Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 56

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 ✝ SigurgesturIngvarsson fæddist á Uxa- hrygg í Rang- árþingi 10. nóv- ember 1933. Hann lést 1. september 2019. Foreldrar hans voru Ingvar Sig- urðsson, f. 30. mars 1901 á Nesi í Norð- firði, og Hólmfríð- ur Einarsdóttir, f. 22. apríl 1896 í Berjanesi í Vestur-Landeyjum. Systkini Sigurgests samfeðra voru Sigurður og Aðalheiður, þau eru bæði látin. Alsystkini hans voru átta: Elín, Einar, Guðlaug, Jólín, Trausti, Sig- urður, Ráðhildur og Kristbjörg. Kristbjörg lifir bróður sinn, Ólöf, f. 2008, og Ingvar Þór, f. 2011. Fyrir átti Sigurgestur dóttur með Solveigu Guð- mundsdóttur, Þórdísi Björk, f. 27. janúar 1963, gift Þorsteini Þorsteinssyni, sonur hennar er Sigurgestur Jóhann, f. 1983, og faðir hans Rúnar Guðmunds- son. Sigurgestur flutti ástamt foreldrum sínum og systkinum að Bryggjum í Austur-Landeyj- um þar sem þau bjuggu í nokk- ur ár. Áríð 1939 flutti fjöl- skyldan að Selskarði á Álftanesi og þaðan í Hafnarfjörð. Árið 1944 lá leið fjölskyldunnar að Stíflu í Vestur-Landeyjum þar sem Sigurgestur bjó unglingsár sín. Hann var til sjós en lærði ungur múraraiðn og síðar til múrarameistara sem hann starfaði svo við alla tíð. Hann bjó sín búskaparár á Miðvangi og Sævangi í Hafnarfirði. Útför Sigurgests fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. september 2019, og hefst at- höfnin klukkan 15. sem og uppeld- issystirin Kristjana Ragnarsdóttir, en hin eru látin. Þann 9. desem- ber 1972 kvæntist Sigurgestur eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Er- lendsdóttur, f. 30. maí 1949 og eign- uðust þau tvö börn: 1) Áslaug, f. 24. desember 1971, gift Dagbjarti Jónssyni og eru börn þeirra Trausti, f. 2002, Njörður, f. 2003, Droplaug, f. 2006, Sóley f. 2008, og Vésteinn, f. 2012. 2) Frosti, f. 24. maí 1974, kvæntur Sigurlínu Hrund Kjart- ansdóttur og eru börn þeirra Elínborg María, f. 2005, Ásrún Besti vinur, bak við fjöllin háu, blærinn flytur mín kveðjuorð til þín ... (T.E.) Síðsumarsól slær bjarma sín- um á fyrstu roðagylltu strá út- hagans, bláklukkur í mónum, beitilyng og ber á þúfu. Örlítið kul og lykt af fullþroska gróðri, nýuppteknum kartöflum og róf- um í bland við sæta angan af ilm- rey og stráum í vendi. Fuglahóp- ar á flugi um heiðbláan himin, eftirvænting í lofti og hávær titr- andi rödd himbrimans fyrirboði um brottför. Veðrið stillt. Það spáir vaxandi vindi á morgun, verður skýjaðra og sólarlítið. Snýst til austanáttar þegar líður á daginn og fer að rigna með kvöldinu. Kólnandi veður. Hringrás náttúrunnar var pabba ofarlega í huga, gangur lífsins, að árstíðir koma og fara hver á sinn heillandi hátt; vakn- andi vor og bjartar sumarnætur, haustsins vindar og frostrós á vetrarskjá – fullvissa þess að maðurinn er samofinn nátt- úrunni, jarðarbarn sem fæðist og mun síðar deyja … eins og annað í hringrás lífs á jörðinni. Pabbi kenndi manni að hlusta eftir fuglum og þekkja háttalag þeirra, gá til veðurs og á heiðríku kvöldi bauð hann manni út á tröppur að horfa á stjörnurnar. Hann benti manni á Karlsvagn- inn, Fjósakonurnar, Sjöstjörn- una og Litbrá, skæra stjörnu sem blikaði í öllum