Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 ✝ DagbjörtRagnhildur Bjarnadóttir fædd- ist á Berserkseyri í Eyrarsveit 22. ágúst 1923. Hún lést á Landspít- alanum 14. sept- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Ástrós Ágústa Elísdóttir, f. 2. ágúst 1895, d. 21. júlí 1978, húsmóðir, og Bjarni Sigurðsson, f. 18. janúar 1896, d. 22. apríl 1986, bóndi og hreppstjóri. Systkini Dagbjart- ar eru Lárus Sigurjón, f. 25. september 1926, d. 26. desem- ber 1934, og Hreinn, f. 25. september 1932, bóndi. Fóstur- systkini hennar eru Emil Jónas- son, f. 21. febrúar 1935, bif- reiðastjóri, og Guðrún Geir- mundsdóttir, f. 13. september 1935, d. 6. febrúar 1985. Hinn 12. maí 1951 giftist Dagbjört Pétri Einarssyni, f. 6. júlí 1926, d. 10. mars 1992, full- Tryggvi Þórðarson vatnavist- fræðingur. 3) Ásta Bjarney, f. 9. janúar 1955, hjúkrunarfræð- ingur, maki Nicolai Jónasson tæknifræðingur. Börn þeirra eru Dagný Rós, f. 6. maí 1975, líftölfræðingur, og Bjarni Garð- ar, f. 27. ágúst 1980, verkfræð- ingur. 4) Linda Björk, f. 12. jan- úar 1966, grunnskólakennari. Sonur hennar er Pétur, f. 29. nóvember 1995, háskólanemi. Barnsfaðir og fyrrverandi sam- býlismaður Lindu Bjarkar er Stefán Baldursson. Lang- ömmubörnin eru orðin átta. Dagbjört ólst upp í foreldra- húsum á Berserkseyri. Um tví- tugt fluttist hún að heiman og vann ýmis störf. Dagbjört og Pétur dvöldust um skeið í Bandaríkjnuum vegna starfa Péturs hjá SÍS. Í Reykjavík var heimili þeirra á Rauðalæk 21. Hennar hlutskipti lengstum var að sinna börnum og heimili. Þegar börnin stálpuðust fór hún í sjúkraliðanám og útskrif- aðist 1978. Hún starfaði í fram- haldi af því sem sjúkraliði við Landspítalann fram til 72 ára aldurs. Dagbjört Ragnhildur verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag, 26. september 2019, klukkan 13. trúa. Foreldrar hans voru Einar Jónasson, f. 2. des- ember 1888, d. 23. febrúar 1969, verkamaður, og Kristín Margrét Kristjánsdóttir, f. 12. desember 1894, d. 22. júní 1977, húsfreyja. Börn Dagbjartar Ragn- hildar og Péturs eru: 1) Yngvi, f. 11. desember 1951, fyrrverandi rektor, maki Marta Konráðsdóttir, líffræð- ingur. Dóttir Yngva af fyrra hjónabandi með Áslaugu Har- aldsdóttur er Bára, f. 23. októ- ber 1975, fluggagnafræðingur, og dætur Yngva og Mörtu eru Ástrós, f. 26. mars 1981, starfs- maður í Ás og Yrsa, f. 5. desem- ber 1991, læknir. 2) Kristín, f. 22. desember 1952, deildarstjóri sérkennslu. Dóttir hennar er Dagbjört, f. 19. júní 1979, upp- lýsinga- og bókasafnsfræðing- ur. Barnsfaðir Kristínar er Dagbjört, eða Dæja tengda- móðir mín, hefur kvatt þennan heim. Hún var 96 ára þegar hún lést og hélt andlegri heilsu til endaloka þó að líkaminn væri þrotinn að kröftum. Hún sagði að það klæddi sig ekki að vera gömul kona og var ég henni hjartanlega sammála enda var hún alltaf ung í anda og léttlynd. Það var vart hægt að hugsa sér betri tengdamóður. Dæja var fædd á Berserks- eyri í Eyrarsveit, elst þriggja systkina og tveggja uppeldis- systkina. Á Berserkseyri er tví- býli og bjó bróðir hennar Hreinn og kona hans Dísa á innri bæn- um en með þeim systkinum var mjög kært. Að foreldrum hennar látnum lét Dæja gera upp gamla íbúðarhúsið og dvaldi hún þar oft á sumrin ásamt börnum og fjölskyldum þeirra. Dæja flutti að heiman upp úr tvítugu og sinnti ýmsum störf- um. Hugurinn stóð þó til mennta og fékk hún skólavist á Laugar- vatni en á leið sinni suður með áætlunarbílnum smitaðist hún af berklum. Þá fór í hönd erfitt tímabil í hennar lífi við að takast á við berklana og má með sanni segja að baráttan hafi verið erfið lífsreynsla fyrir unga konu. Hún giftist Pétri