Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 68
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
VIÐ LÁTUM
ÞAÐ BERAST
Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
í slána eftir hálftíma leik og Krist-
ín Dís Árnadóttir skalla rétt
framhjá. Inn vildi boltinn ekki og
Sparta Prag var sterkari aðilinn
síðustu tíu mínúturnar í hálf-
leiknum. Það skilaði sér í öðru
marki tékkneska liðsins og öðru
marki Burkenroad. Karolína
Krivská var þá á undan Sonný
Láru í boltann eftir slaka hreinsun
hjá Fjollu Shala og sendi fyrir á
bandaríska framherjann sem skor-
aði í autt markið og var staðan í
leikhléi 2:1.
Seinni hálfleikurinn var mjög
jafn framan af en Breiðablik skap-
aði sér betri færi. Berglind Björg
fékk glæsilegt tækifæri til að jafna
í 2:2 á 67. mínútu þegar hún slapp
ein í gegn, en hún skaut beint á
Dorsey í markinu, sem varði auð-
veldlega. Yfirleitt gerir Berglind
mun betur.
Hún bætti upp fyrir það á 78.
mínútu er hún skallaði glæsilega í
netið úr teignum eftir fyrirgjöf
Ástu Eirar Árnadóttur. Aðeins
tveimur mínútum síðar kláraði
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fal-
lega úr teignum með hnitmiðuðu
skoti og Breiðablik komst yfir.
Mörkin slógu tékknesku meistar-
ana út af laginu og þeir voru ekki
líklegir til að jafna metin eftir það.
Breiðablik á fína möguleika á að
komast í 16-liða úrslit keppninnar.
Síðari leikurinn fer fram í Prag
á fimmtudaginn eftir viku.
Breiðablik á
fína möguleika
Glæsilegur sigur á Spörtu Prag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
2 mörk Berglind Björg í baráttunni í Smáranum í gær.
Í SMÁRANUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Breiðablik er í góðum málum eftir
glæsilegan 3:2-sigur gegn Tékk-
landsmeisturum Sparta Prag í
fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum
Meistaradeildar kvenna í fótbolta á
Kópavogsvellinum í gærkvöld.
Byrjunin hjá Breiðabliki var af-
leit því strax á þriðju mínútu var
Christina Burkenroad búin að
skora. Hún fékk þá boltann í teign-
um, fékk tíma til að snúa og af-
greiða boltann í hornið. Sonný
Lára Þráinsdóttir virtist halda að
boltinn væri á leiðinni framhjá og
horfði á eftir honum fara rétt
framhjá sér.
Svar Breiðabliks var mjög gott
og eftir langa sókn kom jöfnunar-
markið á 15. mínútu. Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir átti þá fal-
lega fyrirgjöf, beint á kollinn á
Berglindi sem skoraði með skalla.
Breiðablik var nálægt því að
komast yfir á næstu mínútum og
átti Berglind Björg m.a. hörkuskot
0:1 Christina Burkenroad 3.
1:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
15.
1:2 Christina Burkenroad 37.
2:2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
78.
3:2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
80.
I Gul spjöldKarólína Lea Vilhjálmsdóttir,
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
(Breiðabliki).
BREIÐABLIK – SPARTA PRAG 3:2
Dómari: Eleni Antoniou, Grikklandi.
Áhorfendur: 512.
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný
Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir
Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir,
Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir. Miðja: Alexandra
Jóhannsdóttir, Fjolla Shala (Hildur
Antonsdóttir 65), Selma Sól
Magnúsdóttir. Sókn: Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir (Sóley María
Steinarsdóttir 90), Berglind Björg
Þorvaldsdóttir, Agla María Alberts-
dóttir.
Pepsi Max-deild kvenna
ÍBV – HK/Víkingur.................................. 3:1
Staðan:
Valur 16 15 1 0 61:9 46
Breiðablik 16 14 2 0 48:13 44
Selfoss 16 9 1 6 20:17 28
Þór/KA 16 7 3 6 28:27 24
Fylkir 16 7 1 8 21:32 22
KR 16 6 1 9 23:30 19
Stjarnan 16 6 1 9 18:31 19
ÍBV 16 5 0 11 27:42 15
Keflavík 16 3 1 12 24:37 10
HK/Víkingur 16 2 1 13 11:43 7
Meistaradeild kvenna
32-liða úrslit, fyrri leikir:
Mitrovica – Wolfsburg ...........................0:10
Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með
Wolfsburg vegna meiðsla.
