Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
✝ Símon Ólasonfæddist á
Hnappavöllum í
Öræfum, Austur-
Skaftafellssýslu, 21.
apríl 1951. Hann
varð bráðkvaddur á
Krít 23. ágúst 2019.
Símon var sonur
hjónanna Guðrúnar
Gísladóttur, hús-
freyju á Hnappa-
völlum og síðar í
Reykjavík, f. 27. desember 1926,
d. 17. febrúar 2011, og Óla Run-
ólfssonar, bónda á Hnappavöll-
um, síðar verkstjóra í Reykjavík,
f. 20. nóvember 1920, d. 20. júní
2003. Þau skildu. Systur Sím-
onar eru Sigríður Guðrún, f. 8.
mars 1948; Guðný Kristbjörg, f.
2. mars 1950; Katrín Sigurrós, f.
20. október 1953; Sigurbjörg, f.
10. ágúst 1957; Helga, f. 16. júlí
1960.
Hinn 5. september 1982
kvæntist Símon eftirlifandi
eiginkonu sinni, Þorbjörgu Jóns-
kona er Guðbjörg Ásta Ólafs-
dóttir, f. 22. janúar 1976, og
eiga þau eina dóttur. Fyrir átti
Ragnar eina dóttur og eitt
barnabarn og Guðbjörg tvo
syni. 3) Kristinn Nikulás, f. 12.
janúar 1980. Sambýliskona er
María del Mar Minuesa, f. 21.
apríl 1979.
Símon ólst upp á Hnappavöll-
um fram á fermingaraldur en
þá fluttust fjölskyldan til
Reykjavíkur. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð árið 1971, cand. juris
frá Háskóla Íslands árið 1977 og
öðlaðist héraðsdómslögmanns-
réttindi árið 1980. Símon starf-
aði sem fulltrúi hjá bæjarfógeta-
embættinu í Keflavík, Grindavík
og Njarðvík sem þá var og einn-
ig hjá sýslumanninum í Gull-
bringusýslu á árunum 1977-
1987. Um tíu ára skeið rak hann
lögfræðiskrifstofu í Reykjavík
þar til hann réðst til starfa sem
lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði
árið 2008 og starfaði við stofn-
unina þar til hann lést.
Útför Símonar fer fram frá
Áskirkju í dag, 12. september
2019, klukkan 15.
dóttur hjúkrunar-
fræðingi og fram-
haldsskólakennara,
f. 22. júní 1942. For-
eldrar hennar voru
Jón Eiríksson,
skattstjóri í Vestur-
landsumdæmi, f.
14. mars 1916, d.
21. október 1997,
og fyrri kona hans
Anna Guðrún Jóns-
dóttir, húsfreyja, f.
29. júlí 1909, d. 11. janúar 1952.
Barn Símonar og Ingibjargar
Sigurðardóttir, f. 24. febrúar
1948, er Anna Karen Símonar-
dóttir, f. 24. ágúst 1979. Hennar
dóttir er Serena Björg Karen-
ardóttir, f. 2. júlí 2010. Börn
Þorbjargar og stjúpbörn Sím-
onar eru: 1) Anna Guðrún
Edvardsdóttir, f. 17. nóvember
1960. Eiginmaður er Kristján
Arnarson, f. 13. nóvember 1964,
og eiga þau tvo syni og eitt
barnabarn. 2) Ragnar Edvards-
son, f. 4. ágúst 1964. Sambýlis-
Ég kveð þig, ástvinur minn,
með þakklæti fyrir allt sem þú
gafst mér. Það er viðeigandi að
velja tvö erindi úr ljóðinu Tvær
stjörnur eftir Megas þar sem
hann var í uppáhaldi hjá þér.
Þessi erindi lýsa að auki best
hvernig mér líður nú þegar þú ert
ekki lengur hér.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
Hvíl í friði, elsku Símon.
Þín
Þorbjörg.
Aðfaranótt föstudagsins 23.
ágúst bárust þær fréttir frá
Grikklandi að Símon, minn kæri
stjúpfaðir, hefði orðið bráðkvadd-
ur þá um nóttina. Þar höfðu hann
og móðir mín dvalið í nokkra
daga ásamt Önnu Karen, dóttur
Símonar, og Serenu barnabarni
hans. Fyrstu viðbrögðin voru
vantrú; þetta gat bara ekki verið
satt en síðan kom sorgin og hún
er búin að dvelja hjá okkur síðan.
Fyrstu kynni af Símoni voru
þegar hann og móðir mín gengu í
hjónaband fyrir 37 árum.
