Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Vegna nýlegra breyt- inga sem hafa orðið á norðurslóðum undan- farið ár eða svo hafa ákveðnir aðilar verið ötulir í að úthrópa áhuga Kínverja á norð- urslóðum og jafnvel varað við „hættu“ af þeirra völdum, án þess að styðjast við neinar staðreyndir og lýsir þetta gamaldags „kalda stríðs“-hugsunarhætti. Af hverju hefur Kína áhuga á norð- urslóðum? Hver er stefna Kína í norð- urslóðamálum og hvað hefur Kína ver- ið að gera í þessum málum? Ég vona að þessi grein veiti lesandanum ein- hverja innsýn og einhver svör. Kína hefur lengi tekið þátt í norður- slóðasamstarfi, svo snemma sem 1925 tók Kína þátt í Spitsbergen- sáttmálanum. Enda lítur Kína þannig á að það eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum. Landfræðilega flokk- ast Kína sem „nær-norðurslóðaland“ og er eitt af þeim löndum sem eiga landsvæði hvað næst heimskauts- baugnum. Náttúrulegar aðstæður á norðurslóðum og breytingar á þeim hafa bein áhrif á loftslags- og vistkerfi Kína og hafa þar af leiðandi áhrif á efnahagslega hagsmuni í landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum, sjávariðnaði og í öðrum geirum atvinnulífsins. Kína á einnig hagsmuna að gæta í málefnum sem varða bæði einstök lönd og al- þjóðasamfélagið á norðurslóðum, á sviði loftslagsbreytinga, umhverf- ismála, vísindarannsókna ásamt nýt- ingu siglingaleiða, rannsóknum á hugsanlegum auðlindum og nýtingu þeirra, öryggismálum og yfirráðum á norðurslóðum. Þessi atriði eru mik- ilvæg undirstaða fyrir tilveru og þróun allra landa jarðar og mannkyns alls, og hafa bein áhrif á hagsmuni allra landa, hvort sem þau eiga landsvæði á norðurslóðum eða ekki, og er Kína þar meðtalið. Kínverjar njóta þess frelsis og réttinda, eins og aðrar þjóðir, að geta stundað vísindarannsóknir, nýtt sér siglingaleiðir og yfirflug á norð- lægum breiddargráðum og sjáv- arsvæðum sem tengjast þeim, auk þess að geta lagt neðansjávarkapla og flutningspípur og rann- sakað nýtingu á hugs- anlegum náttúruauð- lindum. Þessir hagsmunir eru varðir af alþjóðasamþykktum svo sem Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS) og Spits- berger-sáttmálanum. Sem fullgildur með- limur Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, sem hefur undirritað fjölmargar samþykktir varðandi norð- urslóðir, og sem ein stærsta viðskipta- og orkunýtingarþjóð veraldar tekur Kína á sig miklar skuldbindingar og ábyrgð þegar kemur að málefnum norðurslóða. Kína er virkur þátttakandi í öllu því er varðar málefni norðurslóða. Kín- verska ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á þennan málaflokk og gaf út hvítbók um stefnu Kína í málefnum norðurslóða í janúar 2018, og kynnti þar með umheiminum stefnu sína gagnvart norðurslóðum í fyrsta skipti. Stefna Kína í málefnum norðurslóða er að auka skilning, vernda, þróa og taka þátt í stjórnun svæðisins, með það að markmiði að vernda sameig- inlega hagsmuni allra landa og al- þjóðasamfélagsins alls á norðurslóðum og styðja við sjálfbæra þróun á svæð- inu. Til að ná þeim markmiðum sem er lýst hér að ofan mun Kína taka þátt í norðurslóðasamstarfi og hafa fjögur grundvallarsjónarmið að leiðarljósi, en þau eru: virðing, samvinna, hagsmunir heildarinnar og sjálfbærni. Þessi stefnumál og afstaða ná yfir helstu atriði er varða afskipti Kína af norðurslóðum, eða vísindarannsóknir, umhverfisverndun, nýting auðlinda, stýring og alþjóðleg samvinna til að vinna að friði og stöðugleika, og munu verða grunnur að þátttöku Kína í mál- efnum er varða norðurslóðir í