Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 28
28 www.virk.is Þ JÓ N U S TA Inngangur Virk atvinnuþátttaka er mikilvæg auðlind sérhvers samfélags og möguleiki til atvinnu telst til grundvallarlífsgæða. Vinnan gefur einstaklingum hlutverk, getur verið heilsu- eflandi og henni fylgir fjárhagslegt öryggi. Þegar starfsgeta einstaklings skerðist vegna veikinda eða slyss er oft erfitt að ná bata og byggja sig upp til að fara aftur til vinnu. Strax eftir sex til átta vikna fjarveru dregur úr sjálfsöryggi, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu á vinnumarkaði. Mikilvægt er að grípa fljótt inn í til að draga úr líkum á ævilangri örorku (Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson og Stefán Ólafsson 1998). Líta má á þennan tíma sem flókið ferli breytinga. Ólíkir áhrifaþættir hegðunar koma við sögu svo sem trú einstaklingsins á eigin getu, félagslegur stuðningur og gildi breytingar fyrir einstaklinginn (Morrison og Bennett 2006). Einstaklingar vega og meta kosti og galla breytinga (eins og að snúa aftur til vinnu) og blendnar tilfinningar eru eðlilegur hluti af ferlinu (DiClemente og Velasquez 2002). Þetta ferli getur verið erfitt, það tekur tíma og krefst stuðnings við fyrrgreinda þætti. Áhugahvöt (staða vilja/ákefðar til breytinga) skiptir hér lykilmáli þar sem hún er hið virka afl sem knýr einstaklinginn áfram til atvinnuþátttöku á ný (Mantey 2009, Finch og félagar 2005). Því eru aðferðir sem leitast við að viðurkenna einstaklinginn eins og hann er og efla innri áhugahvöt til vinnu líklegri til þess að kalla fram jákvæða hegðunarbreytingu. Á undanförnum árum hefur þróun Áhugahvetjandi samtals verið mikilvægt framlag á þeim vettvangi (Emmons og Rollnick 2001). Árangur og notagildi Áhugahvetjandi samtals hefur verið rannsakað í yfir 160 rannsóknum og niðurstöður sýna að það er kostnaðarvirkt, árangursríkt og hefur notagildi á breiðu sviði heilsufarsvandamála og heilsuhegðunar. Rannsóknir sýna einnig að fagaðilum sem nota Áhugahvetjandi samtal líður betur í starfi og skilaboð til einstaklinga festast betur í sessi (Burke og félagar 2003, Hettema, Steele og Miller 2005, Rubak, Sandaek, Laurizen og Christensen 2005, Resnicow, 2005). Í þessari grein verður hugmyndafræði Áhugahvetjandi samtals kynnt og sagt frá aðferðum og tækni þess. Einnig er sagt frá frumniðurstöðum af innleiðingu þess í ráðgjöf í starfsendurhæfingu við starfsendurhæfingarstofnun Washington- fylkis í Bandaríkjunum. Áhugahvetjandi samtal Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga (Miller og Rollnick 2009). Aðferðin varð til í starfi Williams Millers með fíkniefnaneytendum og hugmyndafræði þess þróaðist áfram í samstarfi hans og Stephens Rollnicks (Miller og Rollnick 2009, Moyers 2004). Aðferðin hefur gefist vel til að vinna með einstaklingum sem eru á báðum áttum varðandi breytingu eða eru tregir til, þar sem það nýtir tvíbendni til að færa einstakling áfram í breytingarferlinu. Tvíbendni er það kallað þegar tvær leiðir eru í boði sem báðar hafa ákveðna kosti og galla fyrir einstaklinginn. Áhugahvetjandi samtal skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að vega og meta báðar leiðir án þess að dæma eða gagnrýna. Þannig má kalla fram og efla innri áhugahvöt til hegðunarbreytinga („ég ætla að breyta af því að ég vil það“) og skapa jákvæða Úr veikindum til vinnu Áhugahvetjandi samtal og ráðgjafahlutverkið Soffía Eiríksdóttir ráðgjafi hjá BSRB Þegar einstakling- ur veikist eða verður fyrir slysi sem skerðir starfs- getu hefst flókið ferli breytinga. Hvatning, þátttaka og tækifæri skipta lykilmáli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.