Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 36
✝ Sonja Ás-björnsdóttir fæddist í Borgar- nesi 22. febrúar 1938. Hún lést í Borgarnesi 1. októ- ber 2019. Foreldrar henn- ar voru Jónína Ólafsdóttir, f. 13. október 1907, d. 22. maí 1995 og Ás- björn Jónsson, f. 8. febrúar 1907, d. 12. janúar 1999. Eftirlifandi eiginmaður Sonju er Örn R. Símonarson, bifvéla- virki og fyrrverandi verkstjóri, f. 10. júní 1934. Foreldrar Arnar voru Unnur Bergsveinsdóttir, f. 24. ágúst 1913, d. 7. ágúst 1992 og Símon Teitsson, f. 22. mars 1904, d. 13. apríl 1987. Sonja og Örn voru gefin sam- an 12. janúar 1957. Dætur þeirra eru Unnur Hafdís, f. 13. júní 1957, gift Bjarna Knútssyni árs skeið hjá Verslunarfélaginu í Borgarnesi. Hún var einn vet- ur við nám í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi og var síðan heimavinnandi húsmóðir á með- an dæturnar voru ungar. Um tíma leysti hún af við heimilis- fræðikennslu í Grunnskóla Borgarness og naut þess starfs mjög. Einnig var hún í nokkur ár prófdómari í heimilisfræð- inni. Þegar dæturnar urðu eldri hóf Sonja störf hjá Prjónastofu Borgarness, síðan vann hún hjá Kjötvinnslu Kaupfélags Borg- firðinga og loks hjá Eðalfiski í Borgarnesi. Sonja var mikil handavinnukona og eftir hana liggja mörg verk sem bera vott um listfengi og vandvirkni hennar. Auk þess var hún mikill tónlistarunnandi. Sonja og Örn byggðu sér hús á Gunnlaugsgötu 18 í Borg- arnesi á árunum 1957-1958 og þar var heimili þeirra æ síðan, þar til Sonja fékk skjól á Brák- arhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimili, í Borgarnesi í nóvember 2018. Útför Sonju fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 12. októ- ber 2019, klukkan 14. og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. Þau búa á Akranesi. Ragn- heiður Harpa, f. 2. október 1963, gift Guðjóni Kristjáns- syni og eiga þau þrjú börn. Þau búa á Akureyri. Jónína Erna, f. 10. febrúar 1967, gift Vífli Karlssyni og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Þau búa í Borgarnesi. Systkini Sonju voru María, f. 18. ágúst 1931, d. 21. nóvember 2015, Dóra Erna, f. 30. apríl 1933, d. 6. október 2014, Sjöfn, tvíburasystir Sonju, f. 22. febr- úar 1938 og Jón Halldór, f. 15. október 1945. Sonja ólst upp í Borgarnesi og átti sína skólagöngu þar. Ung vann hún eitt sumar í Fornahvammi og síðan um eins Sonja tók mér strax vel. Ég átti nú ekki endilega von á því, ungur Ólsari að stíga í vænginn við yngstu dóttur hennar. Hún tók mér reyndar svo vel að það fór ekki á milli mála hvorki þá né síðar. Það var eins gott, því feimnin kraumaði undir niðri. Um næstu jól var mér boðið að koma í heimsókn og annarri eins gestrisni hafði ég sjaldan kynnst eins og þarna á Gunn- laugsgötu 18 og Sonja virtist njóta þess að gera vel við heim- ilismenn og gesti. Almennt leyndi bros hennar og fram- koma öll ekki umhyggjunni sem hún bar til annarra. Og stutt gat verið í hláturinn. Á meðan við Jónína bjuggum fyrst á höfuðborgarsvæðinu og svo í Noregi var alltaf notalegt að koma til tengdaforeldranna hvort sem það var í Borgarnesi eða í bústað þar sem þau tengdaforeldrar mínir höfðu bú- ið sér sannkallaðan sælureit í Munaðarneslandi. Og alltaf var brúna í boði og ísköld mjólk úr Philco-ísskáp af gömlu og mun betri gerðinni, veislumatur á borðum en þó einkum innilegar móttökur beint frá hjartanu svo ekki varð um villst. Þess utan var hún, sem og Addi, alltaf boðin og búin þegar aðstoðar var þörf og þá hvergi slegið slöku við. Dugnaðurinn og vandvirknin voru þvíumlík. En hún Sonja hafði fyrst