Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 67
ÍÞRÓTTIR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 hópnum í sumar hafa verið mjög góðar. Við misstum frá okkur fimm leikmenn sumarið 2018 og þá feng- um við tvo þrjá unga leikmenn inn í staðinn. Það var þess vegna eðlilegt framhald að við myndum styrkja hópinn okkar aftur í sumar. Egill er mjög góð búbót fyrir þetta lið og það gerir mikið fyrir félagið að fá Ísak aftur heim úr atvinnumennsku. Markmaðurinn Phil Döhler er búinn að vera með okkur allt undirbún- ingstímabilið og hann lítur mjög vel út. Egill og Ísak hafa báðir verið að glíma við smá meiðsli og það er eitt- hvað í að Egill snúi aftur en vonandi detta þeir báðir inn þegar líða fer á haustið.“ Ásbjörn er einn af reyndustu leik- mönnum Hafnarfjarðarliðsins og viðurkennir fúslega að liðið ætli sér að berjast í kringum toppinn í vetur. „Ég hef spilað í mörgum sterkum FH-liðum í gegnum tíðina og það er erfitt að ætla að fara að bera þau saman við liðið núna sem er bara að hefja nýtt keppnistímabil. Það verð- ur auðveldara að bera þetta allt sam- an í lok tímabilsins þegar við erum búnir að ganga í gegnum bæði töp og sigra saman. Það er þá sem al- vöru liðsheild og kjarni myndast og þá sér maður úr hverju menn eru gerðir. Hins vegar eru miklir hæfi- leikar í liðinu í dag og vonandi náum við bara að sýna okkar rétta andlit í vetur. Við erum búnir að setja okkur ákveðin markmið sem hópur og stefnum hátt í vetur. Að sama skapi ætlum við okkur að taka einn leik fyrir í einu og við náðum til dæmis einu markmiði um síðustu helgi þegar við komumst í aðra umferð EHF-bikarsins. Við erum ekki að horfa of langt fram í tímann en að sjálfsögðu langar okkur að berjast í og við toppinn. Við erum FH og við viljum berjast um þá titla sem í boði eru.“ Setja stefn- una hátt í Kaplakrika Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðstoðarþjálfari Ásbjörn er með hlutverk innan vallar sem utan.  Ásbjörn telur að úrvalsdeildin í ár sé bæði sterkari og jafnari en oft áður FH Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH í handknattleik og aðstoðarþjálf- ari liðsins, er spenntur fyrir kom- andi keppnistímabili í úrvalsdeilld karla en Ásbjörn reiknar með því að deildin í ár verði jafnari en hún hef- ur oft verið áður. FH-ingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð en féllu úr leik í átta liða úrslitum Ís- landsmótsins eftir tap gegn ÍBV. FH er spáð efsta sætinu í ár af fyr- irliðum og þjálfurum deildarinnar. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og tímabilið leggst vel í okkur. Það er góð stemning í hópn- um og við erum allir mjög jákvæðir fyrir komandi tímabili. Allar spár eru auðvitað til gamans gerðar en það er alveg raunhæft að setja okk- ur í og við toppinn myndi ég segja. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum með gott lið en að sama skapi eru önnur mjög góð lið í þess- ari deild í ár eins og ÍBV, Valur, Sel- foss og Haukar sem dæmi. Aftureld- ing, Stjarnan og ÍR eru líka öll með hörkulið og við eigum von á því að deildin verði mjög jöfn. Deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari og það er komin meiri breidd í þau lið sem hafa kannski verið í ákveðnu miðjumoði undanfarin ár. Það verð- ur þess vegna enginn leikur gefins í vetur og mikilvægt fyrir okkur að ná upp ákveðnum stöðugleika snemma í okkar leik ef við ætlum okkur að vera við toppinn.