Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
TILBOÐSDAGAR
HALDA ÁFRAM !
WWW.FODUR.IS
BARA Í
NETVERSLUN
OKKAR UM
HELGINA !
FB Selfoss
Austurvegur 64a
5709840
FB Hella
Suðurlandsvegur 4
5709870
FB Hvolsvöllur
Ormsvöllur 2
5709850
Fóðurblandan hf. - www.fodur.is - 5709800
12. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.83 125.43 125.13
Sterlingspund 152.88 153.62 153.25
Kanadadalur 93.82 94.36 94.09
Dönsk króna 18.423 18.531 18.477
Norsk króna 13.682 13.762 13.722
Sænsk króna 12.697 12.771 12.734
Svissn. franki 125.74 126.44 126.09
Japanskt jen 1.1613 1.1681 1.1647
SDR 170.65 171.67 171.16
Evra 137.61 138.39 138.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8887
Hrávöruverð
Gull 1508.2 ($/únsa)
Ál 1728.5 ($/tonn) LME
Hráolía 58.04 ($/fatið) Brent
● Félagið Wedo,
sem rekur Heim-
kaup, Hópkaup og
Bland.is, hefur lokið
hlutafjáraukningu
og fjármögnun að
upphæð 300 millj-
ónir króna. Hluta-
fjáraukningin fór að
öllu leyti fram innan
núverandi hlut-
hafahóps en
Draupnir, fjárfestingafélag Jóns Diðriks
Jónssonar, bætti verulega við sig í hluta-
fjáraukningunni. Tekur hann sæti stjórn-
arformanns félagsins. „Hlutafjáraukning-
unni er fyrst og fremst ætlað að styðja
við áframhaldandi vöxt og undirbúa jarð-
veginn fyrir framtíðaruppbyggingu.
Heimkaup.is byrjaði að selja matvöru
fyrir tæpu ári og hefur vöxturinn verið
gríðarlega mikill.
Núverandi vöruval í matvörunni er
rúmlega 5.000 vörunúmer og er stefnt á
að tvöfalda úrvalið og fara yfir 10.000
vörunúmer á næstu mánuðum,“ segir
Guðmundur Magnason, forstjóri Wedo.
Guðmundur segir annað skref vera að
fjölga afhendingarmöguleikum við-
skiptavina Heimkaupa en þeir geta nú
þegar sótt pantanir í box á bensín-
stöðvum Orkunnar á Miklubraut og Dal-
braut.
Hlutafjáraukning
hjá Heimkaupum
Guðmundur
Magnason
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Aðaláhættan hér á landi vegna
loftslagsbreytinga og hækkandi
hitastigs á norðurslóðum eru mögu-
leg sjávarflóð vegna hækkunar
sjávarborðs en
að auki má
reikna með tíðari
skriðuföllum og
flóðum af völdum
úrhellisrigninga.
Að öðru leyti er
Ísland enn vel í
sveit sett miðað
við mörg önnur
lönd hvað varðar
tjón af völdum
hamfara og veð-
urofsa. Þetta segir Hjálmar Sig-
urþórsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækjaþjónustu og erlendra við-
skipta hjá TM, í samtali við
Morgunblaðið. TM er einn af aðal-
bakhjörlum Arctic Circle-ráðstefn-
unnar sem er í gangi núna í Hörpu
og á málstofu sem TM stóð fyrir á
ráðstefnunni í gær hélt Dance
Zuravac-Jevtic, sérfræðingur hjá
stærsta endurtryggingarfélagi á
Norðurlöndum, Sirius International
Insurance Corporation, erindi undir
yfirskriftinni „The Melting Arctic
and the (re)insurance Industry“.
Einn þriggja geira
Í grein á vef World Economic
Forum frá árinu 2015 var trygg-
ingabransinn nefndur sem einn
þriggja geira sem myndu verða fyr-
ir áhrifum af breytingum á loftslagi
á norðurslóðum. Hinir tveir geir-
arnir eru ferðamennska og land-
búnaður. Þá var sérstakur kafli um
tryggingageirann í skýrslu vísinda-
nefndar um loftslagsbreytingar og
áhrif þeirra á Íslandi, sem Veð-
urstofa Íslands gaf út í fyrra.