og fremst hjarta úr gulli og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni og búið í ná- grenni við hana eftir að börnin fæddust. Þau nutu þess að geta komið heim til ömmu og afa eft- ir skóla. Þar beið þeirra fé- lagsskapur, eitthvað gott í gogginn og fræðsla. Já, hún var góður kennari og hafði einstakt lag á börnum og naut fé- lagsskapar þeirra. En hún var nú ekki alltaf sátt við námskrá grunnskólanna og kenndi þeim það sem hún taldi upp á vanta, eins og t.d. margföldunartöfluna þegar hún var ekki kennd um tíma. Hana skyldu þau kunna upp á tíu og inn fór hún. Það ásamt öðru hjálpaði trúlega upp á góðan árangur þeirra eins og t.d. verðlaun úr stærðfræði- keppni og upplestrarkeppni. Þar sem ég sjálfur ólst upp með ömmu og afa í „næsta húsi“ er ég þakklátur fyrir að hafa getað veitt börnum mínum það sama. En nú er komið að kveðju- stund og Sonju verður sárt saknað en minningin er góð og yljar. Vífill. Elsku amma Sonja. Í dag kveðjum við þig með söknuð í hjarta. Minningarnar okkar um kær- leiksríka og skemmtilega ömmu munu ávallt ylja okkur þó það sé erfitt að sætta sig við að við munum aldrei geta séð þig aft- ur, knúsað og spjallað við þig. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar afa í Borgarnes eða sumarbústaðinn, fá brúnu eða pönnsur og spjalla og hlæja með þér. Við þökkum fyrir samveru- stundirnar með þér og kveðjum þig með bæninni sem þú fórst svo oft með okkur þegar við gistum hjá þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Sigurlína, Knútur Örn og Sonja. Við systkinin erum öll fædd í forstofuherberginu á Gunn- laugsgötu 18, heima hjá Sonju frænku, tvíburasystur mömmu. Þó foreldrar okkar væru búsett- ir á Ströndum tók mamma ekki í mál að við fæddumst annars staðar en í Borgarnesi, því Borgnesingar skyldum við verða. Húsið þeirra Sonju og Adda á Gunnlaugsgötunni er ekki stórt en það stóð þá, eins og allar götur síðan, opið fyrir okkur systkinin. Ófá voru þau æskusumrin sem við dvöldum í lengri eða skemmri tíma í Borgarnesi og alltaf var Sonja og heimilið á Gunnlaugsgötunni miðpunkturinn þó við gistum kannski stundum hjá ömmu og afa á Holtinu eða hjá Dóru frænku. Það var alltaf gott að koma til Sonju frænku og hún bakaði heimsins bestu kökur, „brúna“ hennar var t.d. sögufræg. Við fáum ennþá vatn í munninn við tilhugsunina eina. Mjólkurglas og súkkulaðikaka hjá Sonju frænku var einfaldlega það besta í heimi – og það var alltaf nóg til. En það voru ekki bara kök- urnar sem nóg var af heldur líka umvefjandi viðmót og vænt- umþykja sem við fundum svo vel hjá Sonju frænku. Sá brunn- ur var ótæmandi á Gunnlaugs- götunni. Og þó við yrðum eldri, já stútungskerling og -karlar, þá mundi hún okkur alltaf, krakkana sem fæddust í for- stofuherberginu. Hún hringdi t.d. alveg fram undir það síð- asta í okkur á afmælisdaginn, bara til að óska okkur til ham- ingju. Það voru alltaf velkomin og góð símtöl sem hlýjuðu um hjartaræturnar. Og þannig hugsum við til Sonju frænku nú þegar hún hefur kvatt þennan heim. Með hlýju í hjartanu og þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þess- ari einstöku, góðu og yndislegu konu. Elsku Addi, Unna og Baddi, Harpa og Guðjón, Jónína og Vífill, börnin ykkar og barna- börn. Góður guð veri með ykkur og blessi. Krakkarnir hennar Sjöbbu systur, Sif, Börkur og Logi. Nú er hún mamma flutt til himna. Reyndar lifði hún mun lengur á þessari jörð en útlit var fyrir, því hún var úrskurðuð andvana fædd, en afa tókst að hrista hana til lífs sem entist í meira en 81 ár. Mamma hefur alltaf verið til staðar