Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 31
31www.virk.is
ÞJÓNUSTA
Leukfeld og félagar 2003, Rollnick
2007 og 2008). Undanfarin tvö ár
hefur stofnun starfsendurhæfingar (The
Department of vocational rehabilitation)
í Washington unnið að innleiðingu á
notkun Áhugahvetjandi samtals við
ráðgjöf í starfsendurhæfingu. Á þessu
tímabili fengu ráðgjafar stofnunarinnar
kennslu og þjálfun í Áhugahvetjandi
samtali sem byggði á námskeiðum,
persónulegri handleiðslu og endurgjöf
á notkun þess í starfi. Verið er að vinna
að birtingu fræðilegrar úttektar á ferlinu
en frumniðurstöður benda til aukinnar
starfsánægju og minni kulnunar meðal
ráðgjafa. Einnig varð árangur betri hjá
einstaklingum sem leituðu til ráðgjafa
(Manthey 2009). Eftirfarandi eru hug-
leiðingar og ábendingar varðandi hvernig
Áhugahvetjandi samtal getur nýst við
ráðgjöf í starfsendurhæfingu og hvað þarf
að hafa í huga við innleiðingu þess:
Tímaskortur og álag
Í upphafi fannst ráðgjöfum þeir ekki
hafa tíma til að nota Áhugahvetjandi
samtal. Fjöldi mála var mikill hjá
hverjum og einum og krafa um að koma
einstaklingum í atvinnuúrræði innan 120
daga. Þungamiðja starfs þeirra var því
oft að finna skjóta lausn vandamála til
að koma einstaklingum áfram í kerfinu
innan tímarammans. Slíkur þrýstingur
um frammistöðu eykur á kvíða, getur
valdið misskilningi og neytt fagaðila
áfram í lausnum sem einstaklingar eru
litlir þátttakendur í að móta (Miller og
Rollnick 2002). Áhugahvetjandi samtal
má nota með góðum árangri undir miklu
álagi jafnvel þar sem tími sem ætlaður
er hverjum einstakling er aðeins 5-10
mínútur (Rollnick 2008) og á breiðu sviði
ráðgjafar til bættrar heilsu (Emmons og
Rollnick 2001). Lögð var áhersla á þetta
við innleiðingu og ráðgjafar fengu stuttar
æfingar í að gera samtalsformið að sínu
til að það yrði hluti af vinnunni en ekki
eitthvað sem þyrfti að gera aukalega.
Í lok ferlisins fannst ráðgjöfum að þeir
hefðu ekki nægan tíma til að geta sleppt
notkun Áhugahvetjandi samtals.
Við erum ekki meðferðar-
aðilar
Ráðgjafarnir vildu forðast samskipti þar
sem þeir væru orðnir meðferðaraðilar.
Flestir voru ekki menntaðir sem slíkir
og höfðu ekki áhuga á að starfa undir
þeim formerkjum. Til að koma til móts
við þessa upplifun var lögð áhersla á að
Áhugahvetjandi samtal væri ekki meðferð
heldur leið til að nálgast fólk óháð
alvarleika vandamáls eða aðstæðna. Við
þjálfun og kennslu var skapað rými til að
ráðgjafar skildu og tileinkuðu sér anda
Áhugahvetjandi samtals. Einnig var lögð
áhersla á að kenna hvernig ráðgjafar
gætu nýtt sér lykilaðferðir þess til að
greina hvort og hvar væri þörf á frekari
aðstoð og þannig beint einstaklingum
áfram til viðeigandi meðferðaraðila.
Hvað ef einstaklingur velur
að breyta ekki hegðun?
