Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Side 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Side 18
18 www.virk.is Þ JÓ N U S TA býður ráðgjöf. „Sumir eru ef til vill ekki reiðubúnir að koma strax í viðtal, en eru þó jákvæðir. Fólk gerir sér grein fyrir að þetta er þjónusta, en ekki kvöð. Reyndar höfum við endurskoðað reglur sjúkrasjóðsins. Núna verða þeir, sem fá sjúkradagpeninga, að koma í eitt viðtal hið minnsta. Þetta er réttur félagsmanna, sem við viljum að þeir nýti sér. En það eru engin viðurlög við því að gera það ekki. Við höfum hins vegar miðað við, að sá sem er lengur en 8 vikur á sjúkradagpeningum, komi til mín.“ Hún segir mikilvægt að halda ráðgjöfinni að fólki. „Fólk á vissulega rétt á sjúkradagpeningum, en það á líka þann sjálfsagða rétt að fá starfsendurhæfingu. Algengustu úrræðin eru sjúkraþjálfun og viðtöl við sálfræðinga. Svo nýtir fólk sér gjarnan ýmis námskeið, sem auka starfsgetuna.“ Soffía nefnir dæmi af konu, sem unnið hafði í mörg ár við aðhlynningu. „Hún var komin með einkenni gigtar í baki, vegna slitálags, hafði fullnýtt veikindarétt sinn hjá vinnuveitanda og fékk sjúkradagpeninga hjá sjúkrasjóði stéttarfélags síns. Hún var því í mjög dæmigerðri stöðu þeirra, sem leita til ráðgjafa. Í slíkum tilvikum er gjarnan byrjað á að vísa fólki til sjúkraþjálfara og hugsanlega leitað til iðjuþjálfa. Hjá Gigtarfélagi Íslands vinna t.d. sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi saman að lausnum og það kemur mörgum vel.“ Helsta hlutverk ráðgjafans er að fá skýra mynd af því hvaða hindranir draga úr starfsgetu fólks. „Er fólk haldið sjúkdómi eða hefur lent í slysi? Einnig er mikilvægt að finna hvaða styrkleika hver og einn hefur og nýta þá. Í hverju tilviki þarf að finna það fagfólk, sem hefur besta sérþekkingu.“ Soffía segir starfið ganga vel og mun betur nú en fyrst. „Það er ósköp eðlilegt. Í fyrstu þurfti að feta ýmsar brautir í fyrsta sinn og þótt ég teldi mig hafa ágæta reynslu og þekkingu þá kom margt á óvart. Núna er starfið að komast í ágætt horf og ég veit að það mun enn batna. Það er mjög mikilvægt Þegar Soffía Erla Einarsdóttir sá auglýst starf ráðgjafa, sem ætlað var að vinna að markmiðum Starfsendurhæfingarsjóðs, sá hún að þar var lýsingin á hennar áhugasviði komin. Hún er með BA-próf í sálfræði og hafði starfað hjá Reykjanesbæ við að liðsinna þeim sem sóttu um fjárhagsaðstoð. Það var fjölbreytt starf, en skemmtilegust fannst henni sú vinna sem sneri að starfsendurhæfingu. Þegar hún sá auglýsinguna um ráðgjafastarfið vann hún að meistararitgerð sinni í mannauðsstjórnun. Soffía var ráðin ráðgjafi Eflingar stéttarfélags í byrjun árs 2009 og um haustið bættist Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði við. „Þegar ég kom til starfa hafði Efling lagt góðan grunn að verkefnum mínum. Af hálfu sjúkrasjóðsins var tilbúinn listi yfir alla þá, sem fengu sjúkradagpeninga, og ég gat sest við símann og haft samband við allt þetta fólk. Um helmingur þess þáði þjónustuna, jafnt konur sem karlar. Hópurinn er mjög breiður, en innan vébanda Eflingar og Hlífar er stór hópur ófaglærðs verkafólks og margir eru af erlendum uppruna. Sá hópur hefur vissulega minnkað undanfarna mánuði, en er þó enn stór.“ Þjónusta, ekki kvöð Forsenda þess, að fólk leiti ráðgjafar Soffíu, er að vinnugetu þess sé ógnað. „Sú ógn getur verið af ýmsum toga, en í þessum hópi er líkamlegt slit vegna erfiðisvinnu algengt. Um helmingur hópsins, sem til mín leitar, er enn í vinnu og vill ráðgjöf um hvernig hann geti stundað vinnu sína áfram. Ég er mjög ánægð með það, það er gott að koma sem allra fyrst að málum.“ Soffía segist oftast nær hafa fengið jákvæð viðbrögð, þegar hún hefur samband við fólk og Árangur fyrir einstaklinga og þjóðfélagið Soffía Erla Einarsdóttir ráðgjafi hjá Eflingu og Hlíf / viðtal „Starfsendurhæfing er mjög mikilvæg og skilar árangri, bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Sjálf ætla ég að vera hér þar til fólki finnst ekki þörf á mér lengur. Helst vildi ég vera óþörf en á meðan svo er ekki vil ég aðstoða fólk við að ryðja hindrunum úr vegi.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.