Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 53
miðið var alltaf hið sama – að snúa
dæminu við. Alveg fram á síðasta
dag. Uppgjöf var ekki til í orðabók
Atla Eðvaldssonar.
Það er okkur Hönnu afar mikils
virði að hafa átt góðar stundir með
Atla á undanförnum mánuðum.
Hann ræddi áskoranir sínar og
nálgun hispurslaust og náðu þau
Hanna þar vel saman þar sem Atli
fékk skilning og stuðning á sinni
leið.
Við kveðjum kæran vin með
þakklæti og virðingu.
Guðmundur Þorbjörnsson.
Nú hallar sumri, sem var eitt
það sólríkasta sem höfuðborg-
arbúar hafa fengið í áraraðir á
kostnað annarra landshluta. Nú
hafa náttúrulitir haustsins tekið
völdin með ótrúlegum litbrigðum
gróðursins. Það er við þessar að-
stæður sem við kveðjum einn
besta knattspyrnumann sem Ís-
land hefur alið, Atla Eðvaldsson.
Atla verður ætíð minnst þegar
menn koma saman og ræða af-
rekssögu íslenskrar knattspyrnu.
Við Íslendingar höfum þörf fyr-
ir að fylgjast með sonum þjóðar-
innar og því fórum við vinnufélag-
arnir á nokkra leiki í Þýskalandi
þegar við sóttum þar sýningar.
Þjóðarstolt okkar rauk í hæstu
hæðir þegar við vorum á leik 1983
Düsseldorf - Eintracht Frankfurt
þar sem Atli skoraði fimm mörk.
Eftir feril Atla erlendis kom hann
heim og þegar hann kom í KR
varð ákveðinn vendipunktur í fé-
laginu og ekki síst þegar hann hóf
þar þjálfun og rauf þar 31 árs titla-
þurrð og gerði félagið að Íslands-
og bikarmeisturum 1999.
Lífið er ekki fyrirséð því á þess-
um árum gerði ég ekki ráð fyrir að
verða uppeldisfaðir yngri barna
Atla og Steinunnar. Við það
kynntist ég Atla, sem var oft gest-
ur á heimili okkar þegar börnin
voru öll stödd hjá okkur. Þá var
oft skipst á skoðunum um fótbolta.
Við ræddum bæði KR og önnur lið
hér á landi og ekki síður mitt lið
Newcastle og öll hin á Englandi.
Atli hafði ákveðnar skoðanir og
færði fyrir þeim rök sem ég hafði
gaman af að vera ekki alltaf sam-
mála til að fá líflegar umræður.
Það var ánægjulegt að fylgjast
með hvað Steinunn reyndist Atla
vel síðustu vikurnar. Hún heim-
sótti hann reglulega og tók hann
með heim til okkar í mat þegar
hann treysti sér til. Þau töluðust
við nánast daglega undir lokin.
Söknuðurinn er mestur hjá
börnum og barnabörnum sem nú
kveðja föður og afa.
Elsku Egill, Björk, Emil og
Leó. Sif, Bjössi og Sólveig, Sara,
Ármann, Atli Steinn og Máni
Steinn, Emil og Hanna. Ég bið
góðan Guð að varðveita með ykk-
ur minninguna um Atla sem var,
er og verður þjóðareign sem mun
lifa með þjóðinni áfram eins og
þeir sem gera knattspyrnugarð-
inn frægan í dag.
Um leið og við kveðjum Atla
Eðvaldsson þá lítum við yfir
haustlitina og dáumst að fjöl-
breytileika í fegurð náttúrunnar.
Eftir standa minningar hjá okkur
sem þetta tilverustig hefur ætlað
hér lengri vist.
Hafsteinn Þórðarson.
Á næsta ári eru 40 ár liðin frá
því að við lukum námi frá Íþrótta-
kennaraskóla Íslands á Laugar-
vatni og í dag kveðjum við einn úr
hópnum, Atla Eðvaldsson, sem
háði hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Við söknum hans sárt
um leið og við rifjum upp minn-
ingar um einstakan skólafélaga og
vin.
Þegar við hófum nám í ÍKÍ var
Atli vel þekktur á knattspyrnusv-
iðinu en á Laugarvatni lék hann
ekki knattspyrnu að staðaldri,
varð hins vegar bikar- og Íslands-
meistari í blaki með Ungmenna-
félagi Laugdæla, sýnir það vel hví-
líkur yfirburða íþróttamaður hann
var. Í glímutímum beitti Atli sér-
stakri tækni, í stað þess að læra öll
glímubrögðin upp á punkt og prik
hélt hann andstæðingnum niðri
með sínum sterku handleggjum,
þannig þreytti hann mótherjann
líkt og lax á færi, skellti honum
síðan flötum með einföldum hæl-
krók, hjálpaði honum á fætur og
sagði: Svona á að gera þetta!