Ef einstaklingar breyttu ekki hegðun
eins og ráðlagt var (til dæmis að hætta
að drekka, prófa vinnuúrræði eða snúa
aftur til vinnu) fannst ráðgjöfum þeim
hafa mistekist í starfi og fundu fyrir
vanmætti. Áhugahvetjandi samtal leitast
við að styðja sjálfstæði einstaklings. Það
birtist í virðingu fyrir vali hans og frelsi
til ákvörðunartöku (Miller og Rollnick
2002). Ráðgjafar voru hvattir til að vinna
út frá þessari grunnreglu, leggja áherslu
á að tileinka sér aðferðir Áhugahvetjandi
samtals í starfi og setja kröfur um tiltekna
útkomu til hliðar. Smátt og smátt upplifðu
þeir aukna starfsgleði, minni kvíða og
gátu farið heim að loknum vinnudegi og
notið frítímans betur. Mun fleiri mál fengu
jákvæða niðurstöðu; einstaklingar virtust
frekar færast í átt að jákvæðri breytingu
þegar ráðgjafarnir hættu að reyna að ýta
þeim þangað.
Ef fólk gerði bara eins og
ég segi
Erfitt var að fara úr hlutverki sér-
fæðingsins. Ráðgjafar voru gjarnir á að
koma með lausnir á vandamálum fyrir
einstaklinga eða leiðbeina um hvernig
best væri að gera hlutina. Lögð var áhersla
á að efla innri áhugahvöt einstaklingsins
til breytinga þannig að þörfin væri sprottin
hjá viðkomandi og vinna með tvíbendni til
að geta skoðað ástæður einstaklingsins
sjálfs fyrir því að breyta ekki og vinna sig
þaðan í átt að jákvæðri breytingu á hans
forsendum.
Ég kann þetta allt
Margir töldu sig kunna þetta allt, ráðgjafar
höfðu lært hefðbundna samtalstækni;
speglanir, opnar spurningar og notuðu
samhygð í ráðgjöf. Bent var á að hægt væri
að vera sérfræðingur í góðri samtalstækni
en á sama tíma ýta undir tal sem viðhéldi
óbreyttu ástandi og það væri ekki
Áhugahvetjandi samtal. Lögð var áhersla
á að kenna leiðir til að þekkja breytingatal
og fylgja því eftir í ráðgjöf. Einnig að
Áhugahvetjandi samtal væri leið til að
nota samtalstækni sem ráðgjafar höfðu
lært áður á markvissari hátt, og á réttum
tímapunkti, til að kalla fram áhugahvöt
og efla breytingatal. Ráðgjafarnir bentu
einnig á að kennsla ein og sér væri ekki
nóg. Nauðsynlegt væri að gera ráð fyrir
þjálfun, endurgjöf og handleiðslu þar
sem þeir gætu rætt hugleiðingar sínar
og ábendingar varðandi notkun þess í
starfi.
Í heildina fannst ráðgjöfum sem notuðu
Áhugahvetjandi samtal það hjálpa við
að gera ráðgjöfina markvissari og stýra
samtalinu að því markmiði að efla
atvinnuþátttöku einstaklingsins. Þeim
fannst þeir geta stigið út úr hlutverki þess
sem hafði með ákvarðanir og fjármuni
að gera og inn í ráðgjafahlutverkið á
jafnréttisgrundvelli.
Lokaorð
Þegar einstaklingur veikist eða verður
fyrir slysi sem skerðir starfsgetu hefst
strax flókið ferli breytinga. Hvatning,
þátttaka og tækifæri skipta lykilmáli og
nauðsynlegt er að koma snemma inn í
ferlið til að styðja við hentuga lausn til
áframhaldandi atvinnuþátttöku og virkni
í samfélaginu. Áhugahvetjandi samtal
viðurkennir sálfélagslega áhrifaþætti
heilsu, frelsi einstaklinga og getu til
ákvarðanatöku og hefur borið góðan
árangur á þessu sviði. Aðferðin veitir
fagaðilum einnig aukna vellíðan í
starfi, þar sem jafnræði og jákvæðni á
trú á getu einstaklingsins til að breyta
hegðun skapar andrúmsloft þar sem
báðir aðilar geta fullnýtt möguleika sína.
Ábyrgðin á hegðunarbreytingu liggur
hjá einstaklingnum og í sameiningu