Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 16

Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri segir að kallað hafi verið eftir því að hann útskýri ummæli sín um spillingu í viðtali við Morgunblaðið. Hann segist meðal annars hafa verið að vitna í niðurstöður GRECO- skýrslunnar er hann gerði spillingu innan lögreglunnar að umtalsefni. Fjallað var um skýrslu GRECO, ríkjahóps gegn spillingu innan Evrópuráðsins, í Morgunblaðinu í gær. Fulltrúar GRECO komu til Íslands haustið 2017 og ræddu meðal annars við dómsmálaráð- herra, starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins og ríkislögreglustjóra. Markmiðið var m.a. að meta árangur aðgerða til að draga úr spillingu með- al embættismanna í stjórnunar- stöðum. Meðal niðurstaðna GRECO var að í íslenska stjórnkerfinu væri ekki sér- stakt embætti sem bæri ábyrgð á eftirliti með málum sem varða spill- ingu og skylt misferli innan lögreglu. Þá var rifjað upp að í nóvember 2015 hefði íslenskur lögreglumaður verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að stinga hraðasektum í eigin vasa. Þá hefði lögreglumaður verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í apríl 2017 fyrir að selja trúnaðarupplýs- ingar til eiturlyfjasmyglara. Skýrsluhöfundar fjölluðu einnig um áhættuþætti hvað varðar mögu- lega spillingu innan lögreglu og hvernig lág grunnlaun lögreglu- manna þættu vera áhyggjuefni. Trúnaðarskjal hafi lekið út Af öðrum dæmum má nefna að Morgunblaðið sagði í vikunni frá því að rannsókn ríkissaksóknara á meintum leka á viðkvæmu trúnaðar- skjali lögreglunnar, sem rataði í hendur verjanda í svonefndu Euro- Marketmáli, hefði verið hætt. Fjögur embætti voru sögð hafa komið að rannsókn EuroMarket- málsins og hafa haft aðgang að um- ræddu minnisblaði; lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóri og tollstjóri. Um væri að ræða eina um- Dæmi um spillingu hjá lögreglu  Ríkislögreglustjóri kveðst meðal annars hafa verið að vísa í GRECO-skýrsluna varðandi spillingu  Ummæli í Morgunblaðsviðtali hafi verið oftúlkuð  Reiðufé og skartgripir horfið úr vörslu lögreglu Morgunblaðið/Golli Lögreglustöðin Hlemmi Ríkislögreglustjóri segir skipulagða glæpastarfsemi færast í vöxt á Íslandi. Haraldur Johannessen Fjöldi lögreglumanna eftir lögregluembættum 1. febrúar 2019 skv. upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra Embætti Lögreglumenn* Lög reglu stjór inn á höfuðborg ar svæðinu 273 Rík islög reglu stjóri 107 Lög reglu stjór inn á Suður nesj um 100 Lög reglu stjór inn á Suður landi 43 Lög reglu stjór inn á Norður landi eystra 40 Lög reglu stjór inn á Vest ur landi 27 Lög reglu stjór inn á Aust ur landi 18 Héraðssaksókn ari 17 Lög reglu stjór inn á Vest fjörðum 15 Lög reglu stjór inn á Norður landi vestra 13 Lög reglu stjór inn í Vest manna eyj um 10 Samtals 664 Afl eysingamenn (öll embættin) 36 Nemar sem afl eysingamenn (öll emb.)** 63 Héraðslögreglumenn (öll embættin) 23 *Menntaðir lögreglumenn. **Nemar sem afl eysingamenn eru ekki taldir með í samtölum þar sem þeir eru almennt í hlutastarfi . Heimild: Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn. fangsmestu rannsókn lögreglu á skipulegri glæpastarfsemi. Meðal annars sagði Fréttablaðið frá því í janúar í fyrra að haldlögð verðmæti hefðu horfið úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Þannig hefði lögreglan í húsleitum tengdum málinu lagt hald á ýmsa gripi, á borð við Rolex-úr, skartgripi, þar á meðal erfðagripi, og reiðufé. Var verðmæti munannna talið hlaupa á milljónum króna. Eftir opnuviðtal við Harald í Morgunblaðinu laugardaginn 14. september hefur mikil umræða skap- ast um lögreglumál á Íslandi. Hafa ýmsir kallað eftir nánari skýringum hans á meintri spillingu. Hann segir umræðuna hafa tekið óvænta stefnu. „Umfjöllun um spillingu í viðtali í Morgunblaðinu fyrir skömmu byggir meðal annars á því sem fram kemur í skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum fram- kvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Ég er að vísa til hennar og þeirra ábendinga og viðvarana sem þar koma fram, en einnig til einstakra mála sem komið hafa upp á undan- förnum árum. En orð mín um spill- ingu hafa fengið óvænt flug og verið útfærð í þá veru að ég hafi sagt að það sé grasserandi almenn spilling innan lögreglunnar. Það hef ég aldrei sagt, hvorki í þessu viðtali né annars stað- ar. Þannig að þeir sem halda þessu fram ættu að lesa þetta viðtal.“ Vísaði í varnaðarorðin Spurður hvort hann telji að um- mælin um spillingu í viðtalinu, sem voru um 30 orð af 3.500 orðum, hafi vísvitandi verið oftúlkuð kveðst Har- aldur ekki geta dæmt um það. „Ég er aðeins að segja að það er búið að leggja of mikla alhæfingu í þessi orð mín í viðtalinu, þar sem ég var fyrst og fremst að vísa í varnaðar- orðin í GRECO-skýrslunni og þessi tilvik sem hafa komið upp og þar eru reifuð.“ 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 1. febrúar síðastliðinn voru alls 664 lög- reglumenn hjá ellefu embættum. Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar er um að ræða níu embætti lögreglustjóra og embætti ríkislögreglustjóra og héraðs- saksóknara. Að auki voru afleysinga- menn, nemar sem afleysingamenn og héraðslögreglumenn þá starfandi. Upplýsingarnar eru sóttar í svar dóms- málaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Þá voru starfandi alls 138 rannsóknar- lögreglumenn og voru þar af 95 hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og 24 hjá lögreglustjóranum á Suður- nesjum. Heildarkostnaður við embættin var 65,4 milljarðar króna. Loks var fjöldi stöðugilda hjá embættunum um 700. LÖGREGLUMENN Á ÍSLANDI Hjá Höfða Lögreglan á vakt við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Starfa hjá 11 embættum ERUM MEÐ NÝLEGA, MJÖG VEL BÚNA OG GLÆSILEGA PLUG-IN-HYBRID BÍLA TIL SÝNIS. Opið fimmtudag til kl. 21:00 – veitingar í boði | Audi A3 E-tron –VW Golf GTE –VW Passat GTE Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is 3 alþrif frá Lúxusbón fylgja hverjumbíl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.