„Með því að bjóða Dance hingað
til að tala vildum við setja trygg-
ingamál í samhengi við það sem er
að gerast hvað varðar loftslags-
breytingar á norðurslóðum. Dance
er með doktorspróf í veðurfræði og
sérhæfir sig í spálíkönum og veður-
tengdri áhættu í Bandaríkjunum,
Kína og Indlandi, auk þess sem hún
hefur unnið að sömu málum í
Skandinavíu,“ segir Hjálmar.
Hann segir að þó að veður hafi
alla tíð valdið tjónum og snert
rekstur tryggingafélaga séu ofsa-
veður nú að verða tíðari og öflugri,
sem sé áskorun fyrir trygginga-
félögin og endurtryggjendurna.
„Eitt dæmi er þegar gerði mikið
úrhelli í Kaupmannahöfn árið 2011,
þá varð tjón upp á einn milljarð
bandaríkjadala. Þá héldu vísinda-
menn að þetta væri atburður sem
yrði jafnvel einungis á 200 ára
fresti. En svo endurtók þetta sig
árið eftir.“
Spurður hvort orðið hafi stórtjón
hér á landi sem rakið er til lofts-
lagsbreytinga segir Hjálmar að
ekki sé beint hægt að benda á slíkt.
„Dance sagði í sínu erindi að Ísland
væri sennilega eitt af þeim löndum
sem fyndu minna fyrir þessu en
mörg önnur. En það er engum
blöðum um það að fletta að við er-
um farin að sjá lengri þurrkatíma-
bil hér, eins og síðasta sumar, og
svo koma harðari rigningatímabil á
móti.“
Hjálmar segir að TM fylgist vel
með þróun mála og sé í góðu sam-
bandi við sína endurtryggjendur.
„Ég held að það séu fáir geirar í
heiminum sem búa yfir jafn miklu
magni af sögulegum gögnum um
kostnað af völdum hamfara og end-
urtryggingargeirinn gerir.“
Sjávarflóð helsta ógnin af
loftslagsbreytingum hér
Hiti Dance Zuravac-Jevtic ræddi um áhrif loftslagsbreytinga á tryggingabransann.
Tryggingar
» Loftslagsbreytingar hafa
þegar áhrif á rekstur vátrygg-
ingafélaga í formi tjóna af
völdum stoma, fellibylja,
flóða, skógarelda, hitabylgna
o.fl. samkvæmt skýrslu Veð-
urstofu Íslands um loftslags-
breytingar á Íslandi frá árinu
2018.
» Íslensk tryggingafélög
fylgjast vel með þróun mála á
sviði loftslagsbreytinga og
eru í góðu sambandi við end-
urtryggjendur sína.
Áhrif loftslagsbreytinga á tryggingafélög rædd á Arctic Circle-ráðstefnunni
Hjálmar
Sigurþórsson
Verslun íslenska fataframleiðandans
Cintamani í Bankastræti verður lok-
að um mánaðamótin og hyggst versl-
unin flytja sig ofar, og á Laugaveg.
Þetta staðfesti Dagný Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri verslunar-
innar, við Morgunblaðið en hún vildi
ekki gefa það upp að svo stöddu hvert
nákvæmt heimilisfang hinnar nýju
staðsetningar væri.
„Húsnæðið er allt of stórt og húsa-
leigan allt of há,“ segir Dagný að-
spurð hvers vegna fyrirtækið tók
ákvörðunina um að flytja úr Banka-
stræti en núna er rýmingarsala í
gangi og allt á 50% afslætti í búðinni.
Segir hún nýja húsnæðið minna og
hentugra.
„Við erum að opna minni búð og af-
slátturinn er til þess gerður að auð-
velda okkur flutninga,“ segir Dagný.
Cintamani tapaði 127 milljónum
króna á rekstrarárinu 2017 og segir
Dagný að eftir að hún tók við á ný
sem framkvæmdastjóri hafi hún
þurft að hagræða vel í rekstri félags-
ins.
„Síðustu tvö ár hafa ekki verið
nægilega góð hjá okkur,“ segir
Dagný.
Morgunblaðið/Pétur Hreinsson
Verslun Cintamani flytur úr húsnæði sínu í Bankastræti um mánaðamótin.
Cintamani flytur
úr Bankastræti
Opna á Laugavegi um mánaðamótin