Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Ægisvellir 27, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Sérstaklega vandað og glæsilegt 6 herbergja
einbýlishús með bílskúr á vinsælum stað í Keflavík.
Stærð 229,7m2 Verð 78.500.000,-
Júlíus M. Steinþórsson 899-0555 Jóhannes Ellertsson 864-9677
Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali
Orðmyndin málavöxtu (þolfallfleirtölu) í fyrirsögn pistils-ins er fengin úr fréttum (11.mars 2012, „Stunginn í lær-
ið í miðborginni“). Þarna má sjá að
málavextir geta enn í nútímaíslensku
haft þolfallið málavöxtu, en ekki ein-
göngu málavexti. Enda þótt mun
sjaldgæfara sé að rekast á fornlegri
myndina málavöxtu er hún greinilega
enn hluti lifandi og eðlilegs tungutaks,
í þeim málsniðum þar sem við á. Um
orðmyndina málavöxtu eru hátt í 600
dæmi í svonefndri Risamálheild Árna-
stofnunar en þolfallsmyndin mála-
vexti er ríflega fjórum sinnum algeng-
ari í textunum. Eins og nafnið bendir
til geymir Risamálheildin gríðarlega
mikla texta, um 1.300 milljónir les-
málsorða. Sumt eru opinberir textar
(Alþingisræður allt frá 1907, lög, dóm-
ar) en þeim til viðbótar eru stór texta-
söfn frá ýmsum fjölmiðlum.
Ýmis karlkynsorð sem enduðu á –ir í fleirtölu (t.d. synir, skildir, sið-
ir) höfðu í fornu máli í þolfalli fleirtölu endinguna –u (sonu, skjöldu,
siðu o.s.frv.). Það mun hafa verið á 16. öldinni sem þolfall með –i fer að
vinna á í slíkum orðum og á 18. öld var gamla endingin með –u orðin
sjaldgæf. Núna tölum við
allajafna um syni, skildi og
siði.
Samt sem áður bregður
endingunni –u stöku sinnum
fyrir í seinni alda íslensku, í
sumum þessara orða og í til-
teknu samhengi. „Þau áttu
þrjá sonu“ var algengt orðalag t.a.m. í þjóðsögum sem safnað var á 19.
öldinni. Í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar fjallar höfundur um
„þeirra þjóða lífernisháttu og siðu“.
Svo virðist sem endingin –u geri helst vart við sig í sumum sam-
settum orðum, sbr. málavöxtu í fyrirsögninni hér fyrir ofan, og
ákveðnum orðasamböndum, sbr. að koma einhverjum í opna skjöldu.
Beygingarmyndin skjöldu er sem sé þolfall fleirtölu þar sem annars er
nú venjulega haft skildi. Orðatiltækið vísar til þess að koma aftan að
óvinum sínum eða á hlið; með því að tala um „opna“ skjöldu (skildi) er
sem sé átt við bakhlið skjaldanna.
Lítum nánar á orðið vextir, eitt og sér. Það er ekki aðeins í samsetn-
ingunni málavextir sem beygingu með –u bregður fyrir í nútíma-
íslensku. Nokkuð er um dæmi fram á 20. öldina um þolfallsmyndina
vöxtu. Til dæmis má svo seint sem 1998, í lagafrumvarpi um lausafjár-
kaup, finna fyrirsögnina „Um vöxtu af kaupverði“ (í næstu línum þar
fyrir neðan er síðan notuð algengari beygingin: „skyldu til að greiða
vexti“, „eftir ákvæðum laga um vexti“).
Formlegir ritmálstextar geyma gjarna gömul og fátíð máleinkenni
miklu lengur en daglega talmálið. Lög og dómar eru prýðisgóð dæmi
um það og sýna á vissan hátt samhengið og samfelluna í íslensku –
okkar blæbrigðaríku þjóðtungu með sínar fornu rætur – enda þótt
hafa verði í huga að stíll og málnotkun þarf að laga sig að þeim sem
eiga að skilja og nota slíka texta á hverjum tíma.
„Ekki er frekar
vitað um málavöxtu“
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Málfar Í Ferðabók Tómasar Sæ-
mundssonar fjallar höfundur um
„þeirra þjóða lífernisháttu og siðu“.
Ífyrradag var hinn alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur ádagskrá. Daginn þar áður hélt Geðhjálp upp á 40ára afmæli sitt í húsakynnum félagsins í Borg-artúni. Og fyrir skömmu efndi Geðhjálp til „klikk-
aðrar menningarhátíðar“ af sama tilefni. Allt þýðir þetta
að geðheilbrigðismál hafa verið mjög til umræðu síðustu
vikur í þeim þjóðfélagshópum sem láta sig þau nokkru
varða.