Ryazan – Lyon...........................................0:9
Minsk – Zürich ..........................................1:0
Vllaznia – Fortuna Hjørring ....................0:1
Chertanovo Moskva – Glasgow City .......0:1
Kopparb./Gautab. – Bayern München ....1:2
Piteå – Brøndby.........................................0:1
St. Pölten – Twente...................................2:4
Juventus – Barcelona................................0:2
Hibernian – Slavia Prag ...........................1:4
4. deild karla
Úrslitakeppni:
Ægir – Kormákur/Hvöt........................... 3:0
Ægir sigraði 4:1 samanlagt og leikur í 3.
deild að ári.
Elliði – Hvíti riddarinn ............................ 4:1
Elliði sigraði 5:3 samanlagt og leikur í 3.
deild að ári.
Danmörk
Bikarkeppnin, 2.umferð:
Fremad Amager – Lyngby..................... 1:1
Frederik Schram lék allan leikinn fyrir
Lyngby.
Fremad Amager áfram eftir vítakeppni,
5:4.
Marstal/Rise – AGF................................. 2:6
Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í leik-
mannahópi AGF.
KNATTSPYRNA
1:0 Emma Kelly 52.
2:0 Brenna Lovera 59.
3:0 Brenna Lovera 77.
3:1 Simone Kolander 84.
I Gul spjöldCaroline Van Slambrouck
(ÍBV).
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson, 5.
ÍBV – HK/VÍKINGUR 3:1
Áhorfendur: 70.
M
Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Brenna Lovera (ÍBV)
Emma Kelly (ÍBV)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Helena Jónsdóttir (ÍBV)
Simone Kolander (HK/Víkingi)
Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingi)
fyrir að staða liðsins sé góð, ÍBV er
með 15 stig en Keflavík með 10 í
næst neðsta sæti deildarinnar. Ef
ÍBV fær einungis eitt stig, eða
færri, úr síðustu tveimur leikjunum,
myndi nægja Keflvíkingum að
vinna síðustu tvo leiki sína til að
halda sér í deildinni.
Clara Sigurðardóttir bar af í
leiknum en hún átti ótal marga
spretti og lagði upp tvö mörk fyrir
samherja sinn í framlínunni,
Brennu Lovera. Emma Kelly skor-
aði gull af marki sem kom ÍBV á
bragðið þegar síðari hálfleikur var
nýhafinn. Simone Kolander klóraði í
bakkann fyrir HK/Víking þegar
hún gerði virkilega vel undir lok
leiksins, þar kom hún boltanum inn
á nærstöngina eftir fínan sprett.
3 stig Sigríður Lára Garðarsdóttir og samherjar fengu mikilvæg stig.
ÍBV felldi HK/Víking
Eyjakonur í vænlegri stöðu í áttunda sæti
Í EYJUM
Guðmundur Tómas Sigfússon
sport@mbl.is
HK/Víkingur féll úr úrvalsdeild
kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi er
liðið tapaði 3:1-fyrir ÍBV, í Vest-
mannaeyjum. HK/Víkingur hefur
nú tapað átta leikjum í röð, eftir að
liðið gerði jafntefli við Keflavík í
fyrsta leik Rakelar Logadóttur sem
aðalþjálfara liðsins. Rakel tók við
liðinu af Þórhalli Víkingssyni um
miðjan júlí en meiðsli og aðrir sam-
verkandi þættir hafa gert það að
verkum að liðið hefur ekki náð að
sýna sínar bestu hliðar á seinni
hluta mótsins.
ÍBV er enn í fallbaráttunni þrátt
Dönsk landsliðskona, Emilie Hessel-
dal, er gengin í raðir Skallagríms í
Borgarnesi í Dominos-deildinni í
körfuknattleik. Karfan.is greindi frá
þessu í gær og þar kemur fram að
um 186 cm háan miðherja sé að
ræða.
Á síðasta tímabili lék Hesseldal í
portúgölsku deildinni. Þar tók hún
12 fráköst að meðaltali í leik og skor-
aði auk þess 11 stig að jafnaði. Hún
hefur einnig leikið í NCAA og í
heimalandinu. sport@mbl.is
Miðherji til
Skallagríms