fyrir okk- ur, óþreytandi í að hjálpa, leið- beina og hugga. Reyndar á það við um fleiri en okkur, því ófáir hafa notið kunnáttu hennar og hjálpsemi. Hún átti stórt hjarta sem rúmaði marga og alltaf hægt að skapa þar rúm fyrir fleiri. Pabbi var hennar stóra ást í lífinu, stoð og stytta. Þau voru gift í rúmlega 60 ár og verkaskiptingin var á hreinu; mamma sá um það sem innan- húss var, en pabbi um flest utan heimilis. Undantekning var þó á reglunni: lúgan upp á loft er vissulega innandyra, en að príla upp stigann þangað fékk pabbi að sjá um. Mamma þorði varla að standa uppi á stól, eins og hún orðaði það, en þó málaði hún veggi og loft og stóð þá oft á stól. Lofthræðslan og kvíði gagnvart hinu óþekkta ollu því að hún ætlaði sko aldrei upp í flugvél og alls ekki til útlanda. Þegar barnabörn fæddust er- lendis lét hún sig þó hafa það að fljúga, kærleikur og umhyggja réðu þar för, eins og ávallt. Barna- og barnabarnabörnin voru hennar líf og yndi. Mamma unni tónlist og sótti oft tónleika, helst í heimahéraði. Hún sá líka til þess að við fengjum tónlistarmenntun. Þeg- ar einhver afkomendanna kom fram opinberlega mætti hún og gott var að vita af henni í saln- um. Hún spilaði sjálf á gítar, en flíkaði því lítt. Mamma var hús- mæðraskólagengin og átti skemmtilegar minningar frá árinu á Varmalandi, þótt hún hafi þá einnig verið hvað veik- ust, en flogaveiki háði henni á yngri árum. Húsmæðraskólinn stuðlaði líklega að því að hún varð fullkomin húsmóðir; allt í röð og reglu á tandurhreinu heimili, heimabaksturinn svo hillur svignuðu og frúin snill- ingur í allri handavinnu. Við nutum góðs af þessu öllu og fengum ungar að læra t.d. að rangan ætti að vera álíka falleg og réttan. Það var lán fyrir þær tvær okkar sem eru örvhentar að hún var það líka, því hún kenndi okkur að prjóna og hekla með vinstri, en hún gat líka kennt þeirri rétthentu upp á hægri. Aldrei þreyttist hún á að lesa fyrir börnin og þau pabbi studdu okkur heilshugar til náms. Hún naut þess að heyra og segja skemmtilegar sögur og oft var gantast og hlegið á heimilinu „eilífur fífla- gangur í ykkur stelpur“ sagði hún og hló dátt. Oft var líka glatt á hjalla í sumarbústaðn- um. Bygging sumarbústaðarins var frábær samvinna mömmu og pabba, hún stýrði pabba og hann hamrinum. Mamma flutti ekki langt þeg- ar hún fór úr föðurhúsum, móð- urforeldrar okkar bjuggu í næsta húsi og hún annaðist þau vel þegar þau þurftu á hjálp að halda. Þegar hún sjálf bognaði undan Alzheimersjúkdómnum annaðist pabbi hana með óbil- andi ástúð og hlýja höndin hans hélt um hennar allt til endaloka. Elsku mamma vildi aldrei vekja á sér athygli, en vonandi fyr- irgefur hún okkur þessi skrif um hana í blöðin. Við þökkum góðum Guði fyrir yndislega mömmu, megi hún hvíla í friði. Unnur Hafdís, Ragnheiður Harpa og Jónína Erna. Sonja Ásbjörnsdóttir ✝ Magnús DavíðIngólfsson fæddist 11. janúar 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 23. sept- ember 2019. Foreldrar hans voru Ingólfur Sig- urðsson, f. 23. maí 1913, d. 28. sept. 1979, og Soffía Jón- fríður Guðmundsdóttir, f. 3. júní 1916, d. 25. jan. 2004. Systkini: Helgi Guðmundur, f. 22. sept- ember 1935, d. 18. mars 1999, Erla Svanhildur, f. 4. apríl 1938, d. 15. júlí 2017, Kristján Árni, f. 12. desember 1941, Steinunn Sigríður, f. 29. desember 1944, Sigurður Björn, f. 8. febrúar 1950, d. 1. október 2005, og Guð- björt, f. 13. ágúst 1953. Hinn 6. apríl 1958 kvæntist Magnús Kristínu Guðmundu Halldórsdóttur, f. 2. maí 1939, d. 29. mars 2010, dóttur Halldórs Guðmundsonar skipstjóra frá Sigurstöðum á Akranesi og Guðríðar Halldórsdóttur. Börn þeirra: 1) Halldóra Guðríður, f. 2. apríl 1960, gift Lúðvík Davíð Björnssyni. Þau skildu. Börn þeirra: a) Davíð Halldór, maki Hulda Dröfn Atladóttir, börn 4) Soffía Margrét, f. 16. jan. 1967, gift Halldóri Bragasyni. Börn þeirra: a) Kristín Elísabet, maki Rúnar Árnason, barn þeirra, Valrún Alísa. b) Bragi Þór. c) Adolf Freyr. 