En það eru ekki eingöngu afrek
Atla á íþróttasviðinu sem heilluðu
okkur skólasystkinin heldur ekki
síður hversu glaðvær og ljúfur
hann var. Atli var sannur húmor-
isti og gat slegið hversdagslegum
atvikum upp í gáskafullt glens.
Eftirminnileg er skíðaferð til Ak-
ureyrar árið 1979, ófærð herjaði á
Sunnlendinga en nemendur hugð-
ust freista þess að komast frá
Laugarvatni til Reykjavíkur og
fljúga síðan norður. Lagt var af
stað á rútu með keðjum á öllum
hjólum, Bjarni Sigurðsson frá
Geysi sat undir stýri, allt gekk vel
í fyrstu en í Grímsnesinu tók færð
að þyngjast og undir Ingólfsfjalli
sat allt fast. Engir farsímar í boði
en Atli stökk af stað ásamt her-
bergisfélaga sínum, Þorsteini
Hjartarsyni, og sóttu þeir hjálp á
næsta bæ. Allt endaði vel, rútan
komst til Reykjavíkur og í augum
Atla voru þetta ekki hrakningar
heldur bjó hann til úr þessu alls-
herjar skemmtisögu og hló dátt,
þannig var Atli.
Skólasystkinin frá Laugarvatni
hafa staðið þétt saman í blíðu og
stríðu. Piltarnir mynda sérstakan
félagsskap sem heitir T-félagið;
þar lá Atli ekki á liði sínu og var
ævinlega reiðubúinn að bregða á
leik. Um áramótin 1987-1988 tóku
nokkrir félaganna þátt í nýárs-
fagnaði í Reykjavík þar sem Jón
Víkingsson skemmti, betur þekkt-
ur sem Johnny King. Þeir Atli og
Guðmundur heitinn Gíslason
komu að máli við Johnny þarna á
staðnum og spurðu hvort hann
gæti samið lag um T-félagana.
Kóngurinn hélt nú það og skipti
það engum togum að hann samdi
tvö lög og texta á nokkrum dög-
um, félagarnir mynduðu söngkór
og lögin voru tekin upp undir
stjórn Hilmars, síðar allsherjar-
goða. Björn Thoroddsen var grip-
inn glóðvolgur til að leika undir á
gítar og fór gersamlega á kostum;
í kórnum stóð Atli fremstur með-
al jafningja og söng við raust.
Sögurnar og minningarnar um
Atla Eðvaldsson munu fylgja
okkur um ókomin ár. Hvíldu í
friði, elsku Atli, vinurinn okkar.
Fyrir hönd skólasystkina frá
Laugarvatni,
Bjarki Bjarnason.
Nú kveð ég góðan félaga eftir
rúmlega tveggja áratuga vináttu.
Það var árið 1998 sem ég hitti
Atla, þegar hann sótti mig upp á
Keflavíkurflugvöll. Ég var þarna
mættur til að leggja mitt af mörk-
um fyrir KR og Atla, sem þá var
þar við stjórnina.
Það var varla að hann hefði fyr-
ir því að anda, svo mikið talaði
hann meðan hann ók eftir
Reykjanesbrautinni. Um fallega,
yndislega Ísland, sögur úr fót-
boltanum og svo fleiri sögur úr
boltanum. Ég bjóst við að vera
skutlað beint upp á hótel, að fá að
ná aðeins áttum í nýju landi, en
Atli hafði um það aðrar hugmynd-
ir. Hann ók rakleiðis niður í
miðbæ, lagði bílnum fyrir framan
forláta skúr og keypti handa mér
pylsu – „Bæjarins bestu“ sagði
hann mér, „þjóðarréttur Íslend-
inga“. Þetta setti tóninn að vinátt-
unni. Það þurfti aldrei nein flott-
heit, galdurinn fólst í
einfaldleikanum. Samverunni.
Samræðunum. Fótboltanum.
Undir stjórn Atla unnum við
KR-ingar þrjá titla, og ég var val-
inn leikmaður ársins 1998. En
þessir titlar falla alveg í skuggann
af þeim áhrifum sem Atli hafði á
mig persónulega. Ef hans hefði
ekki notið við hefði ég líklega
aldrei komið til Íslands, og ég
hefði þá líklega aldrei hitt konuna
mína eða eignast strákana mína.
