Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Nýr áfangi meðferðarheimilis Sam- hjálpar í Hlaðgerðarkoti í Mosfells- dal var vígður í gær. 47 ár eru liðin frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar til þess að fá hjálp og stuðning til að takast á við fíknivanda sinn. Vörður Leví Traustason er fram- kvæmdastjóri Samhjálpar. Hann lýsti nýja áfanganum svo í samtali við Morgunblaðið í gær: „Við vígjum í dag hús sem við byrjuðum á árið 2016. Það var í kjölfar landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015 þar sem söfnuðust 80 milljónir króna meðal landsmanna. Þetta hús er fjölnota salur, mötuneyti, að- staða fyrir lækni og hjúkrunar- fræðing og fleira. Þetta er því mik- ill hátíðardagur þegar við vígjum húsið.“ Hann segir að auk landssöfnunar hafi fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka lagt framkvæmd- unum lið. Oddfellow á Íslandi hafi síðan komið með myndarlegt fram- lag á lokasprettinum. Meðalaldur lækkar stöðugt Vörður segir að einnig hafi verið gerðar breytingar á gamla eldhús- inu í Hlaðgerðarkoti. Um leið verði 11 af 16 herbergjum tekin í notkun, sem hafi verið gerð upp með glæsi- legum hætti, þar sem sturta og bað fylgi hverju herbergi. „Þetta verð- ur gríðarlega mikil og jákvæð breyting fyrir starfsemi okkar hér og skjólstæðinga okkar,“ sagði Vörður. „Fyrir utan nýja húsið höf- um við fyrst og fremst verið að tæma gömlu bygginguna og gera upp, því sú bygging var orðin svo úr sér gengin að hún var á und- anþágu frá slökkviliðinu. Þriðji og síðasti áfanginn hjá okkur verður svo að ráðast annaðhvort í end- urbætur á elsta hluta gamla húss- ins eða rífa og endurbyggja, því hann er kominn vel til ára sinna, byggður 1955. Við keyptum það hús 1974 af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkurborgar, en nefndin hafði til þess tíma rekið stúlkna- heimili í Hlaðgerðarkoti,“ sagði Vörður. Hverju sinni eru 30 manns í með- ferð í Hlaðgerðarkoti, 10 konur og 20 karlar. Meðferðin varir í þrjá mánuði en í sumum tilvikum lengist hún í sex og jafnvel níu mánuði. Síðan býður Samhjálp upp á eft- irmeðferð á áfangaheimilum sínum. Hún getur varað í allt að tvö ár, á meðan skjólstæðingar Samhjálpar undirbúa sig fyrir endurkomu út í lífið, leita sér að vinnu eða undirbúa að hefja nám. „Því miður fer meðal- aldur skjólstæðinga okkar stöðugt lækkandi. Um 75% þeirra eru yngri en 39 ára og meirihluti þeirra er innan við þrítugt,“ sagði Vörður. Hann segir að neyslumynstur skjólstæðinganna hafi jafnframt breyst. Margir hefji strax neyslu á sterkum fíkniefnum en byrji ekki neyslu sína á bjór og víndrykkju, eins og var algengast hér áður fyrr. Þetta eigi fyrst og fremst við um yngstu aldurshópana. Gleðidagur í Hlaðgerðarkoti  Samhjálp tók í gær í notkun nýjan áfanga sem gjörbreytir starfsaðstöðunni til hins betra  Nýtt mötuneyti og aðstaða fyrir lækni og hjúkrunarfræðing Morgunblaðið/Eggert Hlaðgerðarkot Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, lengst til hægri, sýnir Jóni Gunnarssyni þingmanni og Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, húsakynnin þegar þau voru opnuð formlega í gær. Umsóknarfrestur um tvær stöður presta í Fossvogsprestakalli rann út 1. ágúst sl. Alls bárust 12 umsóknir. Kjörnefnd hefur valið þær sr. Evu Björk Valdimarsdóttur og sr. Maríu Guðrúnardóttur Ágústsdóttur til að gegna þesum embættum. Kjörið fór fram á fundi kjörnefndar Fossvogs- prestakalls 20. september sl. Mun biskup Íslands með hliðsjón af niðurstöðu kjörnefndar skipa þær í framangreind embætti, frá og með 1. október 2019. Fossvogsprestakall varð til við sameiningu prestakallanna í Foss- vogi, Bústaðaprestakalls og Grens- ásprestakall. Prestar verða þrír. Sóknarprestur er sr. Pálmi Matt- híasson. Þá hefur kjörnefnd Breiðholts- prestakalls nýlega valið sr. Magnús Björn Björnsson sem sóknarprest úr hópi fjögurra umsækjenda um prestakallið. Sr. Magnús Björn var settur sóknarprestur við prestakall- ið til 1. september. sisi@mbl.is Valdar til þjónustu í Fossvogi Ný sókn Þjóna í Grensáskirkju. RANGE ROVER EVOQUE MILD HYBRID NÝR EVOQUE MEÐ RAFTÆKNI landrover.is LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 RANGE ROVER Evoque S 150D Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. Verð frá: 7.890.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 8 7 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.