Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Það er alltaf freistandi aðsetja upp verk sem treystamá að njóti hylli almennings og fylli húsið. Metsölukvikmyndin Shakespeare in Love, eða Shakespeare verður ást- fanginn, eftir handriti Marcs Norm- an og Toms Stoppard, sem frumsýnd var 1998 naut mikilla vinsælda á sín- um tíma. Ári síðar hampaði hún sjö Óskarsverðlaunum, meðal annars fyrir besta frumsamda handritið, leikframmistöðu þeirra Gwyneth Paltrow (í hlutverki Víólu) og Judi Dench (sem Elísabet fyrsta Eng- landsdrottning) og sem besta mynd ársins. Þessi góða uppskera er ekki síst eignuð kvikmyndaframleiðand- anum Harvey Weinstein hjá Mira- max sem mun hafa farið í markvissa og dýra herferð til að ná sínu fram. Fyrir fimm árum var sviðsleikgerð Lee Hall á myndinni frumsýnd á West End í London við mikinn fögn- uð breskra gagnrýnenda. Bæði kvik- myndinni og sviðsleikgerðinni hefur verið lýst sem ástarbréfi til leikhúss- ins, sem kemur ekki á óvart þar sem verkið hverfist um leikskáldið Willi- am Shakespeare og gerist að stórum hluta í leikhúsi. Verkið er staðsett í London 1593 og greinir frá raunum Shakespeare við að skrifa leikritið Rómeó og Ethel sjóræningjadóttir. Shakespeare þjáist af ritstíflu og ótt- ast að hafa glatað skáldgáfunni. Yfir- stéttarstúlkan Víóla de Lesseps hef- ur heillast af orðsnilli Shakespeare þegar verk hans er flutt við hirðina og á sér draum um að standa á leik- sviði, en þar finnur hún það frelsi sem samfélagið rænir konur þess tíma. En konum er meinað að standa á sviði svo hún bregður sér í karl- mannsgervi og fer í áheyrnarprufur í Rósarleikhúsinu, sem Philip Hens- lowe á og rekur, undir dulnefninu Thomas Kent. Þar heillast Shake- speare fyrst af henni sem leikaranum Thomas, en verður síðan ástfanginn af konunni Víólu áður en hann áttar sig á því að Thomas og Víóla eru í raun ein og sama manneskjan. Handritshöfundar leika sér á skemmtilegan hátt með ýmsar vís- anir í verk skáldsins og samtíma- manna hans. Þannig má sjá sterka samsömun milli elskendanna í Rómeó og Júlíu og samskipta Shake- speare og Víólu á svölunum og í svefnherbergi hennar. Ungur piltur sem leikur í Rósarleikhúsinu er leik- skáldið John Webster og dauði leik- skáldsins Christophers Marlowe þjónar framgangi verksins til þess að sætta elskendurna eftir ósætti. Átjánda sonnetta Shakespeare, í góðri þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, þjónar mikilvægu hlut- verki, fóstra hjálpar elskendum, draugagangur í anda Macbeth og Hamlet fær að fljóta með ásamt skylmingum auk þess sem bæði karl- ar og konur taka á sig gervi hins kynsins. Loks má nefna að skemmti- leg tilgáta er sett fram um tilurð Þrettándakvölds, sem Shakespeare samdi í reynd sex árum og tíu leik- ritum eftir að hann lauk við Rómeó og Júlíu. Uppfærsla Þjóðleikhússins á Shakespeare verður ástfanginn í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, ber með sér að ekkert hefur verið til sparað í umgjörð og allri útfærslu. Tignarleg leikmynd Finns Arnars Arnarssonar á tveimur hæðum rúm- ar svalir, svefnherbergi, stiga fyrir eltingaleiki og heilt leikhús, en gam- an var að sjá viðbyggingarnar við stúkurnar sem kallast á við bygging- arstíl leikhúsa í London á 16. öld. Hringsviðið er síðan notað óspart til að skipta um leikvöll þar sem leik- hópurinn sýnir fimi sína meðal ann- ars í bardagalist. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur vísuðu oft skemmti- lega í sjónrænan heim kvikmyndar- innar. Kjólar og klæðnaður hefð- arfólksins var töluvert fyrir augað meðan búningar lágstéttarinnar runnu nokkuð saman í eitt og þar hjálpaði dökk lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar ekki til. Tónlist Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs hentaði ágætlega til að skapa rétta stemn- ingu. Illskiljanleg er hins vegar sú ákvörðun að láta tónlistarfólkið vera í forgrunni í innilegustu senum Shake- speare og Víólu. Ástarsamband þeirra, sem er hjartað í sýningunni, og í framhaldinu örvæntingin yfir því að Víóla sé neydd af föður sínum til að giftast jarlinum af Wessex, fékk fyrir vikið ekki það pláss sem þarf í sýningunni til þess að hún snerti við áhorfendum. Aron Már Ólafsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir gerðu engu að síður sitt besta í hlutverkum elsk- endanna og ekki við þau að sakast að innileikinn og