Ég hefði líklega ekki farið í frek-
ara nám og hefði ekki verið á
þeirri braut sem ég er á núna. Ég
á Atla margt að þakka. Og þá
einna helst vináttu sem var alltaf
byggð á einlægni, tryggð og virð-
ingu.
Við reyndum alltaf að hittast
þegar við Heiða vorum á landinu,
hvort sem það var áramótagleði í
heimahúsi, eða bara yfir kaffibolla
í Kringlunni. Fyrir tæpum þrem-
ur árum mætti Atli óvænt í afmæli
til mín hér í Bretlandi. Hann kom
þar færandi hendi með gjafir
handa strákunum mínum og þétt
faðmlag fyrir okkur Heiðu. Þarna
var hann búinn að fá dóminn, en
lét það vera að segja okkur frá
þessum vágesti sem hafði hreiðr-
að um sig í líkamanum. Þarna var
hann kominn til að fagna lífinu,
enda búinn að taka ákvörðun um
að berjast á sinn hátt við óvininn.
Við áttum þarna frábært kvöld
meðal fjölskyldu og vina sem
margir voru að hitta Atla í fyrsta
sinn. Skemmtilegar sögur úr bolt-
anum, af lífinu. Langar sögur. Atli
notaði alltaf mörg orð – hann var
sögumaður af guðs náð og alltaf
stutt í brosið og hláturinn. Atli
gleymist seint þeim sem hann
hittu!
Ég sakna vinar míns. Við töl-
uðum ekki saman á hverjum degi,
eða í hverjum mánuði. Við þurft-
um þess ekki. Við vissum hvor af
öðrum og Atli veit að ég sakna
hans. Atli, vinur minn, sem stóð
með báða fætur á jörðinni en var
þó með hugann við stóru
draumana.
Það var erfitt að heyra frá Atla
að hann væri veikur, en hann tók
þennan slag eins og aðra í sínu lífi
– á sínum forsendum. Hann lagð-
ist ekkert niður og gafst upp.
Hann ætlaði að skora enn eitt sig-
urmarkið og hann barðist fram á
síðasta dag. Hann ætlaði að hafa
betur, og hann gerði það að vissu
leyti. Við fengum öll að njóta vin-
áttu hans lengur en við þorðum að
vona. Hann vissi betur. Atli vissi
alltaf betur.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
og ástvinum Atla á þessum erfiðu
tímum. Far vel vinur, farvel.
David Winnie, Heiða
María Gunnarsdóttir.
Fráfall Atla Eðvaldssonar er
þungt högg og skilur eftir sig gap-
andi tómarúm. Tilhugsunin um að
hitta hann aldrei aftur hérna meg-
in tilverunnar venst illa og sökn-
uðurinn er sár. Atli var vinurinn
með gullhjartað. Hann var í alla
staði einstakur þessi drengur og
afreksmaður í mennsku sinni,
knattspyrnan var þar einn þáttur
af mörgum. Að eignast vin í Atla
var að detta í lukkupottinn því Atli
var sannur haukur í horni og gott
að trúa honum fyrir stóru sem
smáu. Atli var óspar á hvatn-
inguna og kunni listina að sam-
gleðjast betur en flestir. Þegar vel
gekk magnaðist stoltið margfalt
þegar maður hafði sagt Atla frá
því.
Á hugann leita minningaleiftur
frá tímanum okkar saman bæði í
Düsseldorf og hér heima. Ég man
til dæmis í Þýskalandi þegar ég
saknaði þess að geta ekki boðið
upp á malt og appelsín í jólaboði
að hann stökk samstundis á fætur
og rauk út í búð. Atli hafði jafnan
ráð undir rifi hverju. Hann kom til
baka með þýskt Vita Malz og
Fanta sem með góðum vilja
bragðaðist svolítið eins og íslenskt
jólaöl. Kærleikurinn og hugulsem-
in sem Atla var svo tamt að sýna
vinum sínum ýtti undir hið sanna
jólabragð.
Börn og barnabörn Atla voru
honum efst í huga og aldrei hitti
maður Atla án þess að hann segði
af þeim og fjölskyldunni allri.
Önnu systur og Búbba bróður.
Stoltið og væntumþykjan geislaði
af honum í frásögninni og það seg-
ir svo mikið um hvar hjarta hans
sló að notandanafnið hans á
Snapchat var afinr1.
