Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 8

Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Sjávarútvegurinn er undirstöðu-atvinnugrein hér á landi og hefur verið um langa hríð. Þess vegna er áhyggjuefni það sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði í setningarræðu sinni á sjávar- útvegsdeginum í gær að fátt bæri þess merki að stjórnvöld tækju skref í takt við markmið um að tryggja verðmætasköpun og sam- keppnishæfni íslensks sjávar- útvegs.    Hún sagði stjórnvöld hafa lýstþví yfir að skapa þyrfti ný störf, sækja fram og halda verð- mætasköpun í landinu, en spurði svo hver stefna stjórnvalda væri í þeim efnum.    Vísaði hún síðan meðal annars tilþess að Alþingi hefði sam- þykkt í vetur hæsta auðlindagjald sem þekktist í sjávarútvegi á heims- vísu auk þess sem samþykkt hefði verið auðlindagjald á fiskeldi í vor og að kolefnisgjald hefði hækkað um 50% árið 2018, 10% á þessu ári og mundi hækka um önnur 10% á því næsta.    Þá minnti hún á, sem snertir all-an atvinnurekstur, ekki aðeins sjávarútveg, að launatengd gjöld væru verulega hærri en þekktist á meðal samkeppnisþjóða Íslands. „Lítilsháttar lækkun á allt of háu tryggingagjaldi er hvergi nærri nægileg til að rétta af þessi skekktu samkeppnisskilyrði íslensks út- flutnings,“ sagði Heiðrún Lind.    Loks benti hún á að aðgerðiryrðu að fylgja orðum. Áhersl- unum yrði að breyta. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Aðgerðir fylgi orðum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur næst- komandi laugardag. Það hefur komið hingað áður og er jafnframt stærsta farþegaskip sem komið hefur til hafnar á Íslandi. Um sannkallað risaskip er að ræða, 167.900 brúttótonn. Það er nýlegt, smíðað 2017. Segja má að þarna sé á ferðinni siglandi bæjarfélag, því um borð eru 6.500 manns, 4.500 farþegar og 2.000 manna áhöfn. Samkvæmt áætlun á MSC Mera- viglia að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn á laugardaginn klukkan 13. Tímasetningin gæti breyst og því er áhugasömum bent á að fylgjast með komutímanum á www.faxafloahafnir.is. Senn líður að lokum vertíðar skemmti- ferðaskipa þetta sumarið. Sex skipakomur eru skráðar til Reykjavíkur í október og er síðasta skipið, Astoria, væntanlegt 29. október. Á vef Faxaflóahafna kemur fram að skipakom- ur til Reykjavíkur og Akraness í sumar verði 195 talsins. Skipafjöldinn er 84, enda koma sum skip- anna oft til hafnar þar. Samanlagður fjöldi far- þega og áhafna er rúmlega 266 þúsund. sisi@mbl.is 6.500 manns um borð í risaskipi  Stærsta skip sumarsins er væntanlegt um helgina Morgunblaðið/Skapti Risaskip MSC Meraviglia í Akureyrarhöfn í fyrrasumar. Farþegar eru hér í myndatöku. Enginn aðili fer einn og sér yfir há- markshandhöfn á aflahlutdeildum á fiskveiðiárinu 2019/2020. Í aflamarki má enginn einn aðili fara með meira en 12% af samanlögðu heildarverð- mæti aflahlutdeilda allra tegunda. Heildarhlutdeild í krókaaflamarki má ekki fara yfir 5% af samanlögðu heildarverðmæti krókaaflahlut- deilda. Auk þessa er hámark í ein- stökum tegundum. Litlar breytingar Fiskistofa birti á heimasíðu sinni í gær upplýsingar um aflahlutdeild stærstu útgerða 1. september og hafa litlar breytingar orðið frá því að sams konar upplýsingar voru birtar í mars í kjölfar úthlutunar aflamarks í deilistofnum um áramót. Eins og undanfarin ár eru Brim hf. (áður HB Grandi) og Samherji Ís- land hf. í tveimur efstu sætunum. Brim hf. er með um 10,44% af hlut- deildunum en var í mars með 9,76%. Samherji er með 7,10%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrir- tæki landsins því yfir 17,54% af hlut- deildunum í kvótakerfinu. Í næstu sætum koma síðan Fisk-Seafood ehf. á Sauðárkróki, Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum. Stærstu útgerðir í krókaaflamarki eru Grunnur ehf. í Hafnarfirði með 4,51% krókaaflahlutdeildanna. Í öðru sæti er Stakkavík ehf. í Grinda- vík með 4,08% og Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík með 4,07% í þriðja sæti. Útgerðum með aflahlutdeildir fækkaði úr 946 á fiskveiðiárinu 2005/ 2006 í 442 á síðasta fiskveiðiári. Á þessu fiskveiðiári hefur þeim hins vegar fjölgað í 711. Fjölgunin skýrist að langmestu leyti af kvótasetningu á hlýra og makríl. Enginn með aflahlut- deild yfir kvótaþakinu  Brim og Samherji með mestar heimildir HAUSTTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM Í SEPTEMBER Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 9–18 Föstudaga. 9–17 Laugardaga. 11–15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.