Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 26

Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þeir sem hafa verið gestkomandi í Kringlunni síðustu daga hafa ef- laust orðið varir við uppstillingu sem Blái naglinn hefur sett upp á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar, en hún samanstendur af 1.600 flöskum. Á hver flaska að tákna einn Íslending sem greinist með krabbamein á ári hverju, og er miðað við meðaltal áranna 2013- 2017. Jóhannes V. Reynisson, stofn- andi Bláa naglans, segir markmið- ið það að hvetja til þess að tekin verði upp kerfisbundin skimun í blóði á fimm ára fresti fyrir krabbameini á heilsugæslustöðvum fyrir bæði kyn frá og með 20 ára aldri. Jóhannes segir aðdragandann mega rekja til þess er hann sjálfur greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2011. Í fram- haldinu hafi hann viljað gera sitt til þess að koma í veg fyrir að syn- ir sínir þyrftu að heyja sömu glímu. Hefur Jóhannes meðal ann- ars gert heimildarmyndina Blái naglinn, auk þess sem samtökin stefna að stofnun sérstaks sam- félagssjóð sem á að styðja við rannsóknir á krabbameini. Táknað með lituðum borðum Af flöskunum 1.600 eru 616 svartmálaðar. Jóhannes segir þær flöskur tákna þá Íslendinga sem látast á hverju ári af völdum krabbameins. Þá eru á glæru flöskunum borðar sem tákna eiga hin mismunandi krabbamein sem fólk getur fengið. Þannig er bleik- ur borði tákn fyrir brjóstakrabba- mein og hvítur fyrir beinkrabba, svo dæmi séu nefnd. Í þúsund flöskum eru svo skeyti, sem Jóhannes segir að hafi tákn- ræna merkingu. „Spurningin er, hverjar eru líkurnar á að þú finnir flöskuskeyti? Þær eru ekki miklar, en þriðji hver Íslendingur greinist með krabbamein og það er skugga- lega há tala,“ segir Jóhannes og bætir við að hann vilji að heilsu- gæslan verði efld til þess að hægt sé að sinna forvarnarstarfi betur. „Það er það sem við ætlum að gera á næsta ári, að hvetja til þess að hér verði svokölluð „lýðheilsu- skipti“ þannig að farið verði úr engu forvarnarkerfi upp í að skoð- að verði hjá báðum kynjum frá og með tvítugu,“ segir Jóhannes. Hann hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, ekki síst frá ungu fólki. „Við þurfum aðeins að staldra við, viljum við sama kerfi og verið hefur eða viljum við breyta því?“ spyr Jóhannes að lokum. Flöskuskeytið sem enginn vill fá  Jóhannes V. Reynisson, stofnandi Bláa naglans, vill að leitað verði að krabbameini frá og með 20 ára aldri  1.600 uppstilltar glerflöskur í Kringlunni tákna þá sem greinast með krabba á hverju ári Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Blái naglinn Hver flaska táknar einn Íslending sem greinist með krabbamein, m.v. meðaltal áranna 2013-2017. Jóhannes segir að starfsemi Bláa naglans sé ekki ein- skorðuð við karla. Þannig hafa samtökin einnig unnið að forvörnum á ristilkrabba- meini, sem herjar á bæði kyn, með átakinu „Til ham- ingju með afmælið“. Frá árinu 2015 hafa allir sem verða fimmtugir á ári hverju fengið forláta afmælisgjöf, heimapróf sem skimar fyrir leyndu blóði í hægðum, sem getur verið fyrsti vísir ristil- krabbameins. Jóhannes segir að átakið hafi þegar leitt til mikilla framfara. „Ég hef nú gefið 20.000 próf en þegar ég fór af stað með þetta var lítil umræða um krabbamein í ristli.“ Hann segir mikla breytingu hafa orðið þar á frá þeim tíma. „Það eru breyttir tímar í forvörnum fyrir þessu meini, en við Ís- lendingar eigum líklega heimsmet í fjölda ristilspegl- ana til þess að skima fyrir þessu krabbameini.“ Um 20.000 afmælisgjafir FIMMTUGSAFMÆLISGJÖF HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.