Einarssyni, fulltrúa hjá SÍS. Vegna starfs Péturs bjuggu þau sér fyrst heimili í New York þar sem Yngvi og Kristín fæddust. Yngri börnin Ásta Bjarney og Linda Björk fæddust í Reykjavík. Seinna meir fluttu þau aftur til Bandaríkjanna og voru þar í þrjú ár. Hlutskipti Dæju var lengstum að sinna börnum og heimili sem hún gerði af alúð. Þegar börnin stálpuðust fór hún að sinna ýmsum verslunarstörf- um hluta úr degi. Loks vannst henni svigrúm til þess að snúa sér að námi og láta draum sinn rætast er hún hóf nám við Sjúkraliðaskólann og varð að því loknu sjúkraliði á Landspítalan- um. Hún naut sín afar vel í þessu starfi. Þakkarverðast þótti henni að fá að hjúkra lífgjafa sínum, lækninum sem skar hana upp við berklum og bjargaði lífi hennar. Dæja hafði mjög gaman af félagsstörfum og tók hún virkan þátt í starfi margra góðgerðar- félaga. Þau hjónin voru afar samhent. Þau voru dugleg að spila félagsvist og brids og komu oftar en ekki með verðlaun heim. Þau voru dugleg að stunda dans, einkum gömlu dansana. Eftir að Pétur féll frá hélt hún áfram að stunda dansinn og sagði oft að dansinn væri hennar íþrótta- iðkun. Einhverju sinni þegar hún var komin hátt á níræðisaldur var hún að dansa við mikið yngri mann og hafði á orði að það væru fáir eftir á dansgólfinu og þá sagði hann að allt eldra fólkið væri farið. Henni leiddist ekki að segja frá þessu. Hún kom oft til okkar í mat um helgar þegar hún var orðin ein og var þá glatt á hjalla. Hún kom akandi fram yfir nírætt og fannst það ekki mikið mál. Hún var góður bíl- stjóri og var meðal fyrstu kvenna á Snæfellsnesi til að taka bílpróf. Dæja var lengstum heilsu- hraust en síðustu tvö árin voru henni erfið. Síðustu vikur dvald- ist hún á Landspítalanum og var afar þakklát fyrir þá framúr- skarandi þjónustu sem hún naut þar. Það var vel við hæfi að hún fengi að enda lífshlaup sitt með því að njóta umönnunar á þeim vinnustað sem hún hafði starfað sem sjúkraliði svo lengi. Marta. Elsku Dæja amma var ein- stök kona sem var mér og mín- um ákaflega kær. Hún var mjög barnelsk og þeir tímar sem ég átti með ömmu og afa í barn- æsku eru mér ómetanlegir. Eins sárt og það er að börnin mín náðu ekki að kynnast Pétri lang- afa sínum þykir mér á sama tíma einstaklega vænt um að þau fengu að kynnast Dæju langömmu sinni og gæsku henn- ar. Ætíð gaf hún sér góðan tíma fyrir þau með hlýju sinni og kímnigáfu. Hún hafði þann einstaka hæfi- leika að láta öllum líða betur eft- ir samveru við hana. Hún fann alltaf jákvæða eiginleika fólks og lét það svo sannarlega vita af þeim. Hún sparaði aldrei hrósið og hvatninguna. Hún var líka þeim eiginleika gædd að vera þakklát fyrir allt það stóra og smáa í lífinu – eitthvað sem við flest mættum tileinka okkur betur. Amma var mjög kankvís, það vita þeir sem til hennar þekkja. Hún hafði ríka kímnigáfu og tók lífinu ekki of alvarlega því það var alltaf stutt í grínið. Stundum þegar hún reytti af sér brand- arana var tilfinningin sú að mað- ur sæti með unglingsstúlku en ekki konu á tíræðisaldri. Hún var með ákaflega smitandi hlát- ur og gat hrifið alla með sér. Íslenska tungan var henni mjög hugleikin og fannst henni ákaflega gaman að velta fyrir sér íslenskum málsháttum, orða- tiltækjum og vísum. Hún var líka mikill pælari og það var allt- af gaman að spjalla við hana um alla heima og geima. Það leiddist engum í kringum hana Dæju ömmu. Hún var ávallt ung í anda og fannst gaman að ræða málefni líðandi stundar. Einnig naut hún þess að spjalla um gamla tíma og var alltaf jafn merkilegt að hlusta á ljóslifandi frásagnir hennar frá fyrri tímum á Ber- serkseyri, sveitinni sem henni þótti svo undursamlega vænt