Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
✝ Helgi ÞórHelgeson
Bergset fæddist í
Reykjavík 17.
ágúst 1993. Hann
lést í Reykjavík
17. september
2019.
Foreldrar Helga
eru Ásgerður Þóra
Ásgeirsdóttir, f. 7.
október 1975, og
Helge Bergset, f.
5. febrúar 1974. Þau slitu sam-
vistum. Síðar giftist Ásgerður
Haraldi Sævinssyni, f. 28. sept-
ember 1975.
Helgi Þór var elstur systk-
ina sinna, en systkini hans
sammæðra eru Daníel Andri
Jansson Fredriksen, f. 22. sept-
ember 1996, og Magnea Krist-
ín Jansdóttir Fredriksen, f. 12.
fyrstu sex ár ævi sinnar og
flutti svo með móður sinni til
Íslands. Hann var alla sína
grunnskólagöngu í Ártúns-
skóla og svo Árbæjarskóla.
Helgi hóf í framhaldi nám við
Menntaskólann í Kópavogi og
lærði matreiðslu, ásamt því að
vinna á Sjávarkjallaranum.
Seinna kláraði hann stúdents-
prófið í Fjölbraut við Ármúla.
Síðustu ár vann Helgi mörg
störf innan veitingageirans
bæði hérlendis og í Noregi.
Helgi stundaði nám við Há-
skóla Íslands fram til dán-
ardags, hann var á öðru ári í
megatrónískri tæknifræði.
Helgi Þór var í sambúð með
Thelmu Huldu Símonardóttur,
f. 12. desember 1993, og eiga
þau dótturina Ísold Vök Helga-
dóttur Bergset, f. 3. október
2018. Foreldrar Thelmu eru
Símon S. Sigurpálsson, f. 4.
janúar 1961, og Karítas Pét-
ursdóttir, f. 31. janúar 1962.
Útför Helga Þórs fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 26.
september 2019, klukkan 13.
ágúst 1998, faðir
þeirra er Jan Erik
Andre Fredriksen,
f. 9. október 1967.
Björg Jökulrós
Haraldsdóttir, f.
17. nóvember
2003, og Haraldur
Ásgeir Haraldsson,
f. 19. júní 2008,
faðir þeirra er
Haraldur Sævins-
son, f. 28. sept-
ember 1975. Systkini Helga
samfeðra eru Kristense Björk-
haug, f. 25. desember 1998, og
Brage Björkhaug Bergset, f.
14. febrúar 2002, móðir þeirra
er Hilde Johanne Björkhaug, f.
29. júní 1976. Stjúpbróðir
Helga er Mats Fröyen Fredrik-
sen, f. 4. september 1989.
Helgi Þór bjó í Noregi
Elsku fallegi engillinn minn,
ég á svo erfitt með að trúa því að
þú sért farinn frá okkur. Það er
eins og fótunum hafi verið kippt
undan okkur og allt er svo óraun-
verulegt. Við sem áttum allt lífið
framundan og ætluðum að gera
svo margt, við áttum fimm ára
sambandsafmæli tveimur dögum
áður en þú fórst. Þetta er þyngra
en tárum taki, allir dagar eru
erfiðir án þín. Við töluðum oft
um að það væri eins og við hefð-
um alltaf þekkst, kannski því við
vorum saman í grunnskóla en við
vorum bara svo háð hvort öðru.
Ég hef aldrei kynnst jafn góðum
og hlýjum manni eins og þér, fal-
lega brosinu og hlátrinum sem
var svo smitandi. Þú gerðir allt
fyrir alla og vildir að öllum liði
vel og máttir ekkert aumt sjá.
Fjölskyldan okkar var númer
eitt, tvö og þrjú og þú minntir
mig reglulega á það, allt annað
mátti bíða. Þú varst ótrúlega
stríðinn og kaldhæðinn og hafðir
þinn einkahúmor sem ekki allir
skildu. Þér fannst fyndið að fara
út með Gosa í stígvélum, sama
hvernig veðrið var. Þú varst
snillingur í eldhúsinu og töfraðir
fram dýrindis máltíðir og hafðir
unun af. Þú gerðir reglulega grín
að mér, ég kynni ekki að elda. Þú
varst handlaginn og öllu sem
tengdist tækni varst þú snilling-
ur í.