En hver er staðan?
Þessir sjúkdómar eru ekki lengur feimnismál sem
ekki má tala um. Einar Þór Jónsson, formaður Geð-
hjálpar, vék að þeirri breytingu í grein hér í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag, þegar hann sagði:
„Það er himinn og haf milli þess sem fólk á þessum
tíma glímdi við og þess sem við gerum í dag. Í stefnumót-
un og umræðum um úrræði er í dag mun
frekar hlustað á raddir þeirra sem glíma
við veikindin og vonumst við sannarlega til
að sjá aukningu þar á. Við sjáum að raun-
veruleg notendastýrð þjónusta er í sjón-
máli. Þetta er nútíminn. Það er því ekki
nóg að notendur þjónustunnar fái að vera með í mótun
hennar heldur verða þeirra áherzlur og reynsla að hafa
meira vægi.“
Þetta er mikil breyting. Nú eru umræður um geð-
sjúkdóma opnar og þeir sjúkdómar ekki lengur feimnis-
mál, sem eitt og sér var mikið álag, bæði á þann sjúka og
aðstandendur. Og svo er það auðvitað grundvallarbreyt-
ing að hlustað er á hinn sjúka.
En þessi breyting er aðeins einn áfangi af mörgum á
langri vegferð. Eftir að hafa hlustað á umræður um þessi
málefni á hinni klikkuðu menningarhátíð Geðhjálpar fyr-
ir skömmu vaknaði sú spurning í huga greinarhöfundar,
hvort einhver stöðnun sé í meðferð þessara sjúkdóma,
hvort lítið sé um verulegar framfarir seinni árin.
Þegar geðlyfin fóru að koma fram fyrir mörgum ára-
tugum varð mikil breyting á til batnaðar frá því sem ver-
ið hafði. Í kjölfar þeirra komu svo fram efasemdir um
notkun þeirra og skiptar skoðanir þar um. Sumir vildu
leggja meiri áherzlu á samtalameðferð. Raflostin hafa
legið undir vaxandi gagnrýni eins og sumir þekkja.
Í megindráttum sýnist meðferðin við þessum sjúk-
dómum hafa verið sú sama undanfarna áratugi, þ.e.
blanda af þessu þrennu, lyfjum, samtalameðferðum og í
einhverjum tilvikum raflostum.
Á sama tíma virðast geðsjúkdómar vega þyngra og
þyngra í samfélögum nútímans, alla vega á Vestur-
löndum og þar á meðal hér á Íslandi.
Er kominn tími á nýtt stórátak á alþjóðavísu til þess
að ná tökum á geðrænum sjúkdómum?
En fleira snýr að okkur hér. Í september fyrir þremur
árum skrifaði ég grein á heimasíðu Geðverndarfélags Ís-
lands, þar sem sagði m.a.:
„Geðdeildarbyggingin á Landspítalalóðinni er að mínu
mati þunglamaleg og drungaleg og ber þess ekki merki
að hún hafi verið hönnuð fyrir fólk sem á um sárt að
binda vegna röskunar á geði, nema síður sé, en end-
urspeglar vafalaust viðhorf þeirra tíma … Það er um-
hugsunarefni, hvort ekki er tímabært að fara að ræða og
huga að nýrri byggingu fyrir geðdeild Landspítalans,
sem taki meira tillit til þarfa hinna sjúku fyrir hlýlegt og
notalegt umhverfi, þar sem jafnframt sé hægt að njóta
náttúrunnar og útivistar í ríkara mæli en hægt er með
núverandi staðsetningu.
Vífilsstaðir bjóða upp á slíka aðstöðu svo að dæmi sé
nefnt.“
Vafalaust finnst mörgum of langt gengið
að ræða nýja byggingu fyrir geðdeild á
sama tíma og miklar framkvæmdir standa
yfir við nýjan Landspítala. En staðreynd
er að ég er ekki einn um þá skoðun sem
birtist í tilvitnuninni hér að framan. Bygging nýrrar geð-
deildar var mikilvæg á sínum tíma en það var samt sem
áður fyrir tíma þeirra viðhorfsbreytinga til þessara sjúk-
dóma, sem síðar hafa orðið.
Nú taka hinir sjúku og aðstandendur þeirra ríkan þátt
í opnum umræðum um geðsjúkadóma en eitt skortir þó á
í þeim og það er aðild fagfólks.
