Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 EIRVÍK FLYTUR HEIMILISTÆKI INN EFTIR ÞÍNUMSÉRÓSKUM Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Í sjónvarpsþættinum Silfrinu sl. sunnudag, þar sem rætt var um bótagreiðslur til eins af þolendum þess, sem nefnt hefur verið með réttu dómsmorð í ís- lenskri réttarfarssögu, tjáðir þú þig. Í þínum orðum þar lagðir þú að jöfnu hlutverk ríkislög- manns og hlutverk ríkisendurskoðanda, sem þú vildir segja að báðir væru alfarið sjálf- stæðir embættismenn, undir enga seldir aðra en eigið mat og eigið álit á viðfangsefnum. Þannig geti ríkis- lögmaður í málflutningi sínum virt að vettugi skoðanir ríkisvaldsins og hag- að málflutningi sínum ef hann svo vildi þvert á vilja þeirra, sem með það ríkisvald fara. Þannig geti ríkisvaldið – les ríkisstjórnin – verið gersamlega öndverð við þær skoðanir, sem ríkis- valdið er sagt að áliti ríkislögmanns að það hafi í viðkomandi máli – sem hann flytur fyrir ríkið. Fullyrt gegn sannleika Svona málflutningi átti ég ekki von á frá þér – þó að flokksbundinn sért í flokki forsætisráðherra. Lög hafa verið sett á Alþingi um hvort tveggja – ríkislögmann og ríkisendurskoð- anda. Í eigin frásögn embættis ríkis- lögmanns um verkefni þess embættis segir svo: „Ríkislögmaður rekur dómsmál fyrir (leturbreyting mín) ríkið og stofnanir þess“. Í lögunum sjálfum segir orðrétt, að embætti ríkislögmanns „heyrir undir stjórnar- ráðið“ og síðar til nánari skýringar „Forsætisráðherra eða forsætisráðu- neytið, sem fer með lög þessi“. Og svo leyfir þú þér að láta sem svo að í um- ræddum málflutningi hafi ríkislög- maður hafið sig yfir þá sem embættið heyrir undir og hagað málflutningi sínum þvert á þá stefnu sem sé stefna forsætisráðherra og ríkisvaldsins í málinu. Ekki vanþekking – heldur lygi Í lögunum um ríkisendurskoðun sem líka eru sett á Alþingi – á vinnu- stað þínum – segir orðrétt: „ríkis- endurskoðandi starfar á vegum Al- þingis og er trúnaðarmaður þess“. Og síðar orðrétt að ríkisendurskoðandi sé „sjálfstæður og engum háður í störfum sínum“. Að alþingismaður haldi því svo fram að sömu eða sam- bærileg ákvæði gildi um máls- meðferð, starfshætti, starfsskyldur og óhæði um ríkislögmann og gilda um ríkisendurskoðanda vitnar ekki um vanþekkingu – sem ég er viss um að ekki er til staðar í þínu tilviki – heldur um skort á heiðarleika. Um til- raun til þess að segja ósatt frá, væntanlega í þeim til- gangi að fría þann aðila, sem lögin um ríkislög- mann taka af öll tvímæli um undir hvern starfið heyri, frá ábyrgð á þeim málflutningi sem við- hafður er fyrir rétti þar sem ríkislögmaður kemur fram sem mál- svari viðkomandi stjórnvalda. Stjórn- valda, sem forsætisráð- herra þinn stýrir. Enginn með skoðun – nema lögmaður Er þá að þínum dómi málsvörn, t.d. ríkislögmanns fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu vegna skipunar dómara í Landsrétt, hans eigin ákvörðun, að hans eigin frumkvæði og á skjön við vilja og álit dóms- málaráðuneytis og ráðherra? Og vörn ríkislögmanns fyrir Hæstarétti vegna kjötinnflutningsmálsins þvert á álit og vilja landbúnaðarráðherra? Allt bara að frumkvæði, mati og áliti ríkis- lögmanns sjálfs? Ungverjaland upp aftur Nei, Ari Trausti – svona heimskur ert þú ekki. En svona heimskan lætur pólitísk afstaða þín til þeirra, sem málið mestu varðar, þig líta út fyrir að vera. Í hæsta máta er eðlilegt og sjálfsagt í máli eins og hér um ræðir að dómstóll sé fenginn til þess að skera úr um hvað rétt sé og sann- gjarnt. Ríkislögmaður, fulltrúi ríkis- valdsins á þeim vettvangi, er ekki nauðbeygður til þess að krefjast þess, eins og hann gerir, að sá, sem leitar þar réttar síns, eigi að vera réttlaus með öllu. Það gerir hann í nafni rík- isvaldsins og auðvitað ekki nema þeir, sem hann starfar fyrir – í þessu tilviki forsætisráðherra og forsætisráðuneytið – láti slíkt a.m.k. óátalið ef ekki stutt. Ég varð bæði gersamlega hlessa en jafnframt mið- ur mín eftir að hafa hlustað á viðtalið við þig í Silfrinu. Mér leið líkt og ég væri að endurhlusta á röksemdir margra þáverandi trúbræðra þinna þegar á dagskrá var innrásin í Ung- verjaland eða áður þekktir atburðir á þeirra tíma átakavettvangi. Sama hugsun, sams konar „rök“. Þessi mál- flutningur er ekki þér samboðinn heldur í hæsta máta ámælisverður. Opið bréf til Ara Trausta Eftir Sighvat Björgvinsson »Ég varð bæði gersamlega hlessa en jafnframt miður mín eftir að hafa hlustað á viðtalið við þig í Silfrinu. