Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 56
Sönghópurinn Norðurljós heldur
hausttónleika í dag kl. 15 í Fella- og
Hólakirkju og býður upp á kaffi-
hlaðborð í lokin. Stjórnandi og und-
irleikari verður Arnhildur Valgarðs-
dóttir og Matthías Stefánsson
leikur á fiðlu og gítar og Sigríður
Einarsdóttir og Helgi Bjarnason á
flautur. Birna Jensdóttir og Hrönn
Harðardóttir verða einsöngvarar.
Norðurljós fagna
hausti með tónleikum
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Hann segir mér bara að halda
kjafti ef svo ber undir. Ef ég á að
vera alveg hreinskilinn þá hafa ekki
margir gert það í gegnum tíðina og
ég held að það sé bara gott fyrir
mig,“ segir Hörður Axel Vilhjálms-
son landsliðsmaður í körfuknattleik
sem leikur undir stjórn Hjalta bróð-
ur síns hjá Keflavík en lið þeirra er
kynnt á íþróttasíðum í dag. »46
Segir mér að halda
kjafti ef svo ber undir
TEDxReykjavík fagnar tíu ára af-
mæli sínu á morgun, 13. október,
með ráðstefnu í Háskólabíói sem
hefst kl. 10 og lýkur kl. 15. Þema við-
burðarins er Breyttir tímar og munu
margir frumkvöðlar og hugsuðir
stíga á svið ásamt erlendum mót-
aðilum sínum og miðla hugmyndum
að betra umhverfi og bættri framtíð
til áhorfenda í fyrirlestrum sem
haldnir verða á ensku.
Meðal fyrirlesara
verða Edda
Björgvinsdóttir
og Sigursteinn
Róbert Másson.
Frekari upplýs-
ingar má finna á
tedx-
reykjavik.is.
TEDxReykjavík haldin í
Háskólabíói á morgun
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kjólahönnuðurinn Eyrún Birna
Jónsdóttir hvetur konur sem eru að
fara að gifta sig til þess að vanda vel
valið á brúðarkjólnum og öðru sem
brúðkaupinu fylgir. „Hver brúðar-
kjóll er sérstakur, ég legg áherslu á
umhverfisvæna kjóla og sú markaðs-
setning hefur hitt í mark,“ segir hún.
Eyrún lærði kjólasaum í Tækni-
skólanum. Hún hafði saumað brúð-
arkjóla í nokkur sumur þegar hún
ákvað að hella sér alfarið út í sauma-
skapinn fyrir um tveimur árum. Þá
stofnaði hún fyrirtækið Brúðarkjóla
Eyrúnar Birnu. „Þjónustan hefur
spurst út og verkefnum fjölgað jafnt
og þétt í kjölfarið enda er ég með
ákveðna sérstöðu.“
Endurnýting er lykilorðið. Eyrún
segist nýta blúndur úr dúkum og
gardínum og öðru slíku. Hún láti
þessa hluti ekki framhjá sér fara og
sé dugleg við að sanka þeim að sér
auk þess sem hún fái reglulega gefins
fulla poka af fallegum gardínum og
dúkum. „Það er sérstaklega gaman
þegar konur koma með dúk sem til
dæmis amma þeirra átti og ég sauma
brúðarkjól úr honum. Kjóllinn verður
vart persónulegri og öruggt að annar
eins fyrirfinnst ekki.“
Endurunnið efni
Eyrún segist hafa saumað upp úr
því sem var til þegar hún var lítil
stelpa, sú iðja hafi orðið að áhugamáli
og síðar atvinnu. „Ég gramsaði í
geymslum og kössum, spurði mömmu
hvort ég mætti eiga þennan dúk eða
hinn, sneið upp og saumaði mér kjól.
Ég hef alltaf horft á efni með þessum
augum: hvað get ég gert úr þessu?“
Brúðarkjólar eru mismunandi eins
og annað. Eyrún segist ekki bara
sauma umhverfisvæna kjóla en reyni
alltaf að benda á þann möguleika.
„Mér finnst svo flott að eiga kjól upp
úr endurunnu efni með sögu og konur
sem hafa til dæmis beðið mig að
sauma kjól upp úr dúkum eða öðrum
gersemum sem til eru uppi í skáp
hafa verið alveg í skýjunum með út-
komuna.“
Færst hefur í vöxt að konur panti
ódýra brúðarkjóla á netinu. Eyrún
segir mörg dæmi þess að konur hafi
komið til sín með fjóra til fimm slíka
kjóla og beðið sig að laga þá því þeir
passi ekki. „Ég verð sorgmædd þeg-
ar ég sé þessa sóun og hugsa um
uppsafnað magn af kjólum sem eng-
inn notar og eru eiginlega ónothæfir.
Þá óska ég þess að konurnar hefðu
komið til mín fyrst og notfært sér þá
þjónustu að fá saumaðan á sig kjól í
nærumhverfinu. Ég sé um allt hand-
verk og þegar upp er staðið er það
ekki endilega dýrara en að kaupa
köttinn í sekknum.“
Eyrún gifti sig í brúðarkjól móður
sinnar. „Ég lagaði hann til og breytti
honum aðeins,“ segir hún. „Mér
finnst það vera mjög góður kostur ef
konur geta nýtt kjóla sem til eru því
það er umhverfisvænast.“
Morgunblaðið/Hari
Kjólahönnuður Eyrún Birna Jónsdóttir endurnýtir efni og leggur áherslu á umhverfisvæna kjóla.
Saumar umhverfis-
væna brúðarkjóla
Eyrún Birna sankar að sér gardínum og dúkum
25%
afsláttur
af völdum
vörum