Geðlæknar, sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar og
aðrir sem að þessum málum koma taka lítinn þátt í þess-
um opnu þjóðfélagsumræðum um geðsjúkdóma. Vafa-
laust eru skýringar á því og þá m.a. þær að þeir starfs-
hópar vilji ekki hafa truflandi áhrif á þær í ljósi umræðna
um eins konar „valdajafnvægi“ á milli þessara mismun-
andi hópa.
Það breytir þó ekki því, að það er mikilvægt að sjón-
armið fagfólks komi inn í þessar umræður og að það sjá-
ist á þeim fjölmennu samkomum, sem nú orðið fara fram
á vegum þeirra grasrótarsamtaka sem sprottið hafa upp
á síðasta aldarfjórðungi eða svo og hafa haft mikla þýð-
ingu. Þá er átt við, auk Geðhjálpar, Hlutverkasetur,
Hugarafl og Klúbbinn Geysi, en hinn síðastnefndi átti 20
ára afmæli fyrir skömmu.
Þessi grasrótarsamtök hafa öll átt þátt í að hleypa
nýju lífi í umræður um geðheilbrigðismál á seinni ára-
tugum en fyrst og fremst hafa þau með starfi sínu sýnt
og sannað að þeirra var þörf eins og vitnisburður þeirra
einstaklinga sem til þeirra hafa leitað sýnir og sannar.
Geðheilbrigðismálin eru komin rækilega á dagskrá
stjórnmálanna og munu ekki hverfa þaðan í fyrir-
sjáanlegri framtíð. Samstarf stjórnmálamanna og for-
ystu þessara félagasamtaka er mikilvægt og hinir fyrr-
nefndu hafa brugðizt vel við og sýnt í verki að þeir gera
sér grein fyrir mikilvægi þess starfs sem unnið er í gras-
rótinni.
En umræður síðustu vikna sýna að það er enn þörf á
nýju stórátaki á þessu sviði.
Umræður síðustu vikna
um geðheilbrigðismál
Ný geðdeild í
öðru umhverfi?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Eftir Snorra Sturluson liggjaþrjú meistaraverk, Edda,
Heimskringla og Egla. En hvað rak
hann til að setja þessar bækur sam-
an? Hann varð snemma einn auð-
ugasti maður Íslands og lög-
sögumaður 1215-1218 og 1222-1231.
Hann hafði því í ýmsu öðru að snú-
ast.
Snorri var skáldmæltur og hefur
eflaust ort af innri þörf. En ég tek
undir með prófessor Kevin Wanner,
sem hefur skrifað um það bókina
Snorri Sturluson and the Edda, að
einföld skýring sé til á því, hvers
vegna hann setti Eddu saman. Ís-
lendingar höfðu smám saman öðlast
einokun á sérstæðri vöru: lof-
kvæðum um konunga. Þessari ein-
okun var ógnað, þegar norrænir
konungar virtust fyrir suðræn áhrif
vera að missa áhugann á slíkum lof-
kvæðum. Snorri samdi Eddu til að
endurvekja áhugann á þessari bók-
menntagrein og sýna þeim Hákoni
Noregskonungi og Skúla jarli,
hvers skáld væru megnug. Þeir
kunnu raunar vel að meta framtak
hans og gerðu hann að lendum
manni, barón, í utanför hans 1218-
1220.
Svipuð skýring á eflaust að ein-
hverju leyti við um, hvers vegna
Snorri samdi Heimskringlu á ár-
unum 1220-1237. En fleira bar til.
Íslendingar voru í hæfilegri fjar-
lægð til að geta skrifað um Nor-
egskonunga. Þótt Snorri gætti sín á
að styggja ekki konung, má lesa út
úr verkinu tortryggni á konungs-
vald og stuðning við þá fornu hug-
mynd, að slíkt vald sé ekki af Guðs
náð, heldur með samþykki alþýðu.
Með þjóðsögunni um landvættirnar
varaði Snorri konung við innrás, og
í ræðu Einars Þveræings hélt hann
því fram, að best væri að hafa eng-
an konung.
Tortryggnin á konungsvald er
enn rammari í Eglu, sem er beinlín-
is um mannskæðar deilur fram-
ættar Snorra við norsku konungs-
ættina. Egill Skallagrímsson stígur
þar líka fram sem sjálfstæður og
sérkennilegur einstaklingur, eins og
Sigurður Nordal lýsir í Íslenskri
menningu. Hann er ekki laufblað á
grein, sem feykja má til, heldur með
eigin svip, skap, tilfinningalíf. Lík-
lega hefur Snorri samið Eglu eftir
síðari utanför sína 1237-1239, en þá
hafði konungur snúist gegn honum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvers vegna
skrifaði Snorri?