Aðdragandinn var stuttur, því
þau höfðu ekki þekkst lengi, en
Símon var staðfastur; þessari
konu ætlaði hann að giftast.
Hún var um fertugt en hann 31
árs og verð ég að segja að ekki
hefðu allir karlmenn verið tilbún-
ir að giftast fráskilinni konu með
þrjú börn; tvö þeirra um og yfir
tvítugt, sem voru þar að auki ekki
alveg sátt við þennan ráðahag og
það yngsta tveggja ára, en þá átti
Símon þriggja ára dóttur.
Fljótlega kom í ljós hversu
heilsteyptur persónuleiki Símon
var og með okkur tókst djúp vin-
átta sem hélst allar götur þar til
hann lést.
Símon var miklum mannkost-
um búinn, hann var jarðbundinn,
tók öllum hlutum með jafnaðar-
geði og var rólegur og yfirveg-
aður.
Hann var mikill húmoristi,
hjálpfús með eindæmum en um-
fram allt mikið góðmenni. Það
var gott að leita til hans því ef
eitthvað bjátaði á eða einhver
okkar þurfti aðstoð var hann boð-
inn og búinn að leysa málin og
yfirleitt tókst honum að greiða úr
alls kyns flækjum.
Hann gekk inn í hlutverk
stjúpföður og leysti það vel af
hendi.
Eiginmanni mínum var hann
góður tengdafaðir og sonum okk-
ar góður afi. Fyrir ári varð hann
langafi er eldri sonur okkar eign-
aðist dóttur og var hann ánægður
með þá nafnbót.
Símon hafði gaman af því að
ferðast bæði innan lands sem ut-
an. Hann hélt mikið upp á æsku-
stöðvarnar í Öræfunum og hélt
tryggð við sveitina sína og fólkið
þar alla tíð. Hann var vinmargur
og kom fram við fólk af virðingu.
Símon var pólitískur, þó svo að
hann starfaði ekki fyrir einhvern
stjórnmálaflokk, og sátum við oft
og rökræddum pólitíkina, þótt við
værum ekki alltaf í sama liðinu.
Einnig var hann mikill ljóðaunn-
andi, las alls kyns bókmenntir en
Íslendingasögurnar voru alveg í
sérstöku uppáhaldi hjá honum.
Honum fannst gaman að tefla.
Hann kenndi sonum okkar mann-
ganginn og leiðbeindi svo áfram
þeim yngri en hann sýndi tafl-
mennsku áhuga þegar hann var
unglingur.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum langar okkur að þakka
Símoni samfylgdina. Við urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
verða samferða honum um hríð.
Við hefðum viljað fá meiri tíma
með honum en í Sumarlandinu
hefur vantað góðan lögfræðing.
Hans verður sárt saknað en við
getum yljað okkur við góðar
minningar, þær getur enginn
tekið frá okkur. Hvíl í friði, Sím-
on og takk fyrir allt.
Anna Guðrún og Kristján.
Stundum er ofnotað orðatil-
tækið að vera réttur maður á
réttum stað á réttum tíma. Það er
þó ekki hægt að horfa fram hjá
því þegar fyrstu kynni Þorbjarg-
ar ömmu minnar og Símonar Óla-
sonar eru rifjuð upp. Þau kynnt-
ust í samkvæmi kvöld eitt er
árekstur við annan mann varð til
þess að amma hellti drykk sínum
yfir Símon. Það er umhugsunar-
vert að þessi litli atburður varð
kveikjan að því að fjölskylda mín
auðgaðist til muna.
Mér er minnisstætt þegar ég
bjó hjá þeim hjónum er ég hóf
grunnnám við Háskóla Íslands.
Símon starfaði þá sem lögfræð-
ingur hjá Íbúðalánasjóði á Sauð-
árkróki og keyrði því alltaf heim
til Reykjavíkur eftir vinnu á
föstudögum. Þótt vissulega hafi
alltaf verið glatt á hjalla hjá okk-
ur ömmu voru föstudagarnir allt-
af skemmtilegastir. Þá var eld-
aður sérstaklega veglegur
kvöldverður, oftast þríréttaður,
og tekið á móti Símoni, sem yfir-
leitt var kominn um kvöldmatar-
leytið. Símon beið oftast ekki
boðanna þrátt fyrir langa keyrslu
eftir strembinn vinnudag og vor-
um við yfirleitt strax farnir að
ræða dægurmálin á léttu nótun-
um, enda var Símon gáfum
gæddur, einstakur húmoristi og
var í þokkabót hláturmildur og
átti auðvelt með að fá fólk til að
hlæja.
