Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 34

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Ertu klár fyrir veturinn? Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti. STOFNAÐ 1953 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Centara ehf. hefur fest kaup á upp- lýsingatæknifyrirtækinu Wise lausnir ehf., stærsta sölu- og þjón- ustuaðila hér á landi á Microsoft Dynamics NA-viðskiptabúnaði. Kaupverð er rúmur 1,1 millj- arður króna, eins og fram kemur í tilkynningu selj- andans, AKVA Group í Noregi, til kauphallar. Gunnar Björn Gunnarsson, stjórnarformað- ur Wise, segir í samtali við Morgunblaðið að við frágang við- skiptanna í gærmorgun hafi það komið fram meðal annars í máli Kviku banka að þetta væri í fyrsta skipti frá efnahagshruni sem er- lendur aðili sem selji fyrirtæki til íslenskra aðila hafi valið að fá greitt fyrir sinn hlut í krónum. „Þeir vildu ekki fá norskrar krón- ur, dollara eða evrur. Þeir hafa svo mikla trú á íslensku krónunni. Það er nokkuð sem við Íslendingar get- um verið stoltir af,“ segir Gunnar. Hætt við kaup í júní Í júní sl. var tilkynnt að ekkert hefði orðið af kaupum upplýsinga- tæknifyrirtækisins Advania á Wise, en upphaflega var tilkynnt um þau kaup í september í fyrra. Fallið var frá kaupunum vegna afstöðu Sam- keppniseftirlitsins til viðskiptanna, eins og það var orðað á sínum tíma. „Við fórum beint að skoða þessi kaup þegar Advania hætti við, og við kláruðum samningaviðræður á sex vikum, sem er ótrúlega stuttur tími til að ljúka öllum samningum, áreiðanleikakönnunum og verð- mati,“ segir Gunnar. Eins og áður hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu ákvað Akva Group upphaflega árið 2016 að leita tilboða í félagið, sem áður gekk undir nafninu Maritech. Centara og Wise hafa átt í góðu sambandi síðustu ár. Skrifstofur þeirra eru hlið við hlið í Borgartúni 26, og hefur Wise átt kost á að selja verslunar- og veitingahúsa- kerfi Centara samhliða eigin lausn- um. Vinátta og traust ríkir á milli fyrirtækjanna, að sögn Gunnars. Stærðarmunur mikill Athygli vekur stærðarmunur á kaupanda og seljanda. Ársvelta Wise á síðasta ári var rúmir 1,5 milljarðar en velta Centara á sama tímabili náði ekki tíunda hluta af því; var um 130 milljónir króna. Gunnar segir að Varða Capital og Kvika banki fjármagni viðskipt- in. Jónas Hagan, einn eigenda Vörðu Capital, mun taka sæti í stjórn Wise Lausna ehf. eftir við- skiptin. Centara er dótturfyrirtæki Hug- búnaðar ehf., sem er eitt elsta hug- búnaðarhús landsins, stofnað árið 1981, eins og segir í tilkynning- unni. Vildu fá greitt í íslenskum krónum Upplýsingatækni Hjá Wise og Centara starfa samtals 90 starfsmenn.  Centara kaupir Wise á 1,1 ma.kr.  Tíu sinnum stærra Þjónusta » Wise sérhæfir sig í lausnum fyrir mörg af stærstu fyrir- tækjum landsins, þar á meðal sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, framleiðslu og verslun. » Heildarvelta Wise var 1.517 milljónir króna 2018. Gunnar Björn Gunnarsson 26. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.56 125.16 124.86 Sterlingspund 155.16 155.92 155.54 Kanadadalur 93.91 94.47 94.19 Dönsk króna 18.322 18.43 18.376 Norsk króna 13.776 13.858 13.817 Sænsk króna 12.795 12.869 12.832 Svissn. franki 125.86 126.56 126.21 Japanskt jen 1.1558 1.1626 1.1592 SDR 170.32 171.34 170.83 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.7961 Hrávöruverð Gull 1520.25 ($/únsa) Ál 1755.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.4 ($/fatið) Brent Knattspyrnuumboðsmennirnir Bjarki Gunnlaugsson og Magnús Agnar Magnússon, sem hafa undan- farin ár rekið starfsemi sína undir merkjum Total Football, hafa geng- ið til liðs við Stellar Group-umboðs- mannasamsteypuna, sem er sú stærsta í heimi og er með á sínum snærum landsliðsmennina Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfa Þór Sig- urðsson, Aron Einar Gunnarsson og Gareth Bale, svo einhverjir séu nefndir. Jonathan Barnett, stjórnar- formaður Stellar Group og stofn- andi umboðsmannaskrifstofunnar, segir að fyrirtækið sé ávallt í leit að nýjum tækifærum fyrir við- skiptavini sína og að stækka tengsl- anet sitt. „Bjarki og Magnús eru mjög virtir umboðsmenn með ótrú- lega þekkingu og gott tengslanet sem mun opna margar dyr fyrir viðskiptavini okkar, sérstaklega unga leikmenn sem eru að reyna að komast inn í evrópsk lið,“ segir Barnett á heimasíðu Stellar Group. Magnús og Bjarki munu leiða nýja Stellar Nordic-deild fyrirtækisins og vinna framvegis undir þeim merkjum. Stefnan er sett á að auka umfang Stellar Group á Norður- löndunum og í Rússlandi. Á vef Stellar Group segir einnig að tvíeykið muni reka tvær skrif- stofur, annars vegar í Reykjavík þar sem Bjarki er staðsettur, og hins vegar í Kaupmannahöfn þar sem Magnús er staðsettur. Haft er eftir Bjarka að ný kyn- slóð efnilegra knattspyrnumanna sé fyrir hendi á Norðurlöndunum sem muni byggja enn frekar ofan á þann góða árangur sem hafi náðst á undanförnum árum. „Á meðan það að ganga til liðs við Stellar mun bjóða upp á mörg tæki- færi um allan heim mun það einnig opna margar dyr fyrir núverandi umbjóðendur okkar,“ segir Bjarki. Magnús segir að áherslan síðustu ár hafi verið að koma leikmönnum inn í sterkustu deildir í heimi en leggur áherslu á þau góðu tækifæri sem eru til staðar fyrir knatt- spyrnumenn á Norðurlöndunum. Bjarki og Magnús til liðs við Stellar  Stellar Group sú stærsta í heimi AFP Bolti Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, og Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, eru báðir á mála hjá umboðsmannaskrifstofunni Stellar Group. ● Heimavellir hækkuðu um 6,19% í takmörk- uðum viðskiptum upp á 528 þúsund í gær og var fast- eignafélagið það eina sem hækkaði í verði í kauphöllinni. Aðeins Skeljungur hækkaði ekki enda engin viðskipti sem áttu sér stað með bréf félagsins í gær. Mest lækkaði Icelandair í verði, eða um 2,85% í 51 milljónar króna viðskiptum og standa bréfin í 6,48 kr. Sýn lækkaði um 1,93% og standa bréfin í 25,4 kr. Marel lækkaði um 1,54% í 493 milljóna viðskiptum. Bréfin standa í 574 kr. OMXI10 vísitalan lækkaði um 1,45%. Rautt um að litast í Kauphöll Íslands Bjalla Slæmur dag- ur í kauphöllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.