Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 62

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 „Við kynntumst þegar ég var í 9. bekk og sótti um starf í unglinga- vinnunni á Álftanesi þar sem Fannar var flokkstjóri,“ segir Jökull Breki um fyrstu kynni þeirra félaga. „Þú varst alveg krefjandi ungur maður,“ bætti Fannar við brosandi. Þrátt fyrir það að Jökull hafi verið krefj- andi ungur maður hafði það ekki áhrif á að vinátta myndaðist á milli þeirra tveggja sem leiddi svo til þess að fimm árum síðar stofna þeir Hipsumhaps og fara að gera tónlist saman. Hipsumhaps er úr dönsku og mætti þýða sem tilviljunarkennt eða allskonar. Fannar segir að sú lýsing eigi vel við hljómsveitina. „Við leyf- um lögunum bara að vera það sem þau verða hverju sinni, við erum ekkert að flokka okkur sem rokk- band eða poppband. Við bara leyfum okkur að prófa margt.“ Drengirnir sendu frá sér sitt fyrsta lag, LSMÍ (Lífið sem mig langar í), sem vakið hefur mikla at- hygli undanfarnar vikur. Þeir stefna að útgáfu plötu á næstu vikum þar sem fleiri áhugaverð lög verður að finna. Þú getur kynnst hljómsveit- inni Hipsumhaps betur og hlustað á skemmtilegt viðtal við þá félaga á K100.is. Tónlistin er hipsumhaps Hipsumhaps Þeir Fannar Ingi og Jökull Breki skipa Hipsumhaps. Heilsuvörudeild Fjarðarkaupa heitir Fræið. Þar má finna mikið úrval af heilsuvörum á hagstæðu verði. Í tilefni heilsudaga eru frábær tilboð í Fjarð- arkaupum. Meðal annars er 25% afsláttur af öllum heilsuvörum frá NOW, BIONA, SOLARY, Himneskri hollustu og Gula miðanum. Heilsuvörur frá Beutelsbacher og Sonett eru á 20% afslætti. Veglegar gjafakörfur Milli klukkan 14 og 16 á laugardag verður K100 í beinni útsendingu frá versluninni. Allir sem versla í Fjarðarkaupum á laugardag fá að snúa lukku- hjóli K100 og geta unnið veglegar gjafakörfur eða gjafabréf. Allir sem snúa K100 lukkuhjólinu fá einhvern glaðning. K100 í beinni á heilsudögum Fjarðarkaupa K100 tekur virkan þátt í heilsudögum Fjarðarkaupa sem standa núna yfir. Bein útsending verður frá versluninni á laugardag þar sem mikið verður um að vera. Glæsilegir vinningar verða í Lukkuhjóli K100 sem verður snúið á staðnum. Heilsan K100 verður í beinni frá Fjarðarkaupum á laugardag í tilefni heilsudaga þar á bæ. Það var mikið stuð sl. fimmtudag í Sporthúsinu þar sem K100 stóð fyrir K100-deginum þar á bæ. Fjöldi fyrirtækja kynnti starfsemi sína og vörur ásamt því sem allir fengu að kynnast starfsemi Sporthússins og gengu út vopnaðir vikupassa frá þeim sem veitir frían aðgang. Líf og fjör í Sporthúsinu á K100 deginum Morgunblaðið/Hari Kírópraktor Kírópraktorstofa Íslands var meðal þeirra sem kynntu starfsemi sína.Stemning Það var glatt á hjalla í Sporthúsinu á fimmtudag. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.