Líklega er það aðeins í fyllingu
tímans sem ég mun átta mig að
fullnustu á þeim áhrifum sem
Símon hafði á mig og fjölskyldu
mína en ljóst er að þau voru mik-
il. Hann var ekki bara fósturfaðir
móður minnar og fósturafi minn,
heldur líka kær vinur sem gott
var að leita til jafnt á góðum sem
slæmum tímum. Við fjölskyldan
sjáum nú á bak miklum afbragðs-
manni en minningarnar um Sím-
on eru sem betur fer ófáar og
hver annarri betri. Guð blessi
minningu Símonar Ólasonar.
Þorbjörn Kristjánsson.
Elsku Símon minn. Það voru
afar sorglegar fréttir þegar mér
barst þín andlátsfregn. Ég er satt
best að segja ekki búin að átta
mig á henni ennþá. Þú varst mér
alltaf traustur vinur og þitt skarð
verður vonlaust að fylla. En
minningin um góðan bróður lifir.
Frá því að ég var lítil varstu
alltaf boðinn og búinn að hjálpa
mér.
Mér fannst dásamlegt að tala
við þig, að heyra þig segja frá, ég
gat hreinlega hlustað endalaust á
þig. Það var líka alltaf svo gaman
að hlusta á músík með þér, svo
var húmorinn þinn einstakur.
Alveg sama hversu gömul ég
hef orðið þá passaðir þú upp á
litlu systur þína, hvort sem það
var við heimanámið eða skatta-
skýrsluna. Þú varst alltaf bara
eitt símtal í burtu. Ég mun sakna
þess.
Hver getur báti byrlaust siglt
báti róið án ára.
Góðum vini til grafar fylgt
gengið á braut án tára.
Ég get báti byrlaust siglt
báti róið án ára.
En góðum vini til grafar fylgt
get ég ei án tára.
(Þýð. Ríkharður Kristjánsson)
Ég bið fyrir þér elsku bróðir
minn.
Elsku Þorbjörg, Anna Karen,
Kiddi, Anna, Raggi og börn, mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Ykkar
Helga.
Kallið kom óvænt hjá kærum
bróður. Hann var staddur á Krít í
langþráðu sumarfríi. Þar átti að
halda upp á fertugsafmæli einka-
dótturinnar, Önnu Karenar. En
öllu er afmörkuð stund.
Margar spurningar vakna um
tilgang lífsins og eilífðina þegar
andlát ber svona brátt að. Þá
sækja að minningar um liðna tíð
og samveru. Það er ljúft að hugsa
til þess að Símon var hamingju-
samur þegar hann lést.
Hann var ánægður í starfi sínu
hjá Íbúðalánasjóði og var ekki
tilbúinn að hætta störfum alveg
strax. Nýta svo efri árin vel til að
sinna hugðarefnum sínum og fjöl-
skyldunni. Eftir mörg annasöm
ár var hann farinn að njóta meiri
tíma til samvista við ættingja og
vini á gleðistundum. Síðustu árin
höfum við systkinin hist æ oftar
og rifjað upp gamla daga. Það var
örugglega ekki alltaf auðvelt
hlutskipti að vera einn bróðir á
meðal fimm systra.
Enda sagði hann aðspurður
þegar fjórða systirin fæddist „ein
systirin enn“ og stundi. En þrátt
fyrir allt reyndist hann okkur
systrum sínum vel og umbar okk-
ur, jafn ólíkar sem við erum.
Kannski fannst honum innst inni
bara gott að það var ráðskast
svolítið með hann þegar þess
þurfti. Hann kvartaði a.m.k. aldr-
ei.
Símon var ekki margmáll mað-
ur, orðvar, íhugull, greiðvikinn og
góður skákmaður. Þá hlustaði
hann mikið á óperur og átti sinn
uppáhaldssöngvara, Jussi Björl-
ing. Fornsögurnar voru líka hans
uppáhald og frá unga aldri var
hann alæta á allan fróðleik. Hann
var örugglega gömul sál. Hann
gat líka verið bráðskemmtilegur
og hnyttinn í tilsvörum. Þótt dul-
ur væri veittist honum auðvelt að
sýna samhug, hlýju og nærgætni
á erfiðum stundum. Hann trúði
alltaf á það góða í öllum. Hann
fylgdist vel með þjóðmálunum og
á menntaskóla- og háskólaárun-
um var hann einlægur hernáms-
andstæðingur.
Hin síðari ár var erfiðara að
átta sig á því hvort hann væri far-
inn að hallast meira að framsókn
en til vinstri. Þótt hart væri spurt
voru svörin yfirleitt þannig að
„allir væru að reyna að gera sitt
besta“. Það var alltaf gaman að
ræða við hann um pólitíkina.