Tónlist var eitt helsta áhuga-
mál þitt og yndislegt að sjá hvað
þú naust þín að hlusta á eða búa
til góða tónlist. Þú ætlaðir þér
stóra hluti í lífinu og varst með
háleit markmið. Mikið var ég
ánægð að fá húfu í afmælisgjöf
sem þú prjónaðir, það hreinlega
lék allt í höndunum á þér. Stuttu
áður en þú fórst sagðirðu mér að
þú gætir ekki óskað þér betri
mömmu fyrir Ísold og Gosa, sem
yljar mér.
Þú varst besti pabbi í heimi og
alltaf svo stoltur af litlu Ísoldinni
þinni. Það var svo gaman að sjá
hvað Ísold ljómaði þegar þú
tókst hana í fangið, það var
greinilegt hver var í uppáhaldi.
Ísold fær að vita daglega hversu
yndislegan og góðhjartaðan
pabba hún átti, eltingaleikirnir
og fjörið sem fylgdi er eftir-
minnilegt. Ég vildi óska þess að
ég gæti sýnt þér litlu tönnsluna
hennar sem er loksins komin. Ég
er svo þakklát fyrir það að Ísold
er lík þér sem minnir mig á þig,
þessi litli spékoppur og rauða
hárið hennar.
Það var svo yndislegt að sjá
hvað Gosi leit upp til þín, þú
varst greinilega húsbóndinn.
Löngu göngutúrarnir ykkar
saman og Geldinganesið var ykk-
ar griðastaður þar sem þið áttuð
góða tíma.
Ég er enn að bíða eftir að
vakna af þessum vonda draumi
og að þú hringir í mig og segir
mér allt af létta, bara til að heyra
röddina þína aftur.
Við Ísold og Gosi munum
sakna þín og geymum þig í
hjarta okkar þangað til við hitt-
umst á ný. Ég vona að þér líði
betur núna og sért búinn að
finna frið og ró. Ég er ævinlega
þakklát fyrir allar þær stundir
sem við fengum saman og minn-
ingarnar lifa. Ég veit að þú elsk-
aðir okkur og kveðjukossinn
þinn var svo einlægur, ég vildi
óska þess að ég fengi að kyssa
þig og knúsa einu sinni enn.
Þú varst ljósið í lífi okkar og
hjartað okkar er mölbrotið.
Við kveðjum besta vin okkar,
pabba og sálufélaga með trega.
Við elskum þig að eilífu.
Þínar
Thelma Hulda og
Ísold Vök.
Elsku fallegi drengurinn
minn. Mömmuhjartað er möl-
brotið og veröldin hefur umturn-
ast. Sól þín hefur sest og það er
óbærileg tilhugsun að halda
áfram án þín.
Við foreldrar þínir vorum bara
unglingar þegar þú boðaðir
komu þína í þennan heim, en
aldrei nokkurn tímann efaðist ég
um að það hefði verið það besta
sem gat gerst. Fyrir mér varst
þú litla kraftaverkið mitt. Oft sat
ég bara og starði á þig sofa, al-
veg agndofa yfir þessum sólar-
geisla sem þú varst. Við urðum
strax eitt, ég og þú, enda sagði
ég oft við þig að mér fyndist eins
og ég hefði átt þig allt mitt líf,
sem var jú næstum rétt. Nær-
vera þín var einstök, bara að
sitja þér við hlið gaf svo góða
jarðtengingu. Við grínuðumst oft
með að við værum næstum jafn
gömul og myndum enda í her-
bergi hlið við hlið á elliheimili
seinna meir.
Þú varst fjörkálfur og byrjaðir
snemma að hlaupa um og príla.
