Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 68

Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Þuríður Sigurðardóttir HLJÓÐFÆRALEIKARAR: Pálmi Sigurhjartarson Benedikt Brynleifsson Gunnar Hrafnsson Grímur Sigurðsson Hjörleifur Valsson GESTASÖNGVARI: Sigurður Helgi Pálmason Þegar Þuríður varð sjötug í ársbyrjun 2019 og 50 ár voru liðin frá því að fyrsta sólóplata hennar, með lögunum Ég á mig sjálf og Ég ann þér enn, kom út fagnaði hún tímamótunum með tónleikum í Bæjarbíói. Miðarnir seldust upp á skömmum tíma og eftirspurnin var slík að hún efndi til aukatónleika. Mjög góður rómur var gerður að tónleikunum enda er Þuríður í fantagóðu formi og syngur betur en nokkru sinni fyrr. Vegna fjölda áskorana hefur Þuríður ákveðið að halda fleiri tónleika og koma fram í Salnum í Kópavogi með sama mannskap og í Bæjarbíói. Það verður enginn svikinn af tónleikum með Þuríði og hennar fólki. ...HJARTAÐ SYNGUR DÁTT Stórskemmtilegir tónleikar! 27 SEP 2019 SALURINN KÓPAVOGI MIÐAR Á Innsetning þeirra Önnu Hallinog Olgu Bergmann, Fangelsi,í Sverrissal Hafnarborgar,byggir á umfangsmiklu lista- verki sem þær unnu fyrir fangelsið á Hólmsheiði sem var tekið í notkun árið 2016. Þær Anna og Olga hafa starfað sjálfstætt að myndlist um árabil en hafa tekið höndum saman og sýnt saman öðru hvoru frá árinu 2003 sem listamannatvíeykið Berghall. Tillaga þeirra að verkinu „Arbor- etum – trjásafn“ varð fyrir valinu þegar efnt var til samkeppni um listskreytingu í fangelsinu. Verkið er í raun margþætt; í aðkomugarði fyrir utan fangelsið var komið fyrir þyrpingu níu trjátegunda ásamt sérstökum fuglahótelum sem smíð- uð voru af föngum á Litla-Hrauni. Vefmyndavélum er komið fyrir í fuglahúsunum og fylgja þær eftir hverri hreyfingu fuglanna, þar sem þeir sækja sér mat og skjól. Atferli fuglanna er svo varpað á skjá í bókasafni fangelsisins, þar sem fangarnir geta fylgst með því sem fram fer í garðinum. Í salnum í Hafnarborg er frekar dimmt um að litast, gluggar eru byrgðir að mestu. Tveimur vídeó- verkum, sem unnin eru upp úr efni frá áðurnefndum vefmyndavélum, er varpað á gagnstæða veggi og í miðjum sýningarsalnum hefur verið byggt rými sem er eftirmynd af raunverulegum fangaklefa á Hólms- heiði sem sýningargestir geta geng- ið inn í í einrúmi og lokað að sér. Sýningarrýmið er svo vaktað af vökulu auga í enda salarins. Fanga- klefinn fyllir vel út í miðju rýmisins og þrengir að, bæði rýminu sjálfu og áhorfandanum. Hvaða þýðingu hefur það að vera frjáls eða að vera sviptur frelsinu? Umræður um refsingar og kostn- að við fangelsi fóru hátt í Bretlandi í lok 18. aldar, þar kom fram krafa um úrbætur og aukna skilvirkni til að minnka útgjöld. Hugmyndir og teikningar Jeremy Benthams af víð- sjánni eða panopticon féllu vel að þessari hugsun um afmarkað rými þar sem valdhafanum er gert auð- veldara að hafa eftirlit með einstak- lingum sem hafa brotið af sér og eru lokaðir af til að taka út refs- ingu. Víðsjáin er hár turn sem stað- settur er í miðju fangelsinu og í turninum er vörður sem getur fylgst með öllu því sem fram fer, hvenær sem er. Það er nóg að vita af verðinum, hann er til staðar án þess að fangarnir sjái hann. Grein- ing franska heimspekingsins Michel Foucaults á panoptísku eftirlitssam- félagi, sem kom fram á áttunda ára- tug síðustu aldar, nýtir sér þessar hugmyndir Benthams en hann yfir- færir þær á nútímasamfélagið þar sem valdið liggur í athöfnum og eftirliti með þeim, fremur en hjá einum ákveðnum valdhafa. Í hug- myndum Foucaults um alsæi beinir hann sjónum sínum að valdastrúkt- úrum samfélagsins, við erum alls staðar undir eftirliti hins opinbera eða náungans, allar athafnir okkar eru skráðar og lítið mál er að rekja slóð okkar ef svo ber undir, hvort sem við ferðumst í hinu huglæga opinbera rými sem netið er eða göngum framhjá eftirlitsmyndavél á leiðinni í búðina eða bankann. Við erum stöðugt undir alsjáandi auga valdhafans þó svo að við séum í raun frjáls ferða okkar. Valdhafinn er í raun og veru við sem einstak- lingar og sem samfélag, við höfum öll bein eða óbein áhrif á athafnir annarra með einum eða öðrum hætti. Einstaklingar sem vistaðir eru í fangelsi eru lausir undan völundar- húsi eftirlitssamfélagsins á sama tíma og þeir eru undir stöðugu eftirliti. Fangelsi er afmarkaður staður, rými eftirlits þar sem heim- ur internetsins er föngunum lok- aður. Á sýningunni Fangelsi gefa þær Anna og Olga áhugaverða inn- sýn í tilveru þar sem einstaklingur- inn er innilokaður á stað sem á sama tíma er á einhvern hátt um- lukinn frelsi. Listamennirnir hafa skapað heim sem þrengir að áhorf- andanum á áhrifamikinn hátt og þrúgandi innilokunarkennd svífur yfir vötnum. Innsetningin veltir upp hugleiðingum um frelsi og frelsis- sviptingu, fuglarnir sem eru tákn- mynd frelsis eru nú undir eftirliti fanganna á stað þar sem einungis hugurinn er frjáls. Að fanga frelsið Ljósmynd/Hafnarborg Fuglahús Stilla úr vídeóverki sem tvíeykið Berghall vann úr upptökum vefmyndavéla úr fuglahúsum. Hafnarborg Fangelsi bbbbn Anna Hallin og Olga Bergmann. Sýningin stendur til 27. október 2019. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.