“ Tekur tíma að mynda liðsheild Hafnfirðingar hafa bætt við sig þremur nýjum leikmönnum í sumar sem allir styrkja liðið að sögn Ás- björns. „Þessar breytingar á leikmanna- MARKVERÐIR: Birkir Fannar Bragason Phil Döhler Sigurður Dan Óskarsson HORNAMENN Arnar Freyr Ársælsson Birgir Már Birgisson Eyþór Örn Ólafsson Hlynur Jóhannsson Jakob Martin Ásgeirsson Leonharð Þorgeir Harðarson Veigar Snær Sigurðarson LÍNUMENN: Ágúst Birgisson Davíð Stefán Reynisson Jóhann Karl Reynisson Jón Bjarni Ólafsson ÚTISPILARAR: Ásbjörn Friðriksson Benedikt Elvar Skarphéðinsson Bjarni Ófeigur Valdimarsson Egill Magnússon Einar Rafn Eiðsson Einar Örn Sindrason Gísli Jörgen Gíslason Ísak Rafnsson Jóhann Birgir Ingvarsson Þjálfari: Sigursteinn Arndal Aðstoðarþjálfari: Ásbjörn Frið- riksson Árangur 2018-19: 4. sæti og 8-liða úrslit. Íslandsmeistari: 1956, 1957, 1959, 1960, 1961, 1965, 1966, 1969, 1971, 1974, 1976, 1984, 1985, 1990, 1992, 2011 Bikarmeistari: 1975, 1976, 1977, 1992, 1994, 2019  FH tapaði 32:20-fyrir Selfossi í fyrstu umferð deildarinnar í Kaplakrika í gær. Lið FH 2019-20 KOMNIR Egill Magnússon frá Stjörnunni Ísak Rafnsson frá Schwaz Tirol (Austurríki) Phil Döhler frá Magdeburg (Þýska- landi) FARNIR Kristófer Fannar Guðmundsson, hættur Breytingar á liði FH-inga  FH er með frábæran leikmannahóp og mikla breidd.  Það verður að teljast líklegt að bæði markvarsla og varnarleikur liðsins verði betri í vetur en á síð- ustu leiktíð.  FH verður að berjat um alla titla sem í boði eru.  Áhugavert: Mikil áskorun og frábært tækifæri fyrir óreyndan þjálfara. Sebastian Alexandersson um FH Eftir úrslitin í Albaníu eru sjálf- sagt margir tilbúnir að afskrifa þann möguleika að karlalands- liðið í knattspyrnu komist á þriðja stórmótið í röð. En landsliðsmennirnir geta enn náð markmiðum sínum og ég er ekki tilbúinn að útiloka það. Þeir hafa unnið fyrir því að maður hafi álit á þeim. Enda er ekki eins og Ísland hafi farið taplaust í gegnum útileikina í undan- keppnum síðustu ára. Þegar Ísland komst upp úr riðl- inum og í umspil fyrir HM 2014 tapaði Ísland fyrir Kýpur á úti- velli í riðlinum. Einnig tapaði liðið þá heima fyrir Slóveníu 2:4. Þegar Ísland komst á EM 2016 tapaði Ísland bæði fyrir Tékk- landi og Tyrklandi á útivelli. Vissulega sterkar þjóðir og Ís- land var komið áfram þegar liðið tapaði í Tyrklandi. En sýnir samt sem áður að hægt er að tapa leikjum en komast samt áfram. Þegar Ísland komst á HM 2018 tapaði Ísland fyrir Finnum á úti- velli. Einnig gegn Króatíu á úti- velli en svo sem er ekkert skrítið við þau úrslit. Staðan er vissulega snúin í þessari undankeppni eftir tapið í Albaníu og lítt traustvekjandi að fá á sig fjögur mörk. Íslenska lið- ið á eftir að mæta heimsmeist- urunum auk þess sem liðið á eft- ir að fara til Tyrklands. En hversu oft höfum við séð íslensk lands- lið fara fjallabaksleið og komast á leiðarenda? Í gegnum tíðina hefur verið af- skaplega erfitt að fara til Tyrk- lands. En eftir 3:0-sigur Íslands þar haustið 2017 gæti sá róður verið aðeins léttari fyrir okkar menn. Í það minnsta er gott fyrir sálartetrið að hafa unnið í Tyrk- landi fyrir stuttu. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is SMÁRALIND icewear.is GOLA | Barna regnbuxur Kr. 4.990.-St. 98-152 St. 86-110 Barna regnjakki Kr. 5.990.- GARRI Pollajakki Kr. 4.990.-| Pollabuxur Kr. 2.750.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.