Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 www.gilbert.is Vínland Gmt VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ JS WATCH CO. REYKJAVIK mér gott að setja ljósin upp snemma,“ sagði Ómar glaðbeittur í viðtalinu og greinilegt er að honum þykir verkefnið ekki leiðinlegt. Óhætt er að segja að lögmaðurinn taki ljósaskreytingarnar alla leið og margir hafa líkt þeim við hús Griswold-fjölskyldunnar úr Christ- mas Vacation. „Nágrannarnir geta setið á klósettinu og baðað sig í ljós- unum frá mér segir Ómar hlæj- Ómar Valdimarsson lögmaður er byrjaður að skreyta fyrir jólin. Í viðtali í Ísland vaknar á K100 sagði hann frá ástæðu þess að ljósin færu upp jafn snemma og raun ber vitni. Hann hefur ráðið verktaka í að setja upp jólaljósin við hús sitt. Óm- ari þykir skammdegið erfitt: „Það styttist í haustjafndægur og dagur- inn er farinn að styttast. Myrkrið fer ekki vel í mig. Þess vegna finnst andi.“ Aðspurður hvort hann fái kvartanir frá nágrönnunum segir Ómar að hann hafi ekki fengið þær beint til sín, en þar sem hann bæti í ljósin eigi hann allt eins von á sím- tali frá byggingafulltrúa. Reynir að vera á undan IKEA Fyrirtækið Garðlist setur upp ljósin fyrir Ómar og segir hann að þeir reyni að draga úr óskum hans sjálfs um fjölda ljósa sem sett eru upp. „Það er spurning hvort ná- grannar mínir séu komnir til áhrifa í Garðlist til að bremsa mig af.“ Ómar segist vilja byrja snemma og vera fyrstur að hefja jólaskreyting- ar. „Ég hef lengi keppst við að reyna að vera á undan IKEA. Svo hinsvegar koma Costco, kapítalista- svínin frá Ameríku og byrja á jóla- skrautinu strax í ágúst,“ segir Óm- ar glettinn en greina má á tali hans að kappið er mikið. Þó að Ómar setji mikinn metnað í ljósin og vilji mikið magn af lýsingu í skammdeginu leggur hann áherslu á að vera smekklegur. Þannig notar hann ekki mikið af ljósum í mis- munandi litum, heldur notast hann mest við perur sem gefa frá sér hvíta og bjarta lýsingu. „Maður verður miklu fyrr þreyttur á perum sem eru í öllum regnbogans litum,“ segir Ómar og bætir við að hann láti perurnar heldur ekki blikka mikið. „Það getur verið að ég verði með eina og eina seríu sem blikk- ar.“ Leiðist skammdegið Lögmaðurinn notar fleiri leiðir en jólaljós til að glíma við skamm- degið. Hann notast til dæmis við skammdegisljósalampa í vinnunni í svartasta myrkrinu og segir hann að lampinn geri honum mun auð- veldara að létta lundina. Oft á tíðum hefur Ómar hugleitt að flytjast til útlanda þar sem sólskinsstundir eru fleiri en hér á landi en honum finnst erfiðara að glíma við myrkrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Þegar jólaljósin eru komin upp segir Ómar að hann verði var við aukna umferð í kringum húsið enda ekki ólíklegt að fólk vilji berja ljósa- dýrðina augum og jafnvel fá hug- myndir um hvernig það geti skreytt með ljósum heima hjá sér. Það er ljóst að jólin koma snemma hjá þessum skemmtilega lögmanni en bæði tengdaforeldrar sem og einn bræðra hans eiga afmæli á að- fangadegi jóla. Viðtalið skemmti- lega við jólabarnið Ómar Valdi- marsson má sjá á heimasíðu K100. islandvaknar@k100.is Byrjaður að skreyta fyrir jólin Þótt septembermánuður sé ekki liðinn er Ómar Valdimarsson lögmaður í óða önn við að skreyta húsið sitt fyrir jólin og sparar ekkert til. Honum finnst erfitt að glíma við skammdegið og notar ljósin til að létta sér lundina. Ljósmynd/Ómar Valdimarsson Smekklegur Ómar notar ekki ljós í mismunandi litum heldur einungis glærar perur sem gefa bjarta lýsingu. Christmas Vacation Úr kvikmyndinni sem margir hafa líkt húsi Ómars við. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stoltur Ómar R. Valdimarsson fyrir utan ljósum prýtt heimili sitt. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.