Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • 3 svefnherbergi • 2 fullbúin baðherb. + gestabað • Svalir, verönd og þakverönd • Fullfrágenginn sér garður með einkasundlaug fylgir • Öll tæki í eldhúsi fylg ja • Bílastæði inni á lóð • Loftkæling/hiti fylgir • Möguleiki á heitum potti á þakverönd • 5.000 evru inneign í húsgagnabúð fylgir • Frí skoðunarferð fyrir viðskiptavini Alg jör fjölskylduparadís. Verð frá 35.400.000 Ikr. (260.000 Evrur, gengi 1 Evra=136Ikr.) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEG SÉRBÝLI Á FRÁBÆRU VERÐI Dona Pepa / Quesada Ein vinsælasta staðsetningin á Costa Blanca. Örstutt göngufæri í verslanir og veitingastaði. Þrátt fyrir naumt tap, 3½:4½, fyrir SSON heldurVíkingaklúbburinntveggja vinninga forystu eftir fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga sem fram fór í Rimaskóla um síðustu helgi. Víkingaklúbburinn hefur hlotið 32 vinninga af 40 mögulegum en SSON, Skákfélag Selfoss og nágrennis, er með 30 vinninga og Huginn í 3. sæti með 25½ vinning. Fátt bendir því til annars en að barátta um efsta sæt- ið verði milli tveggja efstu sveit- anna, en 10 lið tefla í efstu deild. Í 2. deild gerir skákdeild KR sig líklega til sigurs og hefur tveggja vinninga forskot, í 3. deild er b- sveit Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness með örugga forystu og í 4. deild er b-sveit SSON með örugga forystu. Margir náðu góðum úrslitum um helgina. Rússarnir fjórir sem SSON „flutti inn“ voru nokkurn veginn á pari nema þá helst Anti- pov sem gerði jafntefli í öllum skákum sínum, en Bragi Þorfinns- son og Dagur Arngrímsson fengu báðir 4½ vinning af fimm mögu- legum. Pólverjarnir fjórir hjá efsta lið- inu, Víkingaklúbbnum, stóðu sig allir vel en enginn þeirra sló þó við Jóhanni Hjartarsyni sem vann allar fimm skákir sínar í góðum stíl, ár- angur sem reiknast upp á 3.123 Elo-stig. Hann var sá eini í liði Vík- ingaklúbbsins sem vann skák í viðureigninni við SSON: Jóhann Hjartarson – Semion Lomasov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Be3 Það eru nokkrar leiðir í boði í þessari stöðu, t.d. 9. De2, 9. Rbd2 eða 9. c3 sem Jóhann valdi að leika í hinni frægu einvígisskák við Korts- noj í Saint John árið 1988. 9. ... Be7 10. c3 Dd7 11. Rbd2 Rxd2 12. Dxd2 Ra5 13. Hfe1 c5 14. h3 h6 15. Bc2 Rc4 16. Dc1 a5 17. b3 Rb6?! Svarta staðan er vel teflanleg eftir þennan leik en samt var 17. ... Rxe3 18. Dxe3 b4! betra og svartur stendur síst lakar. 18. a4 bxa4 19. bxa4 Rc4 20. Hb1 Dc7 21. Bf4 Hb8 22. Bd3 Hxb1 23. Dxb1 0-0 24. Dc1 Dd7? Fyrstu stóru mistök svarts. Mun betra var 24. ... Dc8 því að þá er framrás e5-peðsins ekki jafn hættu- leg í samanburði við það sem nú gerist. 25. Bxh6! Bxh3! Biskupinn á h6 mátti svartur alls ekki taka en það er óvenjulegt að sjá fórninni á h6 svarað með annarri á h3. 26. Bg5! Bxg2? Hann varð að leika 26. ... Bg4 þó að hvítur eigi góða stöðu eftir 27. Bxe7 Dxe7 28. Bxc4 með hugmynd- inni 28. ... dxc4 29. Rg5! o.s.frv. 27. e6! Þessi öflugi leikur gerir út um taflið. 27. ... fxe6 28. Kxg2 e5 29. Rh2 Rb2 30. Bb5 Bxg5 31. Dxg5 Df7 32. Dxe5 Dxf2+ 33. Kh1 Df5 34. De2 Df2 35. Bc6 Dxe2 36. Hxe2 Rd1 37. Bxd5+ Kh7 38. c4 Rc3 39. He5 Hf4 40. Kg2 Rxa4 41. Kg3 Hf6 42. Rg4 Hxe2 d6 43. Kf4 Rb6 44. Be4+ Kg8 45. Hxc5 a4 46. Re5 a3 47. Ha5 Hd4 48. Ha6 g5+ 49. Kf5 Rc8 50. Bd5+ Kg7 51. Hg6+ – og svartur gafst upp. Að þessu sinni fylgdist greinar- höfundur með baráttunni af hliðar- línunni. Því verður ekki á móti mælt að keppnin hefur vaxið og dafnað. Nú eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi Íslandsmótsins með stofnun úrvalsdeildar þar sem sex skáksveitir munu tefla tvöfalda um- ferð á þrem helgum. Gangi þær fyrirætlanir eftir ætti að gefast tækifæri til að semja nýja reglugerð um keppnina, setja staðla er varða aðstæður, útsendingar frá keppnis- stað, tímamörk og annað sem getur bætt upplifun þátttakenda. Víkingaklúbburinn í forystu á Íslands- móti skákfélaga Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Alþjóðlegt yfirbragð Pólverjinn Gajewski (t.h.) teflir við Sune Berg Hansen. Fjær má sjá