Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 43

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 43
Beinþynning er alvarlegur sjúkdómuren þá verða beinbrot við lítið álagog vegna áverka sem nægja að öllu jöfnu ekki til að brjóta heilbrigð bein. Erfðir hafa áhrif en ýmislegt getur þó dregið úr líkum á broti. Árlega má rekja um 1400 beinbrot og 250 mjaðmaaðgerðir á Íslandi til beinþynningar en ætla má að þriðja hver kona og áttundi hver karl á Íslandi megi eiga von á broti af völdum beinþyningar. Beinþynning e. Osteoporosis er sjúkdómur sem ber að taka alvarlega. Hvað er beinþéttni ? Beinþéttni segir til um hversu sterk beinin okkar eru. Fyrstu tvo áratugi ævinnar eru beinin að þéttast og þá, eins og alltaf skiptir næringin öllu máli. Við verðum bæði að fá nægilegt magn af kalki og D-vítamíni til byggja upp sterk bein. Upp úr 30 ára aldri fer að draga úr beinþéttninni og þá getur skipt máli hversu góð uppbyggingin hefur verið. Áhættuþættir Um 60-70% af beinþéttni ræðst af erfðaþáttum. Hversu þétt beinin eru á yngri árum ræður líka miklu um hvenær þau ná brotastigi. Beinþynning hefst oft hjá konum við tíðahvörf en aðrir þættir sem við getum ekki haft áhrif á eru aldur, kyn og kynstofn. Við getum þó eitthvað gert í málunum því það eru nokkrir þættir sem hægt er að hafa áhrif á:  Holdafar (vannæring)  Kalk- og/eða D-vítamínskortur  Reykingar  Hreyfing  Lífshættir Einnig hafa ákveðin lyf, eins og sykursterar áhrif. Næring og þungaberandi æfingar Þrátt fyrir að við höfum ekki fulla stjórn á því hversu mikil eða lítil beinþynningin verður þegar við eldumst, getum við haft töluverð áhrif á það og með réttum ákvörðunum jafnvel komið í veg fyrir beinbrot á efri árum. Nægileg prótein, kalk- og D-vítamínneysla ásamt reglulegum líkamsæfingum er nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynningu. D-vítamín þurfum við alltaf að taka inn á bætiefnaformi, alla ævi en það sér um að líkaminn frásogi kalk úr fæðunni. K2-vítamín er ekki síður mikilvægt þar sem það sér um að binda kalkið í beinunum. Svo eigum við að hreyfa okkur alla daga en til að styrkja beinin þá eru þungaberandi æfingar bestar. Það eru æfingar þar sem við berum okkar eigin líkamsþyngd (göngur og skokk) og einnig er mjög gott að lyfta lóðum. Osteo Advance - fullkomin beinablanda Fjöldi rannsókna gegnum tíðina hafa sýnt fram á að dagleg inntaka á kalki og D vítamíni getur dregið verulega úr líkum á beinbrotum vegna beinþynningar. Prótein, fleiri vítamín og steinefni eru þó nauðsynleg til að viðhalda sterkum beinum en þetta er t.d. magnesíum, K-vítamín og sink. Osteo Advance frá Natures Aid inniheldur allt það nauðsynlegasta til að viðhalda heilbrigðum beinum og tönnum en þar er magnesíum og kalk í réttum hlutföllum ásamt D og K2 vítamíni og sinki. Magnesíum fyrir beinfrumurnar Eins mikilvægt það er að við fáum nægilegt magn af kalki og D-vítamíni er magnesíum ekki síður mikilvægt. Um 60% af magnesíumbirgðum líkamans er í beinunum. Eitt af hlutverkum þess er að halda kalki uppleystu í blóðinu sem er nauðsynlegt til að kalk safnist ekki fyrir á stöðum eins og í nýrum, æðum eða liðamótum. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir starfsemi allra frumna og þ.m.t. beinfrumna og beinátfrumna og er undirstöðuefni fyrir ATP sem er nokkurskonar orkustöð hverrar frumu. Bara þessi staðreynd segir okkur að það dregur mjög úr áhrifum kalks á styrk beina og hindrun beinþynningar ef ekki er nægilegt magn af magnesíum í líkamanum. Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana Góðgerlar sem styrkja meltinguna og vinna gegn fjölgun Candida sveppsins í meltingarvegi. Bio-Kult Candéa Bio-Kult góðgerlar styrkja meltinguna! Hágæða góðgerlar, heilbrigð bakteríuflóra. Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Bio-Kult Original Bio-Kult Pro-Cyan Bio-Kult Infantis ug landa góðgerla sem yggir upp þarmaóruna og styrkir varnir líkamans. tyrkir þvagrásina og virkar sem öug vörn gegn þvagrásarvandræðum. Góðgerlar fyrir örn á öllum aldri. ir þarmaóruna án allra aukaefna og er ragðlaust. Sterk bein fyrir góða daga „Beinvernd er mikilvæg alla ævi hvort sem einstaklingur hefur beinþynningu eða ekki. Góð bætiefni ásamt reglulegum líkamsæfingum eru nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynningu“ Hrönn Hjálmarsdóttir heilsumarkþjálfi hjá Artasan. Fullkominblanda fyrirbeinin 40 ára 60 ára 70 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.