regnbogans litum, lágt á himni og virtist svo nálæg. Kvöldið fullkomnað ef norður- ljósin dönsuðu tryllt með lit- skrúðuga falda. Pabbi átti það til að fara með kvæðið Norðurljós og Stjarnan eftir Einar Ben en þau ljóð opnuðu manni dulúðugt himinhvolfið upp á gátt. Pabbi var af þeirri kynslóð sem kunni ljóð utan bókar, las Íslendinga- sögurnar og norræna goðafræði aftur á bak og áfram enda voru þessar sögur alltaf á náttborðinu hans – hann braut heilann um merkingu orða og samhengi hluta, í svefni sem vöku. Pabbi mundi eftir því þegar út- varpið kom og hann var látinn hlusta á fréttirnar til þess að end- ursegja frænda sínum sem bjó rétt hjá. Frændinn gerði það svo að vana sínum að rökræða við stráksa um það sem var í fréttum og gerði athugasemd ef það sam- ræmdist ekki einhverju sem hafði komið í fréttum einhverjum dög- um áður og það mótaði ungan dreng. Enda hlustaði pabbi alltaf á fréttir í útvarpi og sjónvarpi, vó og mat líðandi stund út frá frétt- um gærdagsins og ályktaði um hvert framhaldið gæti orðið. Hann setti fréttir í sögulegt sam- hengi og oftar en ekki voru heimsmálin brotin til mergjar og jafnvel „leyst“ yfir kaffisopa við eldhúsborðið. Þannig kenndi hann manni að rökræða og vera gagnrýninn í hugsun – mest gam- an fannst honum þegar umræðan fór á flug, ef viðmælandinn fór að æsa sig, en til þess að ná því fram gat hann jafnvel átt það til að halda fram gagnstæðu sjónar- miði. Hann sagði oft að samræðan væri grunnur lýðræðislegrar um- ræðu og mikilvægt að við værum ekki alltaf sammála. Við erum þakklát fyrir langa og góða samfylgd; þakklát fyrir að börnin okkar hafa fengið að vera þér samferða um stund, nema af þér og læra; ganga með þér að „litríkri brú Bifrastar“ – að „drottnanna hásal“ með gott veganesti í vasa sem brúar bilið milli margra kynslóða. Í djúpi þeirra minninga er hinn sanni sjóður, sjálfur menningararfur- inn. Elsku pabbi, við munum þig og geymum í hjörtum okkar og heilsum þér þegar kvöldhiminn- inn skartar sínu fegursta. „Þar tindrar þú stjarnan mín stolt og há sterkasta ljósið sem hvelfingin á.“ (E.B.) Meira: mbl.is/minningar Kveðja, Áslaug og Frosti. Myndin mín af pabba. Sú nýjasta og líka sú síðasta var næstsíðasta laugardag, kíktir við (kallaðist að vísitera), sett- umst inn í eldhús í molasopa og spjall um landsins gagn og nauð- synjar, „hvað væri títt“, minntist líka á að þú værir að lesa svo fal- legt sem Gunnar Dal hefði skrif- að á sínum heimspekilegu nótum. Já, það voru ekki tómir kof- arnir að koma að, alltaf svo sjálf- sagt að koma því áleiðis sem var til fóðleiks og uppörvunar, upp- byggingar. Svo varstu stokkinn af stað, léttur á fæti þrátt fyrir allt, orð- aðir það þannig að þú hefðir lifað af bæði fyrri og seinni bana- leguna þarna um árið, já sprækur sem lækur. Horfi til baka og sé dýrmætið í því að eiga vináttu og elsku þína, líka það að eiga þig að hvenær sem var eða eins og það var orðað „að veita andlegan stuðning“ þegar þurfti að spekúlera í alls konar framkvæmdum (brasi), tilbúinn í að brjóta niður veggi, múra, kallaðist „að sletta ein- hverju í þetta“, vangaveltur um hvernig best væri að flísaleggja, gert á jafningjagrundvelli rétt eins og maður vissi