinnar koma og hvet ég hann og allt það fólk sem hefur ekki gert það nú þegar að skella sér á næsta ári. Við munum taka vel á móti ykkur. Þar eru ýmsir fræðsluviðburðir, skemmtanir, ganga og annað skemmtilegt og eflandi fyrir gesti og gangandi. Þessi hátíð er haldin til að vekja athygli á hinsegin málefnum og hverju þarf enn að berjast fyrir svo við getum öll lifað í réttlátu og frjálsu samfélagi – og auðvitað til þess að fagna fjölbreytileikanum í okkar litla og víðsýna samfélagi. Einnig spyr Guðmundur hvers fólk sem er ekki hinsegin eigi nú að gjalda. Ég get huggað Guðmund með því að hann þurfi nú að hafa litl- ar áhyggjur af því, enda er staða fólks sem er ekki hinsegin yfirburða- góð. Engin lög eru í gildi neins stað- ar í heiminum sem hefta frelsi þess né þarf það að óttast fordóma, skiln- ingsleysi og jafnvel ofbeldi fyrir það eitt að vera ekki hinsegin. En það er alltaf í myndinni að stofna bara sína eigin hátíð og sýna þannig frum- kvæði. Það ætti nú að vera lítið mál ef áhyggjurnar eru einlægar og drif- krafturinn til staðar. Verulega áhyggjufull Guðmundur hafði líka áhyggjur af börnum og viðkvæmri stöðu þeirra – og þar er ýmislegt til að hafa áhyggj- ur af. Mér finnst það frábært að hann láti sig málefni barna varða, enda er það eitthvað sem er mikið baráttumál fyrir mér að börnum á Íslandi líði vel. Hinsegin ungmenni upplifa mikla vanlíðan vegna þess að þau geta ekki verið þau sjálf og upp- lifa jafnvel einelti í skólum fyrir það að vera hinsegin eða sýna hegðun sem fellur út fyrir normið. Það er því rosalega mikilvægt að við byggjum frjálst og réttlátt samfélag þar sem fólk getur verið það sjálft og fengið að vera hamingjusamt. Þess vegna er jafningjafræðsla Samtakanna ’78 einmitt svo dýrmæt. Þar lærir fólk að virða annað fólk og að það sé ekkert óeðlilegt að vera hinsegin. Með því að fræðast um hin- segin fólk og fjölbreytni þá sköpum við samfélag þar sem við getum öll dafnað og átt sömu tækifærin. Sam- félag, þar sem fólk þarf að skammast sín fyrir að vera svona eða hinsegin, er ekki samfélag sem ég vil búa við og efast ég um að Guðmundur vilji það. Guðmundur kemur einnig aðeins inn á það að hann hafi áhyggjur af því að það að vera trans sé orðið tískubylgja. Ekki er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að nokkur manneskja geri slíkt af einhverju kæruleysi, enda er það erfitt og flók- ið ferli að koma út sem trans mann- eskja. Um er að ræða margra ára ferli sem krefst tíma, þrautseigju og mikillar fyrirhafnar. Fólk burðast oft með þetta í mörg ár og jafnvel áratugi og er það frá- bært að við sem samfélag séum orðin víðsýnni og farin að gera ungu fólki kleift að koma fyrr út. Málið snýst alls ekki um að trans fólk sé á ein- hvern hátt óvisst um hver þau eru, heldur þvert á móti snýst þetta um að þau vita nákvæmlega hver þau eru. Að lokum langar mig að segja að enginn þarf að hafa sérstakar áhyggjur af lítilli fjölgun þjóðarinn- ar. Íslendingar hafa aldrei verið fleiri og þrátt fyrir að fæðingartíðni hafi lækkað hérlendis þá efast ég stór- lega um að það sé vegna trans fólks. Trans fólk er nefnilega fullkomlega fært um að eignast börn líkt og allt annað fólk. Ef einhver hefur áhuga á því að fræðast meira um hinsegin málefni þá er lítið mál að hafa samband við bæði Trans Ísland og Samtökin ‘78 og kíkja í kaffi. Við erum svo sannar- lega til í samtalið. Verið velkomin í heimsókn hvenær sem er. Nei, það er ekki búið að skipta um þjóðfána Eftir Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur »Með því að fræðast um hinsegin fólk og fjölbreytni þá sköpum við samfélag þar sem við getum öll dafnað og átt sömu tækifærin. Ugla Stefanía Krist- jönudóttir Jónsdóttir Höfundur er kynjafræðingur og formaður Trans Íslands. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.