Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég ætla ekki að segja að þetta sé
einsdæmi hjá mér, en það er vissu-
lega sjaldgæft að vera að frumsýna
þrjár stórar sýningar í beit. Það er
ekki eitthvað sem er alltaf á boð-
stólum,“ segir Egill Heiðar Anton
Pálsson um síðustu vikur og mánuði
sem verið hafa í annasamara lagi fyr-
ir hann. Frá því í
vor hefur hann
samhliða unnið að
leikstjórn þriggja
ólíkra sýninga í
þremur borgum í
tveimur löndum.
Um er að ræða
They Called Her
Nico sem frum-
sýnd var í Volks-
bühne í Berlín í
júní, Fanný og Alexander eftir Ing-
mar Bergman í nýrri leikgerð Egils
sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu
í Álaborg í síðustu viku við góðar við-
tökur, eins og sjá má í ramma hér til
hliðar, og De befriede (Hinir frels-
uðu) eftir Lucas Svensson sem frum-
sýnd verður hjá Østerbro Teater í
Kaupmannahöfn 30. október.
„Þetta voru alltof freistandi og
skemmtilegir hlutir til að ég gæti lát-
ið verkefnin frá mér. Tilviljun réð því
að þetta raðaðist svona þétt og fyrir
vikið er ég nánast orðinn meistari í
tímaflakki,“ segir Egill kíminn, sem
samhliða leikstjórninni sinnir störf-
um sem prófessor í leikstjórn við
Ernst-Busch-leiklistarháskólann í
Berlín þar sem hann býr.
Barátta Nico við íhaldssemi
Spurður um They Called Her Nico
segir Egill um tónleikhússýningu
hafa verið að ræða sem unnin var í
samstarfi við leik- og söngkonuna
Christin Nichols, leikskáldið Martin
Waldman og hljómsveitina The En-
tourage Noir. „Þegar Christin og
Martin leituðu til mín um að leikstýra
sýningunni var ég að leikstýra í
Tromsø í Norður-Noregi. Við not-
uðum því Skype og unnum nótt sem
nýtan dag til að setja saman handrit í
kringum ákveðin lög og ævi Nico,“
segir Egill og vísar þar til Christu
Päffgen sem nefnd var Nico. Egill
rifjar upp að Nico hafi verið fyrsta
þýska súpermódelið, leikið í kvik-
myndinni La Dolce Vita (1960) í leik-
stjórn Federico Fellini, verið músa
Andy Warhol og sungið með The
Velvet Underground.
„Verkið rekur ekki ævi hennar í
réttri röð heldur unnum við með
ákveðin þemu úr lífi hennar, s.s.
ímyndarleikina sem hún notaði og bar-
áttu hennar gegn íhaldssemi sam-
félagsins,“ segir Egill og rifjar upp að
hópurinn hafi aðeins haft tvær vikur til
æfinga í Berlín og fengið einn dag á
stóra sviði Volksbühne til að koma
tveggja klukkustunda sýningu á svið.
„Góður undirbúningur og frábært
samstarfsfólk gerði það að verkum að
þetta small allt,“ segir Egill og rifjar
upp að viðtökur hafi verið mjög góðar.
Samtímis því sem Egill var að leik-
stýra tveimur sýningum í N-Noregi
fyrr á árinu skrifaði hann nýja leikgerð
á Fanný og Alexander eftir Bergman
sem margir þekkja í kvikmyndaformi
frá 1982 og sjónvarpsþáttaröðinni frá
1983. „Það eru til margar leikgerðir á
þessum efniviði sem farið hefur í
marga hringi og því fannst mér mikil-
vægt að leita aftur í grunninn,“ segir
Egill og vísar þar til nóvellu eftir Berg-
man sem nefnist Fanný og Alexander
og Amanda.
„Í sjálfsævisögu sinni Laterna
Magica segir Bergman frá uppvexti
sínum sem einkennist af miklu harð-
ræði föður hans. Nóvellan er, eins og
sjálfsævisagan, öllu óritskoðaðri,
grófari og vægðarlausari en bæði
kvikmyndin, sjónvarpsþættirnir,“
segir Egill og tekur fram að lykillinn
að sínum lestri á verkinu hafi legið í
því að „ég-ið“ í nóvellunni sé ekki
Alexander 11 ára heldur Bergman
sem fullorðinn maður. „Sökum þessa
fara tveir fullorðnir leikarar með hlut-
verk Fannýjar og Alexanders í upp-
færslunni og nota brúður í raun-
stærð,“ segir Egill og bendir á að
Alexander sýningarinnar útskýri fyrir
áhorfendum snemma kvölds að um sé
að ræða sýningu um minningar.
„Alexander Ekdhal ákveður að
leikstýra fyrir okkur áhorfendur, með
hjálp fjölskyldu sinnar sem er leik-
húsfjölskylda, æskuminningum sínum
sem tengjast mjög erfiðum tíma í lífi
fjölskyldunnar,“ segir Egill og rifjar
upp að hann hafi setið fyrir svörum
áhorfenda eftir síðustu rennslin fyrir
frumsýningu og fengið sterk við-
brögð. „Áhorfendur hrifust af frá-
sagnarforminu sem blandar saman
epísku frásagnarleikhúsi og drama-
tískum átökum. Fólki fannst líka gam-
an að láta koma sér á óvart með upp-
lýsingum sem aðeins er að finna í
nóvellunni og ekki í sjónvarpsþátt-
unum,“ segir Egill og tekur fram að
hann sé afkomendum Bergman, sem
fara með höfundarétt verka hans,
þakklátur því frelsi sem þeir gefa
listafólki til að vinna með verkin.