þetta jafn vel og þú, ekki í boði að leggja eitt- hvað sem „væri hálfgert kex“ = lélegar flísar. Dýrmætið í því að vinna með þér, læra af þér, sjá hversu gam- an þú hafðir af því sem gert var, það var bara svo gaman að vinna með þér. Söngst málin sem átti að skera flísina eftir við ýmsar dægurlaga- perlur, enda kunnirðu ógrynni laga og texta. Ekki skemmdi fyrir að þú áttir fallega söngrödd sem ekki var flíkað opinberlega; ef flísarnar hefðu haft eyru hefði þeim ekki leiðst lífið. Dýrmætið í því að fá að kynn- ast þér og í leiðinni að skilja og finna, uppgötva hversu náin og hve margt var líkt með okkur, yst sem innst, hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er. En nú eiga orðin úr Einræðum Starkaðar við, þínum uppáhalds- kveðskap: þegar þú nú hallar þér að moldarsvæfli á bakið, – Hve stundin er hröð og heimslífið skammt, himinninn mikill – og lítil storðin! Að eilífu þín Þórdís Björk (Dísa). Til afa: Áður en við munum eftir okk- ur, þegar við vorum pínulítil og grétum eða vorum leið yfir ein- hverju, þá tók afi mann í fangið, hossaði manni og raulaði um leið: „Við skulum róa selabát, þótt við séum fjórir; það eru bæði þú og ég, stýrimaður og stjóri.“ … aftur og aftur þar til maður var farinn að horfa út um gluggann og spjalla um það sem fyrir augu bar af áhuga og gleði. Þegar við urðum aðeins eldri munum við hversu gaman var að skríða upp í til afa á morgnana, spjalla og syngja með honum „fatlafól, fatlafól, flakkand’ um á tíu gíra spítthjólastól“ og við urð- um hissa að afi kynni þennan texta. Í morgunmatnum setti hann margar morgunkornsteg- undir á diskinn og lýsi yfir allt saman og raulaði vitleysislög á meðan. Og afi var alltaf að lesa bækur, með gleraugu á nefinu, jafnvel steinsofandi, og kom svo fram og sagðist hafa verið að skoða augn- lokin innan frá. Hann var líka alltaf til í að fletta með manni aft- ur og aftur sömu bókunum og ræða innihald þeirra, vinsælastar voru bækur um dýr, náttúru og kynjaskepnur. Ein þessara bóka heitir „Hús eru aldrei ein“ og hef- ur að geyma ljósmyndir af eyði- býlum og falleg orð um þau – afi sá fegurðina í því sem var orðið gamalt og lúið. Hann gaf sér allt- af tíma með okkur og talaði af ró og hlýju við okkur og skammaði okkur aldrei. Hann spjallaði líka góðlátlega við ketti og hunda og ræddi jafnvel heimsmálin við villikettina sem hændust að hon- um þegar hann laumaðist til þess að gefa þeim að éta þegar amma sá ekki til. Það var alltaf gaman að fara í skúrinn með afa í Sævangi en allt sem hann fann ekki sagði hann að væri í „neðstu hillunni“. Hann leyfði manni að smíða og rótast, spáði og spekúleraði með manni hvernig mætti nota allra handa „ónýtt“ góss. Lítil spýta úr fjöru- ferð gat orðið efni í mikla hug- arsmíð. Svo var það nú spila- stokkurinn sem var alltaf til taks á borðinu í stofunni, var orðinn máður og slitinn enda búið að leggja marga kapla og spila við okkur krakkana. Hann sagði oft alveg upp úr þurru „svona er nú lífið“ og ef eitthvað var sérstaklega vel heppnað þá sagði hann „þetta er bara eins og í London“. Við þökkum fyrir samveruna, afi, og minnumst þín þegar við förum næst í berjamó. Kær kveðja, Ingvar Þór, Ásrún Ólöf og Elínborg