Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í
beint samband við réttan starfsmann sem klárar
málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum.
Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Þjónustugátt Eignareksturs
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþí-
ópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í
ár, einkum fyrir viðleiðni til að leysa
landamæradeilur landsins við grann-
ríkið Erítreu og koma á friði. Abiy er
lýst sem framsýnum hugsjónamanni
og umbótasinna en fréttaskýrendur
segja að hann standi frammi fyrir
mjög erfiðum vandamálum og þau
ógni árangrinum af starfinu sem
hann fékk verðlaunin fyrir.
Friðarverðlaunahafinn er 43 ára
og yngsti leiðtogi Afríkuríkis. Hann
varð forsætisráðherra Eþíópíu í apr-
íl á síðasta ári og hóf metnaðarfullar
friðarumleitanir og umbætur næstu
sex mánuðina. Auk þess sem hann
náði friðarsamkomulagi við stjórn-
völd í Erítreu leysti hann þúsundir
eþíópískra andófsmanna úr fangelsi,
baðst afsökunar á ofbeldi ríkisvalds-
ins og heimilaði heimkomu útlægra
liðsmanna vopnaðra hópa sem for-
verar hans í embættinu höfðu lýst
sem „hryðjuverkahópum“. For-
sætisráðherrann boðaði einnig lýð-
ræðisumbætur og gerði ráðstafanir
til að auka áhrif kvenna í stjórnmál-
unum. Þá gegndi hann mikilvægu
hlutverki í friðarumleitunum í Súdan
og Suður-Súdan.
António Guterres, aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði að starf Abiy í þágu friðar
hefði blásið íbúum stríðshrjáðra
svæða í Afríku von í brjóst. „Ég hef
oft sagt að vindar vonarinnar séu að
glæðast í löndum Afríku. Abiy Ah-
med er á meðal helstu ástæðanna,“
hefur fréttaveitan AFP eftir Guter-
res.
Mörg óleyst og erfið vandamál
Fréttaskýrendur segja að mikið
verk sé þó enn óunnið í starfinu sem
Abiy fékk verðlaunin fyrir. Þeir
benda m.a. á að landamærum Eþíóp-
íu og Erítreu var lokað aftur vegna
óleystra deilumála nokkrum mán-
uðum eftir að friðarsamningur
ríkjanna var undirritaður, auk þess
sem ríkin hafa ekki enn gert við-
skiptasamning og Eþíópa, sem er
landlukt, hefur ekki enn aðgang að
höfnum í Erítreu.
Mannréttindahreyfingar hafa
einnig látið í ljós áhyggjur af því að á
síðustu mánuðum hafa yfirvöld í
Eþíópíu handtekið stjórnarandstæð-
inga og blaðamenn og haldið sumum
þeirra í fangelsi á grundvelli um-
deildra hryðjuverkalaga. Slíkum
handtökum fjölgaði eftir að fimm
hátt settir embættismenn og herfor-
ingjar voru myrtir í júní.
Átök milli þjóðflokka hafa einnig
magnast á síðustu árum og í fyrra
jókst fjöldi innlendra flóttamanna
meira í Eþíópíu en nokkru öðru ríki í
heiminum. Um 2,6 milljónir Eþíópíu-
manna eru á flótta í eigin landi.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International sögðust vona að friðar-
verðlaunin yrðu til þess að Abiy
gerði ráðstafanir til að tryggja að
umbæturnar sem hann kom á yrðu
varanlegar. „Verðlaunin ættu að
vera honum hvatning til að takast á
við þau erfiðu úrlausnarefni sem
ógna árangrinum sem hefur náðst í
mannréttindamálum,“ sagði í yfir-
lýsingu frá samtökunum.
„Obama Afríku“
Abiy er hugsjónamaður, sjálfs-
öruggur og með mikla persónutöfra,
að sögn Rasmus Prehn, sem kynnt-
ist Abiy í starfi sínu sem ráðherra
þróunaraðstoðar í Danmörku.
„Hann er leiðtogi sem getur fyllt fólk
eldmóði, þorir að setja sér metn-
aðarfull markmið og tala opinskátt
við fólk,“ hefur fréttavefur danska
ríkisútvarpsins eftir Prehn. „Ég tel
að hann verðskuldi verðlaunin að
mörgu leyti. Hann örvar fólk til
dáða. Það er ekki að ástæðulausu að
hann hefur verið kallaður Obama
Afríku.“
Forsætisráðherra EþíópíuFRIÐARVERÐLAUN
NÓBELS 2019
Heimild: AFP/nobelprize.org
Abiy Ahmed
Fæddist í
Beshasha,
í Eþíópíu
Ljósmynd: AFP/Emmanuel Dunand
Yngsti leiðtogi Afríku
Sonur fátækra þorpsbúa (faðir hans
var múslími, móðir hans kristin)
Gekk í herinn á táningsaldri og
og var fjarskiptamaður þar
Er 43 ára
"...Fyrir starf hans í þágu friðar
og alþjóðlegrar samvinnu og
sérstaklega fyrir afgerandi
framtak hans til að leysa
landmæradeilur Eþíópíu
við grannríkið Erítreu"
Með MA-próf í breytingastjórnun,
MBA og doktorsgráðu frá Friðar-
og öryggisstofnun Háskólans í
Addis Ababa
Varð undirofursti áður en hann
haslaði sér völl í stjórnmálunum
Varð ráðherra vísinda og tækni í
Addis Ababa og einn af forystumönnum
flokks síns í heimahéraði sínu, Oromíu
Náði friðarsamkomulagi 9. júlí
2018 við forseta Erítreu,
Isaias Afwerki, og það batt formlega
enda á nær 20 ára þrátefli í deilum
ríkjanna eftir landamæraátök
á árunum 1998-2000
Varð forsætisráðherra
í apríl 2018
Fyrstu sex mánuðina í embættinu:
- samdi um frið við Erítreu
- leysti andófsmenn úr fangelsi
- baðst afsökunar á ríkisofbeldi
- heimilaði heimkomu vopnaðra
hópa útlaga sem forverar hans
höfðu lýst sem „hryðjuverkahópum“
Gegndi mikilvægu hlutverki í
friðarumleitunum í Súdan
Hefur reynt að bjarga friðar-
samningi í Suður-Súdan
Friðarsamningur undirritaður í
september 2018
Stórhuga umbótasinni
sem á mikið verk óunnið
Vandamál ógna ávöxtum af starfi nóbelsverðlaunahafans
100. friðarnóbelinn
» Þetta er í hundraðasta skipti
sem friðarverðlaun Nóbels eru
veitt og annað árið í röð sem
Afríkumaður hlýtur þau.
