Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 54

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 54
54 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Tíðni veikindafjarvista á Íslandi Upplýsingar um tíðni veikindafjarvista á Íslandi eru mjög mismunandi þar sem aðferðir við skráningu eru ólíkar. Samkvæmt norrænni skýrslu sem byggir á gögnum frá TR er talað um 2% veikindafjarvistir á Íslandi, en fram kemur á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins að meðalfjöldi veikindadaga árið 2006 voru 8,4 dagar árið eða 3,8% vinnudaga á því ári. Gagnasafnið sem þessar tölur eru unnar úr heldur utan um skráningu veikindafjarvista frá fyrsta degi tilkynntra fjarvista hjá fyrirtækjum á Íslandi sem voru með meira en 11.000 starfsmenn og teljast vera þverskurður af almennu íslensku atvinnulífi fyrir utan opinbera aðila, þekkingarfyrirtæki og fyrirtæki með hærra menntunarstig. En tölulegar upplýsingar frá TR um fjarvistir miðað við fjölda einstaklinga sem sækja bótarétt sinn til TR vantar. Flestir starfsmenn sem koma til TR hafa átt langan veikindarétt hjá atvinnurekendum sínum og eða stéttarfélögum áður en þeir skrá sig hjá TR og því gefa þessar tölur ekki rétta mynd af stöðu mála. Helstu ástæður veikindafjarvista Ástæður veikindafjarvista geta verið margvíslegar og ekki bara tengdar heilsufari og líðan. Starfsánægja, viðhorf á vinnustað til veikinda og til stjórnunar geta haft áhrif á það hvort starfsmenn skrá sig veika eða komi til vinnu þrátt fyrir slappleika. Réttindi fólks til veikindafjarvista og greiðslna í veikindum, félagsleg staða, hvort fólk vinnur hjá því opinbera eða á almennum vinnumarkaði, viðhorf og norm samfélagsins hafa einnig mikil áhrif á tíðni veikindafjarvista. Samkvæmt könnun sem gerð var í USA árið 2007 kemur fram að ástæður fyrir fjarveru frá vinnu eru margvíslegar; 34% voru fjarverandi vegna sjúkdóma og 66% voru frá vinnu af öðrum ástæðum, t.d vegna fjölskyldumála (22%), vegna einkaerinda (18%), vegna streitu og álags (13%) eða að starfsmenn töldu sig eiga rétt á veikindaleyfi (13%). Á þessu má sjá að starfsmenn eiga oft erfitt með að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður úr sömu könnun sýna sterk tengsl milli starfsánægju og veikindafjarvista. Í fyrirtækjum þar sem starfsánægja var sæmileg eða lítil, litu 44% atvinnurekenda á fjarvistir sem alvarlegt vandamál, en í fyrirtækjum þar sem starfsánægja var góð töldu 21% atvinnurekenda fjarvistir vera vandamál.4 Samkvæmt rannsóknum hefur lengd veikindafjarvista áhrif á líkur á ör- orku þannig að því lengur sem veikindafjarvistir vara því meiri líkur eru á örorku.5 Algengustu ástæður fyrir örorku hér á landi eru geðraskanir og stoðkerfisvandamál, hækkandi aldur er einnig áhættuþáttur örorku. Í töflu 2. má sjá skiptingu örorkulífeyrisþega á Íslandi eftir aldri og kyni. dreifibréfi 1/2007 frá fjármálaráðuneytinu um veikindarétt opinberra starfsmanna er óvinnufærni skilgreind sem eftirfarandi: „Starfsmaður er óvinnufær þegar hann er ófær til vinnu af heilsufarslegum orsökum. Óvinnufærnin þarf að stafa af sjúkdómi eða slysi og hafa slík áhrif á líkamlegt eða andlegt ástand starfsmanns að það hindri hann í að vinna starfið sem hann er ráðinn til eða sambærilegt starf í þágu vinnuveitanda. Sjúkdómur eða áverki þarf ekki að leiða til óvinnufærni. Margir sjúkdómar og áverkar hafa engin eða mjög lítil áhrif á starfsgetu. Starfsmaður getur því verið óvinnufær til vissra starfa en ekki annarra. Starfsmaður er ekki óvinnufær ef sjúkdómur eða meiðsli eru því ekki til fyrir stöðu að hann leysi af hendi annað sambærilegt starf. Starfsmanni getur Skiptar skoðanir eru um það hvort samband sé á milli atvinnuleysis og veikindafjarvista. Margar rannsóknir, m.a í Svíþjóð og Noregi, hafa sýnt fram á neikvætt samband þar sem fram kemur að tíðni veikindafjarvista er oftast há þegar lítið atvinnuleysi er og því er öfugt farið þegar mikið atvinnuleysi er. 6 Veikindaréttur Veikindaréttur einstaklinga er mismun- andi eftir kjarasamningum en samkvæmt því borið skylda til að vinna ef hann er fær til þess og það hamlar ekki bata.7 Veikindarétturinn er mikilvægur réttur starfsmanna en samkvæmt ofangreindri skilgreiningu hafa margir sjúkdómar og áverkar engin eða mjög lítil áhrif á starfsgetu fólks og getur því starfsmaður verið óvinnufær til vissra starfa en ekki annarra. Því má segja að ekki sé alltaf beint samband á milli heilsu og fjarvista. Fjarvistir eru oft háðar því hvort starfsmaður geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans í vinnunni og Tafla 2. Örorkulífeyrisþegar, skipting eftir kyni og aldursbili 2008 Karlar Konur Karlar Konur 16 - 19 ára 144 104 1,5% 1,1% 20 - 24 ára 272 228 2,3% 2,0% 25 - 29 ára 319 423 2,4% 3,5% 30 - 34 ára 324 541 2,7% 5,0% 35 - 39 ára 391 662 3,4% 6,2% 40 - 44 ára 522 942 4,6% 8,6% 45 - 49 ára 650 1077 5,6% 9,9% 50 - 54 ára 764 1215 7,1% 11,9% 55 - 59 ára 756 1261 8,2% 14,5% 60 - 64 ára 919 1467 12,4% 20,6% 65 - 66 ára 412 710 17,6% 29,3% Samt. 16 - 66 ára 5.473 8.630 4,9% 8 ,3% Aldur Örorkulífeyrisþegar Hlutfall af íbúafjölda, 16-66 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.