um. Ég kveð ömmu mína með sár- um söknuði en um leið með þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk með henni. Minningin um yndislega ömmu lifir. Dagbjört Tryggvadóttir. Í dag kveð ég elsku Dæju og rifja upp góðar minningar. Dæja var einstök, hún var hlý og góð og alltaf lífleg og glöð. Hún var líka stálminnug og ákaflega dug- leg. Hafði alltaf nóg fyrir stafni og bjó yfir mikilli umhyggju. Börn okkar Báru kveðja í dag aðra langömmu sína og það er þeim svolítið erfitt þó að Dæja hafi verið södd lífdaga og sátt við að kveðja. Það eru mikil forréttindi að fá að njóta ömmu og langömmu svona lengi í lífinu og við munum hlúa vel að minningunum. Yngvi þakkar langömmu Dæju fallega nafnið sitt og á ljúffengar minn- ingar um bestu sykurpönnukök- urnar og ekki voru þær síðri með sultunni og rjómanum. Öll börnin þrjú höfðu orð á því hvað það hefði alltaf verið gaman að hitta langömmu Dæju því hún var alltaf svo glöð þegar hún hitti þau, eiginlega ljómaði hún öll af gleði þegar hún sá okkur voru orð þeirra. Kveðjuorð Móu og Hrafnhildar Ýrar eru lýsandi fyrir það hversu góða konu hún Dæja hafði að geyma. Elsku langamma Dæja þú varst besta langamma í heimi, þú varst indæl, góð, hugulsöm, skemmtileg og falleg og við elsk- um þig mjög mikið. Þú lést okk- ur alltaf verða glaðar þegar við hittum þig og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Nú er komið að okkur að biðja allar góðar vættir að geyma þig, hvíl í friði, elsku Dæja okkar. Jón Margeir, Yngvi, Móeiður og Hrafnhildur Ýrr. Í dag kveðjum við ömmu Dæju, elsku yndislegu ömmu Dæju sem við munum sakna. Þegar við systurnar þrjár hitt- umst og ræddum minningar okkar um ömmu áttuðum við okkur á því að við þrjár á þessu breiða aldursbili áttum saman mikið safn af góðum minningum sem voru líka talsvert ólíkar. Minningar sem allar voru sér- stakar og ná yfir marga áratugi af æviskeiði ömmu. Allar erum við sammála því að amma var alltaf glöð, hún var alltaf hress og kát. Amma Dæja var sveita- stelpa, dugnaðarforkur, trúuð, vel máli farin og heilsuhraust. Hún hafði sérstaka náðargáfu til þess að leysa krossgátur og var kapaldrottning. Amma var líka yndislega hlý, umhyggjusöm og gaf góð knús. Henni þótti ákaf- lega vænt um sitt fólk og var af- ar stolt af sínum, hverjum á sinn hátt. Aldursforseti systranna man vel eftir ömmu sem harð- duglegum sjúkraliða á Landspít- alanum. Amma sinnti starfi sínu af alúð og það sá hver sem var nálægur að hún var mikils metin af sjúklingum jafnt og vinnu- félögum enda ákaflega um- hyggjusöm kona. Örverpið í hópnum minnist þess hve hlýtt amma talaði ætíð um starf sitt á spítalanum og sýndi amma ein- lægan áhuga og stuðning í námi og starfi systurinnar á spítalan- um. Við systurnar minnumst þess allar hversu félagslynd amma var og hversu dugleg hún var að rækta vinskap og að sinna hugðarefnum sínum eins og dansi og spilamennsku. Amma Dæja var skemmtileg, hún var með góðan húmor, gott minni og lumaði á fjöldamörgum góðum sögum. Hún hafði sterkar skoð- anir á mörgu og hún var líka ákveðin kona. Ævi ömmu Dæju varð heldur betur löng og hún bjó yfir mikilli lífsreynslu en var alltaf þakklát og sátt við sitt hlutskipti að okkar mati. Heim- sóknir okkar systra á Rauðalæk- inn voru ófáar, svo og á Ber- serkseyri og oft á tíðum var mikið líf og fjör, sérstaklega í sveitinni. Ömmu leið alltaf ákaf- lega vel í sveitinni, hún átti ást- ríka fjölskyldu og hlaut um- hyggjusamt kristið uppeldi. Ástrós saknar ömmu Dæju sárt, ömmu sem var yndisleg og frábær. Amma Dæja var góð að passa mig þegar ég var lasin. Hún sat lengi hjá mér á spít- alanum og ég svaf stundum heima hjá