Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 41

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 41
41www.virk.is ATVINNULÍF Starfsendurhæfing í atvinnulífinu Meginhlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu til að auka hana og styrkja með það að markmiði að viðkomandi geti verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði. Til að slíkt sé mögulegt þurfa margir ólíkir aðilar oft að vinna saman, svo sem ráðgjafar, sérfræðingar, heilbrigðisstarfsmenn og síðast en ekki síst atvinnurekendur og stjórnendur á vinnustöðum. Geta einstaklings til þátttöku á vinnu- markaði verður ekki aukin, vegin eða metin á réttmætan hátt nema í samstarfi við atvinnulífið og þá aðila sem þar stjórna og starfa. Þessu má meðal annars lýsa með eftirfarandi mynd: Myndin sýnir að vinnugeta einstaklings ræðst annars vegar af færni hans og hins vegar af þeim kröfum sem gerðar eru á vinnumarkaði í mismunandi störfum og verkefnum. Starfsgeta hvers og eins verður því ekki metin án samstarfs við atvinnulífið og eins er það ljóst að einstaklingur með líkamlega eða andlega fötlun eða skerðingu getur búið yfir fullri vinnugetu ef unnt er að finna honum verkefni við hæfi á vinnumarkaði. Hér á landi hefur á undanförnum árum verið lögð mikil áhersla á námstengda starfsendurhæfingu. Þar er fólki með skerta starfshæfni boðið upp á að stunda nám með stuðningi en oft með takmarkaðri tengingu við atvinnulífið. Þessi tegund starfsendurhæfingar getur verið árangursrík þegar um er að ræða einstaklinga sem hafa verið lengi frá vinnu eða hafa ekki lokið námi og hafa þeir á þennan hátt fengið nauðsynlegan stuðning og hvatningu til áframhaldandi uppbyggingar starfshæfni sinnar. Rannsóknir og reynsla erlendis hafa þó sýnt fram á að varanlegur árangur í starfsendurhæfingu næst í mörgum tilfellum ekki án náins samstarfs við atvinnulífið og án þess að atvinnurekendur og stjórnendur séu tilbúnir til að leggja sig fram um að taka þátt í þessu verkefni. Bæði með því að aðstoða núverandi starfsmenn við að halda starfi sínu þrátt fyrir heilsubrest og gefa nýjum starfsmönnum tækifæri til þátttöku í samræmi við getu, þrátt fyrir að viðkomandi búi við skerta starfsgetu vegna heilsubrests af einhverju tagi. Árangursríkt samstarf við atvinnurek- endur og stjórnendur er því ákaflega mikilvægur þáttur í starfi VIRK og getur í framtíðinni ráðið mjög miklu um hversu varanlegur árangur næst í starfsendurhæfingu hér á landi. Starfsendurhæfingarsjóður vill byggja upp gott samstarf við atvinnurekendur um allt land, samstarf sem hefur það markmið að koma í veg fyrir að starfsmenn missi starf sitt vegna heilsubrests og einnig að skapa rými og finna störf við hæfi fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfshæfni eða þurfa á því að halda að finna ný tækifæri á vinnumarkaði eftir áföll og erfiða tíma. Frá því að ráðgjafar Starfsendur- hæfingarsjóðs hófu störf síðastliðið haust hafa margir þeirra átt gott samstarf við atvinnurekendur og stjórnendur um allt land, samstarf sem miðar að því að varðveita vinnusamband einstaklinga sem til þeirra leita. Margir stjórnendur sjá ný tækifæri í starfsemi sjóðsins og vilja nýta sér þetta samstarf til að byggja upp starfsmenn sem búa við skerta starfsgetu í kjölfar veikinda, áfalla eða slysa. Stjórnendum er yfirleitt annt um sína starfsmenn og finnst gott að geta nýtt sér nýjar leiðir til uppbyggingar og aðstoðar. Hér á landi eru líka til fyrirtæki sem hafa á markvissan hátt skipulagt úrræði sem henta sérstaklega starfsmönnum sem af ýmsum ástæðum geta ekki sinnt sínu fyrra starfi vegna heilsubrests. Starfsendurhæfingarsjóður vill á komandi árum vekja athygli á því sem vel er gert í þessum efnum og mun því bæði í ársriti og á heimasíðu sinni hafa sérstaka umfjöllun um þá atvinnurekendur sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Hér á eftir birtast viðtöl við stjórnendur og starfsmenn hjá tveimur fyrirtækjum. Annars vegar er viðtal við Skúla Waldorff, starfsmannastjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um þau tækifæri sem geta falist í samstarfi við sérfræðinga og ráðgjafa VIRK en stjórnendur Orkuveitunnar hafa verið mjög áhugasamir um þetta samstarf. Hins vegar er hér birt viðtal við Jakobínu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Starfsmannasviðs Alcan, ásamt viðtölum við verkstjóra og starfsmenn Smiðjunnar hjá Alcan. Alcan býður starfsmönnum sínum upp á fjölbreytt úrræði og þjónustu ef vinnugeta þeirra skerðist. Sérstök starfsstöð innan fyrirtækisins, Smiðjan hefur verið byggð upp til að mæta þörfum þeirra starfsmanna sem geta ekki, um lengri eða skemmri tíma, unnið við fyrri störf vegna heilsubrests, vinnufyrirkomulags, umhverfis, eða af öðrum ástæðum. Hér er um að ræða raunverulegt úrræði sem kemur bæði starfsmönnum og atvinnurekanda til góða og er mjög til fyrirmyndar á íslenskum vinnumarkaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.