Dziuba og Jóhann Hjartarson. Margrét Erla Ma- ack hefur verið í frétt- unum nýlega vegna þess að henni finnst sér mismunað með þeim greiðslum sem hún fær frá íslenska ríkinu vegna fæðing- arorlofs. Undirritaður tekur undir það með henni og gerðist jafn- vel svo djarfur að telja að þessi mismunun væri í and- stöðu við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Hann var hins vegar gerð- ur brottrækur með þá kenningu sína. Að sjálfsögðu átti undirritaður ekkert með þetta upp á dekk. Al- þingi telur þetta löglegt, sama á við um Hæstarétt og umboðsmann Al- þingis sem og úrskurðarnefnd vel- ferðarmála og fæðingarorlofssjóð. Í 65. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Lög um fæðingarorlof mismuna foreldrum þannig að þeir sem eru með hærri tekjur fá hærri styrk frá ríkinu en þeir sem eru með lægri, eða engar tekjur. Dæmi má taka að sá sem er með engar tekjur fær kannski um eitt hundrað og sextíu þúsund krónur á mánuði í styrk frá ríkinu. Sá sem er með þrjú hundruð þúsund krónur í tekjur á mánuði fær styrk frá ríkinu sem er um tvö hundruð og fjörutíu þúsund krónur á mánuði, en sá sem er með um sjö hundruð þúsund krónur í tekjur á mánuði fær um sex hundruð þús- und krónur í styrk frá ríkinu á mánuði. Stjórnvöld telja að með þessum styrkveitingum séu allir jafnir fyrir lögunum með tilliti til efnahags. Í raun er þó fólki mismunað út frá efnahag. Það hefur verið talið í lagi að mismuna fólki þegar ríkið styrk- ir þá meira sem lakar eru settir en hina sem betur eru settir. Í fæðing- arorlofi er því öfugt farið, ríkið styrkir þá meira sem betur eru settir fjárhagslega en þá sem verr eru settir. Ef í lagi er í raun að mismuna fólki með settum lögum út frá efnahag, er þá ekki einnig heimilt að mis- muna fólki með settum lögum vegna trúar- bragða, þjóðernisupp- runa eða kynþáttar? Lögin um fæðingarlof eru tæp- lega tuttugu ára gömul og allan þennan tíma hefur þessi mismunum þótt eðlileg, enda er hún lögleg. Stjórnvöld telja þetta að öllu leyti eðlilegt og ekki er annað að sjá en að það sama eigi við um t.d. verka- lýðsfélögin. Að lokum er svo tilvitnun í dóm Hæstaréttar sem nefndur hefur verið öryrkjadómurinn: „Skipulag, sem löggjafinn ákveður, verður þó að fullnægja þeim lágmarksréttindum, sem fel- ast í ákvæðum 76. gr. stjórnar- skrárinnar. Þá verður það að upp- fylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um að hver ein- staklingur njóti samkvæmt því jafn- réttis á við aðra sem réttar njóta, svo og almennra mannréttinda.“ Eitthvað virðist rétturinn mis- munandi þrátt fyrir þessi orð Hæstaréttar. Og svo alveg að lokum mætti hugleiða hvers vegna lagabálkurinn um fæðingarorlof er svo flókinn þegar hann gæti verið mikið ein- faldari. Lögleg mismunun Eftir Berg Hauksson » Lög um fæðingar- orlof mismuna for- eldrum þannig að þeir sem eru með hærri tekjur fá hærri styrk frá ríkinu en þeir sem eru með lægri eða engar. Bergur Hauksson Höfundur er lögmaður. Hannes Stephensen fæddist 12. október 1799 á Hvanneyri. Foreldrar hans voru Stefán Stephensen amtmaður og f.k.h., Marta María Hölter. Hannes varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1818 og lauk guðfræðiprófi í Kaupmanna- höfn 1824. Hann varð prestur í Görðum á Akranesi 1825 og gegndi því embætti til æviloka. Hann bjó á Innra-Hólmi og síð- ar Ytra-Hólmi á Akranesi. Hann var prófastur í Borgar- firði frá 1832. Hannes var alþingismaður Borgfirðinga 1845-1856 og var forseti Alþingis 1855 og vara- forseti 1849 og 1853. Hann var fulltrúi á Þjóðfundinum 1851 og lét þar mikið til sín taka; þær sögur gengu að dönsku hermönnunum sem Trampe greifi hafði til taks hefði verið sagt að ef fundinum yrði hleypt upp ætti að skjóta þrjá þing- menn fyrst: „Den hvide“ (þ.e. Jón Sigurðsson), „Den halte“ (Jón Guðmundsson) Og „Den tykke“ (séra Hannes), og voru það mestu skörungar fund- arins. Kona Hannesar var Þórunn Magnúsdóttir, dóttir Magn- úsar Stephensen, og voru þau bræðrabörn. Þau áttu þrjú börn. Hannes lést 29.9. 1856. Merkir Íslendingar Hannes Stephensen Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.