nándin varð undir. Eins og áður segir hefur Shake- speare verður ástfanginn verið lýst sem ástarbréfi til leikhússins, sem helgast meðal annars af því hversu fyrirferðarmikið leikritið í leikritinu er. Stór hluti verksins gerist í Rósar- leikhúsinu þar sem verið er að undir- búa og æfa uppsetninguna á Rómeó og Júlíu. Af leikhúsfólkinu er óhætt að segja að Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson hafi stol- ið senunni í hlutverkum sínum sem leikhússtjórinn Henslowe og pen- ingamangarinn Fennyman, sem upp- veðrast allur þegar honum býðst að fara með lítið en mikilvægt hlutverk lyfsalans. Hilmir Jensson gerði mikið úr örhlutverki Wabash klæðskera sem dreymir um að standa á sviði þrátt fyrir heiftarlegt stam. Nokkuð skorti á afgerandi persónusköpun og skýra afstöðu annarra leikara hjá Rósarleikhúsinu, sem gerði það að verkum að leikhússenurnar urðu flat- ar og óáhugaverðar. Hvort þetta skýrist af því að of mikil áhersla hafi verið lögð á að sýna viðvaningshátt leikhópsins, þar sem sumum datt ekki annað í hug en að bora í nefið á leikæfingum, er ekki gott að segja. Í öllu falli skorti leikhústöfrana hjá leikhópi Rósarleikhússins. Auk þess má setja stórt spurningarmerki við að lýsa leikhúsmenningu Elísabetar- tímans á þennan hátt. Það er erfitt að ímynda sér að mesta blómaskeið leik- ritunar í heimsmenningunni, að því forn-gríska einu undanskildu, hafi sprungið út á vettvangi fúskara og fá- ráða eins og hér virðist gengið út frá. Þrátt fyrir vinsældir kvikmyndar- innar á sínum tíma er ekki sjálfgefið að listaverk eldist vel, enda ljóst að tímarnir breytast og manneskjurnar með. Á tímum Shakespeare máttu konur til dæmis ekki leika á sviði, sem skýrir mögulega að hluta ójöfn kynjahlutföll leikritanna. Shake- speare verður ástfanginn endur- speglar heim þar sem karlar eru í miklum meirihluta og konum er ætl- að að þjóna, hvort heldur er sem barnfóstrur, vændiskonur eða hrein- lega útungunarvélar. Elísabet fyrsta, sem Jóhanna Vigdís Arnardóttir ger- ir ljómandi skil, er eina valdamikla kona verksins – en ekki má gleyma því að hún valdi að giftast aldrei né eignast börn af ótta við að missa völd sín í hendur eiginmanns eða nýfædds sonar. Víóla, sem þjónað hefur sem músa skáldsins, fórnar ástinni til þess að Shakespeare geti skapað ódauðleg snilldarverk. Í samtölum sínum við fóstruna, sem Edda Björg- vinsdóttir fer fallega með, bendir Víóla á að ást muni aldrei virka sönn á leiksviði fyrr en konur stíga sjálfar á svið. Spyrja má sig hvort leikhúsið geti verið sátt við endurspeglun sína á samfélagið meðan enn hallar jafn- mikið á konur á leiksviðinu og raun ber vitni. Ástin fyrir ódauðleikann Ljósmynd/Saga Sig. Innileiki „Aron Már Ólafsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir gerðu engu að síður sitt besta í hlutverkum elskendanna og ekki við þau að sakast að innileikinn og nándin varð undir,“ segir í rýni um Shakespeare verður ástfanginn sem byggist á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var fyrir um tveimur áratugum. Þjóðleikhúsið Shakespeare verður ástfanginn bbbnn Eftir Marc Norman og Tom Stoppard. Aðlagað að leiksviði af Lee Hall. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn: Selma Björnsdóttir. Leik- mynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist: Jón Jónsson og Friðrik Dór. Tónlistarstjórn og út- setningar: Karl Olgeir Olgeirsson. Hljóð- hönnun: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson. Grafík: Pálmi Jónsson. Sviðshreyfingar: Þórey Birgisdóttir. Bardagalistir: Kevin McCurdy. Leikgervi: María Th. Ólafs- dóttir og Tinna Ingimarsdóttir. Tónlist- arflytjendur: Karl Olgeir Olgeirsson, GDRN – Guðrún Ýr Eyfjörð, Matthías Stefánsson, Friðrik Sturluson og Krist- inn Snær Agnarsson. Leikarar: Aron Már Ólafsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Edda Björg- vinsdóttir, Örn Árnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Guðjón Davíð Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Atli Rafn Sigurðarson, Björn Ingi Hilmarsson, Sigurður Sigur- jónsson, Hákon Jóhannesson, Bjarni Snæbjörnsson, Hilmir Jensson, Davíð Þór Katrínarson, Ágúst Örn B. Wigum, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Eygló Hilmarsdóttir. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins föstudaginn 4. október 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.