» Denis Mukwege, læknir í
Austur-Kongó, og Nadia Mu-
rad, sem sætti kynferðisof-
beldi liðsmanna Ríkis íslams í
Írak, hlutu verðlaunin í fyrra.
» Verðlaunin verða afhent í
Ósló 10. desember.
Um 100.000 manns hafa flúið heim-
kynni sín í norðanverðu Sýrlandi
vegna hernaðar Tyrkja, að sögn emb-
ættismanna Sameinuðu þjóðanna í
gær. Margir flóttamannanna hafast
við í skólum og fleiri byggingum í
borginni Hassakeh og bænum Tal Ta-
mer. Hjálparstofnanir óttast að allt
að 450.000 manns kunni að þurfa að
flýja heimkynni sín vegna árásanna.
Tyrkir hófu hernaðinn á miðviku-
daginn var eftir að Donald Trump
Bandaríkjaforseti hafði greitt fyrir
honum með því að fyrirskipa að
bandarískir hermenn yrðu fluttir af
svæðinu.
A.m.k. ellefu óbreyttir borgarar
hafa beðið bana í árásum Tyrkja í
Sýrlandi og 28 hafa særst alvarlega,
þeirra á meðal börn, að sögn Kúrd-
íska Rauða hálfmánans. Hermt er að
átta manns, þ. á m. sýrlenskt barn,
hafi beðið bana í sprengjuárásum
Kúrda á landamærabæi í Tyrklandi.
Tugir liðsmanna bandalags undir for-
ystu Kúrda og vopnaðra hópa sem
styðja Tyrki liggja einnig í valnum.
Hersveitir Kúrda hafa verið mikil-
vægir bandamenn Bandaríkjahers í
baráttunni gegn Ríki íslams, samtök-
um íslamista, og óttast er að hernaður
Tyrkja verði til þess að samtökin rísi
úr öskustónni á svæðum sem Kúrdar
höfðu frelsað úr greipum þeirra.
Samtökin sögðust hafa gert bíl-
sprengjuárás sem kostaði sex manns
lífið í landamærabænum Qamishli í
gær.
Refsiaðgerðum hótað
Tyrkir segja að samtök sýrlenskra
Kúrda, YPG, séu hryðjuverkasamtök
og í nánum tengslum við Verka-
mannaflokk Kúrdistans (PKK), sem
hefur barist fyrir því að Kúrdar fái
sjálfstjórnarréttindi í Tyrklandi. Re-
cep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk-
lands, segir að hernaðurinn sé nauð-
synlegur til að halda YPG-samtök-
unum í skefjum en kveðst einnig ætla
að koma á „öryggissvæði“ á um 32 km
breiðu belti við landamærin og flytja
þangað um tvær milljónir af 3,6 millj-
ónum Sýrlendinga sem hafa flúið til
Tyrklands.
Erdogan kvaðst í gær ekki ætla að
stöðva hernaðinn þrátt fyrir „hótan-
ir“ annarra landa sem hafa gagnrýnt
árásirnar. Steven Mnuchin, fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði að
Trump hygðist undirrita tilskipun,
sem myndi heimila efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn Tyrklandi, með
það að markmiði að fá Tyrki til að
grípa ekki til frekari hernaðarað-
gerða í norðanverðu Sýrlandi. Hann
kvaðst þó vona að ekki þyrfti að grípa
til refsiaðgerðanna. bogi@mbl.is
100.000 manns
flýja árásirnar
Erdogan neitar að stöðva hernaðinn
Fólk virðir fyrir sér listaverkið „Með ást …“ við ráðhúsið í borginni Leeds
á Norður-Englandi á sjónlistahátíð, Ljósanótt í Leeds, sem haldin var í gær
og fyrradag. Hátíðin er haldin tvö kvöld í október ár hvert og að þessu
sinni var boðið upp á rúmlega 60 viðburði á ellefu stöðum í miðborginni.
List í myrkrinu á árlegri hátíð í Bretlandi
AFP
Ljósanótt í Leeds