Kallar á listrænt tilhugalíf
„Rétthafar höfundarverka hans eru
allt leikhúsfólk og þeim dettur ekki í
hug að skipta sér af listrænni útkom-
unni, sem er þakkarvert en því miður
alltof sjaldgæft,“ segir Egill sem sett
hefur upp fleiri verk Bergman, m.a.
Brot úr hjónabandi, Persónu og
Tjaldið fellur. „Það var agalega erfitt
að eiga við réttindamálin þegar ég
leikstýrði Hver er hræddur við Virg-
iniu Woolf? eftir Edward Albee fyrir
nokkrum árum. Oft eru ættingjarnir
jafnvel miklu verri en sjálfur höfund-
urinn. Ritskoðendur forlaganna sem
annast höfundarétthafamálin eru síð-
an ennþá verri,“ segir Egill og nefnir í
því samhengi verk Samuels Beckett.
Aðspurður segir Egill reglulega
fylgjast með sýningum sínum til að
sjá hvernig þær þróist. „Frumsýning-
arvikuna er ég smám saman að sleppa
tökum af sýningunni, enda verður hún
að fá að þróast og þroskast í höndum
leikhópsins. Ef grunnurinn er rétt
lagður þá halda sýningarnar alltaf
áfram að þróast í rétta átt og verða
með tímanum betri en þegar ég skildi
við þær. Það er alltaf rosalega gaman
og í raun það sem að er stefnt. Lykill-
inn að leikstjórn felst í því að kveikja á
ímyndunarafli allra sem að sýning-
unni koma og leyfa öllum að eiga sína
hlutdeild í sköpunarferlinu, því það
tryggir að listafólkið standi vörð um
listaverkið sem er búið til.“
Og hvernig gerir þú það?
„Það krefst listræns tilhugalífs við
efniviðinn og samstarfsfólkið. Ég held
að ég hafi lært það með árunum að
það er ástæða fyrir því að við erum
með tvö eyru en aðeins einn munn. Ef
við lærum að hlusta tvöfalt meira en
við tölum þá skilar það betri árangri,“
segir Egill kíminn.
Framundan er þriðja frumsýning
Egils á aðeins fimm mánuðum, en
þriðja árið í röð er hann að vinna með
sænska leikskáldinu Lucas Svensson
hjá Østerbro Teater í Kaupmanna-
höfn. „Fyrir þremur árum gerðum við
umfangsmikla sýningu sem spannaði
100 ára sögu Danmerkur þar sem
fjórir leikarar léku 63 hlutverk. Lucas
skrifaði handrit upp á 300 síður sem
ég vann síðan mína leikgerð upp úr. Í
fyrra settum við upp Síðustu 100
daga Mussolinis þar sem samband
hans við listamanninn Giovacchino
Forzano var í forgrunni. Mér finnst
mjög gott að vera djúpt inni í hand-
ritsmálum, hvort heldur það eru ný
verk, nýjar leikgerðir á eldri verkum
eða kvikmyndum, svo bæði konseptið
og handritið passi saman. Mér finnst
rannsóknarvinnan mjög skemmti-
leg,“ segir Egill og tekur fram að De
befriede sé þar engin undantekning.
Líkt og titilinn gefur til kynna fjallar
verkið um hernám Þjóðverja í Dan-
mörku í seinni heimsstyrjöld.
Fjallar um mjög erfiðan tíma
„Í sýningunni eru sex sögur tvinn-
aðar saman. Verkið hefst á því að
gamall kennari finnst myrtur árið
1981. Það vekur athygli rannsóknar-
lögreglumannanna að kennarinn var
skotinn í hægra augað með byssu af
gerðinni Luger Parabellum sem nas-
istar notuðu á stríðsárunum. Hjá lík-
inu finnst listi með nöfnum sem skrif-
uð eru aftan á kvittun frá
fatahreinsun sem dagsett er 5. maí
1945 þegar hernáminu lauk formlega
í Danmörku,“ segir Egill og tekur
fram að fjórir leikarar bregði sér í yf-
ir 40 hlutverk í sýningunni. Við sögu
komi Werner Best, SS-foringi og
landstjóri Þjóðverja í Danmörku;
Adolf Eichmann, yfirmaður þriðja
ríkisins í málefnum gyðinga, og
Uppspuninn bliknar í
samanburði við söguna
Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrði þremur sýningum í tveimur löndum á
sama tíma Finnst mikilvægt að setja hluti í samhengi og skoða stóru söguna
Ljósmynd/Søren Meisner
Fasisti Úr sýningunni Síðustu 100 dagar Mussolinis sem Egill Pálsson setti upp hjá Østerbro Teater í fyrra.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Skuggi Síðasta leikstjórnarverkefni Egils á Íslandi var Himnaríki og helvíti
í Borgarleikhúsinu 2018 þar sem Þuríður Blær Jóhannsdóttir lék drenginn.
Egill Heiðar
Anton Pálsson
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14