5) Magnús Kristinn, f. 23. apr- íl 1971, kvæntur Þórkötlu Jóns- dóttur. Þau skildu. Börn þeirra: a) Elísabet Karen, maki Trausti Jóhannesson, barn þeirra Ísa- bella Una. b) Stephen Mitchell, barnsmóðir Ásrún Fanný Hilm- arsdóttir, barn þeirra Adrianna Rós. Magnús fæddist í Reykjavík en fluttist á þriðja ári með for- eldrum sínum upp á Akranes og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi, lagði stund á nám í matreiðslu og lauk prófi frá Hótel- og veitingaskólanum 1962. Hann byrjaði fimmtán ára til sjós og stundaði sjómennsku til 1989, fyrst á fiskibátum og togurum, síðan á Freyfaxa í u.þ.b. áratug, þá á Akraborginni í þrjú ár. Hann rak veitinga- skála á Hellu í stuttan tíma og starfaði þrjú sumur við sumar- hótel á Hvanneyri. Eftir að Magnús kom í land stundaði hann matseld, m.a. hjá SÁÁ og Verslunum Nóatúns. Magnús sat í stjórn Heyrnarhjálpar. Fjöl- skyldan átti heimili á Akranesi til ársins 1988, lengst af á Brekkubraut 20 eða frá 1961-81. Frá Akranesi fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og átti þar heima síðan. Útför Magnúsar fór fram 7. október 2019. þeirra Pía Rún og Lóa Maja. Barns- móðir Elsa Alex- andersdóttir, börn þeirra Embla Rós og Freyja Huld. b) Heiðrún Kristín, gift Gunnari Erni Gunnarssyni, börn þeirra Gabríel Frosti og Benedikt Jökull. Barnsfaðir Georg Þór Ágústs- son, barn þeirra Birta Sif. c) Heimir Magnús, unnusta Dom- inika Kolomazníková. d) Björn Markús, unnusta Sandra Sosul- ina. e) Kristinn Daði. 2) Ingólfur Friðjón, f. 26. mars 1961, kvæntur Sigríði Andrésdóttur. Börn þeirra: a) Bjarki Már, unnusta Claudia Andrea Werdecker. b) Ásta Kristín, gift Pétri Hanssyni, börn þeirra Þröstur Orri og Arnar Funi. c) Linda Björk, gift Magnúsi Óskar Guðnasyni, barn þeirra Andrés Óskar. 3) Guðmundur Halldór, f. 26. okt. 1962, kvæntur Júlíu Birg- isdóttur. Barn þeirra er Sólborg Vanda. Barnsmóðir Kristrún Gróa Óskarsdóttir, þeirra barn Óskar Halldór, maki Halldóra Magnúsdóttir, barn þeirra Guð- mundur Atli. Elsku pabbi, nú ert þú búinn að kveðja þessa jarðvist og ótal minningar koma upp í hugann þegar farið er yfir æviskeiðið, kátína, hlátur, veislur, já ekkert var sparað svo vel mætti gera við gestina. Pabbi var góður kokkur og margar uppskriftir eftir hann hafa gengið á milli manna eins og kalda sósan með hráa hangikjöt- inu sem borin er fram hver jól í fjölskyldunni. Við vorum heppin systkinin að alast upp hjá Stínu og Magga. Hann var óhræddur að takast á við verkefnin stór sem smá og hafði óbilandi trú á að geta leyst þau. Að kaupa föt erlendis á alla fjölskylduna í siglingum, það var nú ekkert mál og allt passaði. Hann var nautnaseggur hann pabbi og þrátt fyrir sykursýkina gat hann ekki hætt að borða sætt. Hann hafði hætt að reykja og drekka en sætabrauðið gat hann ekki staðist. