Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 73

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Hljóðupptaka af fundi sem Bítlarnir áttu fyrir 50 árum hefur leitt í ljós að þeir stefndu að því að gera aðra plötu eftir að Abbey Road, síðasta platan sem Bítlarnir hljóðrituðu, kom út (Let It Be var hljóðrituð á undan henni en kom út á eftir henni). Rokk- sagnfræðingurinn Mark Lewisohn leyfði blaðamanni Guardian að hlusta á upptökuna þar sem þeir John Lennon, Paul McCartney og George Harrison ræða málin og er heldur stirt milli þeirra. Upptakan var gerð á fundi í höfuðstöðvum Apple-plötu- útgáfunnar við Savile Row í London. Lennon tók fundinn upp fyrir Ringo Starr, sem var fjarverandi. Á upptökunni heyrist Lennon ræða möguleikann á næstu plötu og því að smáskífa komi út fyrir jólin 1969 en almennt hefur verið talið að Lennon hafi átt einna stærstan þátt í því að hljómsveitin lagði upp laup- ana. Lewisohn er mikill Bítlafræð- ingur og segir í samtali við Guardian að þetta sé mikil uppgötvun og endurskrifi í raun söguna um enda- lok hljómsveitarinnar. Deildu um gæði laga Á upptökunni heyrist Lennon leggja til að þeir ættu allir að leggja fram lög til að velja úr fyrir smáskíf- una. Hann leggur einnig til nýja upp- skrift þegar kemur að samsetningu næstu plötu, þ.e. að hann, McCart- ney og Harrison leggi til fjögur lög og Starr tvö. Hvert lag verði því eignað einum lagahöfundi. Mc- Cartney svarar því þá til, heldur ögr- andi, að hann hafi talið að lög Harri- son væru ekki það góð. Líklega er hann með þeim ummælum að skjóta á Lennon og hrósa Harrison með heldur sérkennilegum hætti. Nefnir Guardian sem dæmi um getu Harri- son í lagasmíðum lögin „Taxman“ og „While My Guitar Gently Weeps“. Harrison svarar því til að um smekksatriði sé að ræða en fólk hafi almennt kunnað að meta lögin hans. Lennon skýtur þá á McCartney og segir að enginn í hljómsveitinni hafi kunnað að meta lag hans „Maxwell’s Silver Hammer“ og að betur hefði farið á því að leyfa öðrum tónlistar- mönnum að flytja það. Eins og heyra má var sambandið heldur stirt milli Bítlanna þriggja á fundinum og mun það koma við sögu í sviðsverki um tilurð plötunnar Abbey Road eftir Lewisohn, Horn- sey Road, þar sem notast verður m.a. við hljóðupptökur, kvikmyndir, ljós- myndir og tónlist. Umslag plötunnar er eitt það þekktasta í sögu dægur- tónlistarinnar en á því sjást Bítlarnir ganga yfir gangbraut við Abbey Road-hljóðverið í London. Gang- brautin er eflaust sú frægasta í heimi og má fylgjast með henni á netinu allan sólarhringinn og öllum þeim ferðamönnum sem líkja þar eftir ljósmyndinni frægu af Bítlunum, ökumönnum mörgum til mikillar óánægju. helgisnaer@mbl.is Abbey Road Bítlarnir á gangbrautinni víðfrægu við Abbey Road-stúdíóið. Bítlasagan breytt  John Lennon vildi hljóðrita breið- skífu eftir að Abbey Road kom út Mats Malm, prófessor, þýðandi og ritari Sænsku akademíunnar (SA), flytur opinberan fyrirlestur í Nor- ræna húsinu laugardaginn 14. september kl. 16 á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á sænsku, nefnist: „Alexander den store i isländsk och svensk medeltid“ eða Alexander mikli á Íslandi og í Svíþjóð á miðöld- um. Í lýsingu á fyrirlestrinum segir að frásagnir af Alexander mikla hafi ratað til Íslands og Svíþjóðar með ólíkum hætti. Þýðing Brands Jónssonar prests frá 13. öld á latneska kvæðabálkinum Alexandreis, sem Gautier de Châtillon setti saman um 1180, sem á íslensku nefnist Alexanders saga, er í óbundnu máli og ber keim af Íslendingasögunum. Sænska þýðingin, sem er hundrað árum yngri, er í ljóðaformi og kallast á við hetjukvæði þess tíma. Malm ræðir þessar tvær ólíku þýðingar og hvað þær segja um samtíð þýðendanna tveggja. Mats Malm lærði latínu og útskrifaðist sem bókmenntafræðingur frá Gautaborgarháskóla. „Hann lauk doktorsprófi í norrænum, gauskum bók- menntum frá sama háskóla 1996. Doktorsverkefni hans fjallaði um mynd- mál og túlkun í bókinni Epli Mínervu,“ segir í tilkynningu frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Malm hefur starfað sem prófessor í bókmenntafræði við Gautaborgarháskóla frá 2004 og verið meðlimur í Konunglegu vísindaakademíunni frá 2012. Í fyrra tók hann við stól nr. 11 af Klas Östergren í Sænsku akademíunni og hefur gegnt starfi ritara SA frá 1. júní sl. „Rannsóknir Mats eru á sviði þýðingafræði, bókmenntafræði og stafrænna hugvísinda. Hann hefur þýtt fjölda texta úr latínu yfir á sænsku og gaf út ásamt Karl G. Johansson sænska þýðingu Snorra-Eddu. Viðamestu rannsóknir hans hafa verið um hvernig bókmenntaverk breyt- ast í þýðingum en megináhersla hans nú er á rannsóknir í stafrænum hug- vísindum.“ Fyrirlesari Mats Malm heldur fyrirlestur. Malm með fyrirlestur Sigurðar Nordals Boðið verður upp á svokallað lífs- stílskaffi í Borgarbókasafninu Sól- heimum í dag kl. 17.30. Þá mun Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi, flytja fyrirlestur undir yfirskriftinni „Á réttri hillu“. „Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, ung- lingar flytja að heiman, hjón skilja, nákomnir deyja. Öllum þessum breytingum fylgja gamlir og nýir hlutir. Er heimili þitt griðastaður eða óyfirstíganlegt verkefni alls konar hluta?“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Virpi Jokinen lauk nám- skeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvem- ber í fyrra og er fyrsti starfandi vottaði skipuleggjand- inn á Íslandi. Hún rekur eigið fyrirtæki, Á réttri hillu – skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. Virpi Jokinen Á réttri hillu í Borgarbókasafni Karl Sigurbjörns- son, prestur og fyrr- verandi biskup Ís- lands, verður kvöld- gestur Hannesar- holts í kvöld. Karl mun sýna á sér nýja hlið og tekur til máls kl. 20. Hann mun rifja upp bernsku- daga sína á Skóla- vörðuholti. Kvöldverður verð- ur framreiddur í veitingastofum á undan stundinni fyr- ir þá sem það kjósa og fara borðapantanir fram í síma 511-1904 og með tölvupósti á netfangið hannesar- holt@hannesarholt.is. Karl rifjar upp bernskudagana Karl Sigurbjörnsson Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Ertu klár fyrir veturinn? Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti. STOFNAÐ 1953

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.