Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 24
Í PEKING Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nú styttist óðum í að 70 ár verði liðin frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með pompi og prakt 1. október næst- komandi um land allt, en sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, hyggst meðal annars bjóða til fagnaðar í af því tilefni í dag á Íslandi. En mest verða hátíðarhöldin þó í höfuð- borginni, Peking. Mikill viðbúnaður hefur verið um alla borg síðustu daga og er undirbúningur vel á veg kominn. Fjöldi öflugra hergagna til sýnis Gera má ráð fyrir samgöngur fari eitthvað úr skorðum þegar nær dreg- ur hátíðarhöldum og hefur búnaði nú verið komið upp víða um borg ásamt því sem eftirlit og öryggisgæsla hefur verið hert allverulega. Hátíðarhöldin munu fara fram á Torgi hins himn- eska friðar, en ráðgert er að herinn muni halda mikla sýningu, þar sem fjöldi öflugra hergagna auk skrið- dreka og herflugvéla verður til sýnis. Ekki er við öðru að búast en að sýn- ingin verði öll hin glæsilegasta enda beinast augu heimsins nú að landinu. Miklar æfingar hafa átt sér stað undanfarnar þrjár helgar þar sem fjöldi herflugvéla hefur sveimað yfir höfuðborginni. Á sunnudaginn sl. virðist sem fleiri hafi orðið varir við æfingarnar en áður, sem jafnframt gerði það að verkum að myndir af at- burðinum fóru eins og eldur í sinu um netheima. Myndirnar gefa einhverja vísbendingu um við hverju má búast á þjóðhátíðardeginum. Meðal þotna sem þar sjást eru Y-20 flutningavélar, Z-10 árásarþyrlur og J-15 herþotur. Þar má auk þess sjá hvernig vélarnar er látnar mynda töluna 70 í lágflugi yfir höfuðborginni. Skotið á vestræna fjölmiðla Í pistli sem skrifaður er í Global Times er farið yfir þýðingu þjóð- hátíðardagsins og við hverju má bú- ast á deginum stóra. Þar er jafnframt stuttlega tæpt á sögu Alþýðulýð- veldisins auk þess sem skotið er á vestræna fréttamiðla sem stöðugt hafi fundið þróun landsins allt til foráttu. Staðreyndir sem sýni gríðarlegan árangur á bæði efnahags- og fé- lagslegu hliðinni kveði þó slíkan fréttaflutning í kútinn. Markmið með hátíðarhöldunum miklu sé þar að auki fyrst og fremst að auka sjálfstraust og gleði þjóðarinnar í heild. Í baráttu á nokkrum vígstöðvum Eins og áður hefur verið fjallað um stendur Kína nú í baráttu á nokkrum vígstöðvum. Landið á í viðskiptastríði við Bandaríkin, sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Löndin hafa aukið tolla og skatta á vörur hvort annars á víxl undanfarin misseri. Þá hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong þar sem mót- mælendur hafa gert tilraunir til að trufla starfsemi á alþjóðaflugvell- inum. Ekki stendur þó til að láta framan- greind mál hafa nokkur áhrif hafa á hátíðarhöldin veglegu og eru kín- versk yfirvöld staðráðin í að gera daginn sem glæsilegastan. Þá segir enn fremur í pistli Global Times að engin ástæða sé til þess að láta tíma- bundnar áskoranir beygja sig heldur sé hægt að horfa björtum augum til framtíðar. Ljóst er að forvitnilegt verður að fylgjast með hátíðarhöldunum, en ekki er ólíklegt að öllu verði tjaldað til á 70 ára afmælinu. Alþýðulýðveldið Kína 70 ára  Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með pompi og prakt 1. október en þá verða liðin 70 ár frá stofnun Alþýðuveldisins Kína  Hátíðahöldin fara fram á Torgi hins himneska friðar í Peking AFP Peking Hátíðarhöldin fara fram á Torgi hins himneska friðar þar sem hermenn munu ganga fylktu liði í þúsundavís í höfuðborg Kína. Mótmæli Komið hefur til átaka milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong. Ekki stendur þó til að láta slíka tilburði hafa áhrif á hátíðarhöldin. 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Atvinna Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.