Þér þótti ekki leiðinlegt að kanna
nýja hluti og oftar en ekki þurft-
um við að finna kassann með
plástrunum og lappa aðeins upp
á þig, áður en þú raukst af stað
aftur til að kanna heiminn. Fjór-
ar snuddur voru staðalbúnaður-
inn þinn og þær þurftu alltaf all-
ar að vera með. Mjög snemma
sýndir þú okkur afburða dans-
takta og tónlist var alla tíð stór
partur af þínu lífi. Þú lærðir á pí-
anó og byrjaðir snemma að
semja eigin tónlist. Þú varst svo
listrænn. Eftir þig liggja ótal
teikningar, smásögur og ljóð.
Iðulega sá maður einhverja
skrípakalla á öllum blaðsneplum
sem urðu á þínum vegi.
Fyrstu árin þín vorum við
mikið á flakki milli Noregs og Ís-
lands, svo þú varst fljótt ferða-
vanur.
Þú náðir strax tökum á öllu
sem þú hafðir áhuga á að gera og
gerðir allt svo afburða vel.
Matreiðsla var eitthvað sem
lék í höndunum á þér. Þú gast
töfrað fram dýrindis máltíðir úr
sama sem engu hráefni og gert
hakkið og spagettíið, sem þú
varst orðinn svo hundleiður á að
ég væri alltaf að kaupa, og elda
vitlaust eins og þú orðaðir það,
að fimm stjörnu máltíð.
Þegar þú fannst Thelmu þína
þá fannst þú fjársjóð. Þið voruð
svo flott saman. Það er búið að
vera svo yndislegt að fylgjast
með ykkur takast á við lífið og
ykkar nýja hlutverk sem foreldr-
ar. Fallega Ísold Vök minnir svo
mikið á þig og er sannkallaður
demantur sem þú skildir eftir á
þessari jörð.
Elsku besti Helgi, þú hefur
kennt mér svo margt í lífinu,
fært mér svo óendanlega mikla
gleði og gert mig svo stolta.
Núna hringir enginn Helgi leng-
ur bara til að spjalla, og við þurf-
um að læra að takast á við þessa
tilveru án þín sem er alveg
óhugsandi staðreynd. Við mun-
um halda vel utan um Thelmu
þína og litlu Ísold, sem svo sann-
arlega heldur sólargeisla þínum
á lofti.
Sofðu rótt, elsku engillinn
minn,
þín
mamma.
Elsku hjartans ömmustrákur-
inn minn. Óskiljanlegt með öllu
að þú sért farinn frá okkur.
Ég var viðstödd þegar þú
fæddist og upplifði gleðina að fá
að sjá þig í fyrsta sinn svona líka
yndislega fallegan og hraustan.
Ég var 37 ára og mjög stolt að
vera amma þín. Ég sé þig fyrir
mér hressan, lítinn, pattaralegan
dreng, alltaf brosandi og helst
með tvö snuð, dansandi og glað-
an ef þú heyrðir tónlist.
Þar sem þið fjölskyldan
bjugguð í Noregi fyrstu árin þín
þá hittumst við í fríum eins oft og
við gátum og mamma þín var
dugleg að senda myndir af þér
og síðar ykkur systkinunum sem
var afar dýrmætt.
Þegar þið fluttuð svo heim frá
Noregi var ég svo heppin að þið
bjugguð hjá mér í um tvö ár og
þú byrjaðir í Ártúnsskóla. Síðan
fluttuð þið í næstu götu við mig
og þú sóttir í að gista hjá ömmu
reglubundið. Þegar svo systkinin
þín stækkuðu vildu þau gista líka
svo þið bjugguð til ykkar kerfi
um það hver ætti að gista hve-
nær.
Þegar þú varst 19 ára spurðir
þú mig hvort þú mættir ekki
bara flytja til mín og það varð úr
að þú bjóst hjá mér í þrjú ár þar
til þið Thelma fóruð að búa. Á
þessum árum varstu orðinn eft-
irsóttur matreiðslumaður hér á
landi og í Noregi. Við fjölskyldan
nutum oft góðs af því þú bjóst til
einstaklega góðan mat. Reyndar
er það staðreynd að allt sem þú
tókst þér fyrir hendur gerðir þú
einstaklega vel.
