Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 68
68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 VIÐ LÁTUM ÞAÐ BERAST Sími 585 8300 | www.postdreifing.is í slána eftir hálftíma leik og Krist- ín Dís Árnadóttir skalla rétt framhjá. Inn vildi boltinn ekki og Sparta Prag var sterkari aðilinn síðustu tíu mínúturnar í hálf- leiknum. Það skilaði sér í öðru marki tékkneska liðsins og öðru marki Burkenroad. Karolína Krivská var þá á undan Sonný Láru í boltann eftir slaka hreinsun hjá Fjollu Shala og sendi fyrir á bandaríska framherjann sem skor- aði í autt markið og var staðan í leikhléi 2:1. Seinni hálfleikurinn var mjög jafn framan af en Breiðablik skap- aði sér betri færi. Berglind Björg fékk glæsilegt tækifæri til að jafna í 2:2 á 67. mínútu þegar hún slapp ein í gegn, en hún skaut beint á Dorsey í markinu, sem varði auð- veldlega. Yfirleitt gerir Berglind mun betur. Hún bætti upp fyrir það á 78. mínútu er hún skallaði glæsilega í netið úr teignum eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Aðeins tveimur mínútum síðar kláraði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fal- lega úr teignum með hnitmiðuðu skoti og Breiðablik komst yfir. Mörkin slógu tékknesku meistar- ana út af laginu og þeir voru ekki líklegir til að jafna metin eftir það. Breiðablik á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Síðari leikurinn fer fram í Prag á fimmtudaginn eftir viku. Breiðablik á fína möguleika  Glæsilegur sigur á Spörtu Prag Morgunblaðið/Árni Sæberg 2 mörk Berglind Björg í baráttunni í Smáranum í gær. Í SMÁRANUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik er í góðum málum eftir glæsilegan 3:2-sigur gegn Tékk- landsmeisturum Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvellinum í gærkvöld. Byrjunin hjá Breiðabliki var af- leit því strax á þriðju mínútu var Christina Burkenroad búin að skora. Hún fékk þá boltann í teign- um, fékk tíma til að snúa og af- greiða boltann í hornið. Sonný Lára Þráinsdóttir virtist halda að boltinn væri á leiðinni framhjá og horfði á eftir honum fara rétt framhjá sér. Svar Breiðabliks var mjög gott og eftir langa sókn kom jöfnunar- markið á 15. mínútu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti þá fal- lega fyrirgjöf, beint á kollinn á Berglindi sem skoraði með skalla. Breiðablik var nálægt því að komast yfir á næstu mínútum og átti Berglind Björg m.a. hörkuskot 0:1 Christina Burkenroad 3. 1:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 15. 1:2 Christina Burkenroad 37. 2:2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 78. 3:2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 80. I Gul spjöldKarólína Lea Vilhjálmsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki). BREIÐABLIK – SPARTA PRAG 3:2 Dómari: Eleni Antoniou, Grikklandi. Áhorfendur: 512. Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Fjolla Shala (Hildur Antonsdóttir 65), Selma Sól Magnúsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Sóley María Steinarsdóttir 90), Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Alberts- dóttir. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – HK/Víkingur.................................. 3:1 Staðan: Valur 16 15 1 0 61:9 46 Breiðablik 16 14 2 0 48:13 44 Selfoss 16 9 1 6 20:17 28 Þór/KA 16 7 3 6 28:27 24 Fylkir 16 7 1 8 21:32 22 KR 16 6 1 9 23:30 19 Stjarnan 16 6 1 9 18:31 19 ÍBV 16 5 0 11 27:42 15 Keflavík 16 3 1 12 24:37 10 HK/Víkingur 16 2 1 13 11:43 7 Meistaradeild kvenna 32-liða úrslit, fyrri leikir: Mitrovica – Wolfsburg ...........................0:10  Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Wolfsburg vegna meiðsla. Ryazan – Lyon...........................................0:9 Minsk – Zürich ..........................................1:0 Vllaznia – Fortuna Hjørring ....................0:1 Chertanovo Moskva – Glasgow City .......0:1 Kopparb./Gautab. – Bayern München ....1:2 Piteå – Brøndby.........................................0:1 St. Pölten – Twente...................................2:4 Juventus – Barcelona................................0:2 Hibernian – Slavia Prag ...........................1:4 4. deild karla Úrslitakeppni: Ægir – Kormákur/Hvöt........................... 3:0  Ægir sigraði 4:1 samanlagt og leikur í 3. deild að ári. Elliði – Hvíti riddarinn ............................ 4:1  Elliði sigraði 5:3 samanlagt og leikur í 3. deild að ári. Danmörk Bikarkeppnin, 2.umferð: Fremad Amager – Lyngby..................... 1:1 Frederik Schram lék allan leikinn fyrir Lyngby.  Fremad Amager áfram eftir vítakeppni, 5:4. Marstal/Rise – AGF................................. 2:6  Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í leik- mannahópi AGF. KNATTSPYRNA 1:0 Emma Kelly 52. 2:0 Brenna Lovera 59. 3:0 Brenna Lovera 77. 3:1 Simone Kolander 84. I Gul spjöldCaroline Van Slambrouck (ÍBV). Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson, 5. ÍBV – HK/VÍKINGUR 3:1 Áhorfendur: 70. M Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Brenna Lovera (ÍBV) Emma Kelly (ÍBV) Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV) Helena Jónsdóttir (ÍBV) Simone Kolander (HK/Víkingi) Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingi) fyrir að staða liðsins sé góð, ÍBV er með 15 stig en Keflavík með 10 í næst neðsta sæti deildarinnar. Ef ÍBV fær einungis eitt stig, eða færri, úr síðustu tveimur leikjunum, myndi nægja Keflvíkingum að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér í deildinni. Clara Sigurðardóttir bar af í leiknum en hún átti ótal marga spretti og lagði upp tvö mörk fyrir samherja sinn í framlínunni, Brennu Lovera. Emma Kelly skor- aði gull af marki sem kom ÍBV á bragðið þegar síðari hálfleikur var nýhafinn. Simone Kolander klóraði í bakkann fyrir HK/Víking þegar hún gerði virkilega vel undir lok leiksins, þar kom hún boltanum inn á nærstöngina eftir fínan sprett. 3 stig Sigríður Lára Garðarsdóttir og samherjar fengu mikilvæg stig. ÍBV felldi HK/Víking  Eyjakonur í vænlegri stöðu í áttunda sæti Í EYJUM Guðmundur Tómas Sigfússon sport@mbl.is HK/Víkingur féll úr úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi er liðið tapaði 3:1-fyrir ÍBV, í Vest- mannaeyjum. HK/Víkingur hefur nú tapað átta leikjum í röð, eftir að liðið gerði jafntefli við Keflavík í fyrsta leik Rakelar Logadóttur sem aðalþjálfara liðsins. Rakel tók við liðinu af Þórhalli Víkingssyni um miðjan júlí en meiðsli og aðrir sam- verkandi þættir hafa gert það að verkum að liðið hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar á seinni hluta mótsins. ÍBV er enn í fallbaráttunni þrátt Dönsk landsliðskona, Emilie Hessel- dal, er gengin í raðir Skallagríms í Borgarnesi í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Karfan.is greindi frá þessu í gær og þar kemur fram að um 186 cm háan miðherja sé að ræða. Á síðasta tímabili lék Hesseldal í portúgölsku deildinni. Þar tók hún 12 fráköst að meðaltali í leik og skor- aði auk þess 11 stig að jafnaði. Hún hefur einnig leikið í NCAA og í heimalandinu. sport@mbl.is Miðherji til Skallagríms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.