Í einkalífi sínu var Símon far-
sæll. Fyrir hjónaband eignaðist
hann yndislega dóttur, Önnu
Karenu, sem býr í Neskaupstað.
Dóttir hennar er Serína, mikil
afastelpa. Þorbjörgu sinni
kvæntist hann nokkru síðar og
fékk með henni þrjú börn, Önnu,
Ragnar og Kidda sem hann um-
gekkst af væntumþykju og virð-
ingu. Kidda fannst t.d. mjög gam-
an þegar mamma hans vann á
næturvakt, þá fékk hann að lúra
hjá Símoni sem las fyrir hann
uppáhaldssögurnar hans fyrir
svefninn. Símon var því umvafinn
góðri fjölskyldu.
Elsku Þorbjörg, missir þinn er
mikill og fram undan eru erfiðir
tímar. Þið Símon voruð jafnokar
og bestu vinir. Ég votta þér og
fjölskyldunni allri mína samúð.
Megir þú sækja styrk og kraft í
góðar minningar sem munu lifa
áfram.
Ég kveð góðan bróður með
söknuði og óska honum góðrar
heimkomu. Hann var drengur
góður. Blessuð sé minning hans.
Katrín.
Elsku uppáhaldsfrændi minn.
Símtalið sem ég fékk um skyndi-
legt andlát þitt var svo fráleitt að
mér fannst það vera bara vondur
draumur sem ég hlyti að vakna
upp af en svo er ekki. Þegar við
töluðum saman daginn áður en
þú fórst í þetta örlagaríka frí þitt
datt mér ekki annað í hug en að
við myndum hittast eftir heim-
komu þína eins og við ætluðum að
gera, hefði mig grunað hvað væri
í vændum hefði ég ekki sleppt
þér úr símanum og sennilega
rokið til þín.
Þú varst sá albesti frændi sem
hægt er að hugsa sér. Þú varst
svo mikið góður, skemmtilegur,
hlýr, traustur og tryggur. Ég á
ekkert nema góðar og fallegar
minningar um þig sem segir bara
hvernig maður þú varst.
Þú varst alltaf til staðar sama
hvað á bjátaði og ég er svo þakk-
lát fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig.
Við vorum ekkert afspyrnu
dugleg að hringjast á eða hittast
en þegar það gerðist var svo
sannarlega gaman hjá okkur.
Á síðasta ári bað ég þig um að
vera mér innan handar og hjálpa
mér við nokkuð sem þú auðvitað
tókst vel í eins og við var að búast
af þér. Þá fjölgaði símtölum okk-
ar og við hittumst oftar, sem ég
verð ævinlega þakklát fyrir. Við
ætluðum auðvitað að standa okk-
ur miklu betur og er viss um að
okkur hefði tekist það með stæl.
Takk elsku hjartans frændi
minn fyrir alla þína góðsemd og
vináttu öll árin okkar saman.
Takk fyrir að vera besti frændi í
heimi.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Takk fyrir alla hvatn-
inguna og hjálpina. Heimurinn er
svo sannarlega fátækari án þín.
Það er huggun að vita af þér
hjá ömmu og afa, veit að þau hafa
tekið vel á móti þér.
Elsku Þorbjörg, Anna Karen
og Kiddi, ykkar missir er mikill.
Ég bið algóðan Guð um að geyma
ykkur og styrkja í ykkar sorg.
Ykkur og aðstandendum öllum
votta ég mína innilegustu samúð.
Guð blessi og geymi elsku
frænda minn Símon.
Anna Sveinbjörg.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur hljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku Símon frændi minn. Þótt
þú hafir boðið góða nótt í hinsta
sinn er ég viss um að þú vaknaðir
í himnaríki þar sem amma og afi
stóðu fremst í móttökunefndinni.
Guðrún Óla Jónsdóttir
(Gógó).
Okkur, samstarfsfólki Símon-
ar Ólasonar hjá Íbúðalánasjóði,
var brugðið við fregnir af skyndi-
legu fráfalli hans. Símon var í
kærkomnu fríi erlendis, sem
hann hafði hlakkað mikið til.
Við glöddumst fyrir hans hönd
en biðum þess af eftirvæntingu
að hann mætti aftur til vinnu að
lokinni dvölinni á Krít. Kannski
sökum þess hve vanafastur og
traustur Símon var var okkur
þeim mun meira brugðið við
þessar sorglegu fregnir en ella.