Þú varst heppinn þegar þú
hittir Thelmu þína og þið eign-
uðust litlu Ísold Vök. Missir
þeirra er mikill og missir allrar
fjölskyldunnar er mikill.
Ég fylgi þér í mikilli sorg síð-
asta spölinn. Ennþá stolt af þér,
elsku, fallegi ömmustrákurinn
minn.
Amma Lú.
Björg.
Elsku besti bróðir okkar.
Að missa Helga hefur skilið
eftir stórt skarð í systkinahópn-
um, því Helgi var stóri bróðirinn
sem passaði upp á okkur öll,
sama hvað. Ekkert mun geta
fyllt í þetta skarð en við munum
varðveita allar góðu minningarn-
ar frá æsku okkar. Okkur þurfti
frá unga aldri að koma vel saman
því við deildum herbergi í mörg
ár. Daníel minnist þess sérstak-
lega þegar hann og Helgi spiluðu
saman tölvuleiki með afa sem bjó
á neðri hæðinni. Mamma leyfði
okkur nefnilega bara að fá
ákveðinn tíma á hverjum degi í
tölvunni og þegar sá tími rann út
var auðvelt að lauma sér í tölv-
una hjá afa. Við vorum líka oft að
bralla eitthvað skemmtilegt sam-
an, eins og að búa til virki úr
mismunandi hlutum sem var að
finna á heimilinu. Helgi var mjög
uppátækjasamur og gat alltaf
fundið eitthvað skemmtilegt að
gera. Hann fann líka alltaf ein-
hver ráð til að fara framhjá regl-
unum hennar mömmu. Helgi
kom upp þeirri hefð að gista hjá
ömmu um helgar, en hún bjó í
næstu götu. Þar bjó líka Óskar
frændi. Hann leyfði okkur oft að
spila tölvuleiki í sinni tölvu, og
þar voru engar reglur um notk-
un þeirra. Fljótlega þurfti að
setja upp gistiplan fyrir helgarn-
ar. Þar sem Helgi var elstur þá
fékk hann að fara hverja helgi og
svo skiptu hin með sér annarri
hverri helgi. Þetta var eitthvað
sem mátti ekki klikka. Magnea
minnist þess þegar hún fékk sína
helgi hjá ömmu, en þorði ekki að
ganga ein heim. Helgi kom þá
með góða hugmynd, eins og oft
áður, að senda hana með talstöð.
Helgi og Daníel voru svo með
hina talstöðina og töluðu við
hana á meðan hún labbaði heim.
Það var auðveldara en að fylgja
henni yfir.
Helgi vann á Hótel Bjarka-
lundi sumarið 2019 með systur
sinni Björgu, en þar hristi hann
oft hópinn saman og hélt uppi
stemningunni. Þau fóru stundum
á kajak saman á kvöldin og nutu
íslenska sumarsins eða héldu
svokallað „bíókvöld“. Björgu
fannst virkilega gott að kynnast
honum betur þetta sumar og
mun aldrei gleyma þeim stund-
um sem þau áttu saman.
Haraldur Ásgeir litli bróðir
leit mikið upp til Helga og Helgi
var alltaf mjög vinsæll þegar
hann keypti handa honum svo-
kallaðar Nerf-byssur í afmælis-
gjöf og fór með honum í „byssu-
leik“. Helgi var hjálpsamur,
góður, skemmtilegur, traustur,
fyndinn, uppátækjasamur, klár
og síðast en ekki síst góður
pabbi. Við urðum mjög spennt að
heyra að Helgi og Thelma væru
að fara eignast hana Ísold og
okkur fannst hann vera afburða-
góður pabbi, enda hafði hann æft
sig alla ævi að passa upp á okkur
sem stóri bróðir. Þú veist að við
munum passa upp á hana eins og
þú passaðir upp á okkur.
Við elskum þig, stóri bróðir,
að eilífu.