María Frostabörn og Vésteinn, Sóley, Droplaug, Njörður og Trausti Dagbjartsbörn. Kynni okkar Sigurgests hófust á árlegum jólasamkomum og öðr- um viðburðum fjölskyldunnar frá Bergi, sem hann tengdist þegar hann gekk að eiga Sigrúnu Er- lendsdóttur frænku mína. Sigur- gestur lét sig ekki vanta á slíkar samkomur og leið vel í hópi fjöl- skyldunnar, sem löngum var kennd við húsið Berg við Suður- landsbraut. Þaðan kom fimmtán systkina hópur og varð Gestur, eins og hann var gjarnan kallað- ur, tengdasonur Erlends Sig- urðssonar móðurbróður míns. Gestur var einstaklega ljúfur maður og skemmtilegur viðræðu um menn og málefni og hafði skoðanir á landsmálum jafnt og því sem var að gerast úti í hinum stóra heimi enda vel lesinn og fróður. Hann setti mál sitt fram af þeirri hógværð, sem var hon- um í blóð borin, stundum á þann hátt að ekki var ljóst hvað hann var að fara fyrr en betur var að gáð. Gömul og góð íslensk fram- setning, sem hann hafði gott vald á en hefur nú þokað fyrir því hispursleysi, sem þykir viðeig- andi á vettvangi hinnar nýju margmiðlunar. Það var því alltaf góður kostur að spjalla við Gest á samkomu fjölskyldunnar. Það var líka gott að eiga Sig- urgest að ef eitthvert vandamál var á ferðinni af þeim toga sem stundum verður á vegi húseig- enda og húsfélaga. Var þá góður kostur að leita til hans því mað- urinn var afar vel að sér um hvernig leysa mætti slíkan vanda hvort sem um var að ræða múr- verk eða eitthvað annað sem hafði bilað eða farið úrskeiðis í ástandi hússins. Einmitt í sumar vorum við að fara yfir hvernig standa mætti að því að leysa vandamál af þessum toga. Hann var reyndar reiðubúinn að leggja hönd á plóginn og leysa viðfangs- efnið sjálfur, enda var hann ekki maður sem þoldi vel athafnaleysi. Til þess kom ekki vegna þess að hann var kallaður á brott með stuttum fyrirvara. Sigurgestur Ingvarsson var mikill heiðursmaður og góður drengur sem verður lengi minnst með þakklæti fyrir góðar sam- verustundir, ráðagerðir og spjall á liðnum árum. Ég votta Sigrúnu og fjölskyldunni innilega samúð okkar Önnu á þessum tímamót- um. Þorgeir Pálsson. Okkar kæri Gestur er fallinn frá. Hann hefur verið samferða okkur í næstum hálfa öld og okk- ur langar að þakka fyrir sam- veruna. Gestur kom í fjölskylduna þeg- ar þau urðu kærustupar Sigrún og hann, hann koma á svarta Bjúkkanum og heillaði stúlkuna sína. Gestur var einn af styrku stoð- unum í fjölskyldu okkar, duglegi, vinnusami múrarameistarinn sem allir í fjölskyldunni leituðu jafnan til þegar verið var að byggja, endurbæta eða flísa- leggja. Hann var vinsæll og vand- virkur múrari sem var alltaf boð- inn og búinn að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð. Gestur var víðlesinn og ljóð- elskur maður sem kunni kvæði Einars Benediktssonar utanbók- ar og einnig Íslendingasögurnar. Gestur var í essinu sínu þegar stjórnmál bar á góma og fannst honum skemmtilegast þegar um- ræðurnar voru heitar. Fréttatímum mátti hann ekki missa af en sem ungur drengur í Landeyjunum hafði hann það hlutverk að hlusta á fréttirnar og hlaupa til einbúa sem bjó þar nærri og átti ekki útvarp, til að endurflytja honum fréttirnar. Gestur var í raun mikill heim- spekingur