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli“ Það var hans mantra eftir meðferðina hjá SÁÁ. Hann hafði tröllatrú á samtökunum sem hjálpuðu honum og hann launaði þeim til baka með matseld á Vogi og í Risinu á seinni árum. Hann hefur eflaust snert mörg hjörtu með eldamennsku sinni í genum tíðina því hann var bæði kokkur á sjó og landi allt sitt líf. Fötlun hans, heyrnarleysið, hrjáði hann mjög mikið en hann var lunkinn við að lesa af vörum. Hin síðustu ár lifði hann nánast í einangruðum heimi en með hjálp Magga Didda tókst að halda tengslum við samfélagið eftir að mamma dó og var hann hans stoð og stytta síðustu árin. Það er tómlegt að hugsa til þess að sjá ekki lengur þitt glettna bros og blikk eða þína skemmtilegu handahreyfingu sem þú notaðir alltaf þegar þú kvaddir. Hvíldu í friði elsku pabbi, þín er sárt saknað. Soffía. Á fögrum haustmorgni kvaddi Maggi bróðir minn þetta jarðlíf. Þótt síðasta heimsóknin á sjúkra- húsið bæri berlega með sér hvert stefndi snerti hið endanlega boð sáran streng. Söknuður sækir á hugann og myndir og minningaleiftur löngu liðins tíma leita á og rifjast upp. Það var aldrei logn í kringum hann Magga, glaðbeittur, síkvik- ur og ávallt til í hvers konar glens og gleðimál. Í hans uppvexti var þó ekki mikill tími til annars en að taka þátt í hinu daglega amstri, hjálpa til og verða að liði strax og aldur og kraftar leyfðu. Alþýðuheimili þess tíma þurftu á öllum höndum að halda til bjarg- ræðis og okkar heimili var þar engin undantekning. Bernsku- og unglingsárin á Suðurvöllum liðu hratt og brátt tók við alvara lífsins og við smám saman sjálfs okkar ráðandi. Maggi fór ungur til sjós, stofnaði heimili og eignaðist lífsförunaut og stóra fjölskyldu og þau byggðu sér fallegt einbýlishús á Brekkubraut 20 á Akranesi. Það var gott að koma á Brekkubraut- ina til Magga og Stínu og mynd- arskapur og rausn þeirra svo af bar. Í kjölfar þess að ég flutti um tíma utan hófst nýr kafli í sam- vistum okkar systkina. Margs er að minnast frá þeim árum þótt tækifærin væru fá til að hittast og gleðjast saman. Þegar heim kom og eftir að við settumst að á Hvanneyri gáfust fleiri stundir til samvista sem í erli og amstri dag- anna voru þó stundum helst til strjálar. Maggi var ákaflega greiðvik- inn og þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni var hann boðinn og búinn til aðstoðar og sá gjarnan um allt sem viðkom veitingum og matseld enda frábær matreiðslu- maður. Oft á tíðum var hann önn- um kafinn meðan aðrir gestir gæddu sér á kræsingum hans, en hann naut þess að vera öðrum til liðsinnis. Þegar hann starfaði hér á Hvanneyri á sumarhóteli Bændaskólans áttum við notaleg- ar stundir, rifjuðum upp gamla tíma frá árunum okkar á Suður- völlum og þá tók hláturinn oftar en ekki völdin. Maggi fór snemma að missa heyrn sem ágerðist svo að hann varð mjög heyrnarskertur. Þetta bagaði hann og olli honum örugg- lega mikilli vanlíðan. Hann lét þó lítið á því bera og sýndi mikið æðruleysi gagnvart þessari fötl- un sinni. Seinustu æviárin bjuggu þeir feðgar saman og þangað var gott að koma og í engu slegið af í myndarskap og rausn í viður- gjörningi. Fyrir stuttu greindist Maggi með illvígan sjúkdóm og þessi glíma var ekki til að sigrast á og brátt var ekki um annað að ræða en skipta aftur um vist og síðasta áfangann dvaldi hann á Sjúkra- húsinu á Akranesi. Síðasta sam- verustundin lifir í minningunni. Það var augljóst að hverju dró en samt gátum við notið návistar hvort annars. Nú er lífsljós hans slokknað, jarðvist lokið og bjarm- ar af nýjum degi hins eilífa lífs. Minningin merlar í sál og sinni. Komið að kveðjustund og við kveðjum með söknuði og biðjum algóðan Guð að veita ástvinum og fjölskyldum þeirra huggun og styrk á sorgarstund. Blessuð sé minning Magnúsar bróður míns. Steinunn og fjölskylda, Hvanneyri. Magnús Davíð Ingólfsson 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.