framtíð- inni. Á grunni ofangreindra markmiða og afstöðu hefur Kína skipulagt fjöl- marga rannsóknaleiðangra á norð- urslóðum og er rannsóknaskipið Xue Long (Snædrekinn) og „Gula fljóts“- rannsóknamiðstöðin á Spitsbergen (sem tekin var í gagnið árið 2014) mik- ilvægur vettvangur margra þeirra. Kína hefur náð að byggja smám sam- an upp fjölbreytt rannsóknanet sem stundar rannsóknir á sjó, ís og snjó, andrúmslofti, líffræði og jarðfræði norðurslóða. Kína fylgir Parísarsátt- málanum og hefur beitt ýmsum að- ferðum við að draga úr losun og vernda vistkerfið á norðurslóðum og hefur einnig tekið fullan þátt í rann- sóknaverkefnum á sviði verndunar og alþjóðasamvinnu við verndun lífríkis á norðurslóðum. Árið 2013 fékk Kína stöðu áheyrnarfulltrúa í Norðurheimskauts- ráðinu og hefur hvatt til samtals og samvinnu á fjölmörgum sviðum milli hinna átta norðurslóðaríkja. Kína hef- ur einnig tekið ríkan þátt í ýmsum al- þjóðlegum viðburðum í tengslum við norðurslóðir. Kínversk fyrirtæki hafa staðið fyrir fjölbreyttum leiðöngrum og safnað þekkingu um norðurslóðir. Árið 2013 náði kínverska fragtskipið Yong Sheng að sigla norðaustursiglingaleið- ina í gegnum norðurslóðir til áfanga- staðar í Evrópu. Þessi sigling var einnig hluti af þróun hinnar svoköll- uðu „norðurskauts-silkileiðar“. Kína og Ísland deila sameiginlegum hagsmunum og svipaðri afstöðu til málefna norðurslóða. Báðar þjóðirnar leggja mikla áherslu á að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, vistkerfi, fiskveiðar og lífsgæði íbúa á norðurslóðum. Löndin tvö standa fyrir þeirri afstöðu að styrkja umhverf- isvernd, sjálfbæra þróun og alþjóðlega samvinnu til að viðhalda friði og stöð- ugleika norðurslóða, og hafa þjóðirnar tvær átt gott samstarf á þessu sviði. Árið 2012 skrifuðu löndin tvö undir viljayfirlýsingu milli ríkisstjórnar Al- þýðulýðveldisins Kína og ríkisstjórnar Íslands um samvinnu á sviði málefna norðurslóða, og var þetta fyrsta vilja- yfirlýsing sem Kína undirritaði við norðurslóðaríki. Kína þakkar Íslandi fyrir stuðninginn þegar Kína öðlaðist sæti sem áheyrnarfulltrúi í Norð- urskautsráðinu og styður Ísland heils- hugar í núverandi formennsku Norð- urskautsráðsins. Í október 2018 hóf fyrsta kínversk- íslenska rannsóknamiðstöðin op- inberlega starfsemi sína með fjár- magni frá báðum löndum og hefur þjónað sem grunnur milli samskipta vísindamanna frá Íslandi og Kína, en einnig stuðlað að alþjóðlegum sam- skiptum milli vísindamanna. Kína ger- ir sér fulla grein fyrir hinu mikilvæga hlutverki sem Ísland gegnir í mál- efnum norðurslóða og hefur tekið þátt í fundum Hringborðs norðurslóða í mörg ár. Kína og Ísland stóðu sameig- inlega fyrir málþingi um norðurslóðir í Shanghai árið 2019. Samstarfið milli þessara tveggja landa á sviði málefna norðurslóða hefur ekki aðeins komið Kína og Íslandi til góða, heldur einnig öllum umheiminum. Framtíð norðurslóða skiptir máli fyrir hagsmuni hinna 8 heimskauts- ríkja, velferð allra annarra ríkja og mannkyns alls. Sem ábyrgur aðili, vill Kína forðast spennu og valdaátök og vill ekki koma á fót áhrifasvæðum á norðurslóðum. Kína er reiðubúið til að vinna með Íslandi og öðrum löndum sem eiga hagsmuna að gæta að því að takast á við þær áskoranir sem snúa að norðurslóðum á sviði loftslags- breytinga og umhverfisverndar, og leggja þar með sitt af mörkum til að stuðla að friði, stöðugleika og sjálf- bærri þróun á norðurslóðum. Kína mikilvægur aðili að þróun norðurslóða Eftir Jin Zhijian » Stefna Kína í mál- efnum norðurslóða er að auka skilning, vernda, þróa og taka