Hægt var að ganga að því vísu
að fá aðstoð Símonar við úrlausn
mála. Hann var bóngóður og
ósérhlífinn og skipti engu í því
samhengi hvort til hans var leitað
vegna einhvers sem tengdist
vinnunni eða einhvers sem tengd-
ist vinnunni alls ekki neitt.
Alltaf var Símon boðinn og bú-
inn að veita aðstoð sína eða ráð-
gjöf, og þá yfirleitt með því ró-
lynda yfirbragði sem einkenndi
hann. Símon var enda fróðari um
margt en flestir og gat nálgast
fólk á þeirra eigin forsendum.
Það var gott að leita til Símonar.
Símon var sannarlega sterkur
persónuleiki og fór aldrei fram
hjá okkur þrátt fyrir að hann
væri langt í frá fyrirferðarmikill.
Hann var lítið fyrir slátt eða
hamagang og tókst alltaf á við
verkefni sín á yfirvegaðan og
vandaðan máta. En nú, þegar
Símon er farinn frá okkur, finn-
um við öll fyrir því hversu mik-
ilvægur hann var okkur og
hversu mikinn svip hann setti á
vinnustaðinn.
Við eigum öll góðar minningar
um Símon. Greiðviknin, skop-
skynið og hlýjan eru allt eigin-
leikar sem einkenndu hann, enda
hafði hann vel yfir meðallagi af
hverjum þeirra. Við munum
sakna kaffispjallsins, veðmál-
anna, gönguferðanna og lottó-
leiðangranna, við munum sakna
þess að fá vel ígrundaðar ráð-
leggingar og við munum sakna
nærveru Símonar, félaga okkar
og vinar.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Við sendum aðstandendum
Símonar samúðarkveðjur og
minnumst hans með hlýju og
söknuði.
Fyrir hönd samstarfsfólks
Símonar hjá Íbúðalánasjóði í
Reykjavík og á Sauðárkróki,
Drengur Óla Þorsteinsson.
Það var mér mikið áfall þegar
ég fékk fregnir af ótímabæru
andláti míns góða vinar, Símonar
Ólasonar.
Ég hef þekkt Símon frá því við
vorum samskipa í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð. Góð vinátta
varð á milli okkar er við hófum
nám í lagadeild Háskóla Íslands.
Hélst sú vinátta allt fram að
hinstu stund. Við spjölluðum
saman oft daglega og aldrei leið
langur tími milli þess að við hitt-
umst. Um tíma rákum við saman
lögfræðistofu og þá náði ég að
kynnast betur og njóta allra hans
miklu mannkosta.
Eins og margir geta vottað var
Símon eldklár lögfræðingur og
gott var að leita til hans á því
sviði.
Þá höfðum við báðir mikinn
áhuga á tónlist ekki síst klass-
ískri og gátum spjallað um og
hlýtt á hana okkur báðum til mik-
illar ánægju.
Ég votta Þorbjörgu og fjöl-
skyldu þeirra Símonar mína
dýpstu samúð.
Sigurjón Heiðarsson.
„Gakktu í bæinn.“ Þannig tók
Símon ætíð á móti mér þegar ég
bankaði á þvottahúshurðina og
ætlaði að kíkja á Þorbjörgu eða
ræða húsfélagsmál við hann.
Ég og mín fjölskylda erum svo
heppin að hafa fengið að „búa“
með Símoni síðustu 12 árin, þó
ekki deila sömu íbúð með honum
heldur sama húsi. Það er alltaf
óvissa sem fylgir því að fá nýja
nágranna en við duttum heldur
betur í lukkupottinn fyrir 12 ár-
um þegar Símon og Þorbjörg
fluttu til okkar á Bugðulækinn.
Vinalegri og bónbetri mann en
Símon var erfitt að finna og þau
voru mörg handtökin sem við
unnum í sameiningu í garðinum
eða húsinu. „Þetta er sko ekkert
mál“ var algengasta setningin
sem maður fékk þegar viðruð var
einhver hugmynd að verkefnum
við hann. Það voru helst mál sem
snéru að honum kisa hennar Þor-
bjargar þar sem ég sá Símon
gretta sig og fannst honum held-
ur mikið tilstand í gangi.
Það er með sorg í hjarta sem
við kveðjum þennan öðling og
þökkum honum fyrir samveruna,
sambúðina og spjallið síðustu ár-
in. Við fjölskyldan sendum Þor-
björgu og fjölskyldu hennar okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
og minnum á að við erum alltaf til
staðar fyrir hana eins og hún hef-
ur verið fjölskyldunni okkar allt
frá því við kynntumst.
Sigrún, Bjarni Þór, Kristín
Heiða og Þorgeir.
Símon Ólason
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...