Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 36
36 www.virk.is
Þ
JÓ
N
U
S
TA
Síðastliðið haust var Kristínu Ernu
Ólafsdóttur skyndilega kippt út af
vinnumarkaðnum vegna veikinda. Hún
segir að sér hafi brugðið mikið. ,,Ég
hef verið móttökuritari á geisladeild
Landspítalans í tæp 35 ár og aldrei farið
í veikindaleyfi nema bara í nokkra daga í
einu,“ greinir Kristín frá. Hún er nú komin
aftur til vinnu og þakkar aðstoðinni frá
Starfsendurhæfingasjóði hversu fljótt það
tókst.
,,Ég var búin að vera lasin frá því mars í
fyrra. Ég komst varla út úr bílnum vegna
ótrúlegra verkja. Ég var eins og gömul
kona. Ég var með verki í lærunum,
hnjánum, bakinu og hálsinum. Líkaminn
var eiginlega allur undirlagður og ég
horaðist mikið á þessu tímabili,“ segir
Kristín.
Send heim í skyndi
Hún hafði greinst með húðkrabbamein
fyrir um tveimur árum en fengið bata.
Veikindin sem Kristín hefur barist við
síðastliðið ár reyndust vera fjölvefjagigt.
,,Ég greindist í septemberbyrjun. Ég hafði
pantað tíma hjá lækni en biðtíminn var
langur. Vinnuveitanda mínum leist ekki
á ástandið á mér og vegna aðstoðar hans
komst ég fyrr að. Þegar rannsóknir höfðu
leitt í ljós hvað var að mér var ég strax
send heim og sett í sterameðferð.“
Að sögn Kristínar hringdi Soffía
Eiríksdóttir, ráðgjafi hjá BSRB, í hana
og boðaði hana í viðtal. ,,Ég vissi ekkert
um þessa þjónustu þótt ég hefði heyrt
getið um Starfsendurhæfingarsjóð. Við
spjölluðum saman um heima og geima
og Soffía spurði hvað hægt væri að gera
fyrir mig til þess að ég yrði í sem bestu
formi þegar ég sneri aftur til vinnu. Við
fórum yfir stöðuna og niðurstaðan varð sú
að vatnsleikfimi og aðstoð frá sjúkraþjálfa
myndi hjálpa mér. Það er jafnframt gott
að hitta fólk sem er í sömu stöðu og maður
sjálfur. Þetta hefur gengið rosalega vel og
ég hef náð ótrúlegum árangri. Það er líka
gott að einangrast ekki í veikindaleyfinu.
Þá snýr maður sterkari til baka á ný.“
Auðvitað bregður manni
Kristín kveðst hafa haldið áfram að hitta
ráðgjafann sinn. ,,Ég hlakka til þess að
fara til hennar. Hún er stórkostleg mann-
eskja. Við spjöllum um allt mögulegt. Það
er ekkert vol og væl, heldur ræðum við um
hvernig lífið gengur. Ég hef aldrei lent í
neinu svona og auðvitað bregður manni.
Það er skrýtið að vera ekki í vinnu.“
Áður en Kristín fékk upphringingu frá
ráðgjafa stéttarfélags síns hafði hún reynt
að styrkja sig með því að fara út að ganga
þegar hún treysti sér og þegar veður
leyfði. ,,Aðstoðin frá Starfsendurhæfingar-
sjóði, sem er manni að kostnaðarlausu,
skipti hins vegar sköpum varðandi
endurhæfinguna. Ég var ekki í nógu
góði formi fyrir veikindin. Ég hafði að
vísu farið nokkuð reglulega í tækjasal á
Landspítalanum í lok vinnudags en dró úr
þeim æfingum vegna veikinda mannsins
míns sem lést fyrir fjórum árum. Ég var
ekki komin almennilega í gang á ný þegar
ég veiktist sjálf.“
Nú er Kristín í hálfu starfi. ,,Ég fékk ekki
leyfi frá læknunum til þess að fara strax í
fullt starf. Reyndar var ég farin að hugsa
um að minnka við mig vinnuna og fara í
hálft starf þar sem ég er löngu komin á
lífeyri. Það er alls ekki víst að ég fái að fara
aftur í fulla vinnu en ég er mjög ánægð.
Það er gott að vera komin aftur en maður
verður að klára þennan veikindapakka.
Ég er enn á sterum en það á að reyna að
minnka skammtana smátt og smátt.“
Óþægilegt í fyrstu
Þar sem Kristín varð að hverfa frá störfum
síðastliðið haust án nokkurs fyrirvara
gat hún ekki kennt þeim starfsmanni
sem fenginn var til þess að leysa hana
af. ,,Viðkomandi varð þá að koma sér
upp sínum eigin vinnureglum og það
er ósköp skiljanlegt. Þetta er bara eins
og hlutirnir ganga fyrir sig þegar fólk er
lengi fjarverandi vegna veikinda. Mér
fannst hins vegar svolítið óþægilegt fyrstu
vikurnar eftir að ég kom til starfa á ný að
kynnast öðrum vinnureglum í starfinu sem
ég hafði gegnt í tæp 35 ár og sem ég hafði
ekki átt þátt í að setja en ég er alveg sátt
við þetta núna og fer bara eftir þessum
nýju reglum. Þetta hefur gengið vel og það
er gaman að fá að takast á við verkefnin á
ný. Það var tekið frábærlega á móti mér.
Og mig langar sérstaklega til þess að
hrósa þjónustu stéttarfélagsins míns og
Starfsendurhæfingarsjóðs,“ segir hún.
„Aðstoðin
skipti sköpum“
Viðtal við
Kristínu Ernu Ólafsdóttur