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. alþm. og ráðherra. Mannkynið hefur frá örófi alda haft ríka þörf fyrir að skil- greina fólk og flokka það í hópa. Sem er svo hægt að stimpla sem æskilegt eða óæskilegt. Dæmi um þetta eru trúarbrögð, sem oft hafa verið nýtt til þess að flokka og stimpla fólk. Og þá oft sem við annars vegar og svo hinir hins vegar. Þau viðhorf og þær skoðanir sem ein- kenna þann hóp sem „við“ til- heyrum eru þá gjarnan þau einu réttu. Öll gagnrýni og/eða efi er sett undir sama hatt sem hið eina rétta. Allt skoðast sem árás á ríkjandi gildi og skoðanir hópsins. Í stað þess að fagna gagnrýninni og skoða hvort í henni geti falist sannleikskorn eða tækifæri er hún umsvifalaust kveðin niður. Enda óþægilegt að sitja í báti sem rugg- ar. Ef hópurinn sem „við“ til- heyrum er stór er sú staðreynd sumum nægjanleg fullvissa um réttmæti þeirra gilda sem hann trúir á. Jörðin var jú lengi flöt. Pólitískur rétttrúnaður Pólitískur rétttrúnaður er um margt áþekkur trúarbrögðunum að þessu leyti. Pólitískur rétttrúnaður er ekki það að hafa hugsjónir eða halda þeim fram af sannfæringu og festu. Heldur miklu fremur það að afgreiða þau viðhorf sem ekki falla að viðhorfum hópsins, stundum meirihluta fólks, sem vanþekkingu, bull, lýðskrum eða hvaða nöfnum sem hinn „rétthugsandi“ hópur kýs að flagga. Á stundum, til þess að komast hjá því að ræða rök þeirra sem leyfa sér að gagnrýna. Það er nefnilega svo þægilegt að fljóta með í stórum hópi. Í vari af fjöld- anum. Þessi þægilega staða getur hins vegar orðið skynseminni yf- irsterkari, þ.e. að ein- staklingur kýs að horfa ekki gagnrýnum augum á umhverfi sitt. Viðkomandi velur að staðsetja sig þar sem minni líkur eru á því að hann þurfi að berj- ast fyrir sínum gildum. Sem stundum eru gagnrýni laust fengin að láni frá ríkjandi fjölmiðlum. Skapandi minni Skapandi minni og á stundum gullfiskaminni er svo eitt- hvað sem gott getur verið að grípa til þegar það sem áður heillaði okkur og varð til þess að við völd- um eina leið fram yfir aðra. Slíkt minni á oftar en ekki uppruna sinn þegar gengið er til kosninga. Við fljótum áfram með okkar „stóra“ hópi til endurnýjunar gamalla og martugginna kosningaloforða. Enda höfðum við áður hafnað allri gagnrýni þeirra sem voru ekki eins rétttrúandi. Villutrúarmenn sem trúa því ekki lengur að Sjálfstæð- isflokkurinn vilji í raun „Báknið burt“ eða „Einfalda skattkerfið“ hvað þá í raun að lækka skatta. Þar með talda nefskatta! Ekki heldur að Píratar vilji öðru fremur „meira beint lýðræði“ enda búnir að pakka því inn o3. Eða Fram- sóknarflokkurinn vilji „Nýjan Landspítala á nýjum stað“ hvað þá að Framsóknarflokkurinn „sé á móti veggjöldum“ eða verðtrygg- ingunni og eða honum sé treyst- andi til varðstöðu með íslenskum landbúnaði. Hugsanlega þó nýsjá- lenskum! Þá er það líklega villutrú að telja Vinstri græna færa um að standa gegn olíuleit eða telja að þeir raun- verulega setji í forgang þá sem þeir áður töldu að þyldu enga bið með kjarabætur. Að ónefndri aðild- arumsókn að ESB þvert á loforð sem VG stóð að með Samfylking- unni um leið og boðuð var skjald- borg um heimilin í því sama sam- starfi. Sem raunar breyttist í umsátur um heimilin og kostaði u.þ.b. 10.000 fjölskyldur heimili sín. Það er þá líklega um að ræða póli- tíska villutrú að trúa ekki formanni Viðreisnar þegar hún hamrar á því að Viðreisn stundi málefnalega rökræðu þegar staðreyndin er sú að þingmenn flokksins grípa endurtekið til uppnefninga á þeim sem eru ekki pólitískt rétttrúandi. Tilgangur Hver er svo tilgangurinn með flokkun og stimplun? Hann getur verið bæði dulinn og augljós. Hinn augljósi tilgangur er að ófrægja, útskúfa og/eða gera einhvern ein- stakling eða hóp ómarktækan í augum lýðsins og reyna þannig að koma í veg fyrir lýðhylli viðkom- andi. Hinn duldi tilgangur er hins- vegar að upphefja eigin skoðanir og gildi án þess að þurfa að taka rökræðuna um þá gagnrýni sem sett er fram. Einfaldlega stimpla sig frá rökræðunni undir merkjum einhverra kennisetninga. Sem geta verið hverjar þær sem hópnum þóknast. Þær eru þá taldar góð söluvara og líklegar til að auka lýð- hylli og þar með vinsældir. Kenni- setningarnar taka því yfirleitt frek- ar mark á því sem hentar fjölmiðlum hverju sinni frekar en raunverulegri pólitískri stefnu. Flokkum ekki og stimplum ekki. Sýnum kjark og veljum rökræðu fram yfir ódýra merkimiðapólitík. Í von um rökræðu byggða á staðreyndum en ekki stimpla- pólitík. Stimplum og flokkum Eftir Þorgrím Sigmundsson Þorgrímur Sigmundsson »Hinn augljósi tilgangur er að ófrægja, útskúfa og/eða gera einhvern ein- stakling eða hóp ómark- tækan í augum lýðsins og reyna þannig að koma í veg fyrir lýðhylli viðkomandi. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.