Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 76

Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 39.900 ALLY HÆGINDASTÓLL með dökkbláu velúr áklæði og fótum úr gúmmívið. Ný t t N ý t t 15.995 INDUSTRY LOFTLJÓS með möttum gulum málmskerm. Ø42,5 x H45 cm. Ný t t VICA JÁRNBOX Blátt. 20x10x20 cm. 1.995 kr. Grænt. 29x10x13 cm. 2.495 kr. Grátt. 40x18x15 cm. 3.495 kr. Nú127.920 WESTON SÓFI 2ja sæta, leðurlíki. L164 cm. 159.900 kr. Nú263.920WESTON HORNSÓFIleðurlíki. L235xD285 cm.329.900 kr. SEPTEMBER TILBOÐ WWW.ILVA.IS/TILBODListasafn Reykja- víkur býður upp á kvölddagskrá á Kjarvalsstöðum í dag frá kl. 17 til 22, tengda þrem- ur sumarsýning- um safnsins sem þar standa yfir. Boðið verður upp á leiðsagnir um sýningarnar þrjár og flutt erindi um hugmyndafræði William Morris. Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við LHÍ, fjallar um Morris og ís- lenska handverkshefð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, myndlistarmaðurinn Eggert Pétursson og Markús Þór Andrés- son, deildarstjóri sýninga og miðl- unar hjá safninu, verða með leið- sagnir. Erindi og leiðsagnir FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Tveir leikmenn fóru í mig á sama augnabliki. Við það missti ég alveg jafnvægið og lenti með hnakkann í gólfinu. Ég fékk gat á hausinn og tilheyrandi. Eftir það hef ég verið frá,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, en óvíst er hvenær hann getur byrjað að spila á ný með liði sínu í dönsku úrvalsdeildinni. »64 Óvissa um framhaldið hjá Ómari Inga ÍÞRÓTTIR MENNING Bókamessan hefst í dag í Gauta- borg og verða rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn fulltrúar Íslands á henni og ræða meðal annars um hefðina, nútímann, ímyndunar- aflið, glæpasögur og ofurhetjur. Messan stendur yfir til sunnudags og heldur Miðstöð íslenskra bókmennta utan um dagskrá íslensku höf- undanna í samráði við stjórnendur messunnar. Bækur íslenskra höfunda verða kynntar og margar hverjar í sænskum þýðingum. Fjögur á bókamessu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sauðfjárslátrun er fastur liður á haustin. Hjá Sláturfélagi Vopnfirð- inga hefst hún venjulega í kringum 4. september og undanfarin sex ár hefur Gísli G. Þorkelsson, sem býr í Reykjanesbæ, var starfsmaður Olís í 55 ár og átti afmæli í gær, lagt land undir fót og lagt heimamönn- um lið í sláturhúsinu. „Ég er orðinn 78 ára, þetta er sjöunda haustið sem ég tek þátt í þessari vinnu og hún er alltaf jafn skemmtileg,“ segir hann. Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði er systir Gísla, Þórður Pálsson, eiginmaður hennar, er bókari Sláturfélagsins og Skúli, sonur þeirra, er sláturhússtjóri. Gísli segir að eftir að hann hafi hætt að vinna hjá Olís vegna aldurs hafi hann haft á orði við systur sína að nú tæki hún hann bara í slátur- húsið. „Hún tók mig á orðinu og síðan hef ég verið hjá þeim fyrir austan í átta vikur á hverju hausti.“ Í sláturtíðinni er um 850 lömbum slátrað daglega hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga. „Ég er síðastur í lín- unni, svokallaður gærusnyrtir, og þetta er brjálæðisleg törn, þræla- vinna, en ég er vanur miklu álagi og mér finnst gaman að taka til hendi í svona hamagangi. Svo er ég í svo góðum málum, því ég bý hjá systur minni meðan á þessu stendur.“ Landsliðsmaður og meistari Olís hefur lengi notið starfskrafta margra í fjölskyldunni. Faðir Gísla vann hjá Landsverslun Íslands, for- vera Olíuverslunar Íslands, í 50 ár, Gísli í 55 ár sem áður sagði, annar sonur hans í 25 ár og hinn í 15 ár. Eiginkona hans vann hjá Olís í 30 ár. „Ég byrjaði 14 ára, fyrst í sumarvinnu í tvö sumur og síðan stanslaust þar til ég varð sjötugur,“ rifjar Gísli upp. Hann var bílstjóri á olíubílum til 1970, fór þá inn sem verkstjóri og var stöðvarstjóri síð- ustu árin. „Ég var stöðvarstjóri öll árin sem Óli Kr. Sigurðsson var við stjórnvölinn og sá um allt eldsneyti á landinu.“ Samfara mikilli vinnu hjá Olís var Gísli markvörður hjá KR, var 16 ára Íslandsmeistari í handbolta 1958 og í fótbolta árið eftir. „Ég var einu sinni markmaður Reykja- víkurúrvalsins á móti Akranesi, var varamaður í landsliðinu 1964, lék þá einn B-landsleik, á móti Fær- eyjum, spilaði landsleik á móti Finnum í kjölfarið og svo kom fyrsti Evrópuleikurinn, á móti Liverpool. Það var mikil upplifun,“ segir jaxlinn. Vinnan í forgangi Gísli áréttar að vinnan hafi alltaf haft forgang, menn hafi unnið eins mikið og þeir gátu og hann hafi oft þurft að mæta beint úr henni á æf- ingar og í leiki. „Ég keyrði mikið út á land og oft þurfti mamma að senda keppnisfötin mín inn á Laugardalsvöll, þar sem ég hafði ekki tíma til þess að koma við heima fyrir leik heldur keyrði beint á völlinn og lagði á bílastæði í grennd.“ Hann leggur áherslu á að mikið hafi verið að gera í vinnunni. „Síðustu árin vorum við tveir á bílnum og keyrðum allan sólar- hringinn á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Það var mikill hasar.“ Gísli segir að sláturtíðin rifji upp álagið á árum áður og sé um leið sumarauki. „Þessi vinna brýtur upp árið og djöfulgangurinn er ekkert nema skemmtun enda þekki ég ekki annað, alltaf fundist gaman að vinna.“ Í sláturhúsinu Gísli Þorkelsson er svokallaður gærusnyrtir á Vopnafirði. Tvö kvöld í viku vinnur hann auk þess við að svíða kindahausa. Sumarauki hjá Slátur- félagi Vopnfirðinga  Sjöunda sláturtíð Gísla G. Þorkelssonar í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.