og var vel að sér í sögu heimsins og jafnvel ystu afkimar veraldar voru honum sem opin bók. Við hjónin vorum velkomin að byrja okkar búskap í herbergi hjá Sigrúnu og Gesti í Miðvang- inum og hafa fleiri notið velvildar þeirra hjóna og búið á heimili þeirra til lengri eða skemmri tíma. Það var ekki bara mannfólkið sem Gestur hlúði að en hann var vinur villikattanna í hrauninu í Hafnarfirði og gaf þeim að éta. Þeir biðu í röð á gangstéttinni í Sævangi eftir að húsbóndinn vaknaði. Elsku Sigrún, Dísa, Áslaug, Frosti og fjölskyldur, við sendum ykkur samúðarkveðju og minn- umst Gests með þakklæti í hjarta. Guðrún og Bragi. Hann er „legend“ hafði bróðir minn eftir vini sínum þegar í tal barst hver hefði gefið góð ráð um eldhússgólfsflotunina. Já, það þekktu margir til Gests múrara. Ekki það að hann væri endilega betri múrari en aðrir, en þraut- seigjan var alþekkt; hvort sem var við hvert einstakt verkefni, eða það að hann vann við múr- verk (og þá erum við ekki að tala um eitthvert dund) frá tvítugu og fram á níræðisaldur. Hugsanlega hefur orðsporið svo eitthvað mót- ast af því að eins og títt var um hans kynslóð var nýtnin í fyrir- rúmi, hvort sem um var að ræða vinnufötin, verkfærin eða farar- tækið. Svo var það greiðasemin; hjálpandi hinum og þessum, skyldmennum, afkomendum og öðrum. Mislítið rukkað náttúr- lega. Við hjónin nutum þess eins og margir aðrir, einn laugardags- morgun fyrir tæpum tuttugu ár- um hringdi síminn og kunnugleg rödd spurði: „Eruð þið heima?“ Við jákvætt svar við því var sagt að hann væri á leiðinni. Í ljós kom að hann var ekki að koma í kaffi heldur til að flísaleggja baðher- bergið. Með þessar líka fínu nýju græjur, sem hafði reyndar, að okkur skildist, verið hálfþröngv- að upp á hann í vinnulaun. Það var gaman að fylgjast með honum vinna, tíminn tekinn í að skoða hvernig verkið kæmi best út en svo var byrjað á verkinu, tekin kaffipása þegar passaði að bíða aðeins eftir líminu og svo haldið áfram. En kaffipásurnar voru engar venjulegar pásur og tilgangurinn ekki að hvílast eða drekka kaffi, heldur að ræða málin. Þau mál gátu verið heimsmálin (en þar gætti hann þess yfirleitt að vera ósammála síðasta ræðumanni), Njála, eða það sem okkur þótti vænst um, að hann ræddi um sitt fólk, æsku sína, forfeður og fjöl- skyldu. Þó hann hafi aldrei verið þekktur fyrir að fylgja vinnufata- tískunni að fullu, var annað uppi á teningunum þegar tilefnið kallaði á hann hefði sig til. Þá var hann glerfínn og bar sig eins og höfð- ingi, þó hann hefði sig kannski ekki mikið í frammi. Gestur var í grunninn við- kvæmur og blíður maður en hann fæddist á tímum sem umliðu slíka eiginleika helst ekki. Það gat þá verið erfitt að fóta sig sem ungur maður og þá er gjarnan leitað í þá huggun sem býðst og eins og hann orðaði það einu sinni um samband sitt við föður minn sem var á sama tíma og hann í Iðn- skólanum í Hafnarfirði: „Við brölluðum margt saman við þrír, ég, Gæi og Bakkus“. En það var áður en leiðir hans og Sigrúnar lágu saman. Og löngu áður en ég kynntist honum. Og þau kynni voru alltaf góð. Honum þótti vænt um sína, þó hann væri kannski ekki í æfingu að sýna það nema með því að hjálpa þar sem þörf væri