Björg Jökulrós, Daníel
Andri, Haraldur Ásgeir og
Magnea Kristín.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku Helgi okkar, þakka þér
fyrir allt. Hvíldu í friði.
Símon, Karítas og
fjölskylda.
Elsku yndislegi Helgi, nú er
komið að kveðjustund, mun fyrr
en nokkurn hafði órað fyrir. Við
erum svo þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og notið samveru
þinnar þau fimm ár sem þið
Thelma áttuð saman. Þú varst
yndislegur vinur og vildir öllum
svo vel.
Það var alltaf gaman að vera í
kringum þig, þú varst svo bros-
mildur og hlýr. Við munum
minnast þín með gleði í hjarta og
alls þess góða sem þú komst með
í þennan heim. Þín verður sárt
saknað.
Við vottum fjölskyldunni allri
okkar dýpstu samúð. Megið þið
finna styrk til þess að takast á
við sorg ykkar og missi.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þínir vinir,
Helga Margrét og Bjarki.
Elsku Helgi minn, ó, elsku
vinur. Lífið verður ekki eins án
þín.
Það er svo margt sem ég hefði
viljað segja þér, svo margt sem
ég hefði viljað gera. Ég hélt að
við hefðum allan tímann í heim-
inum.
Ég kom inn í fjölskylduna þína
fyrir 13 árum, árið 2006, þegar
ég kynntist Ásgeiri móðurbróður
þínum, þú þá 13 ára og ég 18,
aldursmunurinn var ekki meiri.
Mér hefur alltaf þótt svo vænt
um þig og systkini þín, og fundið
til ábyrgðar gagnvart ykkur öll-
um.
Hjá okkur Ásgeiri áttir þú
öruggt skjól og ég vildi að við
hefðum getað vísað þér veginn
og verndað þig fyrir myrkrinu
sem yfir tók.
Ég vildi að ég hefði kvatt þig
með faðmlagi þegar þú komst
kvöldið áður en þú kvaddir þenn-
an heim og sagt þér hversu mikið
við elskuðum þig.
En ég er þakklát fyrir okkar
hinstu kveðjustund og sé það
þegar ég lít til baka að þú vildir
ekki að ég stoppaði þig í spor-
unum, þessi ákvörðun var tekin
og hún verður ekki tekin til baka.
Ég sit hér og skrifa og hugsa
um þær góðu stundir sem við átt-
um saman, öll þau skipti sem þú
komst til okkar í Mávahlíðina og
svo í Mosfellsbæinn til að ræða
lífið og tilveruna, allt og ekkert,
og nú síðast barnauppeldi. Ég á
eftir að sakna þess að fá þig í
heimsókn, þú varst með svo stór
hjarta, brosið þitt og stríðni var
smitandi.
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna
hann
hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það
sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann Hjálmarsson)
Elsku Helgi, þú hvarfst of
fljótt úr heimi hér, þinn tími var
ekki kominn.
Með ævarandi söknuði kveð
ég þig, elsku vinur. Við sjáumst
síðar.
Þín vinkona,
Alexandra.
Helgi Þór
Helgeson Bergset
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÁSTA ÞÓRÐARDÓTTIR
félagsráðgjafi,
áður til heimilis á Melabraut 4,
Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Reykjavík 19. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Katrín Theodórsdóttir
Guðfinna S. Theodórsdóttir
Georg Theodórsson
Þórður Theodórsson Guðrún H. Guðnadóttir
Faðir minn, sonur, stjúpsonur og bróðir
okkar,
ARNAR HJARTARSON
lést fimmtudaginn 22. ágúst.
Útför hans hefur farið fram.
Tómas Árni Johnsen Arnarsson
Hjörtur Örn Hjartarson Hrefna Hrólfsdóttir
Kolbrún Sveinsdóttir Hjördís Isabella Kvaran
Hjörtur Hjartarson Hrafn Hjartarson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AUÐUR HELGA JÓNSDÓTTIR
Kópavogsbraut 1a, Kópavogi,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.