henni. Þegar ég gisti hjá ömmu bakaði amma heims- ins bestu pönnukökur með sykri, við tókum lyfin okkar saman og amma sagði mér alls konar sög- ur. Amma lumaði einnig alltaf á bragðgóðum berjabrjóstsykri. Amma Dæja táraðist þegar hún hugsaði eða talaði um fólk sem hafði dáið úr berklum. Amma kallaði mig elsku blómarósina sína. Hvíldu í friði hjá englunum, elsku amma Dæja. Elsku amma okkar við þökk- um góðar minningar og stundir með þér um leið og við færum þér hinstu kveðjuna og þakkir fyrir góð gen, besta, traustasta og umhyggjusamasta pabba okkar sem þú mátt svo sann- arlega vera hreykin af. Við vit- um að núna ertu glöð, laus við mæðina og umvafin vinum og ættingjum á dansgólfinu í Sumarlandinu. Bára, Ástrós og Yrsa. Nú er komið að kveðjustund, elsku Dæja mín. Mikið á ég eftir að sakna þín og mikið er ég heppin að hafa fengið að hafa fengið að hafa þig í lífinu mínu. Þú varst mér fyr- irmynd og ást þín og stuðningur var skilyrðislaus, takk fyrir það. Þú hafðir þann eiginleika að kunna að grípa í húmorinn og þegar þú sagðir skemmtilegar sögur ljómaði andlitið á þér af kátínu. Þú sagðir mér frá mömmu minni og hjálpaðir við að halda minningu hennar lif- andi. Virðing, auðmýkt og sam- kennd var þér eðlislæg, þetta eru allt eiginleikar sem ég mun áfram reyna að tileinka mér. Ég votta fjölskyldu þinni og öllum sem þig elskuðu mína dýpstu samúð. Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir. Dagbjört Ragn- hildur Bjarnadóttir Móðir okkar, HELGA JÓNSDÓTTIR, Lækjarhvammi, lést sunnudaginn 22. september. Jarðsungið verður frá Grenjaðarstaðarkirkju laugardaginn 28. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hvamm. Börn, tengdabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT INGUNN ÓLAFSDÓTTIR, Unna, Dalbraut 20, Reykjavík, lést mánudaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1. október klukkan 13. Eggert Ketilsson Jónas I. Ketilsson Sigríður H. Helgadóttir Haraldur Á. Bjarnason Hrafn A. Ágústsson Joy C. Ágústsson Ólafur Á. Haraldsson Lísa Einarsdóttir Silja Unnarsdóttir Valdimar Ómarsson Margrét I. Jónasdóttir Michel Hinders Davíð G. Jónasson Ann Peters Katla M. Jónasdóttir og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR ÚLFAR GUNNLAUGSSON pípulagningameistari, Norðurhópi 28, Grindavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 22. september. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 2. október klukkan 13. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum föstudaginn 4. október klukkan 14 í Landakirkju. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknarsjóð Lionsklúbbs Grindavíkur, kt. 490776-0369, rkn. 0143-26-001199. Kristín Gísladóttir Eva Rut Gunnlaugsdóttir Þorbjörn Hrannar Sigfússon Gunný Gunnlaugsdóttir Þorfinnur Gunnlaugsson Ágústa Jóna Heiðdal Sunna Sigurósk Gísladóttir Gylfi Gígja Geirsson Valur, Ágústa, Mikael Máni og Matthildur Lilja Okkar ástkæri, HALLGRÍMUR HELGASON frá Þorbrandsstöðum, sem lést 18. september á hjúkrunar- heimilinu Sundabúð, verður jarðsunginn frá Hofskirkju, Vopnafirði, laugardaginn 28. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hofskirkju. Snorri Svanhildur Baldur Katla Rán Jakob Helgi Halla Jakobína Úlfsdóttir afabörn og langafabörn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS JÓNSSON húsgagnasmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, mánudaginn 16. september. Útför fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 27. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Björk Garðarsdóttir Bylgja Júlíusdóttir Sveinbjörn Rögnvaldsson Skúli Júlíusson Linda Pehrsson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.