þátt í stjórnun svæðisins. Jin Zhijian Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Fundurinn, sem er nokkuð fyrirsjáan- legur, mun taka á strandveiðum, „króka“-aflamarki í fiski sem veiðist í net og veiðistýringu á grá- sleppu. Það sem gerir svona fundi skemmtilegri en marga aðra er hin gríðarlega ósamstaða sem virðist ríkja um allt sem einhverju skiptir. T.d. hljómar orðið hagræðing þar afar illa. Hér er kynnt „gömul lumma“ um breytta og betri útfærslu á strand- veiðum. Það er einfaldlega gert ráð fyrir að hver bátur fái úthlutað ákveðið magn fyrir hvern þann mánuð sem hann ætlar að stunda strandveiðar. Engar aðrar reglur þurfa til að koma, aðrar en um skipstjórn og haffæri. Smábátasjómenn ættu að velta þessu fyrir sér fram að fundi. Kostir þessa fyrirkomulags eru þeir sömu og undirritaður hefur tí- undað nokkur undanfarin ár. Hærra fiskverð, hugsanlega 60% minni ol- íueyðsla, minni vinna, auknar líkur á nýliðun og frelsi hvers um sig til að stjórna eigin róðrarlagi. Nið- urstaðan er betri afkoma sem væri þá hugsanlega, að einhverra mati, eini gallinn við þetta fyrirkomulag. Að öðru leyti er þessi leið gallalaus. Hámarksmagn, per bát í mánuði, væri fundið út með fjölda umsækj- enda deilt í það magn sem í boði er hverju sinni. Það er fyndið að það skuli hafa verið „grænn“ flokkur sem fann upp vitleysuna. Þetta kerfi býður upp á taumlausa olíueyðslu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir olíunotkun í sjávarútvegi vera um 50% af því sem hún var fyrir 1990. Það er engin ástæða til að rengja þau orð. En við viljum bæta í. Að mati undirritaðs er þetta strandveiðikerfi því orðið afar vandræðalegt. Samt er ekki úti- lokað að það geti versnað. Ef fundarmenn fylkja sér um þessa tillögu í upphafi fundar þá þarf ekki að ræða margar tillögur um „plástra“ á núver- andi kerfi. Það hafa hins vegar komið fram hugmyndir um að lengja veiðitímabilið í báðar áttir (apríl-sept.) og það gæti gengið með þessari nýju útfærslu. Það verða raddir, sem segja (eins og allt fari þá til fjandans): „Þetta er bara kvóti.“ Kvóti væri þá hugtak sem undirritaður kýs að láta öðrum eftir að túlka. Þessi 774 kg sem nú má veiða, hvern dag, eru þá líklega ekki „kvóti“. Það er heldur ekki ólíklegt að fram komi tillaga um þá „plástrun“ að fjölga dögum í hverri viku. T.d. að fá að fara á sjó til að leita að 774 kg á sunnudögum. Þeir eru oft 4 í mánuði. Það þóttu „afar vel heppn- aðar“ strandveiðar sl. sumar að 623 bátar skyldu sækja um leyfi. Gefum okkur þá að 600 bátar réru þessa sunnudaga og hver um sig færi með 200 l af olíu í róður. (Margir fara betur með en aðrir lakar). Þetta gerir 120 þús. lítra á einum sunnu- degi. Á 16 sunnudögum gæti okkur tekist að brenna 1.920.000 lítrum af olíu. Í þessum rekstri eru peningar auðvitað smámunir en m.v. góð kjör á olíu (að sögn olíufélagsins) þá gæti þessi tillaga kostað vel yfir 200 milljónir. Trillukarlinn á að vita að ef stefn- an er ekki góð þá er hægt að skipta um stefnu. Í samþykktum aðalfundar 2018 má finna eftirfarandi texta: „Aðal- fundur L.S. samþykkir að strand- veiðikerfið verði þróað áfram til að bæta afkomu útgerða strand- veiðibáta.“ Ef við viljum ekki setja þennan pakka inn í aflamark, sem væri ekki gott, þá er sú leið, sem nefnd hefur verið hér að ofan, eina raunhæfa leiðin að þessu markmiði. Hlakka til að hitta ykkur. Holl lesning Eftir Gísla Gunnar Marteinsson Gísli Gunnar Marteinsson » Smábátasjómenn. Holl lesning fyrir aðalfund L.S. Höfundur er sjómaður. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.