á. Alltaf stoltur af því sem börnin hans voru að gera. Alltaf ánægður með þegar við kíktum í heimsókn og vildi helst ekki að neinn færi, fylgdi mönnum út á hlað og veif- aði þegar bíllinn renndi af stað. „Svona er lífið,“ sagði hann oft þegar eitthvað var ekki alveg skiljanlegt. Og enn sem komið er er lífið þannig að menn sem virð- ast ætla að verða eilífir hverfa frá okkur jafnt og aðrir. Þangað til það breytist höfum við helling af góðum minningum sem hverfa ekki jafn auðveldlega. Þorsteinn Þorsteinsson. Þegar vinir halda sína leið yfir í aðrar víddir leitar hugurinn fram og til baka í tíma, aftur í ald- ir, í núið og fram í hið óræða og framandi rými þess sem verður í framtíðinni. Hugurinn leitast við að fletta upp myndum af manneskjunni, myndum sem raðast upp, minn- ingar frá ýmsum tímabilum og stöðum birtast. Ég hugsa til Gests og upp kemur mynd þar sem hann liggur úti í móa með strá í munninum og fylgist með náttúrunni. Ég sé hann einnig fyrir mér þar sem hann gat verið þögull með lokuð augun á manna- mótum en fullkomlega á staðnum og með í því sem var í gangi. Inni- haldsrík samtöl um andans mál eða málefni sements og fram- kvæmdapælinga renna saman í óræða heild þar sem gæska og áhugi Gests á fjölbreyttum mál- efnum standa eftir. Minnið flettir í gegnum ótal brot og saman mynda þau tilfinningu fyrir manneskjunni á ólíkum tímum. Gestur var maður sem gat flakkað á milli tímabila, forn í fari en síungur og lifandi í sinni, manneskja sem hafði mikla þekk- ingu á og reynslu af heimi og sög- um fortíðarinnar en hafði jafn- framt ómældan áhuga á þeim flóknu vangaveltum sem samtím- inn krefst af okkur. Í sögum hans og þekkingu á bókmenntum birt- ust manni einstaklingar og veröld sem hann kynntist og fylgdist með frá bernsku, staðir, venjur, siðir og samfélag sem frá land- námi og fram á tuttugustu öld hafði haldist í hendur við fortíð- ina. Á þeim tíma þegar Gestur var að alast upp voru ákveðin skil á milli fortíðarinnar og samtímans að eiga sér stað í íslensku sam- félagi og kynslóð hans brúar bil á milli tímabila. Nútíminn óð inn í samfélagið og skyndilega var landinu ýtt í gegnum þróun og breytingar sem höfðu áhrif á allt daglegt líf. Sú kynslóð sem upplifði þessar breytingar hefur þurft að máta sig inn í nokkrar útgáfur af raun- veruleikanum, og er ég viss um að það hafi skapað hjá honum víð- sýni og seiglu. Þannig upplifði ég Gest, sem manneskju sem hafði innsýn í margbreytileika mann- lífsins vegna þess hve vel hann gat hlustað, tekið eftir, greint og mælt. Ég kunni ávallt að meta sögur Gests og samtöl við hann voru alltaf innihaldsrík, hvort sem það var á alvarlegum eða léttum nót- um, því ekki skorti hann húmor. Hann var viðræðugóður og veitti fólki athygli á sinn einstaka máta. Sem barn man ég eftir því að hann spurði mann alvörugefinna spurninga og ræddi ýmis málefni stór og smá, beindi sjónum manns að hlutum í náttúrunni, eða kenndi verkhugsun, slíkar minningar eru dýrmætar. Gestur var góður vinur sem sárt er að kveðja. Ég votta fjöl- skyldu hans dýpstu samúð mína og þakka fyrir að hafa fengið að eiga með honum samleið. Bjarki Bragason. Sigurgestur Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.