Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Gunnsteini M. Þorsteinssyni Löve vegna síendurtekinna umferðar- lagabrota. Var Gunnsteinn fund- inn sekur um akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna í fimm skipti frá því í júlí 2017 til júlí 2018. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnstein í níu mánaða fangelsi en Landsréttur þyngdi dóminn í 15 mánuði. Samkvæmt dómnum hefur Gunnsteinn átta sinnum á síðustu fimm árum verið dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og fyrir hótun. Í fyrra hlaut hann meðal annars 10 mánaða fangelsi fyrir fyrrnefnd brot. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Í dómi Landsréttar kemur fram að Gunnsteinn hafi mótmælt kröfu saksóknara og sagt að við málarekstur í héraði hafi saksóknari farið fram á 9-10 mánaða dóm. Það hafi orðið nið- urstaðan, en stuttu síðar hafi embættið breytt um skoðun og viljað lengri refsingu. Segir hann slíkt í andstöðu við ákvæði stjórn- arskrárinnar og mannréttinda- sáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu að miðað við brotafer- il mannsins sé rétt að refsing sé 15 mánuðir óskilorðsbundin, eða hálfu ári lengri en í dómi héraðs- dóms. Dómur þyngdur yfir manni vegna síendurtekinna umferðarbrota Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða þeim Gísla Reynissyni og Karli Löve Jóhannssyni 2,5 millj- ónir hvorum í skaðabætur vegna Aserta-málsins svokallaða, en þeir voru báðir sakborningar í því máli áður en ríkissaksóknari féll frá kröfum í málinu þegar það var komið fyrir Hæstarétt árið 2016. Héraðsdómur hafði komist að mismunandi niðurstöðu í málinu. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðs- dómari hafði dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla 1,4 milljónir vegna kyrrsetningar á eignum sem þótti standa yfir of lengi og ummæla þá- verandi yfirmanns efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, en fjöl- miðlafundur var haldinn þegar málið kom upp. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari hafði hins vegar komist að annarri nið- urstöðu og sýknaði hann ríkið í sambærilegu skaðabótamáli Karls. Landsréttur snýr þeirri niðurstöðu við og staðfestir skaðabótaskyldu í máli Gísla. Hins vegar eru bæturnar hækk- aðar og eru sem fyrr segir 2,5 milljónir í hvoru máli. Segir í dómum Landsréttar að saksókn- araembættið hafi ekki getað skýrt ástæður mikillar seinkunar á rannsókn málsins, en þeir voru báðir með stöðu grunaðs manns í sex ár. Þá voru fasteignir áfrýj- enda og ökutæki kyrrsett í allt að fimm ár. Bætur skal greiða í Aserta-málum Viðskipti GERRY WEBBER FYRIR FLOTTAR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Fylgdu okkur á facebook Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 20% afsláttur* af öllum vörum frá MOSMOSH *afsláttur gildir út laugardag 12.10 Komið með auglýsinguna til að fá 3 snið frítt. Ótrúlega fljótleg og sniðug aðferð til að laga snið að þínum þörfum. Lærðu þessa SNIÐUGU AÐFERÐ á aðeins EINNI KLST! ÓKEYPIS SNÍÐANÁMSKEIÐ! Mætið snemma, takmarkaður fjöldi! • Lærðu að sníða sniðin að þér og þínu ummáli. • Sjáðu hvernig þetta vesti er gert á mettíma þannig að það passi á einn af þáttakendum námskeiðsins. • Fyrir byrjendur og lengra komna. • Engar skuldbingindar. Þriðjudaginn 15/10 til laugardags 19/10 AÐEINS 5 DAGAR Í REYKJAVÍK Kennt er kl. 11:00, 13:00 og 17:00 Laugardaginn aðeins kl. 11:00 og 13:00 Hátúni 12 sími: 553 5444 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Falleg lífstíls- og heimilisvöruverslun í Kringlunni með virkilega flottar vörur. Verslunin er ung að árum og þannig gefst tækifæri fyrir nýjan eiganda að móta hana eftir sínum hugmyndum. Hagstæður leigu- samningur í boði. • Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í leigu- húsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og afkoma með ágætum. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður. • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 100mkr. Góður hagnaður. • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttinga- smíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook TÚNIKUR Verð 7.900,- Str. 40/42-56/58 Margir litir og munstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.