Fáa sögumenn þekkti ég betri
en Atla. Hann ljómaði allur þegar
hann komst í stuð og þegar best
lét spurði hann sjálfur allra spurn-
inga sem maður hefði mögulega
getað spurt til að ýta undir fram-
vinduna og svaraði sjálfum sér
jafnóðum. Slík var ánægja hans á
þessum stundum að það var ekki
hægt annað en að hrífast með;
jafnvel þótt maður hefði heyrt
söguna áður, nokkrum sinnum.
Hin síðustu ár voru erfið í lífi
Atla eftir því sem sjúkdómurinn
ágerðist en allt til hinstu stundar
barðist hann af hugprýði eins og
ljón. Ég ræddi við hann í síma fá-
einum dögum áður en hann dó og
þá dásamaði hann allt umhverfið
þar sem hann var staddur, hlakk-
aði til gönguferða við sjóinn og að
byggja sig upp. Það var ekki hans
stíll að leggjast niður og gefast
upp. Hann vildi lifa hvern dag til
fulls. Góða ferð elsku vinur okkar
Atli og takk fyrir allt og allt. Birt-
an sem skín af minningu þinni
mun lýsa okkur leiðina áfram æv-
ina á enda. Fjölskyldu Atla og ást-
vinum öllum vottum við Símon
okkar innilegustu samúð.
Guðfinnur Sigurvinsson
og Símon Ormarsson.
Kveðja frá Allianz
Látinn er Atli Eðvaldsson, fyrr-
verandi landsliðsþjálfari, lands-
liðsfyrirliði og atvinnumaður í
knattspyrnu, langt fyrir aldur
fram eftir erfið veikindi. Sem
knattspyrnumaður var hann
áræðinn enda þarf áræði, dug og
hörku til að leika knattspyrnu í
efstu deild í Þýskalandi. Leika svo
vel að enn er munað eftir afrekum
hans, svo sem því að Atli er fyrsti
erlendi leikmaðurinn í Bundeslig-
unni sem skorað hefur fimm mörk
í einum leik.
En Atli var ekki bara frum-
kvöðull á knattspyrnuvellinum,
hann var líka frumkvöðull, áræð-
inn og duglegur í viðskiptum. Þótt
það sé ekki alkunna í dag þá var
það Atli sem fyrir 25 árum fékk
þýska tryggingarisann Allianz til
að bjóða Íslendingum þjónustu
sína, en Allianz á Íslandi er 25 ára í
ár. Til að eiga við Allianz í Þýska-
landi þarf áræði og dug á sama
máta og að spila knattspyrnu í
Bundesligunni með þeim bestu.
Innan Allianz, bæði á Íslandi og
í Þýskalandi, er Atla minnst með
hlýhug og virðingu. Við sem tengj-
umst Allianz á Íslandi kveðjum
Atla og vottum aðstandendum
hans okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Allianz á Íslandi,
Magnús Magnússon.
Þegar ég hlustaði á minningar-
orð um Atla fyrir leikinn gegn
Moldóvu á laugardaginn þutu
minningar í gegnum hugann við
að horfa út á völl og hugsa til baka.
Við spiluðum saman í íslenska
landsliðinu í rúman áratug sam-
fleytt og spiluðum saman í Val í
allmörg ár.
Ég kynntist Atla fyrst þegar ég
var að koma upp í meistaraflokk
Vals 1978. Þá höfðu nokkrir sem
voru einu eða tveimur árum eldri
en ég fengið eldskírn sína, urðu
meðal annars tvöfaldir meistarar
1976. Margir góðir leikmenn
komu upp á þessum tíma úr
smiðju Róberts Jónssonar en árið
1978 er mér sérstaklega minnis-
stætt þar sem Valur var með
gríðarlega sterkan hóp og Atli
SJÁ SÍÐU 54
Morgunblaðið/Kristinn
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen fagna góðum sigri gegn N-Írum.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga
Okkar ástkæra
ÓLÖF SVANA SAMÚELSDÓTTIR,
Strikinu 2, Garðabæ,
frá Hrafnabjörgum í Laugardal,
Ísafjarðardjúpi,
lést á Kvennadeild Landspítalans
6. september. Útför fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
mánudaginn 16. september klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Ljósið stuðningsfélag
krabbameinssjúkra og Líf styrktarfélag kvennadeildar
Landspítalans.
Aðstandendur þakka starfsfólki Kvennadeildar Landspítalans
innilega fyrir einstaklega góða umönnun og hjartahlýju.
Samúel Kristjánsson
Ásdís Samúelsdóttir Hrafnhildur Samúelsdóttir
Hjalti Samúelsson Sigurbjörn Samúelsson
Guðmundur Samúelsson Helgi Guðjón Samúelsson
og fjölskyldur